Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2021

Börn og unglingar betur sett með náttúrulega sýkingu en bóluefni skv. ráðgjafa bresku ríkisstjórnarinnar

Robert_Dingwall_2703-2The Times og Telegraph segja frá því að öruggara væri fyrir börn og unglinga að sýkjast náttúrulega af Covid heldur en að fá bóluefnið.

Þetta er mat Dr. Robert Dingwall eins af ráðgjöfum bresku ríkisstjórnarinnar í bólusetningum sem ákveður nú hvort bjóða eigi unglingum, 12- 18 ára, bóluefnið.

Dingwall segir að í ljósi þess hve væg veikindin eru hjá unglingum yrði bóluefnið að vera „einstaklega öruggt" til að valda ekki meiri skaða en gagni. 

Hann heldur því fram að núverandi bylgja meðal unga fólksins gæti í raun bundið endi á faraldurinn og hvatti fólk til að örvænta ekki vegna fjölda smita. Jafnfram sagði hann sjúkdóminn ekki lengur vera verulega dánarorsök og að vísindin ættu ekki miða að ódauðleika. 

Þetta er viðsnúningur og hér heima virðast menn ætla að minnsta kosti að hinkra með bólusetningu 12-15 ára (en búið að bjóða þeim sem eru með undirliggjandi sjúkdóma.) 16 - 18 ára hafa þegar flest fengið fyrsta skammtinn. Því miður var ætt áfram með þann hóp þrátt fyrir að rannsóknir um tengsl lyfjanna og hjartavöðvabólgu væru í gangi. Yfirvöld hér heima vissu vel af þeim rannsóknum en samt var bólusetningin keyrð áfram og nú hefur FDA (Lyfja-og matvælaeftirlit Bandaríkjanna) sett viðvörun á Pfizer og Moderna vegna tengsla við þann alvarlega kvilla. 

Ingileif hjá Íslenskri Erfðagreiningu er á öndverðum meiði, hún hefur ráðlagt stjórnvöldum að bólusetja unga fólkið og hafði engan áhuga á að bíða eftir frekari gögnum, bara gera þetta hratt! (hún eyðir/felur líka umsagnir undir hvatningarfærslum sínum á facebook).

Er Íslensk Erfðagreining og/eða HÍ að gera rannsókn á Íslendingum í tengslum við bóluefnin? Hvað fær fólk til að hvetja til þess að ungt fólk sem ekki er í hættu vegna sjúkdóms fái ófullreynd lyf á neyðarleyfi? Glæpsamlegt að mínu mati!

Hér er viðtal við bandaríska lækninn, Jane Ruby, sem segir ástandið í Ísrael vegna hjartameina meðal unga fólksins mun verra en opinberar tölur segja.
nuremberg 



 

 


mbl.is Fleiri mættu í bólusetningu en von var á
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

C19 bóluefnin - eins og götóttir smokkar!

smokkurFar­alds­fræðing­ar eru marg­ir hverj­ir að velta fyr­ir sér þörf á því að bólu­setja þá, sem fengið hafa bólu­efni Jans­sen gegn kór­ónu­veirunni, með bólu­efni Pfizer eða Moderna til viðbót­ar, svo verja megi fólk gegn Delta-af­brigði veirunn­ar."


Það var alltaf eitthvað einkennilegt við það hvers vegna bóluefnið frá bossapúðursframleiðandanum Johnson&Johnson ætti að vera sterkara en öll hin, og því þyrfti bara einn skammt.

Nú segja sérfræðingarnir að best væri að prófa mix&match aðferðina á þeim sem héldu að þeir væru svo heppnir að þurfa bara einn skammt. Janssen-þegum verður því líklega boðið að taka þátt í tilraun með blöndun bóluefna. Sóttvarnarlæknir segir aukaverkanirnar eitthvað meiri en hvað með það. Hver er ekki til í að láta lyfjafyrirtækin nota sig í rannsókn í þeirri von um  að fá ekki sjúkdóm sem hefur fyrir þó nokkru verið á undanhaldi og sem er langflestum hættulaus skv. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunni. Auk þess eru til frábær lyf eins og Ivermectin til að draga úr veikindunum þó svo að Lyfjastofnun leyfi það ekki.

Reyndar mígleka öll þessi bóluefni/líftæknilyf sbr. þessa færslu frá mér í gær með bólusettu hjúkkuna sem situr í einangrun á Íslandi í stað þessa að vera komin heim til Bandaríkjanna. Þar er vísað í skýrslu frá Englandi sem segir að flestir þeirra sem nú deyja af völdum Covid (heitir víst enn covid þrátt fyrir önnur nöfn, Delta, Gamma, Sigma, Eta, Alma....). Skýrslan er hér og tafla sem sýnir þetta er hér neðar:

tableFréttamiðillinn Forbes segir líka frá því að skv. CDC (Center for Disease Control) hafi nú þegar 4115 fullbólusettir dáið eða þurft að leggjast inn á sjúkrahús vegna Covid. Forbes notar samlíkingu við smokk. Ég ætla að gera það líka.

Þessi bóluefni sem eru ekki bóluefni eru eins og götóttir smokkar. Sem sagt gölluð vara. Kannski átti hún líka að vera gölluð svo hægt sé að halda áfram að sprauta fólkið og verðlauna það með heilsupassa sem þarf að endurnýja reglulega, líklega með því að taka næstu og næstu og næstu sprautu.

Niðurlægingin hlýtur að vera þó nokkur, sérstaklega hjá þeim sem sitja bólusettir og einkennalausir í einangrun og sóttkví! Við hin erum bara hress og höfum boðið Kára Stefánssyni að nýta okkur í samanburðarrannsókn. Hverjir veikjast á næstunni og hverjir ekki?

Megum við sjá bóluefnavottorðið ykkar?
covididcard

 


mbl.is Áhyggjur af virkni Janssen gegn Delta-afbrigðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bólusett í einangrun og sóttkví!

konráðÍ dag var sagt frá því að fimm innanlandssmit hefðu greinst um helgina.

Þetta eru ferðamenn sem koma hér inn og eru að fá vottorð á leiðinni út úr landinu og greinast þá jákvæð." 

Ein þessara fimm er hjúkrunarkona búsett í  Bandaríkjunum, fullbólusett (aðeins bólusettir Bandaríkjamenn fá að koma til landsins). Hún var sem sagt á leið heim til sín eftir dvöl hér á landi og þurfti að framvísa neikvæðu PCR prófi til að fljúga aftur út, en fékk jákvæða niðurstöðu og var send í einangrun. Íslensk hjón sem eru ættingjar konunnar, voru meðal annarra sem send voru í sóttkví vegna konunnar. Bæði eru bólusett! A.m.k. þrír bólusettir einstaklingar sitja í sóttkví vegna konunnar.

Þessu fólki var lofað frelsi eftir bólusetningu. Þau sitja nú í einangrun og sóttkví og þurfa að fara í PCR próf eftir ca. viku. Yfirvöld gera sem sagt ráð fyrir því að þetta fólk geti smitað út frá sér, einkennalausir bólusettir einstaklingar! Hvernig ætli fullfrísku bólusettu fólki líði með með það að vera í einangrun og sóttkví í sumarfríinu sínu, eins og íslensku hjónin og það vegna aðila sem er bólusettur! Hvernig á að nást hjarðónæmi með svona lyfjum?

Það er verið að plata fólk, þetta eru ekki bóluefni og koma ekki í veg fyrir smit og ekki veikindi eða dauða. Í þessari frétt frá Bretlandi er skýrsla frá PHE (Public Health England) sem sýnir að meirihluti þeirra sem eru nú að deyja af Covid eru bólusettir, sjá líka töflu.

table

Hér neðar lýsir Íslendingur því að hann hafi veikst mánuði eftir bólusetningu, ekki bara það heldur var hann með versta Covidið í síðustu bylgju skv. lækninum.

covideftirjanssenÞjóðverjar eru að fara af stað með málaferli útaf PCR prófum sem gefa 95% falskar niðurstöður ef prófið er framkvæmt á yfir 35 snúningum. Þess má geta að prófið er framkvæmt á 40 snúningum hér á landi sem segir okkur að yfir 95% greindra voru og eru ekki með Covid enda fundu flestir ekki fyrir neinum einkennum. Það er búið að loka fullt af heilbrigðu fólki inni mánuðum saman. 

Umrædd hjúkrunarkona er eflaust ekki með neitt Covid enda er hún fullfrísk. Bara ómarktækt próf sem allur þessi svikafaraldur er byggður á. Á sama tíma er hin árlega flensa horfin og enginn fattar neitt. Nema í Kína, þar er ekkert Covid, bara flensa. 

Singapore hefur ákveðið að hætta Covid ruglinu og fara að lifa með veirunni eins og flensu. Sem hún kannski er?

Og endilega hlýðið WHO, þið bólusetta fólk og verið með grímu. Toppurinn á tilverunni er að vera bólusettur í eingangrun með grímu og nýja rakningarappið!
 


Mótmælin í London í gær! - og nýju skilaboðin frá WHO

londonrpotEflaust eru þetta fjölmennustu mótmælin gegn C19 aðgerðum í London hingað til. Sjáið myndband hér og hér.

Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­in (WHO) hef­ur hvatt full­bólu­setta til þess að halda áfram að nota grím­ur og halda fjar­lægð frá öðrum ásamt hefðbundn­um sótt­varn­aráðstöf­un­um til þess að koma í veg fyr­ir út­breiðslu Delta-af­brigðis Covid-19.

Fólk má ekki byrja að upp­lifa sig ör­uggt bara um leið og það hef­ur fengið tvo skammta af bólu­efni."

Eitt (enskt) orð yfir þetta. Pathetic! Og fullt af fólki heldur að það sé varið gegn hinni síbreytilegu kórónuveiru. Fólkinu sem lét bólusetja sig með þessum líftæknilyfjum er vorkunn. Og þríeykið sem tók þátt í að blekkja mannskapinn fékk fálkaorðu. Þau minna á útrásarvíkingana sem göbbuðu almenning til að taka ólögmæt lán, kaupa í ónýtum sjóðum o.s.frv. Og auðvitað vissu þau þetta allan tímann og ríkisstjórnin öll.  

En Englendingar duglegir að mótmæla. Bara frábært. Það er góð tilfinning að vera partur af hópnum sem sá í gegnum blekkinguna og að hafa ekki tekið þátt í gagnslausri og skaðlegri lyfjameðferð, gangandi um eins og kjáni með gagnslausar og skaðlegar grímur. Sjáið þessa frétt með skýrslum frá PHE (Public Health England). Meirihlutinn sem er að deyja af Delta afbrigðinu eru fullbólusettir.

london2


mbl.is Hvetja fullbólusetta til grímunotkunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

17 ára íþróttamaður getur vart gengið eftir Pfizer - blóðtappar í heila


everst17 ára körfuboltamaður  
Everest Romney frá Utah í Bandaríkjunum fékk mikinn höfuðverk og hita daginn eftir Pifzer sprautu, auk þess sem hálsinn á honum bólgnaði upp. Fimm dögum síðar var hann lagður inn á sjúkrahús þar sem læknar fundu hjá honum tvo blóðtappa í heila. Móðir hans, Cherie Romney, sagði að barnalæknir sonar síns hafi gert lítið úr einkennunum og greint hann með klemmda taug.


Everest var hraustur íþróttamaður, segir móðir hans, en í dag á hann erfitt með að ganga.

everest2

FDA setur viðvörun á Pfizer og Moderna

Í gær fjallaði ég um nokkuð merkilega frétt sem virðist hafa farið fram hjá fjölmiðlum hér heima, um að FDA (Food and Drug Administration) í Bandaríkjunum ætli að setja viðvörun á Pfizer og Moderna bóluefnin vegna tengsla við hjartavöðvabólgu. Hvað skyldu fjölmiðlar græða á því að segja Íslendingum ekki þessar fréttir sem varða heilsu þeirra og líf? 

Hér segir frá öðrum 19 ára íþróttamanni, Greyson Follmer, frá Ohio í Bandaríkjunum sem var greindur með hjartavöðvabólgu eftir síðari skammtinn af Pfizer. Hann var bólusettur þrátt fyrir að hafa áður fengið Covid og glímir við allskyns vandamál í kjölfarið.

greyson

 


Hvað skyldi umboðsmaður Alþingis segja um þetta fyrirkomulag?

borisj„Með þeim breyt­ing­um verða flestall­ar tak­mark­an­ir á ferðum bólu­settra og barna til lands­ins af­numd­ar og því geta um 90% lands­manna komið óhindrað til lands­ins,“ sagði Svandís."

Þetta er auðvitað óbein þvingun til að fá fólk í bólusetningu með lyfi sem ekki hefur fengið markaðsleyfi og lyf sem FDA hefur sett viðvörun á, n.t.t. Pfizer og Moderna? Þvingun til að taka inn lyf á neyðarleyfi er brot á Nurnberg lögunum. Sjá þennan nýja hæstaréttardóm frá Indlandi.

Ákveði ég að fara til útlanda, óbólusett af þessu varasama líftæknilyfi á neyðarleyfi sem er að slá öll met í aukaverkunum, m.a. varðandi  tíðarhring kvenna og verkjum tengdum móðurlífi, mun ég hiklaust neita sýnatöku og sóttkví. Sjáum hvernig það mál myndi fara. Lyfjunum fylgja ekki bara vandamál tengd móðurlífinu heldur einnig töluvert um einkennileg veikindi sem ekki var varað við í upphafi, sjá t.d. hér1870 aukaverkanir hafa verið tilkynntar og þar af 124 alvarlegar (lífshættulega tilvik eða dauði).


Erindi verður sent umboðsmanni í dag.

p.s. hvernig er með þá Rögnvald og Víði löggur, eru þeir búnir að fara í bólusetningu? Það átti að bjóða þeim líka sem eru með mótefni. Eflaust hafa þeir ekki farið enda hefði það komið í sjónvarpinu. Allir að klappa fyrir Víði sem lenti í hópsmiti því hann fór ekki eftir reglunum, bara kærulaus.


mbl.is 90% landsmanna geta komið óhindrað til landsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FDA setur viðvörun á Pfizer og Moderna vegna hjartavöðvabólgu í ungu fólki

myocarditisBólu­setn­ing barna á aldr­in­um 12-15 ára með und­ir­liggj­andi sjúk­dóma er haf­in, þótt Þórólf­ur geti ekki sagt til um ná­kvæm­lega hversu vel á veg hún er kom­in. Hann seg­ir enn ekki búið að ákveða hvort öll börn á þess­um aldri verði bólu­sett. Bólu­efni Pfizer hef­ur verið samþykkt fyr­ir þenn­an ald­urs­hóp." 

Það sem sóttvarnarlæknir á við með að lyfin séu samþykkt er að þau hafa fengið neyðarleyfi. Á Íslandi kalla þeir þetta skilyrt leyfi sem er annað heiti yfir neyðarleyfi/undanþágu. 

FDA (Fæðu- og lyfjastofnun Bandaríkjanna) mun setja viðvörun á Pfizer og Moderna sprauturnar þar sem varað er við hættu á sjaldgæfum hjartabólgum í ungu fólki. Þetta kemur fram í erlendum fjölmiðlum í dag.


Það merkilega við þetta allt saman er að yfirvöld hér heima hafa vitað í nokkurn tíma að verið væri að rannsaka þessi hjartamein í ungu fólki tengd bóluefnunum, meðal annars í Ísrael, Bandaríkjunum og Noregi. Það virtist engu breyta, yngri árgangar voru boðaðir eftir það. Það sem FDA kallar sjaldgæft virðist reyndar ekki vera mjög sjaldgæft. Forstjóri Lyfjastofnunar var spurð í maí sl. hvort borist hefði tilkynning um hjartavöðvabólgu. Hún sagðist ekki muna til þess. Gat hún ekki athugað málið - já eða nei? 46 tilkynningar um hjartavandamál (cardiac disorders) hafa skv. þessum nýju upplýsingum borist stofnuninni.  

Ef fólk ákveður að sækja um bætur vegna þessara meina sem væntanlega koma upp hér eins og annars staðar, hlýtur það að styrkja málið ef hægt er að sýna fram á að yfirvöld hafi vitað af þessari mögulegu aukaverkun en ekkert aðhafst og ekki varað við, sértaklega unga fólkið.

Hér er meira um þessar aukaverkanir sem eru til rannsóknar og  hér segir frá því að spítalar í Bandaríkjunum séu ekki að tilkynna tilfellin til VAERS. Líkurnar virðast stóraukast eftir sprautu númer tvö af Pfizer.
 
Ég hef sent Lyfjastofnun fyrirspurnir um hvort henni hafi borist tilkynning um hjartavöðvabólgu tengd bóluefnunum en ekkert svar, enda fer meiri vinna hjá starfsfólkinu (sem svara nafnlaust þegar þau svara á annað borð) í að þagga niður aukaverkanir heldur en að upplýsa fólk um þær. 

Stofnunin er farin að minna á Fjáramáleftirlitið (FME) fyrir bankahrunið, til dæmis varðandi  ólöglegu gengistryggðu lánin. FME vissi að lánin væru ólögleg en spilaði með og fékk svo á baukinn í átta binda rannsóknarskýrslu. 
 
Er tilfellið með Jason Daða sem fékk verk fyrir brjóstið í miðjum knattspyrnuleik mögulega tengt Janssen bóluefninu sem hann fékk 10 dögum fyrir leikinn? Hefur enginn velt því fyrir sér? Það er ekki daglegt brauð að ungir leikmenn fái verk fyrir brjóstið og þurfi að hverfa af velli.
 
Hér eru tölur:
myocarditisgraf 
 
 
 
 
 
 
 

.


mbl.is Vonar að aldrei þurfi að herða aðgerðir aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jason Daði - tengsl við bólusetningu 10 dögum áður?

jasonÞeir sem fylgjast með því sem verið er að rannsaka í tengslum við nýju bóluefnin/líftæknilyfin sem aldrei hafa fengist samþykkt til notkunar á mannfólki fyrr, skoða atburðina að sjálfsögðu í ákveðnu ljósi. 

Það er staðreynd að verið er að rannsaka möguleg tengsl milli hjartavöðvabólgu (myocarditis) og þessara nýju bóluefna sem eru öll á skilyrtu leyfi (neyðarleyfi). Einkenni á hjartavöðvabólgu eru meðal annars brjóstverkur, höfuðverkur og andþyngsli. Hætta á blóðtappa hefur líka verið tengd við lyfin og einhverjar rannsóknir hafa verið gerðar á því. Blóðtappahættan er ástæða þess að yfirvöld hér heima og víðar hafa verið að hringla með aldurshópana og Astra Zeneca.

Danmörk hefur þegar greitt sínar fyrstu skaðabætur til þrítugrar konu vegna blóðtappa eftir Astra Zeneca bólusetningu. Astra Zeneca og Janssen eru sambærileg bóluefni, byggð á samskonar tækni. Danir ákváðu að nota ekki Janssen, en hér heima þótti sjálfsagt að nota það, þar á meðal á yngri hópa sem ekki máttu fá hið sambærilega Astra Zeneca.

EMA (European Medical Association) og CDC (Center for Disease Control) í Bandaríkjunum rannsaka nú möguleg tengsl milli hjartavöðvabólgu og þessara nýju lyfja. Fleiri tilkynningar þessu tengdu hafa borist en gert var ráð fyrir og því fór af stað rannsókn. Grunur um tengsl hefur styrkst segir meðal annars í þessari frétt. Hér eru nánari upplýsingar um málið sem ég tók saman fyrir ca. 10 dögum. (Reyndar er verið að skoða Pfizer sérstaklega en öll þessi lyf hafa verið tengd samskonar hættu). Og já, yfirvöld vissu af þessum rannsóknum fyrir þó nokkru.

Hér spyr einn sem nýlega hafði fengið Janssen hvort aðrir hefðu fundið fyrir verk í bringu á eftir. Sjá mynd:

jansenstingbringu10.júní var sagt frá því að leikmenn Breiðabliks hefðu fengið Janssen efnið þar á meðal Jason Daði. 
20. júní er síðan sagt frá því að Jason hafi lagst niður í miðjum leik og haldið fyrir brjóstkassann og verið fluttur af velli.

Ég átti bara erfitt með and­ar­drátt og var illt í hausn­um. Sjúkraþjálf­ar­inn kom til mín, hjálpaði mér í gegn­um þetta og það er allt í góðu núna."
Samkvæmt fréttinni fer hann í frekari rannsóknir.  

Miðað við fréttina á fótbolti.net virðist mönnum hafa brugðið og því varla um að ræða vanalegan atburð.

Lyfjastofnun hafa borist 1740 tilkynningar um grun á aukaverkunum af Covid bóluefnum sem eru öll á neyðarleyfi (skilyrtu markaðsleyfi eins og þeir kalla það hér). Þar af eru 120 tilkynningar um alvarlegar aukaverkanir en alvarleg aukaverkun er skilgreind sem lífshættulegt atvik eða dauði.

Þrjár alvarlegar tilkynningar hafa borist stofnuninni vegna Janssen. Ómögulegt er að sjá hverjar þær eru þrátt fyrir að Lyfjastofnun beri að hafa allar þessar upplýsingar skiljanlegar og aðgengilegar. En þess í stað kýs hún að reisa fjórar súlur í tvennskonar litum (sjá neðar) og vegna mikillar gagnrýni undanfarið hefur hún bætt við smá upplýsingum á ensku sem er virkilega faglegt hjá stofnunni eða þannig! En sá fjöldi þöggunarsérfræðinga sem þar starfa kunna kannski ekki að þýða yfir á íslensku.

lyfjastsúlur

p.s. ég minni á þessa ræðu finnska þingmannsins um hættuna á bóluefnum.

Og hversu vel virkar annars Janssen gegn Covid? Sjá mynd neðar.

covideftirjanssen

 


mbl.is Jason kominn heim og líður vel – sjúkrabíll 11 mínútur á leiðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Læknavísindum snúið á hvolf - bólusetja þá sem þegar hafa sýkst!

herdimmunitywhoHvað fær svona sérfræðinga eins og Magnús Gottfreðsson til skrifa grein þar sem ónæmisfræðum er snúið á hvolf? 

Þarf að bólusetja þá sem þegar hafa veikst af sjúkdómi! Really? Eða eru menn að gera tilraun með það líka, svona eins og með barnshafandi konur?

Hvers vegna breytti landlæknisembættið nýlega ráðleggingum sínum varðandi óléttar konur? Kom eitthvað fyrir sem varð til þess að embættið mælti allt í einu gegn bólusetningum þungaðra kvenna?  Bóluefnið eða líftæknilyfið (mRNA) virðist a.m.k. hafa áhrif á hormónastarfsemi kvenna ef marka má umræðu íslenskra kvenna. Og nýjar fréttir frá Bretlandi varðandi þessar einkennilegu aukaverkanir af bólusetningum.

Á síðu Lyfjastofnunar sem neyddist vegna mikillar gagnrýni að birta heiti aukaverkana koma nú fram upplýsingar (á ensku) um þrjár tilkynntar aukaverkanir tengda meðgöngu.  
Pregnancy, puerperium and perinatal conditions.

Magnús seg­ir þó að mót­efna­svarið gegn brodd­pró­tín­inu virðist vera kröft­ugra hjá þeim sem eru bólu­sett­ir held­ur en hjá þeim sem hafi fengið nátt­úru­lega sýk­ingu. Það er ástæðan fyr­ir því að menn eru að mæla með svona örvun­ar­skammti af bólu­efn­inu eft­ir að fólk hef­ur fengið Covid," seg­ir Magnús og bend­ir á að í raun og veru sé það kannski ekki fylli­lega ljóst hver mót­efna­vörn­in verði eft­ir lengri tíma."

Var ekki sóttvarnarlæknir einmitt að mæla gegn því að bólusettir létu mæla mótefnasvar, því ekki væri alltaf að marka þannig mælingar? Við hvernig mælingar styðjast þessar rannsóknir sem Magnús vísar í? Kári Stefánsson mælti gegn því apríl sl. að bólusetja þá sem væru með mótefni.

Þetta segir bandaríski læknirinn Peter McCullough: Náttúruleg sýking af Covid veitir varanlegt og fullkomið ónæmi og því út í hött að bólusetja þá sem hafa þegar veikst."

Fyrir ekki löngu fór fram umræða í þinginu í Texas þar sem læknar segja frá því að aukaverkanir af bóluefninu hjá þeim sem þegar hafi sýkst af Covid geti orðið mun alvarlegri en hjá hinum og beinlínis hættulegt að gefa þeim efnið.

En ástæðan fyrir þessum snúningi í ónæmisfræðum gæti verið sú að WHO eða Alþjóðaheilbrigðisstofnunin breytti í miðjum faraldri skilgreiningu sinni á hjarðónæmi. Áður var hægt að ná hjarðónæmi bæði með náttúrulegum sýkingum og bólusetningum en núna er aðeins hægt að ná hjarðónæminu með bóluefni! Sjá mynd ofar. Markmiðið er auðvitað að sprauta þessum lyfjum í sem flesta gegn síbreytilegum kórónuveirum sem aldrei hefur tekist að búa til bóluefni fyrir og ekki einu sinni núna.
 
Sjáið þessa lýsing á Covid eftir Janssen:

covideftirjanssenÞað kom fram um daginn að landlæknir og sóttarvarnarlæknir hafi fengið álagsgreiðslur. Hvar er hægt að fá upplýsingar um það hvort fleiri ríkisstarfsmenn séu að fá greitt álag?


Læt þessi orð vísindamannsins Mike Yeadon´s fylgja með en hann starfaði hjá Pfizer í 23 ár. Þetta er allt eintóm lygi segir hann. Lygaþvæla fra a-ö. Smellið á myndina til að sjá skýrar.

yeadon lie

 

 

 

 

 

 


mbl.is Bólusettir með meira mótefnasvar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Virkar Janssen á Delta afbrigðið og er þetta eðlileg aukaverkun?

jansenstingbringuBólu­sett verður með Jans­sen á þriðju­dag og Pfizer á miðviku­dag, að sögn Sig­ríðar Dóru Magnús­dótt­ur, fram­kvæmda­stjóra lækn­inga hjá Heilsu­gæsl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu."

Virkar Janssen á Delta? Eða er það orðið úrelt og gagnslaust en áhættan á aukaverkunum töluverð miðað við umræðuna á samskiptamiðlum. Er eðlilegt að fá sting fyrir bringuna/brjóstið af Janssen? (Lýsingin tekin af Kórónuveiran Covid-19 hópnum sem telur um 20 þús. manns). Er fólki sagt að verið sé að rannsaka óvenju mörg tilfelli af hjartavöðvabólgu í ungu fólki eftir bólusetningar?

Hér má lesa meira um aukaverkanir hjá bólusettum Íslendingum. Og hér hjá bólusettum konum. Hafið þið séð þetta? Fleiri dauðsföll má rekja til Covid bóluefnanna en allra bóluefna samtals í gengum tiðina? Verður bankahrunið smotterí í samanburði við þetta augljósa lyfjaslys?

deaths

 


mbl.is „Þetta er bara óvissa“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband