Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2010
31.8.2010 | 12:49
Peningahringekja
Avant - Sjóvá - Milestone - Askar ...
Ótrúlegt leyniskjal sýnir peningahringekju.
Því hefur einnig verið lýst yfir að fólk sem ofgreitt hefur fjármögnunarfyrirtækjunum fái ekki endurgreitt. Sú yfirlýsing var ekki háð neinum dómum.
Öllum sagt upp hjá Avant | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.8.2010 | 10:40
SP fjármögnun byrjuð að uppreikna lán áður en tilmæli voru gefin út
SP fjármögnun var byrjuð að uppreikna gengistryggð lán m.v. óverðtryggða vexti SÍ nokkru áður en FME og SÍ gáfu út sín tilmæli í lok júní sl. og áður en dómur féll í héraði 23. júlí sl. Þetta kemur fram í svari lögmanns SP til úrskurðarnefndar LMFÍ 19. júlí sl. vegna kaupleigusamnings sem var rift 9. mars 2010.
Úr svari lögmannsins:
Meðfylgjandi er Excel skjal með útreikningi á greiðslum Þórdísar þar sem miðað er við að gengistryggði hluti samnings hafi verið í ISK með lægstu almennum óverðtryggðum seðlabankavöxtum á hverjum tíma."
Ef litið er á fjórðu neðstu línu skjalsins dags. 1. mars 2010 sést að vanskil Þórdísar skv. uppreikningi var kr. 60.690,- ..."
Við mat á því hvort um veruleg vanskil hafi verið að ræða var miðað við ef um samning í ISK hefði verið að ræða."
Telja væntanlega 21% vexti sanngjarna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 31.8.2010 kl. 11:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.8.2010 | 11:43
Ekki er það nú alveg rétt!
Fyrirtækin eru enn að innheimta óbreyttar afborgarnir fyrir gengistryggða einka-, rekstar- og fjármögnunarleigusamnigna skv. einhverju lögfræðiáliti sem ekki má sýna neinum, ekki einu sinni þeim sem eru með þess konar samninga. Nánar hér.
Ekki rukkað vegna bílalána | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.8.2010 | 16:09
Lögfræðiálitið er ekki til sýnis
Lýsing, SP fjármögnun og Íslandsbanki fjármögnun segjast hafa leitað eftir lögfræðilegu áliti um hvaða samningar falli undir dóm Hæstaréttar og var niðurstaðan sú að gengistryggðir rekstrar-, einka- og fjármögnunarleigusamningur falli að öllum líkindum" ekki undir dóminn. Þetta lögfræðiálit hafa nokkrir óskað eftir að fá að lesa en svörin frá lögmönnum og sérfræðingum þessara fyrirtækja voru að það væri ekki í boði", álitið væri vinnuskjal og innanhúsplagg og yrði ekki gert opinbert.
Það á sem sagt að halda áfram að rukka óbreyttar greiðslur á gengistryggðum samningum út frá einhverju innanhúsplaggi sem ekki má sýna mönnum sem skulu þó greiða óbreyttar afborganir þrátt fyrir dóm Hæstaréttar. Líklegt er að sá lögmaður/lögmenn sem fékkst til að vinna álitið skammist sín fyrir plaggið enda getur álitið ekki verið neitt annað en þvæla.
(Fyrirtækin vilja meina að ofangreindir samningar séu leigusamningar og falli því ekki undir lög um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 en athugið sbr. skilgreiningu Hæstaréttar eru þetta allt lánssamningar enda eru þeir með höfuðstól og bera vexti. Hæstiréttur úrskurðarði einmitt að kaupleigusamningur SP fjármögnunar væri lánssamningur en ekki leigusamningur.)
Nánar hér, Einbeittur brotavilji fjármögnunarfyrirtækjanna.
Lýsing ófús að mæta skuldurum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
24.8.2010 | 09:20
Samtök fjárfesta
Gylfi Magnússon sat í stjórn Samtaka fjárfesta 2001-2007 og hér má lesa hver tilgangur þeirra samtaka er:
Samtök fjárfesta er félagsskapur almennra hlutabréfa- og sparifjáreigenda og hefur félagið þann tilgang að gæta hagsmuna fjárfesta gagnvart stjórnvöldum, stjórnmálamönnum, útgefendum hlutabréfa og annarra verðbréfa og fjölmiðlum og öðrum þeim sem áhrif geta haft á hag fjárfesta. http://www.hluthafar.is/
Telja ráðherra ótrúverðugan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.8.2010 | 10:08
Einbeittur brotavilji fjármögnunarfyrirtækjanna
Fjármögnunarfyrirtækin hafa ákveðið að halda áfram að innheimta óbreyttar greiðslur fyrir gengistryggða rekstrar-, einka- og fjármögnunarleigusamninga. Ákvörðunin er sögð byggja á lögfræðiáliti sem segir að ofangreindir samningar falli að öllum líkindum ekki undir dóm Hæstaréttar frá 16. júní sl. sbr. upplýsingar á heimasíðu Lýsingar og SP fjármögnunar.
Engar athugasemdir eða tilmæli eru sett fram af svokölluðum eftirlitsaðilum eða Neytendasamtökunum vegna þessarar ákvörðunar og enginn tekur upp hanskann fyrir þá sem augljóslega skal halda áfram að brjóta á. Umrætt lögfræðiálit sem ekki hefur verið birt getur ekki verið annað en rökleysa.
Í dómi Hæstaréttar nr. 92/2010 þar sem málsaðilar deildu meðal annars um það hvort samningurinn væri leigusamningur eða lánssamningur (um var að ræða kaupleigusamning SP fjármögnunar) úrskurðaði Hæstiréttur að samningurinn væri lánssamningur sem stefndi kaus í orði kveðnu að klæða í búning leigusamnings. Horft var til þess að í samningi væri rætt um höfuðstól, eftirstöðvar, lántöku í erlendum gjaldmiðli, afborganir og fleira. Eins var í samningnum ákvæði um vexti en slíkt tíðkast í lánssamningum og á engan veginn við í leigusamningum segir í dómnum. Þessi atriði er meira eða minna einnig að finna í þeim samningum sem fyrirtækin segja að falli ekki undir dóminn.
Miðað við dóm Hæstaréttar eru þetta allt lánssamningar klæddir í hina ýmsu leigubúninga, allir eru þeir með höfuðstól (einnig nefnt leigugrunnur, samningsfjárhæð eða annað) og bera vexti (oft skráðir á bls. 2 í samningi með greiðsluáætlun). Þar af leiðandi falla samningarnir undir lög nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu og því óheimilt að binda lánsfjárhæðina við gengi erlendra gjaldmiðla.
Í samanburðartöflu á heimasíðu SP er talað um vaxtakjör og lánstíma allra þeirra samninga sem félagið býður upp á og eins segir á síðu félagsins að munurinn á fjármögnunarleigu og kaupleigu felist einkum í mismunandi bókhaldslegri og skattalegri meðhöndlun, en kjör þeirra eru hin sömu. Undir liðnum Spurningar og Svör hjá SP segir einnig berum orðum: Einkaleiga er kaupleigusamningur (og kaupleigusamningur er lánssamningur skv. Hæstarétti).
Á heimasíðu Glitnis fjármögnunar er fjallað um höfuðstólslækkun fjármögnunarleigusamninga og breytingar á vaxtakjörum þeirra. Í lögfræðiorðabók og á heimasíðu SP segir einnig: Eignaleiga er samheiti yfir kaupleigu, fjármögnunarleigu og rekstrarleigu. Kaupleigusamningur getur þar af leiðandi ekki verið mjög frábrugðinn fjármögnunar-og rekstrarleigusamningum.
Merkilegt að vita til þess að eftirlitsskyld fjármálafyrirtæki sem hafa gerst brotleg gagnvart þúsundum manna, stundað nótulaus viðskipti til fjölda ára, dundað sér við skjalafals (búið til nýja samninga á nafni lántakenda), notað handrukkara til að brjótast fyrir sig inn í opinberar byggingar, veitt Fjármálaeftirlitinu rangar upplýsingar um starfsemi sína (sjá nánar bloggsíðu Erlings A. Jónssonar http://rlingr.blog.is/blog/rlingr/entry/1083050/) og fleira, fái óáreitt að halda áfram innheimtu á lánum sem dæmd hafa verið ólöglega verðtryggð af Hæstarétti.
Eftirfarandi tilkynning var birt á vef Avant 16.02.2010 og sýnir að markmiðið var að innheimta eins mikið og mögulegt var áður en fyrirtækið færi í þrot: Þeir viðskiptavinir AVANT hf. sem greiða skilvíslega af gengistryggðum samningum þar til niðurstaða Hæstaréttar liggur fyrir missa því engin réttindi gagnvart félaginu. Eru viðskiptavinir Avant hf. hvattir til að greiða skilvíslega af bílasamningum og forðast vanefndir enda er fyrirsjáanlegt að þær munu hafa í för með sér verulegan vanskilakostnað og óþægindi fyrir hlutaðeigandi greiðendur ef Hæstiréttur snýr við niðurstöðu héraðsdóms í framangreindu máli.
Eftir dóm Hæstaréttar, felldi Lýsing niður a.m.k. eitt mál sem var fjármögnunarleigusamningur og komið var inn til dómstóla. Það hefði félagið varla gert hefði það ekki talið að dómurinn næði ekki líka til þeirra samninga. Lýsing hefði auk þess getað haldið áfram með málið til að eyða óvissunni eins fljótt og auðið er eins og félagið segist vonast til sbr. tilkynningu á heimasíðu félagsins frá 23.07.2010. Á innheimtuseðlum Lýsingar fyrir fjármögnunarleigu komu fram eftirstöðvar en þessu hefur verið breytt á nýjustu seðlunum skv. viðskiptavini Lýsingar.
Réttaróvissan er tilbúningur hjá stjórnendum þessara fyrirtækja sem sérhæfa sig í ólöglegum lánveitingum og svívirðilegri starfsemi sem á ekkert skylt við viðskipti. Allir umræddir samningar eru lánssamningar sbr. skilgreiningu Hæstaréttar og falla því undir dóm hans frá 16. júní sl.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.8.2010 | 21:04
Er íslensk króna erlend mynt?
Dr. Gylfi Magnússon: Já lán í erlendri mynt eru lögmæt!
Frú forseti. Í ljósi þessarar fyrirspurnar langar mig að spyrja hæstv. viðskiptaráðherra. Svo virðist sem myntkörfulánin séu í raun hrein krónulán en með erlendu viðmiði. Því spyr ég hæstv. viðskiptaráðherra: Telur hann lögmæti slíkra lána hafið yfir allan vafa þegar höfð eru til hliðsjónar lög nr. 38/2001, um vexti og verðbætur? Þar kemur fram að ekki megi miða lán við neitt annað en það sem þar stendur. Því spyr ég hæstv. viðskiptaráðherra: Telur hann lögmæti myntkörfulána hafið yfir allan vafa?"
Svar Gylfa: Frú forseti. Ég vík fyrst að fyrirspurn Ragnheiðar Ríkharðsdóttur um lögmæti lána í erlendri mynt. Lögfræðingar bæði í viðskiptaráðuneytinu og annars staðar í stjórnsýslunni hafa vitaskuld skoðað það mál. Niðurstaða þeirra er að lánin séu lögmæt."
Mátti ekki dreifa minnisblaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 11.8.2010 kl. 09:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
10.8.2010 | 15:39
Spurning Ragnheiðar til ráðherrans
Frú forseti. Í ljósi þessarar fyrirspurnar langar mig að spyrja hæstv. viðskiptaráðherra. Svo virðist sem myntkörfulánin séu í raun hrein krónulán en með erlendu viðmiði. Því spyr ég hæstv. viðskiptaráðherra: Telur hann lögmæti slíkra lána hafið yfir allan vafa þegar höfð eru til hliðsjónar lög nr. 38/2001, um vexti og verðbætur? Þar kemur fram að ekki megi miða lán við neitt annað en það sem þar stendur. Því spyr ég hæstv. viðskiptaráðherra: Telur hann lögmæti myntkörfulána hafið yfir allan vafa?
Ranglega vitnað í ræðu ráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.8.2010 | 11:28
Sá undirritaði var ekki gengistryggður
Stofnunin taldi ekki ástæðu til að grípa til aðgerða vegna breytta samningsins enda var ekki sýnt fram á að innheimta lánsins hafi verið í ósamræmi við skilmála upphaflegs samnings aðilanna."
Á undirritaða samningnum (lánið var 50% í ISK og 50% í myntkörfunni SP5) kom fram að lánið væri 50% verðtryggt en á breytta samningnum stóð að hann væri 50% verðtryggður og 50% gengistryggður. Með öðrum orðum, samningurinn sem var undirritaður og samþykktur af báðum aðilum var ekki gengistryggður og hefði því lánið aldrei átt að hækka m.v. gengi myntkörfunnar.
Auk þess aðstoðar Neytendastofa SP við sögufölsun og vísar í útreikninga á mynktörfu á heimasíðu SP. Sú síða átti að staðfesta að það hafi alltaf verið skýrt að lántakendur hafi mátt vita að myntkarfan væri í fjölda eininga." Til eru afrit af vef SP allt til mars 2008 þar sem þessar upplýsingar er hvergi að finna.
SP-Fjármögnun braut lög | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.8.2010 | 12:51
Neytendastofa frysti málin þar til nú
Ákvæði um vexti brutu gegn lögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- Ágúst 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2016
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Nóvember 2014
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- September 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
Bloggvinir
- aslaugas
- agny
- annaeinars
- danna
- agustkara
- bookiceland
- contact
- einarborgari
- rlingr
- sagamli
- helga-eldsto-art-cafe
- bofs
- sade
- gusg
- noldrarinn
- hafthorb
- hhbe
- hlf
- diva73
- snjolfur
- ingaghall
- ingolfursigurdsson
- kreppan
- jaj
- islandsfengur
- nonniblogg
- nyja-testamentid
- thjodarskutan
- kristinnp
- loncexter
- marinogn
- sighar
- sigurduringi
- sushanta
- viggojorgens
- vilhjalmurarnason
- thorsteinnhelgi
- valli57
- tbs