19.7.2021 | 12:55
,,Var sjaldan veik, en eftir sprautuna fæ ég allar pestir " - svimi, þrýstingur, mæði og milliblæðingar
Eva Karen Ómarsdóttir er 28 ára Hafnfirðingur, móðir tveggja drengja og deildarstjóri á leikskóla. Hún ásamt öllu starfsfólki leikskólans var bólusett með Janssen í apríl. Eva kveið fyrir bólusetningunni þar sem hún hafði lesið sig til um efnið og vissi meðal annars að Norðmenn og Danir hefðu hætt að nota það.
Hér kemur hennar frásögn:
Um leið og ég var sprautuð fannst mér eins og það væri að líða yfir mig, nokkuð sem ég hef ekki upplifað með flensusprautur. Á sama tíma leið yfir sex manns í minni röð. Ég reyndi að einbeita mér að því að detta ekki út í þessar 12 mínútur sem ég sat þarna. Ég var enn með yfirliðstilfinningu þegar við gengum út en það leið hjá eftir því sem við gengum lengra. Fór beint aftur í vinnuna og fann bara eymsli í handleggnum, ekkert annað. Sumir starfsmenn voru byrjaðir að fá höfuðverk en ekki ég."
En stuttu eftir að ég kom heim og var að setja upp trampólínið fyrir strákana mína fann ég fyrir örlitlum hausverk og þegar ég fæ hausverk veit ég að ég er að verða veik. Dreif mig inn og reyndi að koma strákunum snemma í háttinn, kallinn minn var á strákakvöldi og ég því ein með strákunum okkar."
Síðan varð ég veikari og veikari, komin með 40 stiga hita og rétt svo náði að drösla strákunum í háttinn. Um níu leytið var ég orðin mjög veik, lá í sófanum og gat ekki haft augun opin eða verið kyrr í neinni stellingu. Ég gat ekki gengið mikið án þess að missa fæturna undan mér, klessti einu sinni á vegg því augun voru svo slöpp, en samt gat ég ekki sofið."
Um tíu leytið sendi ég skilaboð til mömmu og pabba sem höfðu áhyggjur af mér. Þau komu til mín en ég gat ekki mikið talað eða gert og leið eins og ég væri uppdópuð. Stóð upp til að fylgja þeim til dyra og þá var sviminn orðinn miklu meiri og settist ég því niður aftur, það var þarna sem ég klessti á vegginn og datt næstum því út. Mér hefur aldrei liðið jafn illa á ævinni og verkjatöflur gerðu ekkert. Um tíma var ég rosalega hrædd og var að hugsa um að hringja á sjúkrabíl."
Ég svaf nánast ekkert um nóttina þó ég væri alveg búin á því, var alltaf að vakna út af verkjum og hita. Þegar ég vaknaði daginn eftir leið mér eins og ég hefði lent í lestarslysi, lá í rúminu allan daginn, mjög slöpp með dúndrandi hausverk og mikinn svima og var frá vinnu í þrjá daga."
Ég var kvíðin fyrir að fá Janssen, hafði googlað" það og við mér blasti að Norðmenn voru búnir að bannað lyfið. Ég hefði því viljað fá aðra tegund en ákvað samt að fara, þar sem allir í vinnunni voru líka að fara og ég reiknaði ekki með því að verða veik því ég verð nánast aldrei veik. Ég hef unnið á leikskóla í 11 ár og komin með gott ónæmiskerfi."
Í dag aftur á móti er ég fljót að verða móð og fæ allar pestir sem krakkarnir fá, en vægar samt. Er betri í dag en fæ
oftar hausverk og tíðahringurinn er í rugli, það koma oft milliblæðingar sem ég var ekki vön að fá. Síðan finn ég fyrir þrýstingi þegar ég beygi mig niður og fyrir svima þegar stend aftur upp. Þannig var ég aldrei áður, gat staðið á haus án þess að finna fyrir nokkrum óþægindum."
Ef ég hefði vitað af þessum aukaverkunum hefði ég aldrei farið í bólusetninguna og hvað þá að leggja allt þetta á mína heilsu, vitandi að ég gæti enn smitast eins og er að koma í ljós núna með bóluefnin. Ég varð líka fyrir vonbrigðum þegar ég sá að þeir sem fengu Janssen þurfa líklega að fara í aðra sprautu, en ég er mjög efins. En eitt er ég viss um, ég mun aldrei láta sprauta börnin mín með þessum bóluefnum."
Ég er ekki búin að tilkynna aukaverkanirnar til Lyfjastofnunar en mun gera á næstunni."
Ef fleiri vilja segja sögur sínar af bólusetningum, er velkomið að birta þær hér, því ekki hafa fjölmiðlar áhuga, ólíkt Covid veikindum. Að læknar og hjúkrunarfólk segi að yfirliðin eftir þessar sprautur séu bara eðlilegar er mjög dularfullt, svo ekki sé meira sagt. Það er bara ekkert eðlilegt við að svo margir falli í yfirlið eftir bólusetningu, svimi og klessi á veggi. Allt saman eðlilegt," sagði sóttvarnarlæknir.
Hér eru fleiri svipaðar sögur sem ég hef tekið saman:
Læknar vilja ekki gefa mér seinni sprautuna."
Er eins og níræð kona eftir AstraZeneca."
Fárveikur eftir Janssen og fékk Covid."
Stanslaust taugastríð eftir AstraZeneca."
Ef ég sé eftir einhveru í þessu lífi..."
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- Ágúst 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2016
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Nóvember 2014
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- September 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
Bloggvinir
- aslaugas
- agny
- annaeinars
- danna
- agustkara
- bookiceland
- contact
- einarborgari
- rlingr
- sagamli
- helga-eldsto-art-cafe
- bofs
- sade
- gusg
- noldrarinn
- hafthorb
- hhbe
- hlf
- diva73
- snjolfur
- ingaghall
- ingolfursigurdsson
- kreppan
- jaj
- islandsfengur
- nonniblogg
- nyja-testamentid
- thjodarskutan
- kristinnp
- loncexter
- marinogn
- sighar
- sigurduringi
- sushanta
- viggojorgens
- vilhjalmurarnason
- thorsteinnhelgi
- valli57
- tbs
Athugasemdir
Þetta er hrollvekjandi lestur. Þessi unga og hrausta kona hefði hrista af sér þrefaldan veiruskammt.
Og enn einu sinni ekki búið að tilkynna til Lyfjastofnunar. Mikið hljóta menn þar á bæ að vera ánægðir með fegruðu tölfræðina sína.
Geir Ágústsson, 19.7.2021 kl. 14:10
Þetta er svakalegt og innlegg í þá staðreynd, að slæmar (og langvarandi) aukaverkanir eru í raunveruleikanum miklu tíðari en í skýrslum lyfjafyrirtækjanna um niðurstöður tilrauna þeirra. Þau gera þetta þannig, að þau sleppa lýsingum á slæmri líðan í kjölfar sprautu hjá báðum hópum (þeim sem fengu lyf og lyfleysu. því að þau vita ekki á þeirri stundu, hvorum hópnum sjúklingurinn tilheyrir).
Bjarni Jónsson, 19.7.2021 kl. 21:28
„Maður hefur talsverðar áhyggjur. Við höfum séð að með fjölgun smita líða um sjö til fjórtan eða fimmtán dagar þar til sjúkrahúsinnlögnum fjölgar. Nú vorum við með sjúkrahúsinnlögn í gær, önnur innlögn er yfirvofandi núna og stöðugt fleiri eru að veikjast, “ sagði Víðir í Síðdegisútvarpinu í dag.
Guðmundur Ásgeirsson, 21.7.2021 kl. 19:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.