Leita í fréttum mbl.is

Stanslaust taugastríð eftir AstraZeneca - vill svör við því hvers vegna sjúklingum var gefið þetta lyf

jóhannwaageJóhann Waage er 45 ára fjölskyldumaður og grafískur hönnuður. Hann er einn af þeim sem glímir við alvarleg eftirköst bólusetninga með AstraZeneca og vill að einhver svari fyrir það hvers vegna fólk með undirliggjandi sjúkdóma var gefið það bóluefni frekar en önnur. Hér kemur hans frásögn:

Ég fór í AstraZeneca bólusetningu 6. maí síðastliðinn. Ég geng með staf eftir að hafa fengið mikla heilablæðingu í nóvember 2017. Fyrir utan að nota staf, var ég búinn að ná mér nokkuð vel. Þegar að ég fékk sprautuna, fann ég ekkert fyrir stungunni og hélt bara út í bíl. Tveimur tímum síðar byrjaði ég að fá taugaverki í andlitið, fyrst vinstra megin sem er mín veika/skaddaða hlið en síðan um allt andlitið. Mjög sérstakt. Ég var alveg vanur taugaverkjum en verkina hafði ég haft aðeins í höndum og fótum eftir heilablæðinguna en var farinn að vinna með þá og lifa með þeim og fjölskyldan algjörlega hætt að taka eftir því að þetta væri að angra mig."

Nóttina eftir sprautuna, var ég búinn að vera frekar slappur og fullur af sleni og fór að sofa en vaknaði um tvö leytið við gríðarlegan sársauka í geirvörtum og endaþarmi, það var eins og verið væri að reka tvo glóandi fleina upp í endaþarminn á mér og gefa mér raflost í leiðinni og það sama með geirvörturnar. Alla nóttina emjaði ég af sársauka og daginn eftir jókst þetta og hljóp í nárann á mér og punginn. Ég svaf mest lítið aðfaranótt laugardags en ákvað að fara í sund í góða veðrinu með börnin og athuga hvort vatnið myndi hjálpa mér eitthvað. Ég hitti vin minn og fór aðeins í heita pottinn til að spjalla en þegar ég fór upp úr pottinum steinleið yfir mig og ég lá kylliflatur og vissi ekki af mér fyrr en að margmenni stumraði yfir mér. Ég hafði samband við Covid.is og þau fullvissuðu mig um að þetta myndi ganga yfir á tveimur vikum."

Í stuttu máli sögðu, þá hef ég verið í stanslausu taugastríði í rúma tvo mánuði upp á hvern einasta dag með engri hvíld og læknar geta ekkert gert nema ávísað nýjum og nýjum lyfjum sem hafa lítið sem ekkert gagn gert nema að taka allra allra versta broddinn af verkjunum í smá tíma. Verkirnir hafa hlaupið um allan líkama, frá fótum og höndum, í miðbúkinn, í andlitið, í brjóstin, í endaþarminn, í pung og eistu, í kynfærin, í munn og tungu og í augu og meira að segja í hárið á mér og svo er ég með stöðugan taugakláða. Þetta hefur áhrif á geðslagið og hefur mikil áhrif á fjölskyldulífið og vinnuna, en ég reyni að vinna 50% starf."

Ég fór um miðjan júní á bráðamóttökuna eftir að ég þoldi ekki meira og eftir klukkutíma þinghald komu læknarnir þar og sögðu mér að þeir gætu ekki meðhöndlað mig því einkennin væru of sértæk og sendu mig upp á taugadeild. Þar beið ég í tvo tíma áður en taugalæknir kom og sinnti mér. Sú sagðist helst vilja leggja mig inn en sagðist ekki geta það því það væru engin laus rúm. Hún tók mig inn á skrifstofu til sín og fór yfir lyfjagjöfina mína og bætti um betur og sagði þetta vera það eina sem hún gæti gert, sagði að það væri nokkur fjöldi fólks með undirliggjandi taugasjúkdóma sem hefði komið upp á síðkastið vegna eftirkasta af Astra Zeneca, þar sem það virtist sem svo bóluefnið réðist á taugakerfi sjúklinganna og hún harðbannaði mér að fara í sprautu númer tvö af Astra."

Í gær 13. júlí ákvað ég að nýta þann kost að fara í Pfizer í staðinn. Ég tek það fram að ég var mjög opinn fyrir bólusetningum þar til núna og vil að einhver svari fyrir það hvers vegna veikum einstaklingum var gefið AstraZeneca umfram önnur bóluefni og ef einhverjir ætla að sækja rétt sinn, þá vil ég vera þar á meðal því þessi bólusetning hefur leitt til þess að heilsu minni hefur hrakað mjög mikið og lífskjör versnað."

 

Aðrar frásagnir af þessu tagi

Í gær birti ég frásögn 36 ára konu sem líður eins og níræðri manneskju eftir AstraZeneca og fyrir stuttu frásagnir kvenna eftir Pfizer. Ef ég sé eftir einhverju í þessu lífi er það að hafa látið sprauta þessum viðbjóði í mig!"

Í Bandaríkjunum er farið af stað átak meðal fólks sem glímir við veikindi eftir sprauturnar. Myndbandið fer eins og eldur um sinu á internetinu: Hlustið á okkur!" Hér er myndbandið.

p.s. ef fleiri vilja deila sögum af veikindum eftir bólusetningar sem fjölmiðlar hafa ekki áhuga á ólíkt Covid veikindum, þá er bloggið mitt bloggið þitt!"

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Athugið að hjá Lyfjastofnun yrði þetta mál sennilega flokkað sem aukaverkun en ekki "alvarleg" aukaverkun, af því að viðkomandi var ekki lagður inn á sjúkrahús. Flestum mundi hinsvegar finnast að um "mjög alvarlega" aukverkun væri að ræða.  

Bragi Sigurdsson (IP-tala skráð) 14.7.2021 kl. 13:06

2 Smámynd: Agný

Þessi lýsing hér hjá Jóhanni Waage hljómar nákvæmlega eins og hjá fólki erlendis, þó svo það hafi ekki haft undirliggjandi sjúkdóma eða áföll..og virðist oft engu máli skifta hvert bóluefnið var sem það fékk..En að fara í seinni sprautu (sama hvaða tegund) hefði viðkomandi átt að sleppa.

We are your moms, dads, brothers, and sisters, spouses and friends. We are suffering, often silently, with confusing, troubling symptoms that the current medical system hasn't addressed. It might look like we're okay, but we are not.A certain percentage of people – in the thousands – who had the covid vaccine are suffering with debilitating symptoms. Our lives, in many cases, have been ruined with terrifying symptoms, leaving many of us with the inability to work. The widespread general denial – even bullying – of those facing symptoms is making matters worse.

We continuously find doctors who do not know how to help, as this is not yet a recognized issue by the CDC and FDA. Many doctors even refuse to see us, if the vaccine is mentioned as a possible cause. https://www.vaxlonghaulers.com/

Agný, 14.7.2021 kl. 13:32

3 Smámynd: Þórdís Björk Sigurþórsdóttir

ja t.d. Eric Clapton

https://www.ruv.is/frett/2021/05/17/fann-fyrir-miklum-aukaverkunum-eftir-bolusetningu

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 14.7.2021 kl. 14:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband