Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2010

Varstu ekki að lána í erlendri mynt?

En ekki gengistryggðar íslenskar krónur. sbr. þetta sem þú sagðir dómaranum?:

„Kjartan sagði að SP-fjármögnun hf. væri í samstarfi við bílasala og bílaumboð um allt land. Þegar Óskar Sindri Atlason óskaði eftir að fá bifreiðina VT-658 á bílasamningi hjá SP- fjármögnun hf. hafi verið send umsögn um það til félagsins. Starfsmenn félagsins hefðu skoðað það og metið hvort hann væri traustsins verður. Óskar Sindri hefði sótt um það í erlendri mynt og um leið og SP-fjármögnun hf. samþykkti það þá hafi verið gengið frá því að SP-fjármögnun hf. tæki lánið hjá viðskiptabanka félagsins í erlendri mynt. Síðan hafi félagið selt þessa erlendu mynt og greitt það út annar vegar í japönskum jenum og hins vegar í svissneskum frönkum. Félagið hafi sem sagt tekið erlent lán fyrir þessu hjá viðskiptabanka félagsins, Landsbanka Íslands. Selt síðan erlendu myntina fyrir íslenskar krónur og greitt þær seljanda bifreiðarinnar, Nýju Bílahöllinni."

p.s. Síðan þarftu að standa skil á skatti sem þú rukkaðir þúsundir manna sem keyptu bíla á svokallaðri „kaupleigu"!( í dómi Nr. 92/2010 er sagt "... stefndi hafi í raun veitt áfrýjanda lán til kaupa á bifreið, sem stefndi kaus í orði kveðnu að klæða í búning leigusamnings í stað þess að kaupa af áfrýjanda skuldabréf, sem tryggt væri með veði í bifreiðinni. Af þessum sökum verður lagt til... grundvallar að hér hafi verið um að ræða lánssamning í skilningi VI. kafla laga nr. 38/2001.")


mbl.is „Þarna er kominn upphafspunktur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á ekki að draga skattinn frá líka?

Í útreikningum sínum ættu Avant og SP-fjármögnun einnig að draga frá fjárhæð virðisaukaskattsins sem fólk borgaði vegna bílkaupa af þeim á svokallaðri kaupleigu. Fyrirtækin gáfu aldrei út sölureikninga til einstaklinga og hafa því varla skilað skattinum.  Skv. Skattinum og skv. samningum átti sölureikningur að vera fylgiskjal en var það ekki, sjá lið V í SP kaupleigusamningum og lið lV í Avant kaupleigusamningum.  Sjá nánar hér.

 


mbl.is Miða við lægstu vexti á hverjum tíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þeir vissu vel að gengistryggingin væri ólögleg!

Jón segir í pistli sínum: „Ef við spyrjum okkur þessarar spurningar hvað varðar umrædd gjaldeyrislán tel ég að einungis tvennt komi til greina. Ef samningsaðilar hefðu áttað sig á því að þeir væru að gera með sér ólöglegan samning hefðu þeir annað hvort umorðað samninginn þannig að lánið væri veitt í erlendri mynt (og því verið löglegt gjaldeyrislán)...."

Þeir (stjórnendur fyrirtækjanna, lögaðilar samninganna)  vissu nákvæmlega að gengistryggingin væri ólögleg og því var þetta markaðsset sem erlend lán, lán í erlendri mynt (löglegt)! Það hefði ekki verið nóg að umorða samninginn, Hæstiréttur fór ofan í það hver raunveruleikinn var á bak við viðskiptin, sem var lán í ISK með tengingu við erlenda gjaldmiðla, sem sagt ekki gjaldeyrislán.

Jón segir: „Það er algerlega fráleitt að halda því fram að samningsaðilar hefðu gert með sér samning um lán á u.þ.b. 3% nafnvöxtum í íslenskum krónum"

En það var það sem þeir gerðu! Þeir voru að lána íslenskar krónur sem þeir kölluðu lán í erlendri mynt, og buðu meðal annars upp á þessa vexti! Hvað voru þeir að spá, eru þetta hálfvitar?


mbl.is Efast um íslenska lögfræði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og hvað með skattinn?

Avant og SP-fjármögnun gáfu ekki út sölureikninga eins og þeir áttu að gera vegna ökutækja sem seld voru á kaupleigu. Einstaklingar fengu ekki þessa reikninga með samningi, það gleymdist að gefa þá út!! Joyful Samt sem áður kemur fram í kaupleigusamningum að reikningur sé fylgiskjal, sjá lið V í SP samningum og lið IV í Avant samningum. Hluti af bílverði er vsk. sem kaupendur greiddu fyrirtækjunum. Ef reikningarnir voru ekki gefnir út, skv. hverju var þá vsk-inum skilað til RSK?

Sjá nánar hér.


mbl.is Skora á stjórnvöld að frysta eignir fjármálafyrirtækja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Markaðssett sem erlend lán (lán í erlendri mynt)!

Það sem skiptir miklu máli í þessu sambandi eru þær blekkingar sem áttu sér stað með þessi lán. Það var alltaf talað um lán í erlendri mynt og er enn! Sjá t.d. hér á avant.is. Sem sagt, varan eins og hún var auglýst er lögleg en ekki eins og hún var í raun og veru, þ.e. lán í íslenskum kr. bundin beint eða óbeint við gengi erlendra gjaldmiðla. Fyrirkomulaginu var alltaf haldið leyndu, þ.e. að myntkarfan hafi í raun verið „gjaldmiðill" sem samanstendur af „fjölda mynta í  körfu."  Höfuðstóllinn var t.d. í tilfelli SP5 hjá SP og AV3 og AV1 hjá Avant, í mynteiningum.

Ofan á lögbrotið, gengistrygginguna, bætist því við refsiverð háttsemi í auglýsingamennsku og markaðssetningu. Og ofan á það bætist við bókhaldsbrot (skattsvik?) hjá Avant og SP, þeir gáfu ekki út sölureikninga sbr. lið V í SP kaupleigusamningum til einstaklinga og lið lV í Avant kaupleigusamningum til einstaklinga. Hvað varð um virðisaukaskattinn sem kaupendur greiddu fyrirtækjunum?


mbl.is FME skoðaði aldrei gengislánin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef?

...."ef gengistrygging krónulána dæmist almennt ólögmæt og vextirnir á þeim haldast óbreyttir." Var þeim ekki sagt rétt frá út á hvað dómurinn gekk? Gengistrygging krónulána hefur almennt verið dæmd ólögmæt og vöxtunum var ekki breytt.

 


mbl.is AGS hefur áhyggjur af bönkunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lánin voru ekki dæmd ólögmæt!

Heldur gengistryggingin. Samningsvextirnir á mörgum samningum eru t.d. svipaðir á ISK hlutanum og „erlenda" hlutanum (sem voru t.d. 50/50). Það er bull að tala um „erlenda" vexti og/eða „íslenska" vexti.

Og rétt er að benda á að fjármögnunarfyrirtækin rukka „íslenska" dráttarvexti ofan á „erlend" lán. Og Avant rukkaði t.d. 7-8% vexti ofan á lán í „jenum" og „frönkum." Eru það japanskir og svissneskra franka vextir?

Mönnum var nær að selja almenningi ólöglega vöru. Þeim svíður sem undir mýgur. Ekki hægt að ætlast til sanngirni að hálfu lántakenda úr þessu. Of seint. Hættu svo að deila við Hæstarétt!


mbl.is Fjarstæðukennd niðurstaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða dóm er hann að vísa í?

 "Ef niðurstaðan verður sú að öll erlend lán verða úrskurðuð ólögleg þá auðvitað leiðréttum við þau..."

Um hvaða dóm er maðurinn að tala? Ekki þennan frá 16. júní, en í þeim dómi er gengistrygging dæmd ólögleg, ekki erlend lán (lán í erlendri mynt).

Félagar hans hjá SP fjármögnun skilja heldur ekki dóminn: Samkvæmt dómi Hæstaréttar, sem kynntur var í dag, miðvikudaginn 16. júní, er staðfest að SP-Fjármögnun hf. var óheimilt að veita lán til bifreiðakaupa í erlendri mynt. 

Og ekki heldur Arion banki: Í þessu sambandi má nefna að verði öll lán í erlendum myntum til einstaklinga dæmd ólögleg, þá lækkar nafnvirði lánanna verulega.

Og ekki heldur Glitnir: Fari svo að öll lán í erlendum myntum til einstaklinga verði dæmd ólögleg gæti nafnvirði slíkra krafna bankans á viðskiptavini lækkað töluvert

Galið ástand og vanvitar í stjórn fjármálafyrirtækja og víðar!

p.s. Hendið seðlunum í ruslið. Ólögleg innheimta.


mbl.is Byr sendir óbreytta greiðsluseðla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og blekkingar í viðskiptum!

Lánin voru markaðssett og kynnt sem lán í erlendri mynt en ekki sem lán í ísl. kr. bundin beint eða óbeint við gengi erlendra gjaldmiðla. Hvergi kemur heldur  fram á samningum, kynningarefni eða á heimasíðum þessara fyrirtækja að höfuðstóllinn samanstæði af einingum  (fjölda mynta í körfu) og eins er hlutfall erlendu gjaldmiðlana sem lánið átti í þykjustunni að vera í, ranglega skráð á samninga. Á alla samninga er upphaflegt hlutfall mynta í körfunni skráð en ekki hlutfallið eins og það var þegar lánin voru veitt. Hvernig gat þetta bull farið framhjá mönnum og hvernig gat það farið framhjá Skattinum að mörg þúsundir sölureikninga fyrir bílum sem Avant og SP seldu á kaupleigu vanti í bókhaldið hjá þeim? Hvað með virðisaukaskattinn sem kaupleigutakar greiddu - var honum skilað til Skattsins?

 

 


mbl.is Vill rannsókn á gengislánum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband