Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2010

Vísitölunum haldið leyndum fyrir neytendum

Rétt, a.m.k. bjuggu SP Fjármögnun og Avant til sínar eigin vísitölur/gjaldmiðla en því var haldið leyndu fyrir neytendum og skráð voru á lánasamninga ákveðin prósentuhlutföll í erlendum gjaldmiðlum þó að þau hlutföll hafi aðeins átt við þegar vísitalan (samsett úr nokkrum gjaldmiðlum) var stofnuð. Þannig samningar hljóta að vera ógildir, þar sem neytendur voru hvorki að fá lán í erlendri mynt né er íslenska lánsfjárhæðin bundin við gengi erlendu gjaldmiðlana heldur er hún bundin við gjaldmiðil fjármögnunarfyrirtækisins sem ekki er skráður á fjármálamörkuðum. Þetta kallast líka afleiðuviðskipti og þessi fyrirtæki hafa ekki leyfi til að stunda þess konar viðskipti og almenningi er  einnig óheimilt skv. lögum um verðbréfaviðskipti að taka þátt í viðskiptum með afleiður sem ekki eru skráðar á mörkuðum. Aðeins fagfjárfestar hafa til þess heimild. Og hvað með að reikna LIBOR vexti á íslenska gjaldmiðla/vísitölur, er það heimilt skv. lögum?
mbl.is Yrði u-beygja hjá Hæstarétti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reikningslaus bílaviðskipti?

Á kaupleigusamningum SP Fjármögnunar og Avant kemur fram að fylgiskjal sé reikningur. Hjá Avant er þetta skráð í lið lV og hjá SP í lið V. Eins er skráð kaupverð með vsk. í lið II á SP samningunum. Skv. upplýsingum frá RSK hefðu kaupendur/lántakendur átt að fá reikning fyrir kaupverði með vsk. Ég hef enn engan fundið sem kannast við að hafa fengið reikninginn og engin svör hafa komið frá SP eða Avant við óskum viðskiptavina um að fá reikninginn í hendurnar. Voru þetta reikningslaus vöruviðskipti?

Höfundur

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband