Sitt sýnist hverjum í þessu máli ,,...hópur fólks sem vill hana (bólusetningu) ekki af öðrum ástæðum sem ekki eiga við vísindalegan grunn að styðjast."
Þarna virðast Margret og Hanna Katrín vera að tala um bólusetningar almennt en ekki bara Covid ,,bóluefnið" sem er ekki bóluefni.
Hér er áhugaverð frétt frá Frakklandi sem ekki hefur farið mikið fyrir.
Dómari í Frakklandi dæmdi tryggingafélagi í vil sem hafði neitað að borga andvirði líftryggingar til erfingja manns sem lést eftir Covid bólusetningu.
Málið sem varðar aldraðan kaupsýslumann frá París hefur vakið mikla athygli í Frakklandi. Maðurinn hafði keypt sér líftryggingu upp á margar milljónir evra í þágu barna sinna og barnabarna.
Eftir Covid bólusetningu lést kaupsýslumaðurinn og er óumdeilt í málinu, bæði af læknum og tryggingafélaginu, að hann hafi látist vegna bólusetningarinnar. Tryggingafélagið neitaði aftur a móti að greiða út líftrygginguna og vísaði til þess að hinn látni kaupsýslumaður hefði á eigin ábyrgð ákveðið að fara í bólusetninguna.
Að fara í tilraunabólusetningu sem leiðir til dauða jafngildir sjálfsvígi
Tryggingafélagið neitaði að greiða tryggingaféð til fjölskyldunnar með þeim rökum að inntaka tilraunalyfs og tilraunameðferð (þar á meðal bólusetning við Covid) félli ekki undir líftrygginguna.
Fjölskyldan stefndi tryggingafélaginu til greiðslu en tapaði málinu og í dómnum segir:
Aukaverkanir tilraunabóluefnisins eru opinberlega kunnar og hinum látna gat ekki verið ókunnugt um þær þegar hann tók bóluefnið af fúsum og frjálsum vilja. Það eru engin lög eða skylda í Frakklandi sem þvinga hann til að láta bólusetja sig. Þess vegna er andlát hans í rauninni talið sjálfsvíg.
Þetta þýddi að bótaskyldan féll niður vegna tveggja atriða, því sjálfsvíg er einnig undanskilið bótaskyldu samkvæmt skilmálum tryggingarinnar og eins þátttakan í lyfjatilrauninni.
Í útdrætti dómsins segir:
Dómstóllinn gerir ekki athugasemdir við flokkun vátryggjanda, sem lagalega varðar þátttöku [hins látna] í þriðja áfanga lyfjatilraunar, sem ekki hefur verið sannað að sé skaðlaus, sem frjálst samþykki til að taka lífshættulega áhættu sem tryggingin tekur ekki til, í ljósi þeirra aukaverkana sem tilkynntar hafa verið, þ.m.t. andláta sem að lögum flokkast sem sjálfsvíg. Fjölskyldan hefur áfrýjað. Hins vegar er vörn vátryggjanda viðurkennd sem réttmæt og samningslega réttlætanleg, þar sem þessi opinberlega þekkta andlátshætta telst lagalega sem sjálfsvíg þar sem viðskiptavinur hefur verið látinn vita af og hefur samþykkt sjálfviljugur að taka áhættu á dauða án þess að vera skyldaður eða þvingaður til þess.
Verða dauðsföll vegna bólusetninga flokkuð sem sjálfsvíg hér eftir?
Með þessum dómi er það staðfest, að minnsta kosti í Frakklandi, að andlát eftir bólusetningu er álitið sjálfsvíg. Gera má því ráð fyrir að tryggingafélög muni vegna þessa hafna greiðslum úr líftryggingum í stórum stíl. Þar sem það fellur ekki undir skilyrði líftrygginga að taka banvæna áhættu með tilraunabólusetningu við veirunni. Líklegt er að þessi niðurstaða muni hafa gríðarlegar afleiðingar fyrir marga.
Franski fjölmiðlar hafa enn sem komið er ekkert fjallað um þetta hneykslismál. Það var lögmaður fjölskyldunnar, Carlo Alberto Brusa sem upplýsti um málið á facebook síðu sinni.
https://frettin.is/2022/01/15/domstoll-i-frakklandi-daemir-daudsfall-af-voldum-bolusetningar-sem-sjalfsmord/
Segir skýra lagaheimild fyrir bólusetningarskyldu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Október 2024
- Ágúst 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2016
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Nóvember 2014
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- September 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
Bloggvinir
- aslaugas
- agny
- annaeinars
- danna
- agustkara
- bookiceland
- contact
- einarborgari
- rlingr
- sagamli
- helga-eldsto-art-cafe
- bofs
- sade
- gusg
- noldrarinn
- hafthorb
- hhbe
- hlf
- diva73
- snjolfur
- ingaghall
- ingolfursigurdsson
- kreppan
- jaj
- islandsfengur
- nonniblogg
- nyja-testamentid
- thjodarskutan
- kristinnp
- loncexter
- marinogn
- sighar
- sigurduringi
- sushanta
- viggojorgens
- vilhjalmurarnason
- thorsteinnhelgi
- valli57
- tbs
Af mbl.is
Erlent
- Biðst afsökunar fyrir hönd yfirvalda
- Koma á gestatakmörkunum til Pompeii
- Hamas-samtökin tilbúin fyrir vopnahlé
- Tíu fórust í eldsvoða á hjúkrunarheimili
- Segir að stríðinu verði að ljúka
- Öflugur jarðskjálfti í Papúa Nýju-Gíneu
- Morðin mögulega fleiri hjá Manson
- Þóttist vera bjarndýr til að svíkja út tryggingar
- Íslensk erfðagreining áfrýjar dómnum
- Ráðherra logandi hræddur við banana
Athugasemdir
Og hugsa sér, í ljósi þessa dóms, óskammfeilnina að forstjóri Lyfjastofnunar skuli halda því fram að þessi bóluefni séu ekki tilraunabóluefni, þó svo það blasi við í samningnum við framleiðandann og hnykkt á því í þessum dómi að 3. áfanga lyfjatilraunarinnar sé enn ekki lokið.
Daníel Sigurðsson, 16.1.2022 kl. 15:37
Fyrirsögnin er falsfrétt.
Hið rétta er að það er engin lagaheimild fyrir skyldubólusetningu, hvorki skýr né óskýr.
Þegar sóttvarnalög voru endurskoðuð í fyrra voru slíkar hugmyndir ræddar sérstaklega í velferðarnefnd Alþingis og niðurstaðan var afgerandi um að hafna þeim með öllu.
Þess vegna er engin slík heimild eða skylda í sóttvarnalögum og þá skiptir engu máli hvort slíkt gæti mögulega samræmst Mannréttindasáttála Evrópu eins og vangaveltur prófessorsins í viðtalinu snerust mestmegnis um. Þegar engin slík heimild er í neinum lögum geta vangaveltur fræðimanna það sem ekki er til, varla verið meira en tilgátusmíð og hugarleikfimi.
Það vakti líka athygli mína að hún fjallaði um þetta aðallega útfrá dómafordæmum í málum sem hafa ekkert með kórónuveiruna að gera eða tilraunasprautur við henni. Svo sneru vangaveltur hennar mestað Mannréttindasáttmála Evrópu, en hún sleppti því alveg að gefa gaum að t.d. alþjóðaheilbrigðisreglugerðinni, siðareglum og eiðstaf læknasamfélagsins og alls ekkert að Nürnberg kóðanum (sbr. mál USA gegn Karl Brandt).
Af þessum sökum var umfjöllun lagaprófessorsins ekki mikið merkilegri en ef við spyrðum jarðvísindamann á Veðurstofu Íslands hvar muni næst verða eldgos á Íslandi og svörin sem fengjust væru eintómar getgátur eins og við þekkjum.
Guðmundur Ásgeirsson, 16.1.2022 kl. 16:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.