Leita í fréttum mbl.is

FDA setur viðvörun á Pfizer og Moderna vegna hjartavöðvabólgu í ungu fólki

myocarditisBólu­setn­ing barna á aldr­in­um 12-15 ára með und­ir­liggj­andi sjúk­dóma er haf­in, þótt Þórólf­ur geti ekki sagt til um ná­kvæm­lega hversu vel á veg hún er kom­in. Hann seg­ir enn ekki búið að ákveða hvort öll börn á þess­um aldri verði bólu­sett. Bólu­efni Pfizer hef­ur verið samþykkt fyr­ir þenn­an ald­urs­hóp." 

Það sem sóttvarnarlæknir á við með að lyfin séu samþykkt er að þau hafa fengið neyðarleyfi. Á Íslandi kalla þeir þetta skilyrt leyfi sem er annað heiti yfir neyðarleyfi/undanþágu. 

FDA (Fæðu- og lyfjastofnun Bandaríkjanna) mun setja viðvörun á Pfizer og Moderna sprauturnar þar sem varað er við hættu á sjaldgæfum hjartabólgum í ungu fólki. Þetta kemur fram í erlendum fjölmiðlum í dag.


Það merkilega við þetta allt saman er að yfirvöld hér heima hafa vitað í nokkurn tíma að verið væri að rannsaka þessi hjartamein í ungu fólki tengd bóluefnunum, meðal annars í Ísrael, Bandaríkjunum og Noregi. Það virtist engu breyta, yngri árgangar voru boðaðir eftir það. Það sem FDA kallar sjaldgæft virðist reyndar ekki vera mjög sjaldgæft. Forstjóri Lyfjastofnunar var spurð í maí sl. hvort borist hefði tilkynning um hjartavöðvabólgu. Hún sagðist ekki muna til þess. Gat hún ekki athugað málið - já eða nei? 46 tilkynningar um hjartavandamál (cardiac disorders) hafa skv. þessum nýju upplýsingum borist stofnuninni.  

Ef fólk ákveður að sækja um bætur vegna þessara meina sem væntanlega koma upp hér eins og annars staðar, hlýtur það að styrkja málið ef hægt er að sýna fram á að yfirvöld hafi vitað af þessari mögulegu aukaverkun en ekkert aðhafst og ekki varað við, sértaklega unga fólkið.

Hér er meira um þessar aukaverkanir sem eru til rannsóknar og  hér segir frá því að spítalar í Bandaríkjunum séu ekki að tilkynna tilfellin til VAERS. Líkurnar virðast stóraukast eftir sprautu númer tvö af Pfizer.
 
Ég hef sent Lyfjastofnun fyrirspurnir um hvort henni hafi borist tilkynning um hjartavöðvabólgu tengd bóluefnunum en ekkert svar, enda fer meiri vinna hjá starfsfólkinu (sem svara nafnlaust þegar þau svara á annað borð) í að þagga niður aukaverkanir heldur en að upplýsa fólk um þær. 

Stofnunin er farin að minna á Fjáramáleftirlitið (FME) fyrir bankahrunið, til dæmis varðandi  ólöglegu gengistryggðu lánin. FME vissi að lánin væru ólögleg en spilaði með og fékk svo á baukinn í átta binda rannsóknarskýrslu. 
 
Er tilfellið með Jason Daða sem fékk verk fyrir brjóstið í miðjum knattspyrnuleik mögulega tengt Janssen bóluefninu sem hann fékk 10 dögum fyrir leikinn? Hefur enginn velt því fyrir sér? Það er ekki daglegt brauð að ungir leikmenn fái verk fyrir brjóstið og þurfi að hverfa af velli.
 
Hér eru tölur:
myocarditisgraf 
 
 
 
 
 
 
 

.


mbl.is Vonar að aldrei þurfi að herða aðgerðir aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Inga Þormar

Þetta segja þau í blaðaviðtali í fyrradag:

„Það geta verið aukaverkanir með þessum bóluefnum, þær eru mjög sjaldgæfar og miklu sjaldgæfari heldur en af Covid-sýkingu,“ útskýrir Þórólfur. „Og það eru bara tveir kostir í boði, annaðhvort að fá Covid eða að fá bólusetningu,“ bætir hann við.

Þannig að ungar konur ættu ekki að hræðast bólusetningu með Janssen?

„Nei, nei,“ segir Þórólfur.

Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, tekur í sama streng og Þórólfur. „Öll bóluefnin eru góð,“ segir Ragnheiður. „Við erum að tala um aukaverkanir sem eru svo örlitlar að það er örugglega meiri hætta af því að bara fara út í búð,“ bætir hún við. 

Þykir einhverjum þetta fólk vera trúverðugt?

Kristín Inga Þormar, 24.6.2021 kl. 14:55

2 Smámynd: Þórdís Björk Sigurþórsdóttir

Það er gott að eiga þetta allt á prenti. Þau gera sem sagt ráð fyrir því að allir fái covid (sem nú er Delta, Gamma...). 

Skil ekki alveg þetta með búðina. Líkurnar á því að fara í búð eru mjög miklar.

Skyldi Ragnheiður líka fá alagsgreiðslur. Ég sendi einmitt fyrirspurn á fjármálaráðuneytið, hverjir fleiri en Alma og Þórólfur eru að fá álagsgreiðslur? Er þetta fólk ekki með fullt af aðstoðarfólki? 

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 24.6.2021 kl. 15:10

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Þórdís og Kristín,

Við þurfum að fara huga að því að færa okkur um set í ske kynni að þöggunartilburðir fari að ná til ritstjórnar Morgunblaðsins. 

Geir Ágústsson, 25.6.2021 kl. 08:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband