Leita í fréttum mbl.is

Bresk vísindanefnd mælir gegn bólusetningu yngri en 18 ára

leavekidsalaoneBresk vísindanefnd, Joint Committee on Vaccination and Immunisation (JCVI), sem fer með bólusetningaráætlun Bretlands, mælir gegn því að 18 ára og yngri verði bólusett gegn Covid skv. þessari frétt í The Times.

JCVI mælti einnig með því um daginn að þeir sem eru yngri en 40 ára verði bólusettir með öðru en AstraZeneca.
 
Nefndin ályktar nú að áhættan með bólusetningu unglinga sé ekki þess virði þar sem Covid valdi afar sjaldan vandamálum meðal þess hóps:
(JCVI) will not recommend mass jabs for all teenagers, having concluded the risks are not worth the gains from preventing a disease that very rarely causes serious problems in the young.

Þetta er nokkuð merkilegt því það stóð a.m.k til að bólusetja unga Breta. 

Hér á landi heyrist ekki múkk frá læknum eða sérfæðingum fyrir utan Ingileifu hjá Íslenskri Erfðagreiningu sem hvetur til  bólusetninga á börnum og ungmennum þó að enginn hafi kosið hana til að fara með heilbrigðismál í landinu. Hún hvetur til þess jafnvel þótt hún og yfirmaður hennar, Kári Stefánsson, hafi áður sagt að börn væru ekki í hættu.

Á hvaða skoðun skyldi til dæmis eiginmaður landlæknis vera, hjartalæknirinn sem virðist hafa látið hlífa móður sinni á Sóltúni við bólusetningu? Hvernig gengur annars lögreglurannsóknin um lekann mikla? Hvers vegna var gamla konan sú eina á Sóltúni sem ekki fékk vörn gegn heimsfaraldrinum?

Skyldi hjartalæknirinn mæla með eða gegn bólusetningu ungmenna með líftæknilyfi sem er á rannsóknarstigi næstu tvö árin? Sérstaklega nú þegar verið er að rannsaka hjartavöðvabólgu (myocarditis) meðal unga fólksins. Best ég sendi honum línu og spyrji!

Fyrr í þessari viku voru ungmenni hér heima fædd 2003 og 2004 boðuð í Laugardalshöllina. Þetta gera yfirvöld þrátt fyrir að þau hafi vitað að EMA (European Medical Association) og CPC (Center for Disease Control) í Bandaríkjunum séu að rannsaka hjartavöðvabólgu meðal ungra karlmanna.

Neyðarfundur var boðaður hjá CDC út af málinu og grunur um orsakasamband styrkist segir í þessari frétt.


mbl.is Byrjað að bólusetja ungmenni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Ætlum við að stöðva faraldurinn eða ætlum við það ekki? 

Láttu okkur í friði sem viljum stoppa hann eins hratt og mögulegt er. Það er líka í þina og þinna þágu.

Halldór Jónsson, 17.6.2021 kl. 13:34

2 Smámynd: Þórdís Björk Sigurþórsdóttir

Ég læt þig alveg í friði, ertu ekki varinn gegn sóttinni?  Ef svo, þarftu ekki að hafa áhyggjur, a.m.k. af upphaflega Wuhan afbrigðinu, veit ekki með nýjustu afbrigðin sem virðast því miður sleppa í gegn. Þú getur kvartað við sérfræðingana í Bretlandi sem ekki mæla með bóluefninu fyrir yngri en 18. Hér er netfangið:
jcvi@phe.gov.uk.

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 17.6.2021 kl. 13:49

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Við verðum að taka áhættu í styrjöld eins og þessari. Það kostar einhverjar fórnir eins og í öðrum styrjöldum. Aðalatriðið er að bólusetningin við COVID er fyrir sjálfboðaliða, ekki herkvadda sem eru sendir nauðugir á vígvöllinn. Ég tók minn sjans og er á lífi ennþá.

Hvort viltu heldur fá Covid eða taka áhættuna? 

Halldór Jónsson, 17.6.2021 kl. 14:25

4 Smámynd: Þórdís Björk Sigurþórsdóttir

Sæll Halldór, tek áhættuna á Covid sem er skv. WHO flestum skaðlaus. Og hver veit nema maður sé þegar kominn með ónæmi, pestin er búin að vera hér í rúmt ár og jafnvel lengur segir t.d. Sameind. Ath. er ekki mótfallin bólusetningum eldra fólks. En ungt og hraust fólk hefur lítið við þetta að gera. Annars væri breska vísindanefndin varla að mæla gegn þessu meðal unga fólksins. 

Hér er frá Sameind 
https://www.visir.is/g/20202022387d

Og frá WHO:
https://www.who.int/health-topics/coronavirus#tab=tab_1

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 17.6.2021 kl. 14:43

5 Smámynd: Þórdís Björk Sigurþórsdóttir

p.s. það hlýtur líka að vera komið töluvert náttúrulegt ónæmi meðal yngri kynslóðarinnar, þau hafa verið í skólanum og meðal annarra krakka allan tímann. Ekki svo auðvelt að stoppa smit milli manna og sérstaklega krakka, sbr. til dæmis flensuna.

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 17.6.2021 kl. 14:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband