Leita í fréttum mbl.is

Þrítug dönsk kona fær skaðabætur vegna AstraZeneca

blóðtappiDanir hafa greitt sínar fyrstu bætur vegna bóluefnaskaða. Bæturnar voru greiddar þrítugri danskri konu sem fékk blóðtappa í heila og lifur eftir bólusetningu með AstraZeneca. Danska blaðið Politiken segir frá.

Í fyrstu eru bæturnar hóflegar en málinu er alls ekki lokið segir í fréttinni. Konan var bólusett í mars sl. í tengslum við starf sitt. Nokkrum dögum síðar fékk hún mikinn höfuðverk og síðan blóðtappa í heila og lifur. Hún var greind með nýja sjúkdóminn VITT sem varð til þess að Danir hættu að nota bóluefnið.

Í gær skrifaði ég um 44 ára breska fjölmiðlakonu sem fékk AstraZeneca. Stuttu síðar fékk hún mikinn höfuðverk og blæðingu í höfuð og lést. BBC sagði frá.

Í fyrradag skrifaði ég um 39 ára breska fyrirsætu sem veiktist nánast samstundis og lést skömmu síðar úr blóðtappa. 

Í mars sagði Fréttablaðið frá því að ung kona lægi í lífshættu vegna blóðtappa eftir bólusetningu. Samkvæmt mínum heimildum er hún enn á lífi en óvinnufær.

Greiðsla á skaðabótum í Danmörku vegna blóðtappa eftir bólusetningu (a.m.k. með AstraZeneca) hlýtur að teljast merkileg því þar er í raun komið fordæmi, viðurkenning á því að beint samband sé milli bóluefnisins og blóðtappa.

Þess má geta að Ísland er enn að nota AstraZeneca og þrátt fyrir að nýjustu reglur landlæknisembættisins um að 55 ára og yngri taki það ekki, þá er enn verið að bjóða þeim aldurshópi upp á lyfið. Þetta kom m.a. fram hjá sóttvarnarlækni á almannavarfundi í gær.

Allar þessar konur voru heilbrigðar fyrir.

p.s. vonandi veit fólk að hægt er að sækja skaðabætur frá íslenska ríkinsu vegna skaða af þessum lyfjum sem eru á rannsóknarstigi til ársins 2023. Íslenska ríkið tók á sig ábyrgð lyfjafyrirtækjanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Ágústsson

Þetta er stórmerkilegt mál, og enn merkilegra að íslenskir fjölmiðlar hafi ekki pikkað þetta enda er ég nokkuð viss um að þeir fylgist með norrænum fjölmiðlum:

https://nyheder.tv2.dk/samfund/2021-05-27-forste-dansker-far-erstatning-for-vaccinebivirkninger

https://ekstrabladet.dk/nyheder/samfund/foerste-dansker-faar-erstatning-efter-vaccine-bivirkninger/8598904

https://www.berlingske.dk/danmark/foerste-dansker-faar-erstatning-for-vaccinebivirkninger

Viðeigandi yfirvöld eru raunar að hvetja lækna til að ráðleggja fórnarlömbum bóluefnanna/líftækniefnanna um möguleika á skaðabótum:

https://www.dr.dk/nyheder/indland/foerst-fik-grethe-blodprop-i-coronaventetid-saa-glemte-hospitalet-raadgive-om

Geir Ágústsson, 28.5.2021 kl. 10:20

2 Smámynd: Þórdís Björk Sigurþórsdóttir

Auðvitað sjá þeir þetta allt en voru að fá ríkisstyrkina sína samþykkta. Sömuleiðis með bresku fjölmiðlakonuna. 

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 28.5.2021 kl. 10:30

3 identicon

VIÐ BORGUM EKKI !

Frétt frá guðseiginlandi í gær:

Aðstandendur konu í Michigan, sem dó skömmu eftir "bólusetningu",sendu líftryggingafélagi hennar kröfu þess vegna. Félagið bar ekki brigður á orsök andlátsins, en neitaði samt að borga út vegna þess að "bóluefnið" hefði ekki verið fullkomlega viðurkennt af FDA, bandaríska lyfjaeftirlitinu,heldur væri eingöngu um ófullnægjandi bráðabirgðaleyfi að ræða,sem því bæri engin skylda til þess að taka mark á !! 

Björn Jónsson (IP-tala skráð) 28.5.2021 kl. 13:08

4 Smámynd: Kristín Inga Þormar

Ég blogga daglega um nýjustu aukaverkanirnar, og í færslu dagsins segi ég frá konu sem er varanlega blind eftir blóðtappa sem hún fékk daginn eftir bólusetningu með AstraZeneka! Sjá hér: https://kristinthormar.blog.is/blog/kristinthormar/entry/2265279/

Kristín Inga Þormar, 28.5.2021 kl. 15:29

5 Smámynd: Þórdís Björk Sigurþórsdóttir

Já,var einmitt að setja hlekk á þá færslu.

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 28.5.2021 kl. 15:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband