Leita í fréttum mbl.is

Skaðinn fyrir námsfólk!

Framhalds- og háskólanemar eiga fullt í fangi með fjarnámið. Það kemur engan veginn í staðinn fyrir nám í kennslustofu. Það fylgja þessu alls kyns vandamál, tæknileg og önnur, bæði hjá kennurum og nemendum. Nemendur fá færri kennslustundir en þurfa að fara yfir jafn mikið efni, á eiginn vegum, til viðbótar við heimanám.

Þetta gengur ekki, það verður að hafa skólahald eðlilegt. Þetta fyrirkomulag er í engu samræmi við hættuna af veirunni. Skaðinn sem hlýst af þessum takmörkunum fyrir nemendur er þúsundfalt meiri en hugsanlegur skaði af veirunni.


mbl.is Standa frammi fyrir flóknum valkostum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og þá ert þú væntanlega sannfærð um að kennararnir séu tilbúnir til að gefa líf sitt svo nemendurnir geti setið í kennslustofum frekar en heima hjá sér. Enda að fyrra nemendur einhverri smá fyrirhöfn þúsund sinnum verðmætara en líf einhverra kennara. 

Vagn (IP-tala skráð) 29.8.2020 kl. 01:09

2 Smámynd: Þórdís Björk Sigurþórsdóttir

Fólk eins og þú ætti að loka sig inn með grímur og spritt. Hvers vegna skrifarðu hér endalaust undir dulnefni, ertu of hræddur við að sýna hver þú ert?

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 29.8.2020 kl. 12:47

3 identicon

Þér er frjálst að umgangast smitaða eins og þig lystir, skaðinn hvernig sem fer verður enginn. En hættu að krefjast þess að aðrir geri það.

Fyrst þú spyrð. Hræddur? Já, það er enginn skortur á virkilega rugluðu fólki. Ég kæri mig ekkert um að fá þig, eða slefandi fávitana sem taka mark á bullinu í þér, inn á gafl eða að ofsækja þá sem ég þekki. Það eru ekki nema ellefu dagar síðan maður ók 5000 kílómetra til að drepa ókunnugan mann sem hann hafði orðið sundurorða við á netinu. Og það verður ekki sagt að þú sért skynsöm og í jafnvægi.

Vagn (IP-tala skráð) 29.8.2020 kl. 20:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband