Leita í fréttum mbl.is

Einungis heimilt að vaxtareikna upphaflegan höfuðstól!

Eftirfarandi kemur fram í greinarskrifum Gunnlaugs Kristinssonar lögg. endurskoðanda: 

 Með lögum nr. 151/2010 var lögfest sérregla í 18 gr. laga nr. 38/2001 um þá aðferðarfræði sem beita ætti við endurútreikning lánasamninga sem hefðu að geyma ákvæði um ólögmæta vexti og verðtryggingu. Aðferðin er sú að upphaflegur höfuðstóll skal vaxtareiknaður miðað við vexti Seðlabanka Íslands. Frá höfuðstól og áföllnum vöxtum skal síðan draga frá innborganir miðað við hvern greiðsludag og ráðstafa upp í áfallna vexti og höfuðstól. Skýrt kemur fram í greininni að einungis er heimilt að vaxtareikna upphaflegan höfuðstól. Í athugasemdum með frumvarpi laganna er skýrt tekið fram að ekki sé heimilt að krefjast vanskilavaxta né annarra vanskilaálaga. Ákvæðið er tæmandi um hvaða vaxtaútreikningi megi beita á hin ólögmætu lán.

Úr fréttinni:  Þrjú fyrirtækjanna leggja hins vegar vexti við höfuðstól bílalána við hvern áfallinn gjalddaga og má því til einföldunar segja að vaxtavextir reiknist mánaðarlega (til einföldunar sko...Wink).

Lögin eru þar að auki afturvirk og kvörtun vegna þeirra m.a. hefur verið send til ESA, sjá nánar hér.

 

 


mbl.is Ávinningur kominn fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hverju klúðrar þessi vesalings maður ekki?

Almenningur (IP-tala skráð) 29.5.2011 kl. 16:30

2 identicon

og af hverju er ekki búið að skjóta þetta mannhelvíti, þetta er lélegasti ráðherra sem setið hefur á stóli og er þó af nógu að taka.

Larus (IP-tala skráð) 29.5.2011 kl. 17:03

3 Smámynd: Sigurður Hrellir

Og sannaðu til Þórdís, þetta verður með fyrstu fréttum á RÚV, spái ég.

Sigurður Hrellir, 29.5.2011 kl. 17:55

4 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Siggi, það er gott að vera með húmorinn í lagi.

Marinó G. Njálsson, 29.5.2011 kl. 18:07

5 Smámynd: Rúnar Ingi Guðjónsson

Þessi skýrsla sem manngreyið vitnar í, er hvorki fugl né fiskur.

Hún er ekki lögfræði álit hvort þessir útreikningar séu löglegir eður ei.

Hún innheldur ekki álit á því hvort heimild sé að endurútreikna höfðustól sem er búið að borga inná, og bakfæra hann allann eins og ekki hafi verið borgað inná lánið, eins og upprunalegur samningurinn kveður á um.

Þessi skýrsla fjallar ekki um hvort það sé heimild að setja lög á áður gerða samninga, og gera nýjann samning á nýjum forsendum-

Þetta mál er eins og þú bendir á, á leið til ESA, þar sem þessi lög munu verða send aftur til föðurhúsanna...hvar lendir tjónið þá?

Mitt traust á íslensku stjórnmálakerfi er gjörsamlega horfið, Mitt traust á því að ég geti gert samninga í framtíðinni sem muni standa er sömuleiðis horfið.

Ég ætla ekki fyrir mitt litla líf að skrifa undir eitt eða neitt í framtíðinni í mínu nafni á þessu blessaða skeri það sem eftir lifir af minni stuttu ævi.

Rúnar Ingi Guðjónsson, 29.5.2011 kl. 18:36

6 Smámynd: Þórdís Björk Sigurþórsdóttir

Rúnar, kvörtunin er reyndar farin og ESA hefur svarað því að málið verði tekið fyrir. Þangað til ríkir mikil lagaleg óvissa! (tölum nú eins og starfsfólk fjármálafyrirtækjanna gerði áður en þau fengu lögin sín samþykkt á Alþingi):

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 29.5.2011 kl. 20:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband