Leita í fréttum mbl.is

Hvað með útflutningstekjur?

„Mest aukning varð í verðmæti útflutnings iðnaðarvara, aðallega áls." Munum að verðmæti útflutnings er ekki það sama og útflutningstekjur, tekjurnar koma ekki endilega inn í  þjóðarbúið sbr. t.d. þessa frétt á mbl.is.


mbl.is Vöruskiptin hagstæð um 10,6 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvar koma útflutningstekjur af hugbúnaði fram í þessum tölum, mér finnst hugbúnaðarframleiðendur alltaf vera svo góðir með sig.

allidan (IP-tala skráð) 29.10.2010 kl. 10:42

2 Smámynd: Þórdís Björk Sigurþórsdóttir

Eru þær inni í iðnaðarvörum, annars er þarna verið að tala um verðmæti útflutnings, s.s. ekki útflutningstekjur. Verðmæti útflutnings á t.d. áli eru mjög mikil en aðeins brotabrot verður eftir í landinu.

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 29.10.2010 kl. 11:29

3 identicon

Ég skil nú ekki alltaf þegar talað er um stóriðju og rafmagnsverð, ég tók eftir því þegar nýi stjórnarformaðurinn hjá OR talaði um daginn og þá var verðmætasti samningurinn um raforkusölu til Grundartanga, hann skilaði mestu og svo fannst mér ég sjá um daginn að orkusalan til Fjarðaáls myndi greiða upp Kárahnjúkavirkjunina  á um það bil 15 árum og ef ekki er góður hagnaður þá fer ég að skilja hvernig allur þessi aragrúi af viðskipafræðingum setti landið á hausinn á örfáum árum með ótrúlegri skam sýni.

allidan (IP-tala skráð) 29.10.2010 kl. 15:05

4 identicon

Sæl Þórdís

Það er alveg rétt að það verða ekki öll útflutningsverðmætin eftir á Íslandi. Hjá álverunum eru það um það bil 40%, sem eru engar smáræðis upphæðir og ég er ekki viss um að öllum þyki sanngjarnt að kalla "brotabrot". Allar útflutningsgreinar kaupa erlend aðföng að einhverju leyti (olíu, veiðarfæri, skip, tölvur, tækjabúnað, auglýsingar o.s.frv.) án þess að það sé tekið fram sérstaklega í opinberri umræðu nema í tilviki álveranna, en vissulega er það misjafnlega mikið.

Kær kveðja,
Ólafur Teitur
Alcan á Íslandi

Ólafur Teitur (IP-tala skráð) 29.10.2010 kl. 16:58

5 Smámynd: Þórdís Björk Sigurþórsdóttir

Ég las rökstuðning ykkar hjá Alcan á sínum tíma sem var svar við greinargerð fyrrv. skattstjóra. Þetta fer að sjálfsögðu eftir því hvernig maður horfir á hlutina, ekki má gleyma þeim hluta sem fer í að greiða af lánum v. virkjanaframkvæmda.

kv.þórdís

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 30.10.2010 kl. 12:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband