Leita í fréttum mbl.is

Þurrka út skuldir sem ekki er hægt að greiða...

...er eina leiðin sem vit er í, enn og aftur set ég inn þetta stutta viðtal við íslandsvininn og hagfræðinginn Michael Hudson. Skuldir sem menn geta ekki greitt, verða einfaldlega ekki greiddar.
mbl.is Almenn niðurfærsla skulda ólíkleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvaða vit er i því að draga bara þá upp sem komu sér í mesta skítinn. Það er fullt af fólki sem getur vel borgað en það kemur þá niður á lífsgæðum þeirra. Almenn niðurfærsla er sanngjörn en það þyrfti að setja þak á hve mikið er hægt að fá niðurfellt.

Tryggvi (IP-tala skráð) 15.10.2010 kl. 12:58

2 Smámynd: Þórdís Björk Sigurþórsdóttir

Ég er reynda sammála leiðréttingu á línuna, en hagfræðingurinn er þarna m.a. að segja hvernig ríkisstjórnir taki stöðu með kröfuhöfum en ekki almenningi, nokkuð sem við erum að horfa á þessa dagana.

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 15.10.2010 kl. 13:45

3 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Það verður aldrei friður nema að almenn leiðrétting verði gerð ekki vegna þess að fólk þurfi þess heldur vegna þess að það er réttlætismál að stöðutökunni gegn þjóðfélaginu verði ekki velt á þjóðina sem er að fara. Í mínum þrönga tengslaneti eru nú þegar 4 fjölskyldur farnar og í dag heyrði ég af tveimur í viðbót sem eru komin í startholurnar þegar síðan börnin eru farinn þá fer maður líka. Þetta fólk er ekki að fara vegna þess að það skuldi heldur vegna þess að það trúir ekki lengur á réttlæti hér á landi og trúir því ekki að það verði nokkurntíma. Það er síðan mikið talað um að hjálpa þeim verst stöddu en er það ekki að henda peningum fólk sem komið er með kannski 130 % veðhlutfall því verður ekki bjargað það er mikið nær að skera það niður úr snörunni og leyfa því að byrja aftur með hreint borð. Nær að létta byrðarnar á þeim sem að með því koma hjólunum af stað og skapa með því verðmæti og eyðslu sem að síðan nytist til að endurreisa þá föllnu. En eins og ég sagði þá snyst málið ekki eingöngu um peninga heldur það að fólk finni að það sé réttlæti til fyrir alla en ekki bara suma
Þakka fyrir blogg vináttuna

Jón Aðalsteinn Jónsson, 16.10.2010 kl. 00:43

4 identicon

Þetta hefur verið gert í meira en ár.  Fólk fær 50% - 60 % - 70% -80% og allt upp í 90% niðurfærslu skulda. 

Eftir stöðvarnar miðast svo við greiðslugetu.

Af hverju skyldi ekki vera sagt frá þessu? 

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 16.10.2010 kl. 09:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband