20.9.2010 | 17:06
Kæra til áfrýjunarnefndar neytendamála
Fyrir áhugasama set ég inn þessa kæru til áfrýjunarnefndar neytendamála vegna úrskurðar Neytendastofu í máli mínu nr. 35/2010 gegn SP-fjármögnun. Það vantar flest fylgiskjölin en menn geta hugsanlega öðlast innsýn inn í vinnubrögð Neytendstofu við lestur kærunnar.
Kæra á úrskurði Neytendastofu
mál nr. 35/2010 dags. 3. ágúst 2010
Löglærðir sérfræðingar Neytendastofu sem hafa m.a. það hlutverk að treysta öryggi og réttindi neytenda í viðskiptum virðast augljóslega ekki ráða við einfalda, stutta og skýra kvörtun mína vegna viðskiptahátta SP fjármögnunar sem send var embættinu 22. 10. 2009. Ákvörðun Neytendastofu er hér með kærð til áfrýjunarnefndar neytendamála og þess óskað að nefndin byggi ákvörðun sína á því sem fram kemur í erindi mínu til Neytendastofu en ekki á tilbúningi eins og sérfræðingar embættisins gera. Ekki er gerð athugasemd við þau ákvörðunarorð Neytendastofu að SP fjármögnun hafi brotið lög vegna vaxtaálags.
Rökstuðningur fyrir kæru
(atriði úr ákvörðun Neytendastofu sem mestu skipta eru tekin út og þeim svarað fyrir neðan, undirstrikun er mín)
Á bls. 16, lið 5 í ákvörðun NS segir m.a.: Í erindi kvartanda er bent á tvær breytingar sem gerðar hafi verið á samningnum. Á forsíðu samningsins hafi verið bætt eftirfarnandi málsgrein: Leigutaki lýsir því yfir.... áhrif til hækkunar." Þá sé kaupverð bifreiðarinnar hærra á stöðuyfirliti en á samningi aðilanna.
Athugasemd kæranda:
Ég benti ekki á tvær breytingar sem gerðar hefðu verið á undirritaða samningnum og ósamþykkta samningnum sem SP fjármögnun sendi mér. Með kvörtun minni til Neytendastofu sendi ég hlekk á blaðagrein þar sem ég fjallaði m.a. um þau atriði sem eru ekki samhljóða í samningunum tveimur. Benti ég Neytendastofu á að kynna sér efni hennar (fskj.nr. 6) Auk þess er atriði nr. 2 sem Neytendastofa vísar í á bls. 16 (munur á kaupverði bifreiðar) ekki mismunur á samningsformunum tveimur heldur mismunur á stöðuyfirliti og lánssamningi (fskj. nr. 3 og 5).
Það sem ólíkt er með samningunum tveimur er:
1. Samningsvextir
2. Lántökukostnaður (hlutfallstala kostnaðar)
3. Í lið lll hefur texta verið breytt og samningurinn sagður 50% gengistryggður
4. Texti fyrir ofan dags. og undirritun bætt inn
5. Greiðsluáætlun: afborgun, vextir, gr.gjald..... ekki eins
Á bls. 16 í ákvörðun NS segir: Af skoðun á hinum ólíku samningum má ljóst vera að breytingarnar hafa ekki haft áhrif á innheimtu lánsins eða stöðu lántakanda."
Athugasemd kæranda:
Þetta er rangt. Í fyrsta lagi byggist úrskurður NS einmitt á því að SP hafi brotið lög með því að innheimta vaxtaálag sem ekki var tilgreint á undirritaða samningnum en hafði verið bætt inn í óundirritaða samninginn. Í öðru lagi eru innheimtar gengistryggðar afborganir af láninu og orðinu gengistryggður" bætt inn í ósamþykkta samninginn sbr. lið 3 hér ofar. Undirritaði samningurinn er því í raun ekki gengistryggður. Í þriðja lagi var innheimt 450 kr. greiðslugjald en ekki 150 kr. (og sjá aftur liði 1-5 hér ofar).
Á bls. 1 í ákvörðunar NS segir : Í þriðja lagi séu upplýsingar um prósentuhlutfall vaxta villandi þar sem á greiðsluyfirliti með samningnum komi fram að vextir séu 5,77% en á yfirliti yfir stöðu samningsins frá 28. september 2008 komi fram að vextir séu 5,24%."
Athugasemd kæranda:
Í mgr. 2 í kvörtun minni til NS segi ég að það séu þrjár mismunandi útgáfur af samningsvöxtum og tel upp dæmin. Að vextirnir séu þrennskonar ítreka ég með því að segja: Það eru s.s. 3 mismunandi útgáfur af samningsvöxtum."
Á bls. 1 í ákvörðun NS segir einnig: Í fyrsta lagi er kvartað er (sic) yfir því að í samningnum komi ekki fram hvort vextir séu fastir eða breytilegir." Þá segir í ákvörðuninni á bls. 17: Í gögnum málsins kom fram að af einhverjum ástæðum hafi vextir af íslenskum hluta lánsins í nokkra mánuði verið reiknaðir sem breytilegir en ekki fastir. Sú gjaldtaka hefur verið leiðrétt.
Á bls. 10 í ákvörðun NS segir einnig: Kvartað er fyrir því að ekki komi fram hvort vextir af íslenskum hluta lánsins séu fastir eða breytilegir ..."
Athugasemd kæranda:
Það var ekki kvartað undan því að vextir á íslenska hlutanum hefðu breyst heldur eins og segir í kvörtuninni að það komi ekki fram hvort vextir séu breytilegir eða fastir." Þetta kemur líka fram á bls. 1 í ákvörðun NS. Reynir Logi lögmaður SP segir í greinargerð sinni (sjá líka bls. 8 í ákvörðun NS ) að vextir hafi verið fastir á íslenska hluta lánsins á eldri" samningum (án þess að skýra nánar hvað átt er við með eldri" samningum). Lagði ég þá fram póstsamskipti við starfsfólk SP sem sögðu að vextir væru ekki fastir á íslenska hlutanum á eldri" samningum heldur breytilegir. Með öðrum var ég að sýna fram á að vextirnir væru bara einhvernvegin." Á þessum kvörtunarlið taka sérfræðingar Neytendastofu ekki en láta sem ég hafi verið að kvarta undan því að SP hafi á tímabili innheimt hærri vexti á þeim hluta sem var í íslenskum krónum en þeir vextir áttu að vera fastir í mínu tilfelli (og virðist ég hafa verið eini lántakandinn hjá SP með fasta vexti á ísl. hlutanum, vextirnir voru festir eftir að ég gerði athugasemd við vaxtabreytingu þar sem ég hafði fengið þær upplýsingar við lántöku að þeir væru fastir). Eins fara sérfræðingar NS með rangt mál þegar þeir segja: Kvartað er yfir því að ekki komi fram hvort vextir af íslenskum hluta lánsins séu fastir eða breytilegir ..." Það var ekki aðeins kvartað undan íslenska hlutanum heldur vöxtunum almennt, þ.e., að á samningi kæmi ekki fram hvort vextir væru fastir eða breytilegir!
Þá segir á bls. 16 í ákvörðun NS: Í þessu máli deila aðilar um reikniaðferðir við útreikning á myntkörfunni SP5. Upplýsingar um myntkörfuna hafa þó legið fyrir hjá SP frá stofnun hennar, þann 5. maí 2004, sbr. upplýsingar á vefsíðu félagsins.
Athugasemd kæranda:
Hér eru sérfræðingar NS að vísa í töflur á bls. 13 í úrskurði sínum sem er hluti af áliti hagfræðingsins sem fenginn var til aðstoðar í máli þessu hjá Neytendastofu. Þessar upplýsingar SP voru ekki settar inn á vef félagsins fyrr en í lok okt. 2009, eftir að ég sendi mál mitt til Neytendastofu og eftir að ég skrifaði grein í Morgunblaðið 28.10.2009 sem fjallaði um útreikninga á gengi SP5 myntkörfu SP fjármögnunar (fskj. nr. 14).
SP fjármögnun setti þá inn á vef sinn sérstaka tilkynningu vegna þessara útreikninga minna, nokkuð sem félagið hefði varla þurft að gera ef ljóst hefði verið hvernig myntkarfan væri útreiknuð (fskj. nr. 15).
Til eru afrit af vef SP allt til mars 2008 og er þessar upplýsingar þar hvergi að finna. Afritin má finna á eftirfarandi slóð: http://web.archive.org/web/*/http://www.sp.is
Athyglisvert að Neytendastofa og óháður nafnlaus sérfræðingur sem fenginn var til að aðstoða embættið, noti þessar upplýsingar á vef SP gagnrýnislaust máli sínu til stuðnings (ath. það er verið að leggja fram gögn til Neytendastofu sem sýna glögglega mikla óreiðu hjá lánveitanda).
Ég legg einnig fram tölvupóst frá Reyni Loga lögmanni SP þar sem hann svarar spurningu minni um hvenær tilkynning um þessa útreikninga á myntkörfunni var sett inn á vef SP. Lét ég Matthildi hjá Neytendastofu einnig vita af tilkynningunni (fskj.nr. 12 og 13). Eins og segir í áliti hagfræðingsins: eru þær hlutfallstölur sem gefnar eru upp á vefsíðu SP fjármögnunar þau hlutföll sem voru virk við gangsetningu vísitölunnar. Þó það komi ekki fram. Ath. Neytendastofa tekur af einhverjum ástæðum út undirstrikaða hlutann úr áliti sérfræðingsins í ákvörðun sinni en sá hluti er mér í máli þessu og öðrum neytendum í hag) (fskj. nr. 11 bls. 1).
Þessar upplýsingar ættu að sjálfsögðu að koma fram í lánssamningum og kynningarefni félagsins. Framsetningin gefur til kynna að þetta séu hlutföllin við lántöku en ekki hlutföllin fyrir einhverjum árum síðan eða við stofndag. Lántakendum kemur lítið við hvernig hlutföll körfunnar voru mánuðum eða árum áður en lánið er tekið.
Í kvörtun minni geri ég athugasemd við að hlutföll myntkörfunnar innbyrðis hafi breyst og líka hlutföllin milli íslenska hlutans og myntkörfunnar. Eins mætti ætla að lögmaður SP hefði vísað í þessar upplýsingar á síðu félagsins þegar ég spyr hann út í þessar breytingar á hlutföllum í lok sept. 2009 (fskj.nr.2 ) í stað þess að leggja til að ég fengi mér lögfræðing. Ef myntkarfan samanstendur af magni mynta" en ekki prósentuhlutföllum, ætti auglýsingarefni að sjálfsögðu að sýna magn mynta" en ekki prósentuhlutföll (fskj. nr.10). Lánssamningar sömuleiðis.
|
| 40% |
| Evra |
Sjá framsetningu einnig hér:
Lagatilvísanir:
Þær sömu og í bréfi Neytendastofu til SP fjármögnunar og/eða aðrar að áliti áfrýjunarnefndar neytendamála.
Fylgiskjöl
1. Kvörtun til Neytendastofu
2. Fylgiskjal með kvörtun til NS, tölvupóstsamskipti við lögmann SP
3. Fylgiskjal með kvörtun, undirritaður samningur við SP
4. Fylgiskjal með kvörtun, ósamþykktur samningur" við SP
5. Fylgiskjal með kvörtun, stöðuyfirlit (staða samnings)
6. Blaðagrein, vísað í, í kvörtun til NS
7. Bréf Neytendastofu til SP fjármögnunar
8. Fyrri greinargerð SP til Neytendastofu
9. Svar mitt við greinargerð SP ásamt fylgigögnum
10. Greinargerð nr. 2 frá SP
11. Sérfræðiálit hagfræðings fyrir Neytendastofu
12. Tölvupóstsamskipti við lögmann SP vegna tilkynningar SP um útreikninga
13. Tölvupóstsamskipti við Matthildi hjá Neytendastofu v. útreikninga
á heimasíðu SP
14. Grein birt í Mbl. 28.10.2009 - útreikningar á SP5
15. Tilkynning SP v. útreikninga á gengi myntkarfa SP
16. Ákvörðun Neytendastofu
Reykjavík, 30. ágúst 2010
Þórdís B. Sigurþórsdóttir
kt.030964-5279
Fjóluhvammur 4, 220 Hafn.
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- Ágúst 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2016
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Nóvember 2014
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- September 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
Bloggvinir
- aslaugas
- agny
- annaeinars
- danna
- agustkara
- bookiceland
- contact
- einarborgari
- rlingr
- sagamli
- helga-eldsto-art-cafe
- bofs
- sade
- gusg
- noldrarinn
- hafthorb
- hhbe
- hlf
- diva73
- snjolfur
- ingaghall
- ingolfursigurdsson
- kreppan
- jaj
- islandsfengur
- nonniblogg
- nyja-testamentid
- thjodarskutan
- kristinnp
- loncexter
- marinogn
- sighar
- sigurduringi
- sushanta
- viggojorgens
- vilhjalmurarnason
- thorsteinnhelgi
- valli57
- tbs
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.