24.8.2010 | 16:09
Lögfræðiálitið er ekki til sýnis
Lýsing, SP fjármögnun og Íslandsbanki fjármögnun segjast hafa leitað eftir lögfræðilegu áliti um hvaða samningar falli undir dóm Hæstaréttar og var niðurstaðan sú að gengistryggðir rekstrar-, einka- og fjármögnunarleigusamningur falli að öllum líkindum" ekki undir dóminn. Þetta lögfræðiálit hafa nokkrir óskað eftir að fá að lesa en svörin frá lögmönnum og sérfræðingum þessara fyrirtækja voru að það væri ekki í boði", álitið væri vinnuskjal og innanhúsplagg og yrði ekki gert opinbert.
Það á sem sagt að halda áfram að rukka óbreyttar greiðslur á gengistryggðum samningum út frá einhverju innanhúsplaggi sem ekki má sýna mönnum sem skulu þó greiða óbreyttar afborganir þrátt fyrir dóm Hæstaréttar. Líklegt er að sá lögmaður/lögmenn sem fékkst til að vinna álitið skammist sín fyrir plaggið enda getur álitið ekki verið neitt annað en þvæla.
(Fyrirtækin vilja meina að ofangreindir samningar séu leigusamningar og falli því ekki undir lög um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 en athugið sbr. skilgreiningu Hæstaréttar eru þetta allt lánssamningar enda eru þeir með höfuðstól og bera vexti. Hæstiréttur úrskurðarði einmitt að kaupleigusamningur SP fjármögnunar væri lánssamningur en ekki leigusamningur.)
Nánar hér, Einbeittur brotavilji fjármögnunarfyrirtækjanna.
Lýsing ófús að mæta skuldurum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Október 2024
- Ágúst 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2016
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Nóvember 2014
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- September 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
Bloggvinir
- aslaugas
- agny
- annaeinars
- danna
- agustkara
- bookiceland
- contact
- einarborgari
- rlingr
- sagamli
- helga-eldsto-art-cafe
- bofs
- sade
- gusg
- noldrarinn
- hafthorb
- hhbe
- hlf
- diva73
- snjolfur
- ingaghall
- ingolfursigurdsson
- kreppan
- jaj
- islandsfengur
- nonniblogg
- nyja-testamentid
- thjodarskutan
- kristinnp
- loncexter
- marinogn
- sighar
- sigurduringi
- sushanta
- viggojorgens
- vilhjalmurarnason
- thorsteinnhelgi
- valli57
- tbs
Athugasemdir
Þessi nefndu fjármögnunarfyrirtæki eru glæpastarfsemi, stjórnað af glæpamönnum og studd af illa upplýstum og illa innrættum stjórnmálamönnum í ríkisstjórn jafnt sem óbreyttum þingmönnum. Það þarf að slátra þessum fyrirtækjum í eitt skipti fyrir öll og setja nákvæma smáatriðalöggjöf um þá gróðastarfsemi sem þau hafa stundað glæpsamlega fram til þessa.
corvus corax, 24.8.2010 kl. 16:15
Þess má geta hér að lögfræðingur Samtaka Iðnaðarins (SI) hafði samband við SP fjármögnun (SP) og óskaði eftir rökstuðningi og/eða afriti af lögfræðiálitum sem SP vísaði til í almennu bréfi til lántakenda.
SP fjármögnun hafnaði ósk lögfræðings SI algjörlega og benti á að þeim bæri engin skilda til þess að sýna álitin, og þá sjálfsagt ekki heldur til þess að rökstyðja þá ákvörðun sýna að hundsa dóm Hæstaréttar
bkv
EP
Elías Pétursson (IP-tala skráð) 24.8.2010 kl. 16:27
Þetta svar fékk ég frá Íslandsbanka fjármögnun:
Sæl Þórdís,Ég verð því miður að tilkynna þér að það er ekki í boði að nálgast það lögfræðiálit sem þú spyrð um hér að neðan. Málið mun fara fyrir dóm og verður þá skorið úr um hvort það álit sem við höfum standi.
Kær kveðja,
Hannes Ingvar Jónsson
Sérfræðingur
Innheimtu og lögfræðisvið
Íslandsbanki Fjármögnun"Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 24.8.2010 kl. 16:30
og svar mitt til Hannesar var:
Sæll Hannes
Eru menn eitthvað óöruggir með þetta álit sitt, hvernig er hægt að óhlýðnast Hæstarétti Íslands út frá einhverju lögfræðiáliti sem ekki má sjá? Er virkilega hægt að krefja fólk um óbreyttar greiðslur gegn einhverju áliti sem menn geyma ofan í skúffu hjá sér? Hvaða mál mun fara fyrir dóm?
Er ekki málið einfaldlega það að álitið er þvæla þar sem allir þessir samningar falla einmitt undir dóm Hæstaréttar, þetta eru allt lánssamningar sbr. skilgreingu Hæstaréttar á því hvað telst vera lánssamningur en ekki leigusamningur. Og því þorir ekki nokkur lögmaður að standa við mál sitt?
kv.þórdís
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 24.8.2010 kl. 16:32
Ef þetta álit þeirra er svona mikið leyndarmál, þá þarft þú varla miklu að kvíða og heldur bara þínu striki. Ef þeir hefðu málin sín pottþétt, væri það þeirra hagur að sýna þetta.
Fjármögnunarfyrirtækin sögðu líka fyrir hæstaréttardóm að þeir væri í engum vafa um að allt þeirra brask væri löglegt. Annað kom heldur betur í ljós. Þessi fyrirtæki hafa í gegnum tíðina þrifist á ótta viðskiptavina sinna, og það virðist það eina sem þeir kunna enn í dag. Vandamálið er bara að nú er komið í ljós að við þurfum lítið að óttast.
Árni Halldórsson, 24.8.2010 kl. 19:47
Sumir eru yfir lög hafnir það sér maður alstaðar í þjóðfélaginu, meyra að segja úti á þjóðvegunum. Ég var nú svo grænn að halda að á Islandi væri engin spilling, en svo kemur í ljós að hvergi er meyri splling í hinum siðmentaða heymi, það er ekki hægt að treista stjórnmálamönunum, það er ekki hægt að treista fjármálakerfinu, þjóðkirkjan er ótrúverðug. Ég veit ekki um Hæstarét, ég tel hann hafa sýnt það að það megi treista honum en það virðist ekki vera að allir þurfi fara eftir hans dómi. Ráðist er á almenning þegar glæpahiskið er búið að klúðra málum og farið í vasa hanns, rifin af þeym húsin og bílarnir, og valdstjórnin segir allt í lagi. Og hvað er þá eftir sem gerir það eftirsóknar vert að búa hér á landi? Ekki neitt!!!! ´Svona sýn hef ég á þessu, og hvað skal gera? það er spurning sem ég hef ekki svar við.Er einhver þarna úti sem veit það? ( Kanski stofna Hróa hattar sveit svo allt sé í réttum stíl)
Eyjólfur G Svavarsson, 25.8.2010 kl. 10:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.