Leita í fréttum mbl.is

Þeir vissu vel að gengistryggingin væri ólögleg!

Jón segir í pistli sínum: „Ef við spyrjum okkur þessarar spurningar hvað varðar umrædd gjaldeyrislán tel ég að einungis tvennt komi til greina. Ef samningsaðilar hefðu áttað sig á því að þeir væru að gera með sér ólöglegan samning hefðu þeir annað hvort umorðað samninginn þannig að lánið væri veitt í erlendri mynt (og því verið löglegt gjaldeyrislán)...."

Þeir (stjórnendur fyrirtækjanna, lögaðilar samninganna)  vissu nákvæmlega að gengistryggingin væri ólögleg og því var þetta markaðsset sem erlend lán, lán í erlendri mynt (löglegt)! Það hefði ekki verið nóg að umorða samninginn, Hæstiréttur fór ofan í það hver raunveruleikinn var á bak við viðskiptin, sem var lán í ISK með tengingu við erlenda gjaldmiðla, sem sagt ekki gjaldeyrislán.

Jón segir: „Það er algerlega fráleitt að halda því fram að samningsaðilar hefðu gert með sér samning um lán á u.þ.b. 3% nafnvöxtum í íslenskum krónum"

En það var það sem þeir gerðu! Þeir voru að lána íslenskar krónur sem þeir kölluðu lán í erlendri mynt, og buðu meðal annars upp á þessa vexti! Hvað voru þeir að spá, eru þetta hálfvitar?


mbl.is Efast um íslenska lögfræði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes H. Laxdal

jamm, þessi rök Hagfræðingsins falla um sig sjálf þegar þau eru skoðuð.

Jóhannes H. Laxdal, 29.6.2010 kl. 11:11

2 Smámynd: Hafþór Baldvinsson

Það er rökvilla í þeirri tilvísun sem þú bendir á. Guðjón Rúnarsson bendir á í umsögn að lög heimili ekki að lán sé tengt við gengi annarra gjaldmiðla. Jafnframt segir þú að samt hafi frumvarpið sem hann veitti umsögn um orðið að lögum.

Er þá ekki við Alþingi að sakast frekar en lánafyrirtækin? Tek fram að ég hef ekki kynnt mér þessa umsögn né umsögn annarra.

Fyrirtæklin eiga auðvitað að endurgreiða þeim sem hafa ofgreitt og í mjög mörgum tilfellum greiða skaðabætur.

Hafþór Baldvinsson, 29.6.2010 kl. 12:56

3 Smámynd: Þórdís Björk Sigurþórsdóttir

Sæll Hafþór, SFF vildi að lögmætt yrði að tengja lán í ISK við gengi erlendra gjaldmiðla en frumvarpið varð að lögum óbreytt og því óheimilt að gengistryggja. Lánafyrirtækin vissu því að gengisbinding væri ólögleg en lánuðu samt sem áður með þessari bindingu.

Varstu búinn að lesa skjalið sjálft?

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 29.6.2010 kl. 13:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband