29.1.2010 | 12:13
Verður bannað að lána almenningi í gervigjaldmiðlum?
Umræðan um myntkörfulán hefur að miklu leyti snúist um hvort heimilt sé að binda skuldbindingar í íslenskum krónum við gengi erlendra gjaldmiðla. Ef fleiri fjármálastofnanir en SP Fjármögnun, dótturfyrirtæki Landsbankans, eru með myntkörfur sem eru gervigjaldmiðlar (e. artificial currency) ætti umræðan að snúast í ríkara mæli um það hvort heimilt sé að binda skuldbindingar í íslenskum krónum við gengi gervigjaldmiðla (reikningseiningar).
SP5 myntkarfa SP Fjármögnunar er með föstum fjölda mynta í hverri einingu og er framsett á þann máta, samkvæmt upplýsingum frá SP Fjármögnun, vegna þess að þegar fyrirtækið ákvað að bjóða upp á myntkörfuna SP5 (40%EUR, 25%USD, 20%CHF, 15%JPY) gat innheimtukerfi fyrirtækisins ekki meðhöndlað lán í svo mörgum myntum og var því brugðið á það ráð að gera myntkörfu með föstum fjölda mynta í hverri einingu og þannig hægt að meðhöndla lán í mörgum myntum sem eina mynt. Fyrirmyndin er sögð Reikningseining Fiskveiðasjóðs Íslands (RFÍ), einnig samkvæmt upplýsingum frá SP Fjármögnun.
Fiskveiðasjóður Íslands hafði sérstaka lagaheimild fyrir þessu útlánafyrirkomulagi og í því tilfelli voru lántakendur upplýstir um lánafyrirkomulagið ólíkt lántakendum SP Fjármögnunar sem var talin trú um að þeir væru að fá lán í erlendum gjaldmiðlum: EUR, USD, JPY og CHF en voru í rauninni að fá lán í SP5, íslenskri gervimynt. Höfuðstóll SP5 lána er í einingum (í íslenskum kr. á lánasamningi) og því lægra sem gengi SP5 var við lántöku, því fleiri einingar skuldar viðkomandi. Þessu mætti líkja við sjóð sbr. fjölda hluta í sjóði.
Eitt þekktasta dæmi um gervigjaldmiðill er SDR (Special Drawing Rights/Sérstök dráttarréttindi) sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) kom á fót árið 1969, stundum nefnt pappírsgull. SDR er ímynduð myntkarfa, samsett úr helstu heimsgjaldmiðlum og er eingöngu notuð við reikningsskil innan AGS.
Hér á landi hefur þetta fyrirbæri aftur á móti verið notað til að veita neytendum lán til bifreiðakaupa! Íslensku lánsfjárhæðinni er umbreytt í SP5 einingar og er skuld lántakandans bundin við gengi þessa gervigjaldmiðils. Í ódagsettri tilkynningu (sett inn í lok okt. 09.) á vef SP Fjármögnunar er reynt að láta menn halda að lán í SP5 einingum jafngildi láni í þeim erlendu gjaldmiðlum sem SP5 myntin er búin til úr. Það er einfaldlega rangt og því skal einnig haldið til haga að það kemur lántakendum ekkert við hvernig lánafyrirtæki fjármagnar sig heldur aðeins hverskonar lán þeir fá frá fyrirtækinu.
Dómur sá er féll í héraðsdómi í máli nr. E-4501/ 2009, 3. desember sl. SP Fjármögnun í vil snéri að láni í JPY og CHF (50/50) þar sem íslensk lánsfjárhæð og afborganir eru beintengd við gengi þeirra erlendu gjaldmiðla. Það lánafyrirkomulag er ekki myntkarfa eða gervigjaldmiðill eins og SP5. Lánasamsetningin JPY/CHF er aftur á móti kölluð BL2 myntkarfa á lánasamningum sem SP gefur út en í raun er um að ræða tvö aðskilin lán. Ekkert skráð gengi er til fyrir BL2 og hreyfingalistar yfir afborganir og greiðsluseðlar fyrir þessa lánasamsetningu eru í gjaldmiðlunum JPY og CHF en fyrir SP5 lánin eru hreyfingalistar og gíróseðlar í SP5. Það er aftur á móti einkennilegt að lán sem er ekki myntkarfa en heitir BL2 myntkarfa á lánasamningi skuli vera dæmt lögmætt fyrir rétti!
Við eigum væntanlega eftir að sjá dómsmál þar sem reynir á hvort lögmætt sé að binda skuldbindingar í íslenskum krónum við reikningseiningar eða gervigjaldmiðil sem hvergi er skráður með kaup-og sölugengi nema á heimasíðu lánveitandans.Útlánafyrirkomulagið er reyndar svo galið að hvorki Neytendastofa né dómstólar eiga að þurfa að eyða tíma í þessa vitleysu. Það þarf engan lögfræðing til að sjá að þessi lán standast engin lög um neytendalán auk þess sem hér er um að ræða vörusvik. Lánin voru markaðssett hjá bílaumboðum landsins sem lán í erlendri mynt og á SP5 lánsamningum eru t.d. skráð upphafleg prósentuhlutföll (og ekkert um fjölda mynta í körfu") erlendu gjaldmiðlanna sem SP5 er samsett úr, þ.e. eins og hlutföll þeirra voru á stofndegi myntkörfunnar, 5. maí 2004, en ekki eins og hlutföllin voru þegar lánin voru veitt. Það er álíka og að skrá upphaflegt gildi neysluverðsvísitölu á lánasamninga í íslenskri mynt í stað vísitölu þess mánaðar sem lánið er gefið út í.
Hert á reglum um fjármálafyrirtæki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- Ágúst 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2016
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Nóvember 2014
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- September 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
Bloggvinir
- aslaugas
- agny
- annaeinars
- danna
- agustkara
- bookiceland
- contact
- einarborgari
- rlingr
- sagamli
- helga-eldsto-art-cafe
- bofs
- sade
- gusg
- noldrarinn
- hafthorb
- hhbe
- hlf
- diva73
- snjolfur
- ingaghall
- ingolfursigurdsson
- kreppan
- jaj
- islandsfengur
- nonniblogg
- nyja-testamentid
- thjodarskutan
- kristinnp
- loncexter
- marinogn
- sighar
- sigurduringi
- sushanta
- viggojorgens
- vilhjalmurarnason
- thorsteinnhelgi
- valli57
- tbs
Af mbl.is
Erlent
- Rússneskt herskip gripið við njósnir við Bretland
- Könnun: Bandaríkjamenn vilja vísa milljónum brott
- Réðst á hóp leikskólabarna þar sem tveir létust
- Trump segir Rússa mega búast við frekari aðgerðum
- Hvað er Trump búinn að gera?
- ESB bannar notkun á BPA í umbúðum um matvæli
- Níu handteknir vegna brunans á skíðahótelinu
- Trump myndi hugnast kaup Musks á TikTok
- Hafa til klukkan 17 til að senda starfsmenn í leyfi
- Heita því að tryggja þjóðaröryggi sitt
Athugasemdir
Sæl Þórdís,
Sumt sem þú segir hér veldur mér vonbrigðum sérstaklega varðandi vegna BL2 myntkörfulánsins. Vegna þess sem þú segir í færslu þinni að ofan langar mig að minnast á eftirfarandi, þar sem ég er með svona samning við SP: Mér er sagt að bílasamningur teljist neytendalán. Höfuðstóll bílasamningsins er í íslenskum krónum. Samningurinn er sagður 100% gengistryggður. Upphæð leigu er tilgreind í íslenskum krónum. Greiðsluáætlun uppgefin í íslenskum krónum telst til fylgiskjala samningsins. Hvergi í lánaskjölum koma fram erlendar upphæðir samningsins, hvorki hvað höfuðstól varðar, eða afborganir. Þær á bara að reikna út samkvæmt útskýringu SP! Á greiðsluseðlum er afborguninni kemur fram sundurliðun greiðslu í íslenskum krónum með tilvísun í grunngengi téðra mynta! Hvergi eru tilgreindar upphæðir í myntum þeim sem samningurinn er sagður byggja á! Þær á bara að reikna út samkvæmt útskýringu SP! Þú segir að um tvö aðskilin lán sé að ræða. Hvernig færðu það út? Ég hef engin gögn um að um slíkt sé að ræða í mínu tilfelli og segi því að þessi fullyrðing sé röng hjá þér. SP sendi mér skjal vegna umsóknar minnar um greiðslujöfnun þar sem ég á að samþykkja eftirfarandi skilmálabreytingu: "5. liður Greiðslujöfnun hefur ekki áhrif á myntsamsetningu samningsins. Samningurinn er eftir sem áður í erlendri mynt. (Sjá næstu síðu)" Á næstu síðu er staða samningsins í erlendu myntunum gefin upp í fyrsta og eina sinn á pappírum útgefnum af SP. S.s. sem hluti af skilmálabreytingu! Af hverju þarf þessi liður að vera tilgreindur ef lánið er í erlendri mynt??? Af hverju þarf að tilgreina að samningurinn sé gengistryggður ef hann er í erlendri mynt???? Er hann það ekki sjálfkrafa? Málið er í raun það að SP hefur ekki heimildir til gjaldeyrisviðskipta skv starfsleyfi sínu og getur ekki tekið við greiðslum í erlendri mynt frá viðskiptavinum sínum, því sú athöfn að skipta erlendum gjaldmiðli í innlendan er gjaldeyrisviðskipti og SP má ekki stunda þau!
Mín rök eru einnig þau að ég tel að ég hafi samið um leigu (kaup á þjónustu) á fyrirfram ákveðnu verði sem er upgefin leiga á lánssamningi. Tilskipun Evrópuráðsins 93/13/EBE frá 5. apríl 1993 tekur til óréttmætra samningsskilnmála. Þar er viðauki þar sem taldir eru upp liðir sem teljast óréttmætir samningsskilmálar. Listinn er ekki tæmandi. Þar segi í l-lið um óréttmæta samningsskilnmála: "að gera ráð fyrir að vöruverð sé ákveðið við afhendingu eða heimila seljanda vöru eða veitanda þjónustu að hækka verðið án þess, í báðum tilvikum, að veita neytandanum tilsvarandi rétt til að ógilda samning ef endanlegt verð er of hátt miðað við umsammið verð við gerð samnings." Ef að að ég get ekki sagt samningnum upp út af óeðlilegri hækkun leigunnar, meira en 100% hækkun, tel ég að brotið sé á þessari grein tilskipunarinnar.
Ég sendi SP bréf um mín mál þ. 3. desember sl. sem enn hefur ekki verið svarað þrátt fyrir ítrekun þar að lútandi og loforð Forstöðumanns innheimtusviðs fyrirtækisins.
Nóg að sinni og gangi þér vel í baráttunni. :-)
Erlingur (IP-tala skráð) 4.2.2010 kl. 19:44
Sæll Erlingur, var fyrst að sjá þetta svar núna, ertu með email sem ég get sent þér á?
thordisb@hive.is
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 13.2.2010 kl. 14:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.