Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Fjölmiðillinn BILD biður börn afsökunar á fréttaflutningi sínum um Covid

Bild
Stærsti dagblað 
Þýskalands BILD biður þýsk börn fyrirgefningar á fréttaflutningi sínum um Covid síðustu 18 mánuði. 

Eftir að hafa þolað Covid-19 faraldurinn í rúmlega 18 mánuði virðist ástandið í Evrópu og sérstaklega Þýskalandi versna. Nú þegar Evrópa berst við fjórðu bylgju sýkinga sem stafar af Delta afbrigðinu, mótmæltu um 200 þúsund manns í París og öðrum frönskum borgum á laugardag heilsupassa" sem þurfa mun til að komast inn á marga opinbera staði ef yfirvofandi lagasetning þess efnis gengur eftir.

Frakkar eru ekki þeir einu sem mótmæla, líka Þjóðverjar og Ítalir.

Í ljósi slakrar stefnu þýsku stjórnarinnar á veirunni og áframhaldandi óróa sem stigmagnast nú í mörgum borgum Evrópu, sendi þýska blaðið BILD frá sér afsökunarbeiðni fyrir að hafa skaðað samfélagið með umfjöllun sinni um faraldur Covid-19 undanfarna 18 mánuði.

Í 5 mínútna yfirlýsinu sagði Julian Reichelt, aðalritstjóri BILD:

Milljónir barna í þessu landi sem við öll berum ábyrgð á sem samfélag, við þau vil ég segja það sem sambandsstjórn okkar og kanslari hafa ekki þorað að segja hingað til: Við biðjumst fyrirgefningar. Við biðjum ykkur fyrirgefningar á að í eitt og hálft ár af pólitík, hefur ykkur verið fórnað."

Til fórnarlamba ofbeldis, vanrækslu, einangrunar og einmanaleika. Allt til þessa dags hafa stjórnmálin og fjölmiðlar sagt frá því, eins og eitur, og veitt þér þá tilfinningu að þú sért lífshættulegur samfélagi okkar. Þú ert það ekki, ekki láta sannfæra þig um það. Við verðum að vernda þig, ekki þú okkur."

Julian Reichelt, aðalritstjóri BILD.

Við könnumst við þetta; þú getur drepið ömmu og afa ef þú heldur þér ekki fjarri og núna ... ef þú ferð ekki í bólusetningu og úðar á þig spritti og klæðist grímu. Viltu hafa líf þeirra á samviskunni þú hættulegi smitberandi krakki!

p.s. ekki hægt að útiloka að fjölmiðillinn geri þetta í ljósi þess að mörg dómsmál virðast yfirvofandi.


Hvernig geta mRNA bóluefnin valdið ófrjósemi í konum?

placentaKonur eru sjaldnast bólusettar gegn Covid snemma á meðgöngu nema helst ef þær vita ekki sjálfar af þunguninni.

Hér á landi segir landlæknir að óhætt sé að bólusetja ófrískar konur eftir fyrstu 12 vikurnar. Engar rannsóknir voru gerðar á barnshafandi konum áður en lyfin fengu neyðarleyfi/skilyrt samþykki. Pfizer var prófað á rottum sbr. þennan íslenska viðauka. Engin áhrif sem tengdust bóluefninu komu fram á frjósemi kvendýra, meðgöngu eða þroska fósturvísis, fósturs eða afkvæmis. Engar upplýsingar liggja fyrir um Comirnaty (Pifzer) hvað varðar flutning bóluefnisins yfir fylgju eða útskilnað í mjólk. 6." Sjá bls. 10 í viðaukanum.

Hér á landi var nú samt ákveðið að gefa mjólkandi mæðrum efnin og bólusetja konur á síðari stigum meðgöngu. Sjá dæmi neðar. (Meira um þennan viðauka síðar sem fannst óvart við leit af innihaldsefnum lyfjanna. Slóðin liggur á Lyfjastofnun Evrópu og sýnir svart á hvítu að rannsókn er í gangi til ársins 2023 og þá beri að skila inn gögnum, sjá bls. 19.)

Broddprótín eru nauðsynleg til framleiðslu á fylgju

Mike Yeadon vísindamaður starfaði í um 20 ár hjá Pfizer og gengdi þar sömuleiðis yfirmannsstöðu. Hann varaði við Covid bólusetningu hrausts fólks, barna og barnshafandi kvenna og útskýrir að mRNA bóluefnin/líftæknilyfin geti blokkað prótín sem nauðsynlegt er fyrir framleiðslu á fylgju.

Dr. Yeadon fullyrðir að ef bóluefnið virkar þannig að það myndi ónæmissvörun gegn syncytin-1, verði líkamanum falið að ráðast á syncytin-1 sem fræðilega gæti leitt til ófrjósemi hjá konum í ótilgreindan tíma. Broddprótín eins og þessi innihalda syncytia-homologous prótein sem eru nauðsynleg við myndun fylgju hjá spendýrum og því mannfólki.

Yeadon fullyrðir einnig að mRNA bóluefnin frá BioNTech/Pfizer innihaldi pólýetýlen glýkal (POG) og um 70% manna þróa mótefni gegn þessu efni sem þýðir að margir geti fengið ofnæmi, og hugsanlega banvæn viðbrögð við bólusetningunni.

Þessar fullyrðingar Yeadons er að finna í fjölda greina, meðal annars þessari samantekt þar sem fakt-tékkarar" fá einnig athygli.

Bendi einnig á þessa samantekt sem unnin er upp úr gögnum læknatímaritsins New England Journal of Medicine þar sem fram kemur við nánari skoðun gagnanna að rúmlega 80% kvenna misstu fóstur ef þeim voru gefin bóluefnin á fyrri hluta meðgöngu.

 mjólkandi

Pólís pulsa og mótmælin á fimmtudag við heilbrigðisráðuneytið

pólíspulsaÞessi löggumaður fær alveg sér blogg.

Fréttamaður rúv er að spyrja hann hvað honum fyndist nú erfiðast þessa dagana.

„Ja það er bara hérna að horfa upp á fólk að vera að þessum mótmælum svona þar sem að megnið þjóðarinnar er hlynnt þessu, en það er svona einn og einn sem telur sig ekki þurfa, hefur aðrar skoðanir og við þurfum náttúrlega að taka þá úr umferð og passa upp á almannafrið“

Og fréttmaður RÚV svarar: „EINMITT“.

Hér er viðtalið sem heitir Taka fólk með aðrar skoðanir úr umferð.

Tjáningin er nú samt ekki alveg þannig að maður skjálfi af hræðslu, ekki beint ógnvekjandi maður. Viðtalið við Kára Stefánsson bóluefnsala var meira „krípí."
 
En annars er boðað til friðsamlegra mótmæla við heilbrigðisráðuneytið í hádeginu fimmtudaginn 5.ágúst. Held að rétta lagið sé fundið til að spila og síðan verða nokkrar stuttar ræður, en engin læti og allir með réttar skoðanir.

Kemur hann nokkuð og tekur okkur?

p.s. eru ekki farnar að renna tvær grímur á fólk sem hélt að þetta snérist um heilbrigði okkar? Taka úr umferð skoðanir. Einmitt.

covididcard


Óvinnufær eftir AstraZeneca - ,,líður eins og mér hafi verið byrlað eitur“

fríðaFríða Sif Magnúsdóttir er 42 ára og býr á Englandi með manni sínum og börnum. Hún fór aðallega í bólusetningu til að geta ferðast á milli Íslands og Englands. Hún eignaðist nýlega barnabarn á Íslandi sem hún vill geta heimsótt án þess að þurfa að fara í sóttkví

Hér kemur hennar frásögn:

Ég fór í fyrri AstraZeneca sprautuna í lok apríl og varð svakalega veik daginn eftir, fékk háan hita, skjálfta og gat ekki hreyft handlegginn sem var stunginn. Í fjóra daga á eftir var ég með heilaþoku og mjög slöpp. Síðan var ég góð fram að næstu sprautu sem ég og maðurinn minn fórum saman í 4. júlí. Þá var ég slöpp daginn eftir sem ég svo sem bjóst alveg við, fékk aftur heilaþoku, kulda-og hitaköst en ekkert sem ég átti ekki von á. Svona var ég í sex daga eða til 10.júlí."

Mánudaginn 19. júlí vaknaði ég með mikinn svima, heilaþoku, hausverk á ennisstað sem hefur staðið yfir samfleytt í 10 daga og mikið ljósóþol. Ég tengdi þetta ekki við sprautuna þar sem það voru liðnar tvær og hálf vika frá bólusetningu og hélt því að ég væri bara með slæma vöðvabólgu sem var svo ekki."

Eftir tveggja daga svefnleysi sökum svima þar sem ég hrökk reglulega upp úr svefni ákvað ég að „gúggla" þessi einkenni í tengslum við covid bóluefnin og fann fjölda frásagna fólks út um allan heim, konur og karlar sem höfðu öll fengið mismunandi bóluefni en voru að upplifa samskonar einkenni, sumir í viku en aðrir í marga mánuði. Hjá sumum virðast einkennin koma og fara og því ekki auðvelt að segja til um hvort eða hvenær mér muni batna. Ég hafði samband við heilsugæslulækni hér úti tvisvar (hér eru læknar helst ekki að hitta sjúklinga sökum Covid) og hann sagði að þetta lýsti sér eins og eftirköst Covid bólusetninga. Ég virðist því ekki vera eini sjúklingurinn sem hann hafði heyrt af með þessi einkenni."

Læknirinn setti mig á lyfið Prochlorperazine fyrir svimanum sem virkar lítið en ég næ allaveganna að sofa. Eins er ég að gera Brandt-Daroff æfingar. Þegar mesti sviminn kemur yfir mig þá þarf að styðja við mig og hjálpa mér að komast á milli herbergja. Ég treysti mér ekki ein út, hvað þá til að keyra bíl. Er sem sagt algjörlega úti".

Önnur einkenni eru stingir í höndum, fótum og höfði, verkur í kringum eyrun og bólgnir eitlar á kjálkasvæðinu. Eins er ég nánast stanslaust með suð fyrir eyrum og verð fljótt móð. Áður var ég alltaf á fullu og stálhraust. Mér líður satt að segja eins og mér hafi verið byrlað eitur."

Mér finnst ekki auðvelt að tjá mig um veikindin þar sem menningin virðist vera þannig að ekki megi segja neitt sem lætur covid bóluefnin líta illa og hef ég séð fólk tekið af lífi" á hinum ýmsu miðlum fyrir að tjá sig, spyrja gagnrýnna spurninga eða koma með önnur sjónamið."

Ég ákvað að fara í bólusetningu þar sem ég eignaðist mitt fyrsta barnabarn í febrúar sl. sem er búsett á Íslandi og vegna faraldursins virðist ekki vera hægt að ferðast neitt án þess að vera bólusettur þ.e.a.s. án þess að fara í langa sóttkví sem var ekki möguleiki fyrir mig þar sem ég á þrjú önnur börn sem öll voru í skóla og eiginmann sem er í vinnu."

Ég hafði mínar efasemdir um bóluefnið þar sem ég er einungis 42 ára og fullhraust en þar sem heilu samfélögin eru lokuð að einhverju leyti þeim sem eru óbólusettir var mikill samfélagslegur þrýstingur á að fara í sprauturnar. Núna er ég óvinnufær og ófær um að framkvæma daglegar athafnir með góðu móti, get lítið sinnt börnunum mínum og er eiginlega bara hálf gagnslaus. Ég er greind með vefjagigt en hef ekki fundið fyrir henni í mörg ár og lét allt heilbrigðisstarfsfólk vita fyrir báðar sprauturnar að ég væri með þessa greiningu. En það virtist engu máli skipta. Ef mér verður boðin þriðja sprautan, mun ég aldrei taka hana.


Svona var sagan hennar Fríðu.

Margrét Ósk Guðbergsdóttir sagði svipaða sögu, hún náði ekki að segja lækninum frá öllum einkennum sínum áður en hann greip fram í fyrir henni og sagði...já og svima og ógleði?" Hér er hennar frásögn.

Læknar virðast því hafa heyrt um öll þessi einkenni, því er þögnin um þessar furðulegu aukaverkanir út um allan heim, mjög undarleg. Eru þetta ekki örugglega sömu bóluefnin og okkur var sagt að myndu kannski leiða til smá flensueinkenna? Ég hef talað við marga og oftast svipaðar lýsingar; svimi, ógleði, mæði, hausverkur, hita-og kuldaköst o.fl. sem vara í lengri tíma. Sem sagt ekki bara einhver flensueinkenni! Ekki má gleyma röskun á tíðarhring kvenna sem hlýtur að teljast stórfurðuleg aukaverkun eftir bólusetningu.

Hér eru fleiri sögur eftir bólusetningar:

Engar blæðingar fjórum mánuðum eftir Pfizer"

„Læknar vilja ekki gefa mér seinni sprautuna."


„Er eins og níræð kona eftir AstraZeneca."


„Fárveikur eftir Janssen og fékk Covid."

Stanslaust taugastríð eftir AstraZeneca."

Ef ég sé eftir einhveru í þessu lífi..."

„Var sjaldan veik en nú fæ ég allar pestir"

„Magga Stína: „bóluefnið er árás á hormónakerfið"

 





2442 tilkynntar aukaverkanir - 24 í hópnum 12-17 ára

lyfjastofnunnyttLyfjastofnun hefur nú borist 2442 tilkynningar um grunaðar aukaverkanir tengdum C19 bóluefnunum, þar af 151 alvarleg en alvarleg aukaverkun telst skv. stofnuninni vera andlát, lífshættulegt ástand, innlögn á sjúkrahús o.fl.

Lyfjastofnun hafa borist fjórar tilkynningar um hjartavöðvabólgu í kjölfar bólusetningar gegn COVID-19. Ekki kemur fram í hvaða aldursflokki það er en í eldri frétt kemur fram að tvær hafi verið í aldurshópnum 12-17 ára. Gollurhúsabólga er önnur aukaverkun sem tengist þessum lyfjum en þær upplýsingar fylgdu ekki með svarinu þó þessar tvær aukaverkanir séu nátengdar.

Lyfjastofnun hafa borist 24 tilkynningar vegna gruns um aukaverkun hjá einstaklingum á aldrinum 12-17 ára í kjölfar bólusetningar gegn COVID-19. Allar tilkynningarnar nema tvær varða Pfizer. Ein tilkynning varðaði AstraZeneca og ein tilkynning varðaði bóluefnið Janssen. Fimm tilkynninganna eru alvarlegar; tvær þeirra vörðuðu sjúkrahúsvist og þrjár tilkynningar voru metnar sem klínískt mikilvægar.
Öllum einstaklingum er batnað eða eru á batavegi nema einum."

Sem sagt, fimm alvarleg tilfelli hjá börnum 12-17 ára sem er hópur sem ekki er í hættu vegna Covid, tölfræðilega séð og einn hefur ekki náð bata. Sagt er að allir séu á batavegi nema einn. Það sem ég hef lesið um hjarta-og gollurhúsabólgu er að skaðinn sé varanlegur, þó þú jafnir" þig. Þetta segir t.d. kanadíski læknirinn Charles Hoffe.

Ekkert barn eða ungmenni hér á landi hefur þurft að leggjast inn á spítala vegna Covid. En fimm alvarleg tilfelli hafa verið tilkynnt vegna bólusetninga í þessum aldurshóp. Er áhættan ennþá minni en ávinningurinn? Nei, ekki miðað við þessar upplýsingar. Þess vegna á að stöðva þessar bólusetningar á unga fólkinu nú þegar! Þegar lyf eru á skilyrtu leyfi eins og þessi bóluefni eru öll, þá þarf að sýna fram á að ávinningurinn sé meiri en áhættan, annars skal hætta notkun lyfsins. Ath. að frekar lítið hlutfall 12-15 ára hafa fengið bóluefnin og því eru 24 tilfelli og fimm allvarleg, töluvert.

Frekari bólusetningum barna og ungmenna verður mótmælt 5.ágúst nk.

p.s. nýjustu fréttir frá forstjóra Pfizer, ónæmið gegn Covid byrjar að dvína 6 mánuðum eftir sprauturnar, en þriðji skammturinn er á leiðinni. Skyldi hann vita að bara bólusettir einstaklingar liggi inni á spítala hér á Íslandi með Covid?


Barna­smit­sjúk­dóma­læknir: Börn virðast ekki smitast í móður­kviði

valtýr

„Kamilla sagði ófrísk­ar kon­ur vera að leit­ast við því að verja bæði sig og ófædd börn­in sín við smiti. Ef kona smit­ast seint á meðgöngu sé hætt við því að barnið smit­ist líka." Hvers vegna var landlækir ekki látinn svara þessum spurningum?
Hún veit betur ekki satt? Hvaða fimm tilvik hafa annars verið tilkynnt Lyfjastofnum um vandamál tengd meðgöngu eftir bólusetningar?
 

Þessi frétt er frá því mars 2020, eru nýjar rannsóknir sem segja annað eða er Kamilla að lesa upp úr handritinu frá WHO?

Valtýr Stefánsson Thors, barnasmitsjúkdómalæknir á Barnaspítala Hringsins, segir að svo virðist sem að börn smitist ekki af kórónuveirunni þegar þau eru í móðurkviði.

Valtýr var einn þeirra sem sat fyrir svörum á upplýsingafundi í samhæfingarstöð almannavarna klukkan 14. Var hann spurður um barnshafandi konur og veiruna.

Hann sagði að búið sé að kalla eftir gögnum varðandi þetta. Barnshafandi konur flokkist að mörgu leyti í áhættuhóp, til dæmis ef um inflúensu er að ræða.

Hann sagði að engin dæmi séu um að barnshafandi konur hafi orðið alvarlega veikar vegna veirunnar. Nokkur dæmi hafi verið um að barnshafandi konur í Kína hafi greinst veikar, fætt barn og hafi barnið reynst ósmitað. „Það virðist því sem að barnið smitist ekki í móðurkviði,“ sagði Valtýr." (Valtýr er á myndinni).


mbl.is Ófrískar konur haldi sínu striki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fleiri frásagnir eftir sprauturnar

Sjálf var Re­bekka á blæðing­um í 53 daga í kjöl­far bólu­setn­ing­ar. Hún byrjaði á blæðing­um dag­inn eft­ir bólu­setn­ing­una og sam­hliða því fékk hún mikla verki í móður­lífið, brjósta­spennu og þreytu. Þrátt fyr­ir að blæðing­arn­ar hafi stöðvast fyr­ir um þrem­ur dög­um glím­ir hún enn við mikla túr­verki og þreytu."

„Ég hef svo sem ekki áhyggj­ur af þessu til lengri tíma, það er langlík­leg­ast að tíðahring­ur­inn jafni sig hjá flest­um kon­um þegar lengra líður á,“ seg­ir hann (kvensjúkdómalæknirinn)."

Hann er að giska, veit ekkert um hvað hann er að tala enda eru þetta lyf sem eru á rannsóknarstigi og þessar aukaverkanir voru ekki nefndar þegar almenningur byrjaði að fá lyfin. Aðeins var talað um flensueinkenni og þess háttar.

Hér koma hlekkir á fleiri frásagnir kvenna og eins karlmanns eftir þessar lyfjagjafir. Allar birtar með leyfi.

Engar blæðingar fjórum mánuðum eftir Pfizer"

„Læknar vilja ekki gefa mér seinni sprautuna."


„Er eins og níræð kona eftir AstraZeneca."


„Fárveikur eftir Janssen og fékk Covid."

Stanslaust taugastríð eftir AstraZeneca."

Ef ég sé eftir einhveru í þessu lífi..."

„Var sjaldan veik en nú fæ ég allar pestir"

„Magga Stína: „bóluefnið er árás á hormónakerfið"

 

 


mbl.is Á blæðingum í 53 daga í kjölfar bólusetningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjúklingurinn er sem sagt nýbólusettur á aldrinum 12 - 59 ára?

ivermectinskop„Ein­stak­ling­ur­inn sem ligg­ur á gjör­gæslu er und­ir sex­tugu, með und­ir­liggj­andi áhættuþætti og hef­ur verið í aðhlynn­ingu á Covid-19-göngu­deild Land­spít­al­ans. Þetta staðfest­ir Run­ólf­ur Páls­son, yf­ir­lækn­ir á smit­sjúk­dóma­deild spít­al­ans. 
Sjúk­ling­ur­inn telst óbólu­sett­ur en Run­ólf­ur bend­ir á að ein­stak­ling­ar sem voru bólu­sett­ir fyr­ir viku telj­ist einnig óbólu­sett­ir enda séu áhrif bólu­setn­ing­ar­inn­ar ekki kom­in fram fyrr en að tveim­ur til þrem­ur vik­um liðnum." (mbl.is)

Þannig að hann er nýbólusettur, les maður á milli línanna, á aldrinum 12 - 59 ára með undirliggjandi sjúkdóma? Ath. búið er að bólusetja 12-15 ára með undirliggjandi sjúkdóma. Síðasti bólusetningardagur í Höllinni var 14. júlí þannig að það hljóta að vera a.m.k. tvær vikur síðan nema þetta hafi verið sérstök ósk um bólusetningu fyrir þá sem alls ekki gátu beðið.

Uppfært: hér er orðrétt svar frá Runólfi:
„Þetta byggir á upplýsingum sem við fengum um að þessi einstaklingur hafi einungis fengið fyrri skammt bóluefnis af tveimur fyrir einni viku síðan. Það tekur 2 vikur að fá fullnægjandi svörun við bóluefninu. Einstaklingar eru taldir fullbólusettir þegar a.m.k. 2 vikur eru liðnar frá gjöf seinni skammtsins af tveimur. Þetta er sem sé flokkað svona þó að gjöf bóluefnis sé auðvitað bólusetning. Það má auðvitað deila um þetta orðaval."

Samt er verið að boða ófrískar konur í þessar sprautur á morgun, margar hverjar sem eiga stutt eftir af meðgöngunni. Er áhættan þess virði í ljósi þess sem nú er að koma fram í helstu fjölmiðlum (lengi búið að vera í umræðunni annars staðar) í sambandi við þann mikla vanda sem konur stríða nú við með blæðingar sínar. Þær hafa stofnað hóp þar sem þær tala margar hverjar í örvæntingu um þessar breytingar og önnur veikindi eftir sprauturnar, þar á meðal blæðingar á meðgöngu!

Ef þetta er rétt mat hjá mér (sem það er eftir uppfærsluna) þá eru allir þeir átta sem nú liggja inni fullbólusettir (nema einn sem er nýlega bólusettur/hálfbólusettur).  Meiriháttar gott bóluefni/líftæknilyf sem var verið að prófa á Íslendingum eða þannig! Enda segir í samningi ESB við Pfizer að hættan á því að framleiðsla bóluefnis mislukkist sé mjög mikil. Þeir vissu þetta og hafa þurft að setja þetta skriflega í samning (og rukka fyrirfram) svo þeim yrði ekki stefnt.

Enginn læknir, vísindamaður eða sérfræðingur hefur svarað þessari grein sem unnin er upp úr gögnum læknatímaritsins NEJM (New England Journal of Medicine), þrátt fyrir margar fyrirspurnir, bara pass! Enda vita þeir ekkert hvað var verið að selja þeimm ekki frekar enn menn vissu hvað þeir voru að kaupa með Decode bréfunum hér áður. Trúðu bara bisnesskallinum Kára sem sagði þessi lyf koma í veg fyrir SMIT í 90% tilfella. 

Myndin sem fylgir var í Mogganum í gær. Ég hefði líka skrifað infertility drug á sprautuna. Til að vekja enn meiri úlfúð.

p.s. hér er grein eftir Guðrúnu Bergmann sem fjallar um innihaldið í þessum lyfjum, Grafen Oxíð (sbr. myndina í Mogga).


mbl.is Óbólusettur í áhættuhópi á gjörgæslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Börn sem tilraunadýr og mótmæli við heilbrigðisráðuneytið!

börnÞessi grein birtist í Mogganum í dag (smella á mynd til að sjá betur.)  Skilst að greininni hafi verið hafnað af öðrum fjölmiðli með þeirri athugasemd að heimildir væru ekki nógu góðar. Auður er sagnfræðingur og ætli hún kunni nú ekki að finna áreiðanlegar heimildir ólíkt blaðamönnum þessa dagana sem apa allt eftir pólitíkusum. Þetta er nefnilega pólitísk veira. Skoðið reglurnar og ástandið t.d. í Texas!

Það hefur líka verið stofnaður viðburður fyrir mótmæli gegn bólusetningu barna og ungmenna, 5. ágúst nk. Hingað og ekki lengra með þessi skaðlegu efni!

Hópurinn er nýstofnaður og fleiri stjórnendur og upplýsingar koma þar inn bráðlega. Auður vísar í frásagnir mínar um skaða þessara lyfja í greininni og læt ég þær því fylgja með hér.

„Læknar vilja ekki gefa mér seinni sprautuna."

„Er eins og níræð kona eftir AstraZeneca."

„Fárveikur eftir Janssen og fékk Covid."

Stanslaust taugastríð eftir AstraZeneca."

Ef ég sé eftir einhveru í þessu lífi..."

„Var sjaldan veik en nú fæ ég allar pestir"

„Magga Stína: „bóluefnið er árás á hormónakerfið"

Engar blæðingar í fjóra mánuði eftir Pfizer"

 


Samningur ESB við Pfizer - líkurnar á misheppnuðu bóluefni mjög miklar!

samingur1Þetta er síða úr samningi ESB ríkjanna við Pfizer, blaðsíða #54. Samningurinn er APA (Advance Purchase Agreement eða fyrirfram greiddur kaupsamningur).

 

3.mgr.  
Samningsaðilar skilja að þróun öruggra og virkra bóluefna er afar flókin framkvæmd og líkurnar á að hún misheppnist eru mjög miklar. Þess vegna verða gerðir fyrirframgreiddir kaupsamningar við nokkra leiðandi bóluefnaframleiðendur, til að hámarka líkurnar á að fá a.m.k eitt öruggt bóluefni."

Þessi samningur er gerður 2020, undirritaður 20. nóvember 2020, bls. #28.
Bóluefnin eru enn öll á rannsóknarstigi og á neyðarleyfi/skilyrtu markaðsleyfi, rannsóknum á að ljúka 2023. Þetta er sem sagt rannsóknin sem Íslendingar meðal annars voru að taka þátt í, hjálpa til við að finna út hvort eitthvað af þessum bóluefnum myndu virka. Og þeir voru látnir gera betur, prófa sambland tveggja efna sem aldrei var rannsakað. Og enn betur, ófrískar konur voru látnar taka lyfin og þeir sem höfðu þegar sýkst af Covid og því komnir með ónæmi. Og heilbrigðisyfirvöld og Íslensk Erfðagreining vilja sprauta þessu í krakkana.

Í nóvember 2020 segir Kári Stefánsson eftir stuttar rannsóknir fyrirtækjanna, í Morgunblaðinu:

„Vel í stakk búnir til að búa til þetta nammi“

„Ég spáði því að við mynd­um fá bólu­efni fyr­ir lok árs," seg­ir Kári. „Þetta bólu­efni (Pfizer) hef­ur alltaf þótt feiki­lega lof­andi," seg­ir Kári um fregn­ir af bólu­efni sem fram­leitt er af lyfja­fyr­ir­tæk­inu Pfizer og líf­tæknifyr­ir­tæk­inu Bi­oNTech. Hef­ur bólu­efnið í 90% til­vika komið í veg fyr­ir Covid-19-smit í þriðja fasa lyfjaþró­un­ar­inn­ar. „Það þykir feiki­lega góður ár­ang­ur, betri en ár­ang­ur­inn af flest­um in­flú­ensu­bólu­efn­um. Því er þetta af­skap­lega góð niðurstaða,“ seg­ir Kári. 

Í samningnum er talað um mjög áhættusamt verk, líkurnar á að þróunin mistakist eru mjög miklar en Kári er mættur í nóvember með falskar fréttir, segir hvað þetta er feikilega lofandi bóluefni og hafi komið í veg fyrir smit í 90% tilfella. Ath. hann segir smit
, ekki veikindi eins og verið er að tala um núna.

Ekkert af þessum fyrirtækjum rannsakaði hvort lyfin kæmu í veg fyrir smit, aðeins hvort þau drægju mögulega úr veikindum.   

Jóhanna Jakobsdóttir líftölfræðingur segir í febrúar 2021:
„Enn á eftir að svara mörgum spurningum um virkni þeirra bóluefna fyrir COVID-19 sem þegar eru komin á markað. Vitað er að þau veita vörn gegn alvarlegum veikindum en svör vantar til dæmis enn við því hvort að bólusettur geti enn borið smit í aðra og hversu góða vörn þau veita gegn nýjum afbrigðum veirunnar."

Jóhanna segir að það sé vitað að þau komi í veg fyrir alvarleg veikindi. Það á eftir að koma í ljós, a.m.k. kom fram í fréttum í gærkvöldi að hlutfall bólusettra sem væru að smitast(veikjast?) væri mun hærra en hjá hinum. Sjá skjáskot neðar (ekki viss hvernig þeir reikna þetta, því bólusettir eru langtum fleiri, hef þann fyrirvara á).

Í ljósi þeirra frétta sem við fáum nú af þessum misheppnuðu bóluefnum er spurning hvort Kári vilji enn leita að þeim óbólusettu (meðal annars þeim sem sáu í gegnum Decode svindl #2), reyna að sannfæra þá til að taka inn þessi misheppnuðu efni með tilheyrandi aukaverkunum/veikindum og jafnvel loka þá inni á „öruggum stað." Sjá nánar.

samningur2
%

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband