Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2021
27.2.2021 | 10:13
Hvað þýða nýju sóttvarnarlögin?
Frumvarp heilbrigðisráðherra um breytingar á sóttvarnalögum var samþykkt 04.02.2021 með fjörutíu og sjö samhljóða atkvæðum.
Veist þú hvaða breytingar voru að eiga sér stað?
Svandís heilbrigðisráðherra sagði að "Verið sé að tryggja betur réttindi borgara og skýra með afgerandi hætti þau hugtök og ráðstafanir sem verið er að beita."
Sjá: https://www.visir.is/g/20212069648d/breytingar-a-sottvarnalogum-samthykktar
Hvað er átt við þegar hún segir að "verið sé að tryggja betur réttindi borgara"?
Hér eru nokkur brot úr þessum lögum um skyldubólusetningar og aðrar ný lögleiddar aðgerðir:
- Afkvíun: Takmarkanir á för milli byggðarlaga, landshluta eða til eða frá landinu. Afkvíun tekur almennt til svæða eða er beint að stórum hópi fólks.
- Inngrip: Götun eða skurður í húð eða ísetning áhalds eða framandi efnis í líkamann eða rannsókn á líkamsholi. Með inngripi er ekki átt við læknisrannsókn á eyra, nefi og munni, hitamælingu með eyrna-, munn- eða hörundshitamæli, eða hitamyndatöku, heilbrigðisskoðun, hlustun, ytri þreifingu, sjónuspeglun, töku þvag-, saur- eða munnvatnssýnis utan frá, mælingu blóðþrýstings utan frá eða hjartalínurit.
- Ónæmisaðgerð: Skipulögð aðgerð sem örvar ónæmiskerfið til að halda smitsjúkdómi í skefjum í samfélaginu, svo sem með bólusetningu eða gjöf mótefna.
- Sótthreinsun: Heilbrigðisráðstafanir til að óvirkja eða drepa flestar örverur, hvort sem það er gert með efnafræðilegum eða eðlisfræðilegum aðferðum. Það á við um húð, yfirborð flata eða í eða á farangri, farmi, gámum, farartækjum, vörum og póstbögglum.
Athugið að "inngrip" og "ónæmisaðgerð" (bólusetning) er ekki það sama. Hvað er þá "inngrip" nákvæmlega?
Hér eru nokkur brot úr því hverning þessum nýju lögum verður framfylgt:
Sóttvarnalæknir getur leitað aðstoðar lögreglu við að framfylgja ákvörðunum sem teknar eru samkvæmt þessari lagagrein, eftir atvikum með líkamlegri valdbeitingu beri nauðsyn til.
Stjórnvaldsákvörðun um aðgerðir samkvæmt þessari lagagrein er kæranleg til ráðherra feli hún ekki í sér sviptingu frelsis. Kæra frestar ekki framkvæmd ákvörðunar.
Þá má að kröfu sóknaraðila skylda varnaraðila til að afhenda vegabréf sitt meðan á frelsissviptingu stendur ef hætta þykir á að hann muni reyna að yfirgefa landið.
Hér má sjá breytingarnar í heild sinni á vef alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/0865.html
Hér má sjá lögin frá 1997: https://www.althingi.is/lagas/nuna/1997019.html
Eftir að hafa lesið yfir þessi gögn:
1) Hefur þú heyrt einhverja alvöru umræðu í fjölmiðlum um þessi atriði hér að ofan?
2) Finnst þér eðiliegt að þingmenn hafi samþykkt þessi lög með fjörutíu og sjö samhljóða atkvæðum?
3) Finnst þér þessi lög hafa verið samþykkt á þeim grundvelli sem þau voru kynnt af Svandísi í fjölmiðlum "til að tryggja betur réttindi borgara"?
4) Ert þú ánægð/ur með þessa lagasetningu?
5) Eru þessi lög brot á ákvæðum stjórnarskrárinnar og/eða mannréttindasáttmálans?
,,Mikilvægt er að fram komi að heimildir sóttvarnalaga til skerðingar á réttindum, samkvæmt ákvæðum stjórnarskrárinnar og mannréttindasáttmálans...(sjá meira)" sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra m.a. þegar hún mælti fyrir frumvarpinu á Alþingi.
Sjá: https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2021/02/08/Breyting-a-sottvarnalogum-samthykkt-a-Althingi/
6) Er Ísland ennþá lýðræðisríki eftir þessa lagasetningu?
Og eru þetta ekki annars lög til langframa?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.2.2021 | 18:27
Er þessum batnað?
,,Lyfjastofnun hefur fengið 175 tilkynningar um mögulegar aukaverkanir vegna Pfizer bóluefnisins. Af þeim eru 159 minniháttar. Tilkynningar vegna Moderna eru alls 128 talsins, þar af 3 alvarlegar. Vegna Astra-Zeneca hafa borist 74 tilkynningar um mögulegar aukaverkanir, þar af tvær alvarlegar. Samkvæmt upplýsingum frá Lyfjastofnun vörðuðu þessar alvarlegu tilkynningarnar fyrir Astra-Zeneca sjúkrahúsinnlögn og þar af var um að ræða bráðaofnæmiseinkenni í öðru tilvikinu." Er þessum sem fékk Astra í fyrradag batnað? sjá mynd í vinstra horni. Þetta hljómar nú ekki eins og bráðaofnæmiskast.
Ekki kemur fram hverjar alvarlegu aukaverkanirnar eru vegna Moderna sem eru þrjár. Moderna fengu slökkviliðsmenn, lögreglan og sjúkraflutningamenn. Samkvæmt mínum heimildum er þessum einstaklingum alls ekki batnað!
Fékk einnig fréttir í dag af manneskju sem starfar við heimahjúkrun. Hún vildi ekki bólusetningu en henni var nánast stillt upp við vegg. Sprauta eða atvinnumissir! Hún fékk AstraZeneca og varð fárveik.
Finnst ykkkur að þetta boð (sjá neðar) hljómi eins og val? Og á sama tíma er vitað til þess að tengdamóður landlæknis hafi verið kippt út úr bólusetningarferlinu á hjúkrunarheimili (nei, nei ekkert á grafarbakkanum!) Ef árið væri 2008, gæti sú frétt verið einhvernveginn svona: ,,Tengdamóðir bankastjóra selur í Sjóði 9 rétt fyrir hrun." Aðrir eldri borgarar voru aftur á móti hvattir til að færa sparnað sinn inn í sjóðinn sem átti að vera algjörlega frábær fjárfesting! Lekinn um að tengdó hafi selt í Sjóði 9 er í rannsókn, þ.e.a.s. hverjir kjöftuðu frá.
Ath! Alvarleg aukaverkun er skilgreind sem: aukaverkun eða óæskileg áhrif lyfs sem leiðir til dauða, lífshættulegs ástands, sjúkrahúsvistar eða lengingar á sjúkrahúsvist, veldur fötlun eða fæðingargalla eða er metið sem læknisfræðilega mikilvægt atvik.
Tíu andlát af 21 tilkynningu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 27.2.2021 kl. 11:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.2.2021 | 19:53
Villandi upplýsingar frá Lyfjastofnun Íslands varðandi COVID-19 bóluefni
Tek að mér að birta þessa grein eftir ungan mann sem hefur lagt mikla vinnu í verkið:
Niðurstöður:
ATH! Alvarleg aukaverkun er skilgreind sem: aukaverkun eða óæskileg áhrif lyfs sem leiðir til dauða, lífshættulegs ástands, sjúkrahúsvistar eða lengingar á sjúkrahúsvist, veldur fötlun eða fæðingargalla eða er metið sem læknisfræðilega mikilvægt atvik.
ATH! Líkur á því að fá COVID-19 á Íslandi eru 1.6% og líkur á því að lifa heimsfaraldurinn af Íslandi án bólusetningar eru 99.52-99.99%.
- (18-55 ára) Þú ert, samkvæmt Pfizer, með svipaðar líkur á að fá alvarlegar aukaverkanir vegna COVID-19 bóluefnis en að deyja úr veirunni eftir staðfest smit.
- (18-55 ára) Þú ert, samkvæmt Pfizer, rúmlega 50 sinnum líklegri til að fá alvarlegar aukaverkanir vegna COVID-19 bóluefnis en að deyja úr veirunni.
- (55 ára og eldri) Þú ert, samkvæmt Pfizer, tæplega 2 sinnum líklegri til að fá alvarlegar aukaverkanir vegna COVID-19 bóluefnis en að deyja úr veirunni eftir staðfest smit.
- (55 ára og eldri) Þú ert, samkvæmt Pfizer, rúmlega 100 sinnum líklegri til að fá alvarlegar aukaverkanir vegna COVID-19 bóluefnis en að deyja úr veirunni.
- Þú ert, samkvæmt Moderna, rúmlega 2 sinnum líklegri til að fá alvarlegar aukaverkanir vegna COVID-19 bóluefnis en að deyja úr veirunni eftir staðfest smit.
- Þú ert, samkvæmt Moderna, tæplega 127 sinnum líklegri til að fá alvarlegar aukaverkanir vegna COVID-19 bóluefnis en að deyja úr veirunni sjáfri.
- Þú ert tæplega 5 sinnum líklegri til að deyja úr veirunni eftir staðfest smit en að fá alvarlegar aukaverkanir á Íslandi vegna COVID-19 bóluefnis.
- Þú ert rúmlega 13 sinnum líklegri til að fá alvarlegar aukaverkanir á Íslandi vegna COVID-19 bóluefnis en að deyja úr veirunni.
- Þú ert rúmlega 9 sinnum líklegri til að deyja úr veirunni eftir staðfest smit en að vera tilkynnt dauðsfall á Íslandi vegna COVID-19 bóluefnis.
- Þú ert tæplega 7 sinnum líklegri til vera tilkynnt dauðsfall á Íslandi vegna COVID-19 bóluefnis en að deyja úr veirunni sjáfri.
Öll greinin:
Sæll,
Eins og ég lofaði um daginn, sendi ég þér eftirfarandi samanburð á ávinning á móti áhættu við notkun COVID-19 bóluefna á Íslandi.
ATH! Allar upplýsingar sem ég vitna til í þessum pósti eru frá bóluefnaframleiðendunum, íslenskum yfirvöldum eða stofnunum og Lyfjastofnun Íslands eða Bandaríkjanna.
Inngangur:
Fyrsti hlutinn (merktur 1) var skrifaður og sendur vinum að morgni 29. desember 2020 þegar fyrstu Íslendingarnir voru bólusettir.(1*) Síðan þá hafa borist 344 tilkynningar vegna gruns um aukaverkanir (miðað við tölfræði 22.02.2021) í kjölfar bólusetningar gegn COVID-19, þar af 18 "alvarlegar aukaverkanir" þ.m.t. a.m.k. 9 dauðsföll.(2*)(3*) Í dag fóru 90 ára og eldri i seinni bólusetningu. Samkvæmt Pfizer er fólk 55 ára og eldri tæplega 8 sinnum líklegri til að fá hita við seinni bólusetningu en fyrri, 1.4% í fyrstu umferð og 10.9% í seinni.(5*) Hiti og minnisháttar veikindi geta leitt til dauða hjá þessum viðkvæma aldurshóp.
- (1*) Sjá: https://www.ruv.is/frett/2020/12/29/thorleifur-fekk-fyrstu-bolusetninguna-a-hjukrunarheimili
- (2*) Sjá: https://www.lyfjastofnun.is/lyf/covid-19/aukaverkanatilkynningar-vegna-covid-19/#
- (3*) Sjá: @00:01:56 (síðasta frétt um aukaverkanir, 16 á þeim tíma): https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/frettir-kl-12-20/25243/8r34iu/aukaverkanir-eftir-bolusetningar
- (4*) Sjá: https://www.ruv.is/frett/2021/02/23/heilsugaeslan-bodar-90-ara-og-eldri-i-bolusetningu-i-dag/
- (5*) Sjá bls 21: https://www.fda.gov/media/144413/download
- (Skrifað 29.12.20):
Hér eru upplýsingar, annars vegar frá Lyfjastofnun og hins vegar frá lyfjastofnun USA, (e.FDA) úr klíniskum prófum hjá Pfizer.
Frá Lyfjastofnun:
"Hver er áhættan af notkun Comirnaty (Pfizer):
Algengustu aukaverkanir Comirnaty sem fram komu í meginrannsókninni voru venjulega vægar eða miðlungsmiklar og gengu til baka fáum dögum eftir bólusetningu. Þeirra á meðal voru verkur og bólga á stungustað, þreyta, höfuðverkur, vöðvaverkir, liðverkir, kuldahrollur og hiti. Þessara aukaverkana varð vart hjá fleirum en 1 af hverjum 10 manns. Roða á stungustað og ógleði varð vart hjá færri en 1 af hverjum 10 manns. Stækkaðir eitlar, vanlíðan, verkur í útlim, svefnleysi og kláði á stungustað reyndust sjaldgæfar aukaverkanir (komu fyrir hjá færri en 1 af hverjum 100 manns). Skammvinn lömun í annarri hlið andlitsins kom mjög sjaldan fram (færri en 1 af hverjum 1.000 manns).
Ofnæmisviðbrögð hafa komið fram hjá einstaklingum sem fengið hafa Comirnaty. Mjög fá tilvik alvarlegra ofnæmisviðbragða hafa verið tilkynnt eftir að bóluefnið fór í almenna notkun á heimsvísu. Því ætti að gefa Comirnaty undir nánu eftirliti þar sem aðgangur að viðeigandi læknisaðstoð er til staðar.
- Sjá: "Hver er áhættan af notkun Comirnaty": https://www.lyfjastofnun.is/lyf/covid-19/comirnaty-biontech-pfizer/
Upplýsingar frá FDA til samanburðar við Lyfjastofnun Íslands:
Samkvæmt upplýsingum frá Pfizer, þá þýðir "hjá fleirum en 1 af hverjum 10" eins og Lyfjastofnun orðar það, 10 af hverjum 10.(1*) Þrátt fyrir þetta villandi orðalag sem þeir nota á síðunni sinni, kemur þetta skýrt fram í fylgiskjalinu "Leiðbeiningar fyrir heilbrigðisstarfsfólk (Samantekt á eiginleikum lyfs / SmPC)".: Algengustu aukaverkanirnar hjá þátttakendum 16 ára og eldri voru verkur á stungustað (> 80%), þreyta (> 60%), höfuðverkur (> 50%), vöðvaverkir og kuldahrollur (> 30%), liðverkir (> 20%), hiti og bólga á stungustað (> 10%).(2*)
- (1*) Sjá bls 19-22: https://www.fda.gov/media/144413/download
- (2*) Sjá bls 5: https://www.serlyfjaskra.is/FileRepos/706630ce-1462-eb11-8103-005056a1b61b/Comirnaty_SmPC.pdf
Sjaldgæfar aukaverkanir sem bent er á hjá Lyfjastofnun flokkast ekki sem alvarlegar aukaverkanir (e.Serious Adverse Events), heldur "ekki alvarlegar aukaverkanir" (e.Non-Serious Adverse Events).
- Sjá bls 23: https://www.fda.gov/media/144413/download
Lyfjastofnun minnist hvergi á alvarlegar aukaverkanir hjá sér. Komist er hjá því með að nota eftirfarandi orðalag: "Mjög fá tilvik alvarlegra ofnæmisviðbragða hafa verið tilkynnt eftir að bóluefnið fór í almenna notkun á heimsvísu."
Alvarleg aukaverkun er skilgreind sem: aukaverkun eða óæskileg áhrif lyfs sem leiðir til dauða, lífshættulegs ástands, sjúkrahúsvistar eða lengingar á sjúkrahúsvist, veldur fötlun eða fæðingargalla eða er metið sem læknisfræðilega mikilvægt atvik. Þessar upplýsingar eru ekki í að finna í "Hver er áhættan af notkun Comirnaty" hjá Lyfjastofnun.
Raunveruleikinn er sá að alvarlegar aukaverkanir áttu sér stað hjá 0.4% af þeim sem eru á aldrinum 18-55 og 0.8% af 55 ára og eldri hjá Pfizer (1*) og 1% allra hjá Moderna (2*) í klíniskum prófum.
- (1*) Sjá bls 23: https://www.fda.gov/media/144413/download
- (2*) Sjá bls 15: https://www.fda.gov/media/144637/download
Þetta eru alvarlegar aukaverkanir (e.Serious Adverse Events) samkvæmt FDA í USA (tekið af síðu FDA):
Serious adverse events are defined as:
Death
A life-threatening adverse event
Inpatient hospitalization or prolongation of existing hospitalization
A persistent or significant incapacity or substantial disruption of the ability to conduct normal life functions
A congenital anomaly/birth defect
An important medical event that based on appropriate medical judgement may jeopardize the individual and may require medical or surgical intervention to prevent one of the outcomes listed above
- Sjá bls 23-24: https://www.fda.gov/media/144413/download
(Skrifað 21-23.02.21):
Í dag 23. febrúar hefur Lyfjastofnun ekki uppfært upplýsingarnar um "Hver er áhættan af notkun Comirnaty", þrátt fyrir tilkynningar um 18 "alvarlegar aukaverkanir", þar af a.m.k. 9 dauðsföll.
Af þessum 18 er ekki en vitað hvers eðlis 2 þeirra eru (1*), þar sem Lyfjastofnun gerir ekki greinarmun á dauðsföllum og öðrum "alvarlegur aukaverkunum".(2*)
- (1*) Sjá: @00:01:56 (síðasta frétt um aukaverkanir): https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/frettir-kl-12-20/25243/8r34iu/aukaverkanir-eftir-bolusetningar
- (2*) Sjá: https://www.lyfjastofnun.is/lyf/covid-19/aukaverkanatilkynningar-vegna-covid-19/#
Hvernig metum við ávinning COVID-19 bóluefna?
Upplýsingar um ávinning bólusetningar frá Lyfjastofnun:
Hvaða ávinning hefur COVID-19 Vaccine Pfizer(1*)/Moderna(2*)/AstraZenecca(3*) sýnt fram á í rannsóknum?
Bóluefnið reyndist fækka tilfellum COVID-19 með einkennum um 95% samanborið við lyfleysu. (1*)
Bóluefnið reyndist fækka tilfellum COVID-19 með einkennum um 94,1% samanborið við lyfleysu. (2*)
Fjöldi tilfella COVID-19 með einkennum var 59,5% minni hjá þeim sem fengu bóluefnið (3*)
Getur COVID-19 Vaccine Pfizer(1*)/Moderna(2*)/AstraZenecca(3*) minnkað dreifingu veirunnar milli einstaklinga? (Sama svar er fyrir öll þrjú bóluefnin.)
Áhrif bólusetningar með COVID-19 Vaccine Pfizer(1*)/Moderna(2*)/AstraZenecca(3*) á útbreiðslu SARS-CoV-2 í samfélaginu er ekki enn þekkt. Ekki er vitað í hveru miklum mæli bólusettir einstaklingar kunni að halda áfram að dreifa veirunni.
Hversu lengi virkar vörn bóluefnisins? (Sama svar er fyrir öll þrjú bóluefnin, mismunandi 1 til 2 ár eftir framleiðanda.)
Það er ekki enn vitað hversu lengi vörnin af notkun COVID-19 Vaccine Pfizer(1*)/Moderna(2*)/AstraZenecca(3*) varir. Fylgst verður með þeim sem bólusettir voru í rannsókninni í (eitt til tvö ár) til að safna frekari upplýsingum um endingu varnarinnar.
- (1*) Sjá: https://www.lyfjastofnun.is/lyf/covid-19/comirnaty-biontech-pfizer-2/
- (2*) Sjá: https://www.lyfjastofnun.is/lyf/covid-19/covid-19-vaccine-moderna-moderna/
- (3*) Sjá: https://www.lyfjastofnun.is/lyf/covid-19/covid-19-vaccine-astrazeneca/
Ef stuðst er við þessi svör Lyfjastofnunar þá má áætla að 59,5 til 95% fólks sem fær COVID hætti að sýna einkenni eftir bólusetningu og verði fyrir vikið einkennalausir smitberar. Það getur varla talist ávinningur að fólk hætti að sýna einkenni þegar það getur mögulega smitað frá sér. Hvað þá þegar það er í forgangi í að bólusetja heilbrigðisstarfsfólk, starfsfólk á öldrunarheimilum og elstu sjúklinga landsins sem eru inni á þeim sömu stofnunum. Maður getur varla ímyndað sér þann skaða sem það getur valdið.
Ef það er einhver raunverulegur, haldbær ávinningur í svörum Lyfjastofnunar, þá vil ég endilega að þú bendir mér á hann. Ef engan ávinning er þar að finna, þá má fullyrða að einu haldbæru áhrif þessara bóluefna, að svo stöddu, séu skaðleg samkvæmt Lyfjastofnun.
Hver er áhættan við COVID-19 af bólusetningu á barnshafandi konum?
Frá Pfizer:
PFIZER AND BIONTECH COMMENCE GLOBAL CLINICAL TRIAL TO EVALUATE COVID-19 VACCINE IN PREGNANT WOMEN 18.02.2021:
We are proud to start this study in pregnant women and continue to gather the evidence on safety and efficacy to potentially support the use of the vaccine by important subpopulations, said William Gruber M.D., Senior Vice President of Vaccine Clinical Research and Development, Pfizer.
Tilraunir á barnshafandi konum voru semsagt að hefjast 18. febrúar.
- Sjá: https://www.pfizer.com/news/press-release/press-release-detail/pfizer-and-biontech-commence-global-clinical-trial-evaluate
FACT SHEET FOR HEALTHCARE PROVIDERS ADMINISTERING VACCINE (VACCINATION PROVIDERS):
Available data on Pfizer-BioNTech COVID-19 Vaccine administered to pregnant women are insufficient to inform vaccine-associated risks in pregnancy.
- Sjá bls 25: https://www.fda.gov/media/144413/download
Frá CDC (Bandrískaríkisstofunin Center For Desease Control):
Use of Pfizer-BioNTech COVID-19 Vaccine: Clinical Considerations
Pregnant women who experience fever following vaccination should be counseled to take acetaminophen as fever has been associated with adverse pregnancy outcomes
Líkur á því að fá hiti (18-55 ára) í fyrstu umferð eru 3.7% og 15.8% í seinni. Semsagt 3.7% líkur í fyrri umferð og 15.8% í seinni að barnshafandi konur gætu fengið hita, sem gæti leitt til fæðingargalla.
- (1*) Sjá: https://www.cdc.gov/vaccines/acip/meetings/downloads/slides-2020-12/slides-12-12/COVID-03-Mbaeyi.pdf
- (2*) Sjá bls 19: https://www.fda.gov/media/144413/download
Frá Embætti landlæknis og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra:
Barnshafandi konur eru ekki sérstakur forgangshópur þegar verið er að bólusetja gegn COVID-19 en ekki er lagst gegn bólusetningu þungaðra kvenna sem þess óska. Sérstaklega gildir þetta um þær konur sem eru með áhættuþætti fyrir meðgöngu, eða sinna störfum þar sem mælt er með forgangsbólusetningu s.s. í heilbrigðisþjónustu.
Ekki er bent á neina áhættu. Höfum til hliðsjónar að oft er mælt með fæðingarrofi þegar um mögulega fæðingargalla er að ræða.
- Sjá: https://www.covid.is/bolusetningar
Hvernig metum við áhættu COVID-19 bóluefna?
Reiknum út frá tölulegum upplýsingum framleiðanda (1*)(2*) miðað við markmið bólusetningar(3*), út frá fjölda Íslendinga.(4*)
Forsendur:
Hlutfall avarlegra aukaverkana í klíniskum prófum Pfizer (meðaltal á 0.4% og 0.8% (0.6%) er notað sem meðaltal): 0.6%
Hlutfall avarlegra aukaverkana í klíniskum prófum Moderna: 1%
Markmið bólusetningar: 60-80%
Íbúarfjöldi Íslands: 366.700
Væntanlegar alvarlegar aukaverkanir ef þessi 60-80% væru öll bólusett með:
1. Moderna:
Miðað við 60%: 366.700 x 0.6 x 0.01 = 2200
Miðað við 80%: 366.700 x 0.8 x 0.01 = 2933
Samtals = 2200 til 2933 væntanlegar alvarlegar aukaverkanir
2. Pfizer:
Miðað við 60%: 366.700 x 0.6 x 0.006 = 1320
Miðað við 80%: 366.700 x 0.8 x 0.006 = 1760
Samtals = 1320 til 1760 væntanlegar alvarlegar aukaverkanir
Niðurstaða: Reikna má með að fjöldi avarlegra aukaverkana á Íslandi verði a.m.k. 1320 samkvæmt bóluefnaframleiðendum.
- (1*) Sjá bls 23: https://www.fda.gov/media/144413/download
- (2*) Sjá bls 15: https://www.fda.gov/media/144637/download
- (3*) Sjá: https://www.covid.is/bolusetningar
- (4*) Sjá: https://is.wikipedia.org/wiki/Íbúar_á_Íslandi
Reiknum út frá tölulegum upplýsingum bólusetningar hér á landi fram að deginum í dag og markmið bólusetningar:
Forsendur (22.02.2021):
Fjöldi tilkynninga um alvarlegar aukaverkanir : 18 (1*)
Bólusetning hafin: 6702 (2*)
Fullbólusettir: 10530 (2*)
Samtals bólusettir, að fullu og að hluta: 17323 (2*)
Hlutfall tilfella avarlegra aukaverkana: 0.1039% (1*)(2*)
Markmið bólusetningar: 60-80%
Miðað við 60%: 366.700 x 0.6 x 0.001039 = 228
Miðað við 80%: 366.700 x 0.8 x 0.001039 = 305
Samtals = 228 til 305 væntanlegar alvarlegar aukaverkanir
Niðurstaða: Reikna má með að fjöldi avarlegra aukaverkana á Íslandi verði a.m.k. 228 ef markmiði bólusetningar er náð. Til hliðsjónar: Af þeim sem greinst hafa með COVID-19 á Íslandi eru 29 látin
- (1*) Sjá: https://www.lyfjastofnun.is/lyf/covid-19/aukaverkanatilkynningar-vegna-covid-19/#
- (2*) Sjá: https://www.covid.is/tolulegar-upplysingar-boluefni
Hvort er meiri áhætta af COVID-19 bóluefnum eða af veirunni ?
Reiknum út frá ofangreindum upplýsingum og upplýsingum um COVID-19 smit (1*) og dauðsföll (1*) á Íslandi:
Forsendur (22.02.2021):
Staðfest COVID smit: 6.049 (1*)
Af þeim sem greinst hafa með COVID-19 á Íslandi eru 29 látin (ekki er haldið fram að þessir 29 hafa látist af völdum COVID-19, einungis að þau hafi greinst og látist á einhverjum punkti eftir greiningu): 29 (1*)
Fjöldi tilkynninga um alvarlegar aukaverkanir á Íslandi: 18
Fjöldi tilkynninga um dauðsföll vegna bólusetningar á Íslandi: 9
Hlutfall tilfella avarlegra aukaverkana á Íslandi: 0.1039%
Hlutfall avarlegra aukaverkana í klíniskum prófum Pfizer (meðaltal á 0.4% og 0.8% (0.6%) er notað sem meðaltal): 0.6%
Hlutfall avarlegra aukaverkana í klíniskum prófum Moderna: 1%
Íbúarfjöldi Íslands: 366.700
- Líkur á því að fá COVID-19: 6.049/366.700 = 0.01649 = 1.6%
- Líkur á því að deyja úr COVID-19: 29/366.700 = 0.000079 = 0.008%
- Líkur á því að þú sem Íslendingur lifir þennan heimsfaraldur af 100-0.008 = 99.99%
- Líkur á því að deyja úr COVID-19 eftir staðfest smit: 29/6.049 = 0.004794 = 0.48%
- Líkur á því á að lifa af COVID-19 staðfest smit: 100-0.4794 = 99.52%
- Líkur á alvarlegum aukaverkunum við bólusetningu á Íslandi: 18/17323 = 0.001039 = 0.104%
- Líkur á að deyja í framhaldi af bólusetningu á Íslandi: 9/17323 = 0.0005195 = 0.052%
- Líkur á alvarlegum aukaverkunum hjá Pfizer (16-55 ára) : = 0.4%
- Líkur á alvarlegum aukaverkunum hjá Pfizer (55 ára og eldri) : = 0.8%
- Líkur á alvarlegum aukaverkunum hjá Moderna (allur aldur) : = 1%
- Hvort ert þú líklegri til að deyja úr COVID-19 eða í framhaldi af COVID-19 bólusetningu?: Þú ert tæplega 7 sinnum líklegri til vera tilkynnt dauðsfall vegna COVID-19 bóluefnis en að deyja úr veirunni sjáfri.
Niðurstöður:
ATH! Alvarleg aukaverkun er skilgreind sem: aukaverkun eða óæskileg áhrif lyfs sem leiðir til dauða, lífshættulegs ástands, sjúkrahúsvistar eða lengingar á sjúkrahúsvist, veldur fötlun eða fæðingargalla eða er metið sem læknisfræðilega mikilvægt atvik.
ATH! Líkur á því að fá COVID-19 á Íslandi eru 1.6% og líkur á því að lifa heimsfaraldurinn af Íslandi án bólusetningar eru 99.52-99.99%.
- (18-55 ára) Þú ert, samkvæmt Pfizer, með svipaðar líkur á að fá alvarlegar aukaverkanir vegna COVID-19 bóluefnis en að deyja úr veirunni eftir staðfest smit.
- (18-55 ára) Þú ert, samkvæmt Pfizer, rúmlega 50 sinnum líklegri til að fá alvarlegar aukaverkanir vegna COVID-19 bóluefnis en að deyja úr veirunni.
- (55 ára og eldri) Þú ert, samkvæmt Pfizer, tæplega 2 sinnum líklegri til að fá alvarlegar aukaverkanir vegna COVID-19 bóluefnis en að deyja úr veirunni eftir staðfest smit.
- (55 ára og eldri) Þú ert, samkvæmt Pfizer, rúmlega 100 sinnum líklegri til að fá alvarlegar aukaverkanir vegna COVID-19 bóluefnis en að deyja úr veirunni.
- Þú ert, samkvæmt Moderna, rúmlega 2 sinnum líklegri til að fá alvarlegar aukaverkanir vegna COVID-19 bóluefnis en að deyja úr veirunni eftir staðfest smit.
- Þú ert, samkvæmt Moderna, tæplega 127 sinnum líklegri til að fá alvarlegar aukaverkanir vegna COVID-19 bóluefnis en að deyja úr veirunni sjáfri.
- Þú ert tæplega 5 sinnum líklegri til að deyja úr veirunni eftir staðfest smit en að fá alvarlegar aukaverkanir á Íslandi vegna COVID-19 bóluefnis.
- Þú ert rúmlega 13 sinnum líklegri til að fá alvarlegar aukaverkanir á Íslandi vegna COVID-19 bóluefnis en að deyja úr veirunni.
- Þú ert rúmlega 9 sinnum líklegri til að deyja úr veirunni eftir staðfest smit en að vera tilkynnt dauðsfall á Íslandi vegna COVID-19 bóluefnis.
- Þú ert tæplega 7 sinnum líklegri til vera tilkynnt dauðsfall á Íslandi vegna COVID-19 bóluefnis en að deyja úr veirunni sjáfri.
Hvaða forsendur eru fyrir því að þessi bóluefni eru á markaði hér og eru skilmálar leyfis þeirra uppfylltir?
Um skilyrt markaðsleyfi frá Lyfjastofnun:
Útgáfa markaðleyfa bóluefna í Evrópu:
Skilyrt markaðsleyfi er þannig veitt ef ávinningur af því að lyf eða bóluefni sé aðgengilegt sem fyrst er meiri en áhættan af því að einhver gögn um viðkomandi lyf séu ekki enn tiltæk. "Hins vegar þurfa fyrirliggjandi gögn að sýna svart á hvítu að ávinningur lyfjanna/bóluefnanna sé meiri en áhættan af notkun þeirra." segir m.a. á vef Lyfjastofnunar.
Eftirfylgni og eftirlit með aukaverkunum:
Ólíkir einstaklingar, sumir hverjir með undirliggjandi sjúkdóma og á öðrum lyfjum, munu þá fá bóluefnið. Því er mögulegt að þeir upplifi aukaverkanir sem ekki hafa komið fram í þeim klínísku lyfjarannsóknum sem gerðar voru. Þrátt fyrir að alvarlegar aukaverkanir af völdum bóluefna séu sjaldgæfar er sá möguleiki fyrir hendi engu að síður, og því afar mikilvægt að fylgst sé vel með í upphafi bólusetninga. Það eftirlit haldi síðan áfram meðan bóluefnið er í notkun.
Til þess að upplýsingarnar um aukaverkanir komi fram svo fljótt sem verða má, er mikilvægt að bæði sjúklingar og heilbrigðisstarfsfólk tilkynni hugsanlegar aukaverkanir. Slíkar tilkynningar eru forsenda þess að upplýsingar um sjaldgæfar, óvæntar og alvarlegar aukaverkanir skili sér til þeirra sem fjalla um öryggi lyfja og hægt sé að grípa til viðeigandi ráðstafana sé þörf á slíku. segir m.a. á vef Lyfjastofnunar.
- Sjá: https://www.lyfjastofnun.is/lyf/covid-19/boluefni-gegn-covid-19/
Bloggar | Breytt 26.2.2021 kl. 21:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.2.2021 | 14:53
Appelsínugult þýðir engin grímuskylda í verslunum!
Ég er ekki bundinn af litakóðunarkerfinu í mínum tillögum til ráðherra. Litakóðunarkerfið er sett upp til þess að gefa fólki væntingar um það hvað næstu tilslakanir eða harðari aðgerðir munu innibera. Það er ekki endilega víst að það sé nákvæmlega eins og stendur í litakóðunarkerfinu en þetta er svona til hliðsjónar. (Þórólfur)
Í dag er það appelsínuguli liturinn sem gildir sem þýðir að engin grímuskylda er í verslunum. Vildi bara vekja athygli á þessu þar sem menn eru orðnir pínu ruglaðir í "nýja norminu" (the new abnormal kalla sumir það).Er ekki örugglega eitthvað að marka töfluna? Allar verslanir enn með grímuskyldu. Fór í gær í Kvikk á Ártúnshöfða, starfsfólk bak við plast/plexigler og með grímu. Heyrði ekki orð sem afgreiðsludaman sagði. Og ekki var hægt að styðjast við varalestur.
Litakóðunarkerfið setur Þórólfi engar skorður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.2.2021 | 20:30
Hverjir afþakka þá helst?
,,Mjög fáir hafa afþakkað bólusetningu gegn Covid-19. Í þeim tilvikum sem fólk hefur afþakkað er það helst ef það á ekki heimangengt, er illa fyrirkallað eða veikt, að sögn framkvæmdastjóra hjúkrunar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins."
Mjög fáir sem hafa afþakkað og skilst að það sé algjör undantekning ef það gerist á hjúkrunarheimilum. En það hefur þó gerst. Og eitt tilvik er mjög sérstakt, því að viðkomandi er móðir læknis og einnig tengdamóðir læknis. Er ekki bóluefnið örugglega öruggt fyrir gamla fólkið og verndar það gegn heimsfaraldrinum sem helst dregur til dauða þá gömlu og veiku?
Þetta þótti mikill hátíðardagur, flaggað og bökuð kórónuveirukaka og lögreglan líka með. Sjá nánar.
Mjög fáir hafa afþakkað bólusetningu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 24.2.2021 kl. 16:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
23.2.2021 | 19:57
Þrjár alvarlegar vegna Moderna
,,Alls hafa Lyfjastofnun Íslands borist 352 tilkynningar vegna gruns um aukaverkanir í kjölfar bólusetningar gegn Covid-19."
Auk heilbrigðisstarfsmanna eru aldraðir einstaklingar fremstir í forgangi bólusetningar. Margir þeirra hafa undirliggjandi sjúkdóma. Því má búast við fleiri tilkynningum vegna bólusetningar í þeim hópi, en hins vegar þarf ekki að vera um orsakasamband að ræða milli bólusetningar og tilkynntra tilvika. Slíkt er metið í hverju tilfelli fyrir sig.
Hvað með Moderna sem ekki var gefið eldra fólki? Það var gefið lögreglumönnum, slökkviðiliðs-og sjúkraflutningamönnum. Sem sagt hraustu og ungu fólki.
Hver eru þessi þrjú tilvik? Elli er ekki um kenna þar. Þetta er svar frá Lyfjastofnun sem ég fékk fyrir nokkrum dögum og segir aðeins meira um hvað alvarleg aukaverkun gæti verið:
,,Sæl Þórdís
Takk fyrir erindið. Hér koma svör við spurningum þínum.
Hverjar eru þessar alvarlegu aukaverkanir sem skráðar eru á vefinn ykkar v C19 bólusetninga. Þær eru 18 í dag.
Fyrst ber að nefna að þær tölur sem birtast á vefnum snúa að tilkynningum um grun um aukaverkun og ekki er víst að tilkynningarnar endurspegli raunverulegar aukaverkanir af bóluefnunum en það er metið í hverju tilfelli fyrir sig. Nánar í þeim fyrirvörum sem fram koma á vefnum um notkun tölulegu upplýsinganna sem þar birtast.
Alvarleg aukaverkun er aukaverkun eða óæskileg áhrif lyfs sem leiðir til dauða, lífshættulegs ástands, sjúkrahúsvistar eða lengingar á sjúkrahúsvist, veldur fötlun eða fæðingargalla hjá mönnum. Fyrir þær 18 alvarlegu tilkynningar sem nú hafa borist í kjölfar bólusetningar gegn COVID-19 eru 9 andlát, 9 tilfelli um innlögn á sjúkrahús og þar af vörðuðu 2 lífshættulegt ástand.
Og hvað er dæmi um aukaverkun sem ekki telst alvarleg? Skilst að væg einkenni séu ekki eitthvað sem verið er að tilkynna.
Allar aukaverkanir sem ekki falla innan skilgreiningarinnar í svari við spurningu 1 teljast ekki alvarlegar. Langalgengastar slíkra tilkynninga fyrir bóluefnin til þessa eru flensulík einkenni og óþægindi á stungustað.
Hvers vegna er þetta ekki sundurliðað eins og er t.d hjá VAERS í Bandaríkjunum?
Ekki er unnt að veita sundurliðaðar upplýsingar í rauntíma, þar sem vinnsla aukaverkananna á eftir að fara fram. Vegna ákalls um tölulegar upplýsingar brást Lyfjastofnun þannig við að veita tölulegar upplýsingar í rauntíma, jafnvel þótt ekki væri hægt að sundurliða nákvæmlega tilkynningarnar. Allar tilkynningar vegna gruns um aukaverkun fara í samevrópskan gagnagrunn þar sem greining á þeim fer fram, þ.á.m. mat á hvort líkur séu á orsakasamhengi milli tilviksins sem tilkynnt er og bólusetningarinnar. Út frá þessum upplýsingum er síðan metið hvort nýjar eða óvæntar aukaverkanir hafi komið fram sem gefi tilefni til að grípa til breytinga á ráðleggingum um notkun viðkomandi lyfs. Fyrir fyrsta bóluefnið sem fór í almenna notkun (Comirnaty frá BioNTech/Pfizer) hefur verið gefin út fyrsta mánaðarlega skýrslan um öryggi og í henni voru tilkynningar frá Íslandi líka með í greiningunni. Niðurstaðan skýrslunnar var að öryggi bóluefnisins væri í samræmi við fyrri gögn um öryggi þess og að engar nýjar aukaverkanir hafi komið fram.
Að auki viljum við benda þér á að ítarlega samantekt allra tilkynninga vegna gruns um aukaverkun á Evrópska efnahagssvæðinu má finna hér.
Bestu kveðjur,
352 tilkynningar vegna gruns um aukaverkanir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.2.2021 | 17:58
Ráð frá Indlandi
Ég er ekki með neitt lyktarskyn og ekki neitt bragðskyn, sagði Víðir þegar hann var spurður um ástandið á fundi dagsins.
Nú eru liðnir þrír mánuðir síðan ég smitaðist. Ég mæli ekki með því við neinn að fá þetta. (en fór samt óvarlega sjálfur).
Hér eru ráðleggingar frá Indlandi hvernig hægt er flýta fyrir bata.
En hafa þeir blaðamenn sem á fundinum voru í dag og spurðu m.a. Víði út í þetta, engan áhuga á aukaverkunum vegna C19 bólusetninga? Það varð mun meira um veikindi en menn bjuggust við.
Þær eru í dag 344 og þar af 18 alvarlegar, þar af þrjár vegna Moderna en það lyf var ekki gefið eldra fólki, heldur þeim sem eru í lögreglunni, slökkviliðinu og sjúkraflutningum.
Fékk loks svar frá Lyfjastofnum um verkanirnar, hér er svarið:
,,Sæl Þórdís
Takk fyrir erindið. Hér koma svör við spurningum þínum.
Hverjar eru þessar alvarlegu aukaverkanir sem skráðar eru á vefinn ykkar v C19 bólusetninga? Þær eru 18 í dag.
Fyrst ber að nefna að þær tölur sem birtast á vefnum snúa að tilkynningum um grun um aukaverkun og ekki er víst að tilkynningarnar endurspegli raunverulegar aukaverkanir af bóluefnunum en það er metið í hverju tilfelli fyrir sig. Nánar í þeim fyrirvörum sem fram koma á vefnum um notkun tölulegu upplýsinganna sem þar birtast.
Alvarleg aukaverkun er aukaverkun eða óæskileg áhrif lyfs sem leiðir til dauða, lífshættulegs ástands, sjúkrahúsvistar eða lengingar á sjúkrahúsvist, veldur fötlun eða fæðingargalla hjá mönnum. Fyrir þær 18 alvarlegu tilkynningar sem nú hafa borist í kjölfar bólusetningar gegn COVID-19 eru 9 andlát, 9 tilfelli um innlögn á sjúkrahús og þar af vörðuðu 2 lífshættulegt ástand.
Og hvað er dæmi um aukaverkun sem ekki telst alvarleg? Skilst að væg einkenni séu ekki eitthvað sem verið er að tilkynna.
Allar aukaverkanir sem ekki falla innan skilgreiningarinnar í svari við spurningu 1 teljast ekki alvarlegar. Langalgengastar slíkra tilkynninga fyrir bóluefnin til þessa eru flensulík einkenni og óþægindi á stungustað.
Hvers vegna er þetta ekki sundurliðað eins og er t.d hjá VAERS í Bandaríkjunum?
Ekki er unnt að veita sundurliðaðar upplýsingar í rauntíma, þar sem vinnsla aukaverkananna á eftir að fara fram. Vegna ákalls um tölulegar upplýsingar brást Lyfjastofnun þannig við að veita tölulegar upplýsingar í rauntíma, jafnvel þótt ekki væri hægt að sundurliða nákvæmlega tilkynningarnar. Allar tilkynningar vegna gruns um aukaverkun fara í samevrópskan gagnagrunn þar sem greining á þeim fer fram, þ.á.m. mat á hvort líkur séu á orsakasamhengi milli tilviksins sem tilkynnt er og bólusetningarinnar. Út frá þessum upplýsingum er síðan metið hvort nýjar eða óvæntar aukaverkanir hafi komið fram sem gefi tilefni til að grípa til breytinga á ráðleggingum um notkun viðkomandi lyfs. Fyrir fyrsta bóluefnið sem fór í almenna notkun (Comirnaty frá BioNTech/Pfizer) hefur verið gefin út fyrsta mánaðarlega skýrslan um öryggi og í henni voru tilkynningar frá Íslandi líka með í greiningunni. Niðurstaðan skýrslunnar var að öryggi bóluefnisins væri í samræmi við fyrri gögn um öryggi þess og að engar nýjar aukaverkanir hafi komið fram.
Að auki viljum við benda þér á að ítarlega samantekt allra tilkynninga vegna gruns um aukaverkun á Evrópska efnahagssvæðinu má finna hér.
Bestu kveðjur,
Samskiptadeild / Communications Department
Lyfjastofnun / Icelandic Medicines Agency
Vínlandsleið 14, IS-113 Reykjavík
Ísland / Iceland
Sími / Tel: +354 520 2100
Umhverfisvernd - ekki prenta þennan tölvupóst að óþörfu / Please don't print this e-mail unless you really need to
Ábyrgð þín á tölvupósti / Your e-mail responsibilities: www.lyfjastofnun.is
Fyrirvari: Við svörun erinda er stuðst við samþykkta, opinbera lyfjatexta og önnur rýnd gögn sem gefin eru út af lyfjayfirvöldum á Íslandi og í Evrópu. Starfsfólk Lyfjastofnunar veitir ekki persónulegar ráðleggingar um lyf/lyfjanotkun. Sjá nánar á vef stofnunarinnar.
__________________________________________________________________________
-----Original Message-----
From: Þórdís B. Sigurþórsdóttir <thordisbs@simnet.is>
Sent: föstudagur, 19. febrúar 2021 11:13
To: Lyfjastofnun - IMA <lyfjastofnun@lyfjastofnun.is>
Cc: Samskiptadeild - IMA <IMA-samskiptadeild@lyfjastofnun.is>
Subject: Fwd: fyrirspurn um aukaverkanir bólusetninga - ítrekun
Daginn, hef sent fjórar fyrirspurn um málið, ítreka hér með.
Hverjar eru þessar alvarlegu aukaverkanir sem skráðar eru á vefinn ykkar v C19 bólusetninga. Þær eru 18 í dag. Og hvað er dæmi um aukaverkun sem ekki telst alvarleg? Skilst að væg einkenni séu ekki eitthvað sem verið er að tilkynna. Hvers vegna er þetta ekki sundurliðað eins og er t.d há VAERS í Bandaríkjunum?
með kv.þórdís"
Finnur enn hvorki bragð né lykt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.2.2021 | 15:17
Grímulausi dagurinn handan við hornið!
Fólk er almennt hliðhollt því að nota grímur en auðvitað kemur að því að við hættum skyldunotkun á grímum, sagði Þórólfur.
Hvort það verði á þessu ári eða næsta verði að koma í ljós en Þórólfur kveðst ekki jafn svartsýnn og Anthony Fauci, sóttvarnalæknir Bandaríkjanna, sem býst við því að Bandaríkjamenn noti grímur á næsta ári."
Hávær orðrómur er um að verið að sé að skipuleggja "grímulausan dag" (svona eins og ,,göngum til vinnu" dagur).
Þessi pistill er ritaður í nóvember síðastliðinn, þannig að ef ykkur vantar upplýsingar um hvernig þetta verður á næstu mánuðum (eða a.m.k. hvað stjórnvöld munu reyna að gera, fer eftir því hvað fólk lætur bjóða sér), getið þið alltaf haft samband við höfund greinarinnar. Hann fylgist ágætlega vel með þróun mála í öðrum löndum. En í greininni segir meðal annars:
,,Eða kannski ekki, því bandaríski sóttvarnarlæknirinn Anthony Fauci er ekki sammála. Hann vill að þeir bólusettu gangi áfram með grímur og virði fjarlægðarmörk þar sem smithætta er enn til staðar, því ekki væri vitað hversu öruggt bóluefnið verður."
Og við búum í landi sem varla er nokkuð smit að finna, og framhaldsskólakrakkar enn látnir sitja tímunum saman í skólum með grímur fyrir andlitum, jafnvel í þolprófi í leikfimi! Er ekki í lagi með ykkur? Hversu margir læknar ráðleggja þetta? Og sóttvarnarlæknir var á allt annarri grímuskoðun fyrir einhverjum mánuðum síðan.
Nú er búið að bólusetja gamla fólkið á hjúkrunarheimilum (ekki samt alla, nánar um það síðar), þá hljóta krakkarnir sem eru ekki í áhættu að geta setið grímulausir í kennslustundum. Því meira súrefni, því betra fyrir námið!
Grímulaus hegðun ekki í kortunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.2.2021 | 20:18
Markaðsleyfi eða skilyrt markaðsleyfi?
,,Gera má ráð fyrir að hægt verði að bólusetja tæplega 190.000 einstaklinga hér á landi fyrir lok júní næstkomandi með bóluefnum Pfizer, AstraZeneca og Moderna sem öll eru með markaðsleyfi og komin í notkun hér á landi."
Er ekki um að ræða skilyrt markaðsleyfi? Sjá hér og hér og hér.
Bólusetning langt komin í lok júní | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.2.2021 | 14:58
19 alvarlegar sem þýða hvað?
,,Lyfjastofnun hafa nú borist 274 tilkynningar vegna gruns um aukaverkanir í kjölfar bólusetningar gegn Covid-19. Þar af eru 19 alvarlegar."
Og hverjar eru þessar 19 alvarlegu? Rúna Hauksdóttir sagði fyrir helgi að 9 þeirra væru andlát, en hvað með hinar 10?
Hef heyrt mörg dæmi þess að fólk sé ekki bara slappt heldur veikt með háan hita.
Meiri líkur á slappleika eftir seinni sprautuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Október 2024
- Ágúst 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2016
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Nóvember 2014
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- September 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
Bloggvinir
- aslaugas
- agny
- annaeinars
- danna
- agustkara
- bookiceland
- contact
- einarborgari
- rlingr
- sagamli
- helga-eldsto-art-cafe
- bofs
- sade
- gusg
- noldrarinn
- hafthorb
- hhbe
- hlf
- diva73
- snjolfur
- ingaghall
- ingolfursigurdsson
- kreppan
- jaj
- islandsfengur
- nonniblogg
- nyja-testamentid
- thjodarskutan
- kristinnp
- loncexter
- marinogn
- sighar
- sigurduringi
- sushanta
- viggojorgens
- vilhjalmurarnason
- thorsteinnhelgi
- valli57
- tbs