Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2011

Alls óvíst hvenær greiðslur hefjast....

Þetta er skrítið. „Í fyrsta lagi hefur niðurstaða kosninganna ekki áhrif á útgreiðslur úr þrotabúi Landsbankans. Greiðslur til Breta og Hollendinga muni brátt hefjast og útlit fyrir að heimtur almennt verði betri en í upphafi var talið. Þetta þýði að hugsanlegar greiðslur vegna Icesave, sem fallið geti á ríkissjóð, verði lægri en ella."

Niðurstaðan, Já eða Nei, átti aldrei að hafa áhrif á útgreiðslur úr þrotabúinu, ekki heldur tímasetninguna. Moody´s ætti að vita það.  Síðan var þessi frétt á vísir.is fyrir nokkrum dögum: „ Alls óvíst er hvenær verður nákvæmlega hægt að byrja að greiða út úr þrotabúi Landsbankans." .... „Það verður ekki hægt að byrja að greiða út úr búinu fyrr en búið er að eyða allri réttaróvissu um forgangskröfur.

Þetta er frekar vandræðalegt fyrir matsfyrirtækið sem hafði hótað að lækka matið. 

 


mbl.is Óbreytt mat hjá Moody's
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dómurinn verður hunsaður

Fyrirtækin munu ekki taka tillit til þessa dóms, munu ekki leiðrétta lánin (fengu þó tilmæli frá FME fyrir mörgum mánuðum um að endurreikna fjármögnunarleigusamninga eins og aðra samninga en fóru ekki eftir þeim, hentaði þeim ekki). Þau munu segja að Hæstiréttur eigi eftir að dæma í málinu. Síðan munu þau eflaust gefa í og vörslusvipta á fullu eins og þeir geta áður en Hæstiréttur dæmir.
mbl.is Fagna fjármögnunarleigudómi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Icesave skilyrði fyrir lánum AGS

Man ekki eftir að þetta hafi komið svona beint fram: 

„Við höfum ítrekað krafist þess að Hollendingar beiti sér gegn umsókn
Íslands í Evrópusambandið, neiti þeir að vinna að lausn málsins. Ég mun
ræða lán Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til Íslands við ríkisstjórnina,“
segir Harbers enda sé aðstoð AGS við Ísland skilyrt lausn á Icesave
deilunni."

Hollenskur þingmaður: þvermóðska og heimskuleg ákvörðun | Fréttir | Smugan

„Íslendingar telja greinilega enn að þeim beri ekki skylda til að endurgreiða Hollendingum,“ segir Mark Harbers þingmaður hægri miðjuflokksins VVD í samtali við hollenska blaði Trouw. Hann segir ákvörðunina byggða á þvermóðsku og heimsku. Harbers vill að hollensk stjórnvöld bregðist við af hörku. Má

http://www.smugan.is/frettir/frettir/nr/5668

 

 


mbl.is Hóta að standa í vegi aðildar að ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er vitað hvað fæst fyrir eignir þrotabúsins?

Nei, það er ekki vitað. 32 milljarðar er aðeins mat bankastjórnar (skilanefndar) gamla Landsbankans.

Þetta sagði Bucheit 2009: 

Lee Bucheit, bandarískur sérfræðingur í skuldaskilum, segir ótímabært að ræða skilmála Icesave skuldarinnar fyrr en menn viti hvað fáist fyrir eignir Landsbankans. Ekki sé hægt að fullyrða neitt um viðbrögð Breta og Hollendinga ef Íslendingar hafni samningnum en skynsamt fólk eigi að geta komist að skynsamlegri niðurstöðu.

Bucheit segir, að ef það gangi eftir að eignir Landsbankans nái að dekka allt að 83% skuldarinnar sé þetta viðráðanlegt.  Menn þurfi að fallast á að skuldin verði greidd þegar allar staðreyndir málsins liggi fyrir.  Þannig sé hugsanlegt að loka málinu um tíma þangað til eignir Landsbankans hafa verið gerðar upp og menn viti hvað þeir geti greitt. http://www.mbl.is/frettir/innlent/2009/08/12/skynsamlegt_ad_semja_ad_nyju/

Og er Nýi Landsbankinn greiðslufær?


mbl.is Hvetja félagsmenn til að kjósa já
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dótturfyrirtækin skulda milljarða í virðisaukaskatt!

Bæði SP-fjármögnun og Avant (nú í eigu Landsbbankans) stungu undan milljörðum í virðisaukaskatt. Sjá nánar.

 


mbl.is 27,2 milljarða hagnaður Landsbanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Borgum þeim bara fyrir hærri einkunn!

Guðmundur F. Jónsson skrifar grein í Morgunblaðið 30. mars, bls. 18 þar sem hann segir frá því hvernig hægt er að borga Moody´s og öðrum matsfyrirtækjum fyrir einkunn. „Matsfyrirtækin vinna eftir pöntunum, það er fyrir alla þá sem vilja panta sér einkunn og vilja borga fyrir". Kallað í bankaheiminum „soft money" (mútur). Guðmundur hefur reynslu af þessum fyrirtækjunum.
mbl.is Moody's: Nei sendir ríkið í ruslflokk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband