Leita í fréttum mbl.is

Alls óvíst hvenær greiðslur hefjast....

Þetta er skrítið. „Í fyrsta lagi hefur niðurstaða kosninganna ekki áhrif á útgreiðslur úr þrotabúi Landsbankans. Greiðslur til Breta og Hollendinga muni brátt hefjast og útlit fyrir að heimtur almennt verði betri en í upphafi var talið. Þetta þýði að hugsanlegar greiðslur vegna Icesave, sem fallið geti á ríkissjóð, verði lægri en ella."

Niðurstaðan, Já eða Nei, átti aldrei að hafa áhrif á útgreiðslur úr þrotabúinu, ekki heldur tímasetninguna. Moody´s ætti að vita það.  Síðan var þessi frétt á vísir.is fyrir nokkrum dögum: „ Alls óvíst er hvenær verður nákvæmlega hægt að byrja að greiða út úr þrotabúi Landsbankans." .... „Það verður ekki hægt að byrja að greiða út úr búinu fyrr en búið er að eyða allri réttaróvissu um forgangskröfur.

Þetta er frekar vandræðalegt fyrir matsfyrirtækið sem hafði hótað að lækka matið. 

 


mbl.is Óbreytt mat hjá Moody's
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta matsfyrirtæki er einfaldlega vandræðalegt.

Staðreyndirnar eru þessar eftir NEI við ríkisábyrgð:

TIF á forgangskröfu í þrotabú Landsbankans upp í ca. 670 milljarða sem mun nánast örugglega endurheimtast 100% og ganga upp í greiðslur til Breta og Hollendinga fyrir viðmiðunartryggingunni 20.888 EUR. Þar að auki á TIF um 20 milljarða í sjóði sem Bretar og Hollendingar geta gert kröfu til, en það getur aðeins gerst ef gengisþróun krónunnar verður mjög óhagstæð.

Bretar og Hollendingar eiga næstu forgangskröfu í þrotabúið, fyrir því sem upp á vantar til að kröfur þeirra vegna innstæðna endurheimtist að fullu eða ca. 650 milljarða til viðbótar. Búist er við að upp í þessar kröfur muni endurheimtast rúmir 500 milljarðar eða 80% en það er varfærið mat og heimturnar gætu hæglega orðið meiri eða allt að 100%.

Þar sem allar forgangskröfur renna á endanum til Breta og Hollendinga munu þeir uppskera samtals á bilinu 1170-1319 milljarða eða 89-100% af kröfum sínum eins og þær koma fram í gögnum sem hafa verið birt.

Hvenær þeir fá þessa peninga er í höndum og á ábyrgð skilanefndarinnar eins og við hver önnur gjaldþrotaskipti og hún hefur ítrekað lýst því yfir að ekkert verði greitt út fyrr en ágreiningsmál um kröfuforgang hafi verið útkljáð fyrir dómstólum. Það hefur nú þegar verið gert að talsverðu leyti, en einhverjum slíkum málum er ólokið.

Hvort Bretar og Hollendingar reyna með einhverjum hætti að krefja íslenska ríkið um eitthvað umfram það sem fæst úr þrotabúinu er ekki síður áhættusamt fyrir þá en fyrir okkur. Láti þeir reyna á það fyrir dómstólum er útilokað að þeir haf meira upp úr krafsinu en það sem vantar upp á fullar endurheimtur ef eitthvað er. Miðað við varfærna spá eru það í versta falli 150 milljarðar með heimild til að greiða það í krónum, sem færu þá í skömmtum á uppboðsmarkað við losun gjaldeyrishafta skv. fimm ára áætlun Seðlabankans.

Ef svo ólíklega færi að þetta yrði dæmt í gjaldeyri þá er þetta um 20% af gjaldeyrislánsforða Seðlabankans sem ber samkvæmt nýjustu upplýsingum aðeins 1% raunvexti. Þrátt fyrir að gengið yrði á forðann myndi afgangurinn af honum duga fyrir öðrum óuppgerðum aflandskrónuviðskiptum.

Allar þessar niðurstöður eru miklu betri en að burðast með 3,2% vexti af 670 milljörðum, þar af 26 milljarða í erlendum gjaldeyri sem hefðu gjaldfallið í síðustu viku, og annað eins strax á næsta ári.

Guðmundur Ásgeirsson, 20.4.2011 kl. 22:24

2 Smámynd: Daníel Sigurðsson

Þetta með röð forgangskrafna held ég að sé nú ekki alveg rétt hjá þér Guðmundur. Ef svo kallað Ragnars Hall ákvæði væri virkt þá væri þetta rétt en íslenska samninganefndin náði ekki að koma þessu ákvæði inn í samninginn. Hins vegar mun vera möguleiki á að koma því inn með dómsmáli síðar en það er alveg óskrifað blað.

Þess vegna mun staðan vera þannig að greiðslurnar úr þrotabúinu skiptast jafnt frá byrjun. Þess vegna mun það vera svo að t.d. fyrstu 650 milljarðarnir skiptast jafnt þannig að aðeins helmingurinn, 325 milljarðar, fer uppí lágmarkstryggingarpottinn (20.888 EUR) en hinn hlutinn uppí það sem er umfram. Því skilst mér að þurfi að nást ca. 1300 milljarðar út úr þrotabúinu til að 100 % náist uppí lágmarkstrygginguna (ca. 650.000 EUR).

En takk fyrir annars góðan pistil Guðmundur.

Daníel Sigurðsson, 20.4.2011 kl. 23:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband