Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2011

Lamaðar eftirlitsstofnanir!

„Buchheit sagði í upphafi að vandamálið við bankahrunið væri fyrst og fremst það, að eftirlitsstofnanir stóðu sig ekki nógu vel."

Og það hefur ekkert breyst, versnað ef eitthvað er. Hluti starfsfólks þessara stofnanna virðist vera á launum við að hylma yfir mistök og eigið gáleysi. Má þar nefna FME sem sýnir fjármálastofnunum ekkert aðhald, þau mega t.d. ráða hvernig þau endurútreikna (svindla) ólögmæt lán. Þetta er útkoman. Og síðan er starfsfólk ríkisskattstjóra í miklum vandræðum, það veit að fjármögnunarfyrirtækin stungu unda virðisaukaskatti sem almenningur greiddi þeim. Sjá hér. En ríkisskattstjóri aðhefst ekkert, ekki heldur Skattrannsóknarstjóri. Neytendastofa stakk sömuleiðis málum tengdum ólöglegum lánum undir stól, beið þar til Hæstiréttur felldi sinn dóm og áfrýjunarnefnd neytendamála hangir með sín mál 10 vikum lengur en þeir eiga að gera skv. lögum, nefndin var að bíða eftir lagasetningu Alþingis frá 18. des. sl.

Og hver hefur eftirlit með Lárusi Viggóssyni vörslusviptingarhandrukkara sem þjónustar fjármögnunarfyrirtækin, er það FME? Hvaða starfsleyfi hefur Lárus eða Lalli handrukkari eins og hann er kallaður?

 


mbl.is Ekki auðvelt að komast að niðurstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Nýi Landsbankinn greiðslufær?

NBI (Nýi Landsbankinn) gaf út gengistryggt skuldabréf í skiptum fyrir eignir úr gamla gjaldþrota Landsbankanum. Skuldabréfið sem er ríkistryggt er ca. 1/3 af eignasafni þrotabúsins og eins og flestir vita eiga þessar eignir að ganga upp í Icesave kröfuna. En mun NBI geta borgað skuldina eða var var verið að „dömpa" tapinu á þrotabúið (almenning - bréfið er ríkistryggt) og hirða eignirnar eins og þekkist í kennitöluflakksbransanum?  Lesa meira hér.

p.s. krafan er 670-680 milljarðar í íslenskum krónum miðað við núverandi gengi en ath. að þetta er falskt gengi, aflandsgengi ISK er ca. helmingi lægra og markaðsverð hugsanlega þarna einhversstaðar á milli.


mbl.is 53% af Icesave greiðist í ár og á næsta ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rangar fjárhæðir á skattframtali

Forskráðar fjárhæðir á skattframtölum vegna skulda við SP og önnur eignaleigufyrirtæki eru rangar. Þetta þurfa fyrirtækin að leiðrétta áður en fólk staðfestir framtöl sín. Það hefur ekki verið tekið tillit til dóma Hæstaréttar frá því í júní og sept 2010. Eftir dómana og endurútreikning átti ég inneign hjá SP en á framtali segir að ég skuldi þeim kr. 278.257. Og síðan þarft þú Kjartan og forstjórar annarra eignaleigufyrirtækja að senda fólki sölureikningana sem áttu að fylgja með kaupleigusamningunum og einnig að útskýra hvernig virðisaukaskattinum sem sem þið áttuð að greiða í ríkissjóð var skilað ef reikningarnir voru aldrei gefnir út.  Ef þetta verður ekki gert er ekki hægt að ganga út frá öðru en að skattinum hafi verið stolið sem þýðir einnig að fjárhæðirnar sem forskráðar eru sem skuldir á framtölum fólks samanstandi að hluta til af stolnum virðisaukaskatti, skatti sem fólk var rukkað um (með gengistryggingu) og átti að enda í ríkissjóði en ekki í vasa ykkar.


mbl.is Lán geta lækkað um allt að 63%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband