Leita í fréttum mbl.is

Lamaðar eftirlitsstofnanir!

„Buchheit sagði í upphafi að vandamálið við bankahrunið væri fyrst og fremst það, að eftirlitsstofnanir stóðu sig ekki nógu vel."

Og það hefur ekkert breyst, versnað ef eitthvað er. Hluti starfsfólks þessara stofnanna virðist vera á launum við að hylma yfir mistök og eigið gáleysi. Má þar nefna FME sem sýnir fjármálastofnunum ekkert aðhald, þau mega t.d. ráða hvernig þau endurútreikna (svindla) ólögmæt lán. Þetta er útkoman. Og síðan er starfsfólk ríkisskattstjóra í miklum vandræðum, það veit að fjármögnunarfyrirtækin stungu unda virðisaukaskatti sem almenningur greiddi þeim. Sjá hér. En ríkisskattstjóri aðhefst ekkert, ekki heldur Skattrannsóknarstjóri. Neytendastofa stakk sömuleiðis málum tengdum ólöglegum lánum undir stól, beið þar til Hæstiréttur felldi sinn dóm og áfrýjunarnefnd neytendamála hangir með sín mál 10 vikum lengur en þeir eiga að gera skv. lögum, nefndin var að bíða eftir lagasetningu Alþingis frá 18. des. sl.

Og hver hefur eftirlit með Lárusi Viggóssyni vörslusviptingarhandrukkara sem þjónustar fjármögnunarfyrirtækin, er það FME? Hvaða starfsleyfi hefur Lárus eða Lalli handrukkari eins og hann er kallaður?

 


mbl.is Ekki auðvelt að komast að niðurstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband