Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2010

„Norræna velferðarstjórnin"

Þetta sýnir að Ólína er alveg úti að aka, það er ríkisstjórnin sem laug sig inni á þing með því að þykjast ætla að vera norræn velferðarstjórn og standa vörð um kjósendur, það er ríkisstjórnin sem ætti að spyrja sjálfa sig samviskusamlegra spurninga um heilindi sín, ekki Lilja sem selur sig ekki eins og þið hin, atvinnupólitíkusar o.fl.

 


mbl.is Ögmundur gagnrýnir bréf þingmanns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju!

Til lukku með sigurinn gegn lögbrjótunum! Flott nafn á fyrirtæki: „Nafnið á fyrirtækinu, Nábítar, böðlar og illir andar, er í virðingarskyni við Landsbanka Íslands, sem heitir í dag NBI hf.,"

 


mbl.is Sigur kom nábítum ekki á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

AGS uppskriftin!

Þetta gátu menn vitað, verandi með Alþjóðgjaldeyrissjóðinn í landinu. Svona vill hann sjá  „endurreisnina" ganga fyrir sig! Svona innheimtir hann skuldirnar fyrir sína menn.
mbl.is Þingmenn Hreyfingarinnar gera athugasemd við fjárlögin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða menn gera ráð fyrir því?

„Hann (Lee Buchheit) segir hins vegar að menn geri ráð fyrir því að eignir Landsbankans muni duga til að greiða Icesave-skuldina að mestu eða öllu leyti. Eins og staðan sé nú sé útlit fyrir að eignirnar muni duga upp í alla skuldina. „Enginn getur tryggt það," bætti Buchheit hins vegar við."

Hvaða menn gera ráð fyrir að eignir Landsbankans muni duga til að greiða skuldina (skilanefnd bankans?), og hverjar eru þessar eignir nákvæmlega?

Þetta segir Þórólfur Matthíasson á Pressunni:  „Ég heyrði ekki betur en að Lee Bucheit, formaður samninganefndarinnar, segði að búið myndi borga allan höfuðstólin."

Þetta stemmir ekki við það sem Buchheit segir skv. þessari frétt.

260 milljarða ólöglega gengistryggt skuldabréf helsta eign þrotabúsins? 


mbl.is Erfitt að semja um óljósa upphæð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lögleysan afskrifuð

„Guðjón Rúnarsson framkvæmdastjóri SFF: „Þessar tölur sýna að afskriftir til einstaklinga og heimila nema nú 52 milljörðum króna vegna fasteignaveðlána og bílalána."

Flott að bjóða mannskapnum upp á ólögleg lán og gefa síðan til kynna að það sé verið að létta undir með einstaklingum og heimilum með því að skila hluta af ólöglega gróðanum. Dæmi um þá brenglun sem hefur viðgengist hér á landi síðustu misseri.


mbl.is 27 milljarðar afskrifaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að semja sig frá íslenskum lögum

Hlutverk úrskurðarnefndar lögmanna er m.a. að fjalla um kvörtun á hendur lögmanni vegna háttsemi  hans sem kann að stríða gegn lögum eða siðareglum lögmannafélagsins (LMFÍ). Í nefndinni sitja þrír hæstaréttarlögmenn, Gestur Jónsson hrl., Kristinn Bjarnason hrl. og Einar Gautur Steingrímsson hrl. Erindi var sent nefndinni í maí sl. og hefur nefndin  nú úrskurðað. (Úrskurðurinn er ekki kominn á vef LMFÍ þegar þetta er skrifað en má finna á thordisb.blog.is.)

Í stuttu máli óskaði ég eftir að nefndin skæri úr um það hvort lögmaður SP fjármögnunar hefði brotið siðareglur lögmanna með því að hunsa kröfu um dómsúrskurð til að svipta mig vörslu bifreiðar og að fyrirskipa  vörslusviptingarmönnum að sækja bifreiðina inn í aðgangsstýrða bílgeymslu í starfsstöð minni skv. upplýsingum frá eiganda vörslusviptingarfyrirtækisins.  Póstsamskipti við lögmanninn sem lögð voru inn til nefndarinnar staðfesta mótmæli mín um afhendingu bifreiðarinnar án dómsúrskurðar, ágreining um vörslusviptingar án dóms og laga, ágreining um lögmæti lánsviðskiptanna (þá hafði nýlega fallið dómur í héraði sem dæmdi gengistryggingu ólögmæta), athugasemd við falsaðan lánssamning auk þeirrar staðreyndar að málið biði úrskurðar Neytendastofu sem taldi að hin ýmsu lagabrot kæmu til álita í þessum lánsviðskiptum SP.

Úrskurðarnefnd lögmanna komst að því að kollegi þeirra hefði ekki brotið siðareglur þar sem hann væri ekki sjálfstætt starfandi og því ættu flest ákvæði reglnanna ekki við að undanskildum ákvæðum í l. kafla, án þess að tilgreina hver þau ákvæði væru.  1. gr. þess kafla er til dæmis svo hljóðandi:Lögmanni ber að efla rétt og hrinda órétti. Skal lögmaður svo til allra mála leggja, sem hann veit sannast eftir lögum og sinni samvisku."

Einnig hélt nefndin því fram að ekkert í gögnunum sýndi að lögmaðurinn hafi gefið vörslusviptingaraðila fyrirmæli um framkvæmd vörslusviptingar og þá um leið þjófnað á persónulegum eigum og eigum vinnuveitanda. Þess má geta að nefndin getur kallað aðila til skýrslugjafar en gerði ekki.  Í niðurstöðu nefndarinnar segir: „Ekki verður séð að aðgerðirnar hafi stuðst við ákvæði aðfararlaga nr. 90/1989 eða nauðungarsölulaga nr. 90/1991, enda ekki um fullnustuaðgerð að ræða."

Íslensk aðfararlög eru almenn lög sem gera ekki ráð fyrir því að þegnarnir geti samið sig undan skýrum ákvæðum þeirra, ekki frekar en að hægt væri að semja sig undan ákvæðum almennra hegningarlaga eða umferðarlaga.  Engu að síður ganga þessir þrír hæstaréttarlögmenn út frá því, að umrædd vörslusvipting, sem er aðför í skilningi laga, hafi einungis stuðst við einhliða ákvæði í bílasamningnum, einhliða sömdu af SP, eins og ekkert sé sjálfsagðara. Skv. ákvæðinu er SP heimilt að vörslusvipta án atbeina sýslumanns.   Forvitnilegt væri einnig að fá álit þessara eða annarra lögmanna á því hvort þeir telji að einstaklingar hafi samið frá sér stjórnarskrárbundinn rétt um friðhelgi heimilisins með því  að samþykkja í smáa letrinu svo hljóðandi ákvæði : SP, eða þeir sem SP tilnefnir, á að hafa óskoraðan aðgang að starfsstöð leigutaka, heimili eða starfssvæði til að skoða bifreiðina."  (Nær hefði  reyndar verið að segja „...til að taka bifreiðina.")  Skilmálar þessara undirmálslána endurspegla mikla taugaveiklun lánveitanda gegn lántaka enda hófst markaðssetning lánanna af fullum krafti  þegar verulegir erfiðleikar blöstu við íslenska fjármálakerfinu og finna þurfti leiðir til að komast framhjá íslenskum lögum. 

Einu lögfræðiálitin, hingað til,  sem styðja vörslusviptingar án dóms og laga liggja hjá SP en eru sögð trúnaðargögn og því ekki til sýnis. Því er vissulega áhugavert að fram sé komið álit þriggja hæstaréttarlögmanna sem telja að hægt sé að nýta ákvæði í samningi þar sem einstaklingar fyrirgera rétti sínum til að leita réttar síns hjá dómstólum. Þess má geta að fyrrum dómsmálaráðherra, Ragna Árnadóttir, hefur lýst því yfir á opinberum vettvangi að ef aðilar mótmæla afhendingu bifreiða, eigi þeir rétt á úrskurði dómstóla.

Hæstiréttur hafnaði  þann 16. júní sl. kröfu Lýsingar hf. um aðfarargerð með þeim röksemdum að slík óvissa hafi verið um ætluð vanskil leigutaka/lántaka við riftun samnings, að ekki væri uppfyllt skilyrði 78. gr. laga nr. 90/1989 um aðför til að leyfa hina umbeðnu aðfarargerð.  Skilmálar á samningsformum Lýsingar hf. sem eru sambærilegir skilmálum SP og hinna eignaleigufyrirtækjanna, dugðu því ekki til.

Að lokum. Merkilegt er að vita til þess að einn af lögmönnum úrskurðarnefndarinnar sem er eigandi lögmannstofunnar Lagastoðar ehf. skuli ekki álíta sjálfan sig vanhæfan til að úrskurða í máli tengdu SP. Lagastoð er sú lögmannsstofa sem eflaust á met í innheimtu og stefnum á kröfum fyrir m.a. SP,  kröfum vegna uppgjörs á ólöglega gengistryggðum lánum, ólöglega vörslusviptum bifreiðum og tækjum, ímynduðum viðgerðarkostnaði ásamt ímynduðum virðisaukaskatti. Eins situr lögmaðurinn  í slitastjórn „gamla" Landsbankans sem var móðurfyrirtæki SP.  Í dag er „nýi" Landsbankinn móðurfyrirtæki SP.  Sami bankinn, önnur kennitala.

Birt í Morgunblaðinu 7.12.2010.


Höfundur

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband