Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2010

Niðurstaða úrskurðarnefndar lögmanna

Þessi kæra var send úrskurðarnefnd lögmanna í byrjun maí sl. Greinargerð lögmannsins má lesa hér og svar mitt við henni hér. Lögmaðurinn svaraði ekki í síðara skiptið og niðurstaða nefndarinnar var þessi.

 

 

 


Kaupleiga er virðisaukaskattskyld

Kaupleiga á bifreiðum telst til virðisaukaskattskyldrar starfsemi og skv. almennum reglum ber eignaleigufyrirtækjunum að tilgreina virðisauka á reikningum. Það fer aftur á móti lítið fyrir sölureikningunum sem tilgreina þennan vsk. frá fyrirtækjum. Að sjálfsögðu á kaupleigutaki/lántaki að fá reikning með vsk. frá eignaleigufyrirtækinu. Svokallaðir bílasamningar eru kaupleigusamningar.  Sjá bréf frá Ríkisskattstjóra.    
mbl.is Hringt í þúsundir viðskiptavina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólöglegur skilmáli um vörslusviptingar

Fjármögnunarfyrirtækin eru öll með skilmála (smáa letrið) á samningum sínum sem segir að vörslusvipta megi bifreið/tæki án atbeina sýslumanns.  Nýir samningar Íslandsbanka fjármögnunar innihalda líka þennan skilmála. Skilmálinn stenst ekki lög um aðför þrátt fyrir að hann sé að finna á samningunum.  Það er ekki hægt að semja sig frá lögum um aðför, þau eru skýr.
Fyrirtækin eru líka með skilmála sem segir að fyrirtækið eða sá sem það tilnefnir hafi óskoraðan aðgang að heimili og starfsstöð „leigutaka" (lántaka) til að skoða bifreiðina (þeir eiga að sjálfsögðu líka við - að taka hana). Hjá Lýsingu er þetta aðeins öðruvísi orðað, eitthvað á þá leið að ekki megi hindra aðgang fyrirtækisins að bifreiðinni. Sjálf krafði ég SP fjármögnun um dómsúrskurð til að taka bifreið en sú krafa var hundsuð og vörslusviptingaraðilar „með sinn óskoraða aðgang" að starfsstöðvum fólks fóru inn í aðgangsstýrða bílgeymslu í opinberi byggingu og hirtu bílinn. Ekki sást til dráttarbíls á svæðinu og því virðist sem þeir hafi keyrt bílinn út.  Þegar ég gaf skýrslu hjá lögreglunni sagði hún að fyrirtækin væru með aukalykla af kaupleigubílunum.

Þessi síðarnefndi skilmáli er brot á stjórnarskránni. 


mbl.is Nábítar, böðlar & illir andar halda járnabeygjuvélinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gengistrygging gerð lögleg!

Úr frumvarpinu: „Lögaðilum og öðrum aðilum í atvinnurekstri skal vera heimilt að gera gengistryggða lánssamninga."

Eins og við vitum að þá eru fjármálastofnanir löngu byrjaðar að vinna skv. þessu lagafrumvarpi. Stofnanirnar eru enn á fullu að rukka ólöglega gengistryggð lán fyrirtækja og stefna þeim inn til dómstóla.  Og fjármögnunarfyrirtækin hafa sagt í þó nokkurn tíma að dómur Hæstaréttar nái ekki til fyrirtækja sem er kjaftæði. Hæstiréttur dæmdi einfaldlega gengistryggingu við erlenda gjaldmiðla ólögmæta. Þau vilja einnig meina að dómurinn nái ekki til fjármögnunarleigusamninga sem er líka rangt. 

Lögbrjótarnir stjórna ferðinni og stjórnmálamenn og dómstólar draga þá upp úr skítnum! Skilaboðin eru þau, að það sé í lagi að brjóta lögin, lögunum verður bara breytt til að lögleiða lögbrotið!


mbl.is Gengislánafrumvarp lagt fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skulda ólögleg lán!

Úr fréttinni: „Stór hluti lánanna var í erlendri mynt og hækkuðu því skuldirnar við fall krónunnar."

Þessi lán voru að sjálfsögðu ekki í erlendri mynt heldur lán í íslenskum krónum gengistryggð með erlendum gjaldmiðlum, nokkuð sem Hæstiréttur hefur dæmt ólögmætt en bankar eru í algjöri afneitun með.  Fjármálastofnanir hófu að lána gengistryggð lán af fullum krafti þegar bankakerfið var komið á hausinn (2006) tæknilega séð og voru því ekki að lána þann takmarkaða gjaldeyri sem þær höfðu aðgang að til almennings og fyrirtækja. Fjármálastofnanir eru enn að stefna inn lánum sem þessum til dómstóla rétt eins og dómur Hæstaréttar hafi aldrei átt sér stað. Og varla nægir að koma með lagafrumvarp núna þar sem gengistryggð lán til fyrirtækja verða gerð lögleg ?


Hrynur kerfið ef farið verður að lögum?


mbl.is Þriðjungur með neikvætt eigið fé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ársreikningur SP - fjármögnunar, 5, 5 milljarða rekstrarhagnaður!

Þann 7. október sl. skilaði SP fjármögnun inn ársreikningi fyrir 2009 (eftir að lögbundinn frestur til þess var runnin út) en þetta er sami dagur og SP lauk við fyrstu lotu endurútreikninga á lánum sínum út frá dómi Hæstaréttar sem dæmdi að lán SP og Lýsingar væru lán í íslenskum krónum en ekki lán í erlendri mynt.  Félagið er með 5,5 milljarða rekstrarhagnað fyrir árið 2009 skv. ársreikningi sem verður að teljast helvíti flott hjá fyrirtæki sem var nánast gjaldþrota 2008 og þurfti að fá undanþágu frá FME til áframhaldandi starfsemi vegna of lágs eiginfjárhlutfalls sem var neikvætt um 33,5% en tekur nú stökk upp á við í plús 28,8%!

Skemmtilegt er að lesa í ársreikningnum sem áritaður er af KPMG endurskoðun að SP hafi verið að lána í erlendri mynt, félag sem hefur ekki einu sinni leyfi frá Fjármálaeftirlitinu til að stunda gjaldeyrisviðskipti fyrir hönd viðskiptavina sinna og félag sem hefur ekki getað sýnt viðskiptavinum sínum eina einustu kvittun fyrir gjaldeyrisviðskiptum vegna lána til þeirra. Þar að auki hafði Hæstiréttur dæmt að lán SP væru í íslenskum krónum, nokkrum mánuðum áður en þessum glæsilega ársreikningi var skilað inn til Ríkisskattstjóra.

Á bls. 10 í ársreikningnum (þeir virðast reyndar hafa gleymt að skrá inn blaðsíðunúmer) segir: „Vegna núverandi efnahagsástands á Íslandi er óvissan um getu lántakenda til að greiða til baka lán sín til félagsins veruleg, sérstaklega í þeim tilfellum þar sem lán hafa verið veitt í erlendum gjaldmiðlum til lántakenda sem hafa litlar sem engar tekjur í erlendum gjaldmiðlum."

Erlingur A. Jónsson fjallar meira um ársreikning SP.


Umboðsmaður Alþingis skrifar Ríkisskattstjóra

Geir Birgir Guðmundsson skrifaði þessa færslu í dag og linkar á bréf Umboðsmanns Alþingis til Ríkisskattstjóra. Síðan var athyglisvert að ég fékk óvænt svar frá starfsmanni RSK í dag en ég hef sent embættinu ótal bréf og fyrirspurnir í marga mánuði vegna sölureikninga og nótulausra viðskipta SP fjármögnunar. Algjört áhugaleysi virðist vera hjá embættinu á augljósum brotum SP og annarra fjármögnunarfyrirtækja.


Sælar Þórdís!

Ríkisskattstjóri kallaði í gær eftir gögnum frá SP Fjármögnun hf. vegna viðskipta þinna við félagið. Félaginu var veittur frestur til 10. nóvember nk. til þess að leggja fram umbeðin gögn. Þegar að gögnin hafa borist verða þau tekin til skoðunar og í kjölfarið verður haft samband við þig en það veltur að sjálfsögðu á umfangi gagna og skoðunarinnar hversu fljótlega það verður.

Virðingarfyllst,
f.h. ríkisskattstjóra

Aths. „veltur að sjálfsögðu á umfangi gagna og skoðurarinnar hversu fljótlega það verður."

Af reynslunni að dæma, þá gæti þetta þýtt mánuði eða nokkur ár.


Borgarahreyfingin - endurvakið stjórnmálaafl!

Borgarahreyfingin hefur verið endurvakin sem stjórnmálaafl. Í stjórn var t.d. nýlega kjörinn Guðmundur Andri Skúlason talsmaður Samtaka Lánþega, sjá meira um Borgarahreyfinguna hér.
mbl.is Vælir ekki undan slöku gengi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband