Leita í fréttum mbl.is

Fuglinn flýgur eftir okkar reglum

Thierry Breton, framkvæmdastjóri innri markaðar hjá ESB, sagði að Twitter verði að „fljúga eftir reglum ESB“. Þetta sagði hann eftir kaup Elon Musk á Twitter fyrir 44 milljarða dollara.

Tæknifyrirtæki munu standa frammi fyrir meiri þrýstingi um að fjarlægja ólöglegt efni samkvæmt lögum ESB um stafræna þjónustu og geta fyrirtæki verið sektuð um allt að 6% af alþjóðlegum árstekjum félagsins fyrir brot á reglunum. Gert er ráð fyrir að reglurnar taki gildi árið 2024.

„Fuglinn er frjáls,“ tísti Musk eftir kaup sín á Twttier og sem svar við því tísti framkvæmdastjórinn Breton: „Í Evrópu mun fuglinn fljúga eftir reglum okkar.“

Musk hefur áður sagst styðja algjört tjáningarfrelsi og segist vilja breyta Twitter í „stafrænt bæjartorg“ með færri takmörkunum á því sem má segja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband