Leita í fréttum mbl.is

Leið hjartans - ný bók eftir Guðrúnu Bergmann

Guðrún Bergmann rithöfundur og heilsu-og lífstílsráðgjafi hefur gefið út nýja bók - „Leið hjartans.“

Í bókinni fjallar Guðrún um það framþróunarferli sem mannkynið er að fara í gegnum, sem kallað hefur verið VITUNDARVAKNINGIN MIKLA og ætluð er að vekja okkur til vitundar um alla þá duldu hæfileika sem mannfókið býr yfir en hefur hingað til verið ómeðvituð um. „Við erum nefnilega mun öflugri en við höldum“, segir Guðrún.

„Jörðin er að fara í gegnum sínar breytingar í sólkerfinu, því hún er á leið inn í Ljóseindabeltið. Hún var þar síðast á tímum Atlantis. Framundan eru miklar umbyltingar, niðurbrot gamalla kerfa og uppbygging nýrra og algerlega ólíkra kerfa.

Nýju kerfin þarf að reisa með víðsýni, umburðarlyndi og samkennd. Til að geta gert það þurfum við að læra að hugsa með hjartanu, rétt eins og höfðinu, og virkja markvisst kærleiksorkuna í okkur sjálfum,“ segir Guðrún.

Þess vegna kallar Guðrún bókina LEIÐ HJARTANS. 💜

Bókin er  komin úr prentun og dreifingu og fæst í Penninn Eymundsson - Betra-líf og svo er útgáfutilboðsverð á vefsíðu Guðrúnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband