Leita í fréttum mbl.is

Grímuskylda fallin úr gildi skv. þýskum sóttvarnarlögum

Samkvæmt þýskum fjölmiðlum var grímuskylda í millilandaflugi felld niður að miðnætti 23. sept., eða um 7-8 klst. áður en vélin til Munchen, sem Margrét Friðriksdóttir ætlaði með, átti að fara í loftið. Það var því engin grímuskylda á þessum tíma skv. þýskum sóttvarnarlögum, burt sér frá einhverjum reglum Icelandair eða samningum. 

Þetta var ekki látið fylgja með viðtalinu sem Morgunblaðið tók við hana í viðtengdri frétt,(sem virðist hafa slitnað frá fréttinni) en þó er þetta mikilvægur punktur, lagalega séð.

Auk þess þarf samþykki flugstjóra til að vísa farþega úr flugvél. Veitti hann samþykki? Skv. Margréti, sem talaði við flugstjórann sem aldrei kom fram, sagði hann að flugfreyjurnar réðu þessu. Sem er rangt, samþykki flugstjóra þarf til.

Það er auðvelt að búa til vandræði ef þú neitar farþega að hafa hjá sér handfarangur, með dýrum búnaði, eins og hann á rétt á, og ljúga því að taskan sé of stór og ekki pláss fyrir hana. Taskan var minni en leyfileg stærð handfarangurs skv. reglum Icelandair. Og það var nóg pláss. Hver yrði sáttur með þannig framkomu?

„Tvenn­um sög­um fer af því hvers vegna Mar­grét var rek­in út,“ segir Ólafur blaðamaður í fréttinni. Hver er hin sagan eða frásagnar-eða heimildarmaður?

p.s. hvers vegna er Ólafur blaðamaður, eins og hann kynnti sig, ekki skrifaður fyrir þessari frétt? Bara nafnlaus pistill, ekkert netfang?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband