7.11.2021 | 19:16
Friðrik Ómar vill ,,gula stjörnu" á óbólusetta
Tónlistamaðurinn Friðrik Ómar vill að þeir sem ekki hafa fengið Covid bóluefni sitji heima hjá sér; fari ekki á bari, ekki í verslanir, tónleika, leikhús o.fl. Allir ættu að sýna vottorð, skrifar Friðrik Ómar, hvert sem er farið og á hann þar væntanlega við bólusetningapassa sem margar Evrópuþjóðir hafa tekið í notkun.
Athyglisvert er að heyra svona málflutning frá manni sem tilheyrir hópi sem hefur hefur verið ofsóttur og útskúfaður árum saman.
Látum vera ef þetta svokallaða bóluefni stæði undir nafni og hefði hér myndað ónæmi í samfélaginu eins og yfirvöld lofuðu. En nei, ekkert hjarðónæmi og ,,lausnin" er, fleiri sprautur af sama efninu sem kemur ekki í veg fyrir smit, ekki veikindi og ekki dauða af völdum Covid.
En í þessu sambandi og þá sérstaklega hvað varðar tónleika má nefna að þurft hefur að fella niður fjölda tónleika erlendis þar sem bólusettir tónlistarmenn hafa greinst með Covid, hver á fætur öðrum.
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- Ágúst 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2016
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Nóvember 2014
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- September 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
Bloggvinir
- aslaugas
- agny
- annaeinars
- danna
- agustkara
- bookiceland
- contact
- einarborgari
- rlingr
- sagamli
- helga-eldsto-art-cafe
- bofs
- sade
- gusg
- noldrarinn
- hafthorb
- hhbe
- hlf
- diva73
- snjolfur
- ingaghall
- ingolfursigurdsson
- kreppan
- jaj
- islandsfengur
- nonniblogg
- nyja-testamentid
- thjodarskutan
- kristinnp
- loncexter
- marinogn
- sighar
- sigurduringi
- sushanta
- viggojorgens
- vilhjalmurarnason
- thorsteinnhelgi
- valli57
- tbs
Athugasemdir
Hvernig ætli honum þætti að vera spurður um kynhneigð við inngang að listviðburði eða afþreyingu?
Ástæða þess að ég nefni þetta til samanburðar er að í lögum um persónuvernd falla bæði upplýsingar um heilsufar og lyfjanotkun undir sömu skilgreiningu og upplýsingar um kynlíf manna og kynhneigð: viðkvæmar persónuupplýsingar.
Óheimilt er að nota viðkvæmar persónuupplýsingar nema að ströngum skilyrðum uppfylltum. Aðgangur að listviðburðum og afþreyingu er ekki meðal þeirra skilyrða. Að sjálfsögðu koma slíkar upplýsingar einkaaðilum ekki við.
Aðskilnaðarstefna er mannréttindabrot, alveg sama hvaða hópur verður við útskúfun með þeim hætti.
Getur verið að hagsmunir tónlistarmanns af tekjuöflun hafi borið almenna skynsemi ofurliði í þessu tilviki?
Guðmundur Ásgeirsson, 7.11.2021 kl. 19:59
Friðriki Ómar væri hollt að lesa pistil nafna síns Ómars Geirssonar á bloggi hans í dag undir heitinu: Óbólusettir skýra ekki faraldurinn.
Í þessum pistli finnst mér Ómar koma skilmerkilega að orði hvað hina óbólusettu varðar. Að öðru leyti læt ég annað í pístli hans liggja á milli hluta.
Daníel Sigurðsson, 7.11.2021 kl. 21:07
Þeir fyrrum ofsóttu ofsækja.
Stöðug hringrás í átt til glötunar.
Heiðar Þór Leifsson (IP-tala skráð) 7.11.2021 kl. 22:07
Væri ekki nær að fara merkja aðila eins og hann þ.e.a.s þá sem heimta mannréttindabrot, með rauðu svo við getum forðast viðkomandi í framtíðinni.
Halldór (IP-tala skráð) 8.11.2021 kl. 10:36
Þeir eru að hlusta á manninn í Austurríki sýnist mér. Heilu héröðin stefna þar í að verða gúlag.
Geir Ágústsson, 12.11.2021 kl. 22:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.