9.7.2021 | 10:56
Fullbólusettir miklu líklegri til að bera veiruna segir samgöngumálaráðherra Breta!
Í veirufréttum er þetta helst:
Samgöngumálaráðherra Breta, Grant Shapps, segir hér í sjónvarpsviðtali varðandi ferðalög Breta, að fullbólusettir séu líklegri til að fá/bera kórónuveiruna á milli. Hann virðist hika aðeins, segir: "We know that double vaccinated, fully vaccinated people are much more likely to get...to carry the coronavirus..."
Þetta hlýtur að vera saga til næsta bæjar. Og sóttvarnalæknir Íslands að mæla með því að þeir óbólusettu haldi sig heima. Bólusetta fólkið með nýju vottorðin sín að ferðast til útlanda þar sem mikið er af óbólusettu fólki, berandi smitin á milli landa. An effective but imperfect vaccine!
Næsta áhugaverða veirufrétt er frá Bandaríkjunum þar sem forsetinn segir að nú þurfi að herða bólusetningarherferðina og fara að banka upp á hjá fólki með sprauturnar. Svona eins og trúboðar eða pólitíkusar í atkvæðasmölun. Og í Bandaríkjunum af öllum stöðum sem áttu að hafa farið hvað verst út úr faraldrinum. Ætla mætti að fólk kæmi sjálfviljugt, hlaupandi í sprauturnar. (Viðskiptahugmynd; senda Íslendinga út til að hjálpa, þeir kunna að smala.)
Þar næsta veirufrétt er frá Nýja Sjálandi og ekki ólík þeirri frá Bandaríkjunum. Viðbragðsráðherrann (Response minister), Chris Hipkins, segir að mannleg hegðun sé bara þannig að það gæti þurft að leita að fólki til að fá það í sprautu.
Ef við tengjum þessar þrjár fréttir saman, þá er sem sagt planið að leita að fólki, banka upp á hjá því og fá það til að taka bóluefni sem er á rannsóknarstigi til a.m.k. ársins 2023, og gerir það að verkum að viðkomandi er miklu líklegri til að fá/bera drápsveiruna á milli. Í bónus er möguleiki á hálf-ömurlegum aukaverkunum."
Fullbólusettir á Íslandi eru líka að leggjast inn á sjúkrahús og með versta Covid tilfellið í síðustu bylgju. Lesa hér.
Covid-19 hættuminni börnum en talið var | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- Ágúst 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2016
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Nóvember 2014
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- September 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
Bloggvinir
- aslaugas
- agny
- annaeinars
- danna
- agustkara
- bookiceland
- contact
- einarborgari
- rlingr
- sagamli
- helga-eldsto-art-cafe
- bofs
- sade
- gusg
- noldrarinn
- hafthorb
- hhbe
- hlf
- diva73
- snjolfur
- ingaghall
- ingolfursigurdsson
- kreppan
- jaj
- islandsfengur
- nonniblogg
- nyja-testamentid
- thjodarskutan
- kristinnp
- loncexter
- marinogn
- sighar
- sigurduringi
- sushanta
- viggojorgens
- vilhjalmurarnason
- thorsteinnhelgi
- valli57
- tbs
Athugasemdir
Það er að byrja að rætast sú spá að veikindabylgjunni sem rís af völdum genasprautanna verður skellt á náttúrulega fólkið.
Guðjón E. Hreinberg, 9.7.2021 kl. 13:52
Vísindin fyrir löngu komin í ruslatunnuna, það er á hreinu. Annars er Flórída-ríki Bandaríkjanna farið að líta betur og betur út þrátt fyrir hitabeltisstorma og hrynjandi hús.
Geir Ágústsson, 9.7.2021 kl. 14:08
Þessi farsi er sífellt að ná hærri og hærri hæðum, ótrúlegt ef fólk ennþá trúir þessum ógeðfelldu blekkingum.
Kristín Inga Þormar, 9.7.2021 kl. 14:26
Áttu bólsetningarnar ekki að draga úr smitum? Nú virðist þetta allt vera að snúast upp í andhverfu sína.
Guðmundur Ásgeirsson, 9.7.2021 kl. 21:18
Guðmundur,
Sóttvarnaraðgerðir hafa alltaf haft það sem skotveiðimenn kalla færanlegt skotmark. Nú er tilgangur bóluefna ekki að draga úr smitum eða koma í veg fyrir þau heldur draga úr alvarlegum veikindum.
Svo koma afbrigðin og þriðja sprautan frá Pfizer.
Þá á kannski að reyna útrýma veiru.
Eða menn missa endanlega tiltrú á bóluefnum og setja á samkomutakmarkanir á ný.
Allt þetta í stað þess að einfaldlega búa sig undir framtíð með enn einni landlægri veirunni sem sumir bólusetja sig fyrir ef þeir óttast hana mjög en aðrir búa sig einfaldlega undir að fá með því að taka D-vítamín og hvetja lækna áfram í þróun meðferða.
Geir Ágústsson, 10.7.2021 kl. 08:43
Nú lítur út fyrir að markmiðið sé orðið það að smita sem flesta.
Þorsteinn Siglaugsson, 28.8.2021 kl. 23:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.