15.6.2021 | 10:14
Ragnheiður segir yfirlið ekki algeng eftir bólusetningu!
Björn Rúnar Lúðvíksson læknir bendir á að yfirlið séu tiltölulega algeng viðbrögð við alls konar inngripum læknisfræðinnar, og þá sérstaklega eru yfirlið algeng ef um er að ræða inngrip sem kosta sársauka. Með inngripum meinar Björn til dæmis nálarstungur eða ef einhverju er stungið upp í eða inn í nefið á fólki. Í hvert skipti sem við erum með einhver inngrip þá eru yfirlið fylgikvilli," segir hann."
Hef heyrt fáa kvarta yfir því að bólusetningar valdi sársauka. En það er að líða yfir töluvert marga í Höllinni þessa dagana. Þekki einn sem fékk Janssen fyrir nokkrum vikum og bara á meðan hann sat þarna, hnigu sex manns niður. Miðaldra karlmenn þar á meðal.
Stinga upp í nefið segir læknirinn? Hvað með Covid sýnatökurnar? Pinnarnir fara ansi langt upp í nef eða enni og ofan í kok. Líður yfir marga í sýnatökum?
Eitt sinn leið yfir mig á flugvelli í Bandaríkjunum, eftir langa bið í röð. Var svo heppin að þýskur læknir var rétt fyrir aftan mig. Hann var með þrúgusykur og gaf mér og sagði að blóðþrýstingurinn hefði fallið. Geta þessi yfirlið tengst blóðþrýstings- og/eða blóðsykursfalli? Hér er skjáskot af lýsingu á yfirliði einnar sem fór í bólusetningu (smella á myndina til að sjá betur):
Að sögn Ragnheiðar Óskar Erlendsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, gerist það alltaf annað slagið fólk falli í yfirlið í bólusetningu.
Þetta gerist alltaf annað slagið en það er ekki algengt. Mér skilst samt að það hafi verið nokkur tilvik í dag en þetta er alls ekki algengt, segir Ragnheiður."
Björn segir að almennt í öllum bólusetningum sé talið að um 3% verði fyrir yfirliði. Hann segir þá að yngra fólk, 11 til 18 ára, sé gjarnara á að verða fyrir yfirliði en hann hefur ekki skýringar á af hverju það er en um sé að ræða einhvers konar lífeðlisfræðilegar ástæður."
Athugasemd
Það er ekki búið að bólusetja marga í aldurshópnum 11-18 ára. 12-15 ára er alls ekki byrjað og þegar þetta er skrifað hafa ekki margir 16-18 ára fengið sprauturnar. En skilst að einhverjir þeirra séu boðaðir í dag. Þannig að þarna eru flestir yfir 18 ára sem er að líða yfir. Að staðhæfa að þetta hafi ekki með sjálft bóluefnið að gera, getur einfaldlega verið rangt hjá lækninum. Enda eru þetta bóluefni/líftæknilyf sem ekki er vitað mikið um. Ragnheiður og Björn ættu að ræða málin og kannski komast að samskonar niðurstöðu. Algengt eða ekki algengt? Þau eru bæði reynslurík. Það væri áhugavert að fá að vita hversu margir hafa fallið í yfirlið af öllum þeim sem hafa fengið Covid bólusetningu. Einhver skráning hlýtur að vera á því.
Ég spurði Helgu Birgisdóttur hjúkrunarfræðing hvort þetta væri algengt, hér er svarið:
Hefur ekkert með bóluefnin að gera | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- Ágúst 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2016
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Nóvember 2014
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- September 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
Bloggvinir
- aslaugas
- agny
- annaeinars
- danna
- agustkara
- bookiceland
- contact
- einarborgari
- rlingr
- sagamli
- helga-eldsto-art-cafe
- bofs
- sade
- gusg
- noldrarinn
- hafthorb
- hhbe
- hlf
- diva73
- snjolfur
- ingaghall
- ingolfursigurdsson
- kreppan
- jaj
- islandsfengur
- nonniblogg
- nyja-testamentid
- thjodarskutan
- kristinnp
- loncexter
- marinogn
- sighar
- sigurduringi
- sushanta
- viggojorgens
- vilhjalmurarnason
- thorsteinnhelgi
- valli57
- tbs
Athugasemdir
Óhörnuð ungmenni, börn og aðrir samviskusamir þegnar er orðnir hræddir og kvíðnir og meðvitaðir um aukaverkanir. Þrýstingurinn er orðin svo mikill allstaðar frá og búið að spila inn á samvisku og heiðarleika fylla það af sekktarkennd oh koma því inn hjá fólki að það sé að bregðast ef það fer ekki. Það vill engin bregðast.
Ég set alla ábyrgð á fjölmiðla því þeir eru þeir einu sem hafa vald til þess að stöðva þetta. I guðanna bænum stigið fram og aðstoð okkur að bjarga börnunum okkar.
Sigríður Jónsdóttir (IP-tala skráð) 15.6.2021 kl. 10:47
Þetta er bara ömurlegt, og þau vita lítið sem ekkert. Er einmitt að setja saman blogg núna um konur hér heima sem eru að undra sig á miklum tíðarverkjum og breytingum á blæðingum.
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 15.6.2021 kl. 11:23
Árið 2018 skrifaði maður að nafni Þórólfur Guðnason eftirfarandi (feitletrun mín):
"Fá lyf undirgangast eins viðamiklar og strangar rannsóknir hvað öryggi og árangur varðar og bóluefni áður en þau eru tekin í almenna notkun. Áður en bóluefni eru sett á markað eru þau rannsökuð hjá mörg þúsund einstaklingum til að kanna árangur þeirra og öryggi. Þessar rannsóknir geta hins vegar misst af mjög sjaldgæfum aukaverkunum og því er einnig fylgst náið með hugsanlegum aukaverkunum bóluefna eftir að þau hafa verið tekin í almenna notkun. Með þessu móti er hægt að finna mjög sjaldæfar aukaverkanir og endurmeta notkun bóluefnanna. Niðurstöður slíkra rannsókna hafa sýnt að alvarlegar aukaverkanir bóluefna sem notuð eru hjá börnum í almennum bólusetningum eru mjög fátíðar, eða um ein aukaverkun á hverjar 500.000-1.000.000 bólusetningar. Þetta þýðir að á Íslandi má búast við einni alvarlegri aukaverkun á um 40 ára fresti. Fjöldi aukaverkana er þannig óverulegur í samanburði við þann árangur sem sést af bólusetningum."
Viðmið geta greinilega breyst ansi hratt.
Geir Ágústsson, 15.6.2021 kl. 12:25
Tengill:
https://www.laeknabladid.is/tolublod/2018/04/nr/6693
Geir Ágústsson, 15.6.2021 kl. 12:31
Yfirlið er ákaflega fátíð aukaverkun bólusetninga. Hér er t.d. talað um "a handful of people" af milljónatugum sem þiggja bólusetningu í Bandaríkjunum á hverju ári.
https://www.everydayhealth.com/flu/the-facts-on-flu-vaccine-risks/
Samkvæmt tölfræðinni líður yfir 3% fólks einhvern tíma á ævinni.
Niðurstaða: Það er lygi að það líði almennt yfir þrjá af hverjum hundrað sem fá bólusetningu.
Þorsteinn Siglaugsson, 15.6.2021 kl. 22:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.