Leita í fréttum mbl.is

Grunur um hjartamein hjá ungu fólki eftir Pfizer - rannsókn í Ísrael

israelholuÍsraelsstjórn gerði samning við Pfizer um að taka þátt í rannsókn á þjóð sinni með Covid-19 bóluefni, eða réttara sagt mRNA líftæknilyfi

Þess konar samning höfðu íslensk yfirvöld áhuga á, en ekkert varð úr. Nýlega kom út skýrsla í Ísrael sem sýnir ógnvænlegar aukaverkanir, meðal annars bólgna hjartavöðva í ungu fólki. Danska blaðið Politiken segir frá að rannsókn sé nú hafin hjá EMA (European Medicine Agency) á þessum mögulegu tengslum. 

Ef niðurstöður skýrslunnar frá IPC (Israeli People Committee) eiga við rök að styðjast er Pfizer lyfið tengt fleiri dauðsföllum í Ísrael en AstraZeneca í allri Evrópu. Niðurstöðurnar eru hörmulegar á öllum mögulegum stigum, segir í skýrslunni. 

Þar er líka tekið fram að ef tölfræði skýrslunnar er rétt, þá hafa heilbrigðisyfirvöld í Ísrael ekki sent frá sér réttar tölur um  dauðsföll vegna Pfizer rannsóknarinnar.

Þess má geta að þó nokkuð er síðan að bólusett var í Ísrael niður í 16 ára aldur og nú stendur til að byrja á 12 - 15 ára.

Töluvert hefur verið um mótmæli í Ísrael og er myndin hér ofar tekin á einum þeirra fyrir u.þ.b. þremur vikum. Hér eru fleiri myndir.

 

 

 


mbl.is Smit utan sóttkvíar á vinnustað í borginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Er einhvers staðar hægt að nálgast þessa skýrslu? Linkurinn virðist ekki benda á skýrsluna sjálfa.

Þorsteinn Siglaugsson, 19.5.2021 kl. 19:46

2 Smámynd: Þórdís Björk Sigurþórsdóttir

Hæ Þorsteinn, hún er þarna á orðinu skýrsla og þar neðst:

https://greatgameindia.com/wp-content/uploads/2021/05/Israeli-People-Committees-Report-Find-Catastrophic-Side-Effects-Of-Pfizer-Vaccine-To-Every-System-In-Human-Body.pdf

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 19.5.2021 kl. 20:44

3 Smámynd: Þórdís Björk Sigurþórsdóttir

þetta er reyndar útdráttur og skýrslan i heild væntanleg:


Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 19.5.2021 kl. 20:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband