Leita í fréttum mbl.is

Fullbólusett en kemst ekki til Bandaríkjanna

us embassyTheódóra Sif Ólafsdóttir er ein þeirra sem hefur verið fullbólusett með Pfizer. Hún hélt því að hún væri frjáls sem fuglinn og gæti flogið út til dóttur sinnar, bandarísks eiginmanns hennar og barnabarna í Bandaríkjunum. Eitt barnabarnið er að útskrifast og Theódóra vildi vera viðstödd útskriftina. En nei, þú mátt ekki fara til Bandaríkjanna þrátt fyrir að vera fullbólusettur skv. bandarískum reglum. Það er ferðabann á milli Bandaríkjanna og Evrópu (Schengen ríkja). Svarið fékk hún frá bandaríska sendiráðinu sbr. myndina (smellið á hana til að sjá skýrar). En bandaríkjamenn mega þó koma hingað.

Sóttvarnarreglur snúast ekki um bólusetningu eða vörn gegn heimsfaraldrinum mikla. Annars yrði fólkið frjálst eftir sprauturnar.

Bólusettir eru að reka sig á vegg, frelsið kemur ekki alveg strax. Þeir þurfa enn að bera grímu, eru ekki undanþegnir samkomutakmörkunum, þurfa að framvísa neikvæðum PCR prófum vegna ferðalaga, geta átt það á hættu að veikjast af Covid og eins borið smit á milli manna. Breytingin er því hver?

Svikin við gamla fólkið

Gamla fólkið á hjúkrunarheimilum sem löngu er fullbólusett býr enn við strangar heimsóknarreglur og má t.d. ekki fá 18 ára og yngri börn í heimsókn. Gamla fólkinu og ættingjum þeirra var gefin fölsk von um betra líf eftir bólusetningu. Það mátti ekki fara í jóla-og áramótaboð til ættingja, nema að vera að heiman í fimm daga (sóttkví á heimilum ættingja).

„En ljósið blasir við okkur við enda ganganna og það eru einungis nokkrar vikur þar til bólusetning hefst og hafa íbúar hjúkrunarheimilanna verið settir í sérstakan forgang í bólusetningarferlinu." Svona skrifðu stjórnendur hjúkrunarheimila í aðsendri grein á vísi 16.des. sl þegar þeir kynntu hertar reglur fyrir jól-og áramót.

Nei, ekkert ljós bara blekking. Bólusetning snérist augljóslega ekki um vörn gamla fólksins.

 


mbl.is Bara bólusett á þriðjudag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Endalaus blekking og lygar.

Sorglegt en satt.

Svik við gamla fólkið.

Sigurður Kristján Hjaltested, 10.5.2021 kl. 09:10

2 identicon

Sæll Sigurður, 

Já, það er svo mikið um svik í þessu sambandi, svo og þar sem að heilbrigðisyfirvöld hér veitta litla sem nánast sagt engar upplýsingar áður, hvað þá rétt fyrir bólusetningar.
Þar sem að heilbrigðisyfirvöld hér passa svona líka vel uppá hafa fylgiseðla með bóluefnum (e.Package Insert) hvergi sjáanlega á heilsugæslustöðum og/eða bólusetningarstöðum, eða svo fólki fari nú ekki að tengja þessar aukaverkanir og dauðsföll beit við þessar bólusetningar.
Heilbrigðisyfirvöld hér á landi hafa ákveðið að hafa þetta allt svona lélegt, og þess vegna getur þetta lið alls ekki veit þessar upplýsingar, fylgiseðla og/eða eitthvað eins og þekkist erlendis.
Nú og síðan þá passar þessi líka lélega Lyfjastofnun Íslands vel uppá nafngreina ekki neinar aukaverkanir, hvað þá alvarlegar aukaverkanir og dauðsföll eftir bólusetningar, þannig að fólk fari nú ekki tengja þessar aukaverkanir sem það hefur orðið fyrir við þessar bólusetningar. En hver er ástæðan fyrir því að  Lyfjastofnun Íslands vill ekki nafngrein og birt svona lista yfir aukaverkanir og dauðsföll eftir bólusetningar eins og þekkist erlendis? Það er greinilegt á öllu að hagsmunir lyfjafyrirtækja hér á landi skipta meira máli.  
KV. 
       May be an image of text           

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 10.5.2021 kl. 15:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband