Leita í fréttum mbl.is

Lygin um bóluefnin - ekki fyrir viðkvæma!

HelgiHelgi Örn Viggósson vinur minn sem er efni í frábæran blaðamann, birti þessa fínu samantekt á facebook, Lygin um bóluefnin, og er hér neðar.

Þess má geta að Guðrún Bergmann var í löngu viðtali um bóluefnin fyrir þó nokkru á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. Hún hefur kynnt sér  efnin mjög vel. Þátturinn átti að vera á dagskrá ca. 11. apríl. Augljóslega hefur hann verið stoppaður af eða settur í geymslu til betri tíma eða þar til flestir hafa látið sprauta sig með erfðabreyttu lyftæknilyfi sem þeir hafa ekki hugmynd um hver langtímaáhrifin verða á. Þátturinn hefði eflaust fengið einhverja til að hugsa sig um og dregið eitthvað úr straumnum í Laugardagshöllina.bergmann

En gefum Helga orðið sem er á efri  myndinni. Myndin hér til vinstri er tekin í upptökunni með Guðrúnu.


„Rakst á áhugaverða ritrýnda grein sem kom út í mars sl. í Medicina (læknisfræðirit stofnað 1920), eftir Dr. Ronald B Brown, hjá Waterloo háskóla í Kanada, þar sem hann fer yfir hvernig lyfjafyrirtækin með aðstoð fjölmiðla hagræddu sannleikanum hvað vernd "bóluefnanna" varðar með því að gefa upp hlutfallslega áhættuminnkun í stað raunáhættuminnkunar, eins og leiðbeiningar FDA segja til um:

“Provide absolute risks, not just relative risks. Patients are unduly influenced when risk information is presented using a relative risk approach; this can result in suboptimal decisions. Thus, an absolute risk format should be used.”
Hlutfallslega áhættuminnkunin segir okkur einfaldlega ekkert um hversu mikla vernd efnin gefa okkur og ætti því ekki að gefa upp þegar verið er að kynna niðurstöður fyrir notendur. Það sem verra var er að FDA gerði engar athugasemdir við þessa blekkjandi kynningu, hvorki eftir að fréttatilkynningarnar komu út né í eigin skjölum og fór þannig á svig við eigin leiðbeiningar, sem vekur spurningu um í hverra þágu FDA starfar.

Varla þarf að minnast á Facebook, Google, Twitter o.fl., sem aldrei ritskoða (eyða eða fakt-tékka) rangar upplýsingar frá lyfjafyrirtækjunum og þeirra tindátum, en gera það hins vegar miskunnarlaust þegar heiðarlegir vísindamenn reyna að afhjúpa ósannindin.

Ég minntist aðeins á þetta í pistli í lok janúar sl., þar sem ég gerði það að leik mínum að fakt-tékka Kára Stefánsson, eftir að vera búinn að fá nóg af því að hlusta á bullið í honum um bóluefnin, sem hann m.a.s. hefur líkt við nammi. Þar sagði ég um þetta eftirfarandi:
"Þetta var of auðvelt, skoðum þetta því aðeins nánar, sérstaklega prósentutöluna en hún er nýstárleg þar sem þarna er um að ræða hlutfallslega áhættuminnkun, sem segir í raun ekki neitt. Tökum sem dæmi ef nýtt lyf lækkar tíðni hjartaáfalla í þýði úr 2% m.v. lyfleysu í 1%, þá er raun áhættuminnkun (absolute risk reduction) 2% - 1% = 1%, en hlutfallsleg lækkun 50% (100*(1 - (1/2))). Það væri lygi að segja að lyfið lækkaði áhættu mína um 50%, sama máli gegnir um áróðurinn sem dynur á okkur í meginstraumsmiðlunum um bóluefnin.

Pfizer sendi reyndar frá sér uppfærslu 9 dögum síðar og þá var þessi hlutfallstala komin upp í 95% (100(1 – (0.044/0.88)), Vandamálið við þessa tölu er að þýðið sem þessi tala byggir á er aðeins 0,4% (170, 8 í bóluefnahóp, 162 í lyfleysu) af öllum þátttakendum (44.000 - en 36.629 i virknis tölfræðinni) rannsóknarinnar, sem er svo lágt hlutfall að öll tölfræði verður lítt eða ekkert marktæk. Byggt á þessum tölum, er raun (absolute) áhættu minnkunin aðeins 0,84% ((0.88-0.044)%), sem náttúrulega er ekki spennandi tala og hefði ekki haft góð áhrif á hlutabréfaverðið..." [1]

Grein Dr. Brown, sem er mjög auðlesin og fræðandi, ætti að opna augu flestra fyrir því hvernig röngum upplýsingum er dælt yfir okkur, hvort sem það er til að halda okkur hræddum við veiruna og öllum nýju afbrigðunum eða dásama tilraunaefnin sem á að reyna að sprauta alla heimsbyggðina með. M.v. gögnin úr fasa 3 tilraunum Pfizer og Moderna, er raun áhættuminnkunin annars vegar 0,7% og hins vegar 1,1%. Í niðurlagi greinarinnar segir:
A critical appraisal of phase III clinical trial data for the Pfizer/BioNTech vaccine BNT162b2 and Moderna vaccine mRNA-1273 shows that absolute risk reduction measures are very much lower than the reported relative risk reduction measures. Yet, the manufacturers failed to report absolute risk reduction measures in publicly released documents. As well, the U.S FDA Advisory Committee (VRBPAC) did not follow FDA published guidelines for communicating risks and benefits to the public, and the committee failed to report absolute risk reduction measures in authorizing the BNT162b2 and mRNA-1273 vaccines for emergency use. Such examples of outcome reporting bias mislead and distort the public’s interpretation of COVID-19 mRNA vaccine efficacy and violate the ethical and legal obligations of informed consent.

Greinina, sem núna er sú mest lesna hjá Medicina, má finna hér:
TrialSite News tók nýlega viðtal við Dr. Brown um efni greinarinnar, mæli eindregið með áhorfi:
Heimildaskrá:
[2] Outcome Reporting Bias in COVID-19 mRNA Vaccine Clinical Trials - https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC7996517/...
[3] Viðtal við Dr. Ron Brown um blekkingarnar - https://youtu.be/Jkwn5I8tLmE"

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband