20.4.2021 | 12:49
Ég sakna inflúensunnar!
Ekki er vitað til þess að hin árlega inflúensa hafi áður horfið, og það um allan heim nema kannski í Kína þar sem Covid-19 er horfið. Við tók farsótt sem er með sömu einkenni og forveri hennar, fyrir utan kannski þetta með lyktar-og bragðskynið (nánar um það neðar). Það kom alltaf í fréttum þegar flensan kom til landsins. Maður las fréttina og fletti svo í rólegheitum yfir á næstu blaðsíðu eða skrollaði niður, eftir að internetið kom. Þessi frétt um flensu kom til dæmis í Vikublaðinu árið 2007:
Nokkrar fjölskyldur á Akureyri greindust með inflúensu um helgina. Þar með er þessi árvissi faraldur staðfestur og búast má við einhverjum veikindum á næstu vikum....Fólk verður almennt mun veikara af inflúensu en kvefpestum og veikindin taka lengri tíma. Heilu fjölskyldurnar eða bekkjardeildirnar leggjast í einu...Ekki er nauðsynlegt að leita til læknis til staðfestingar á inflúensusmiti...
Maður tók stundum eftir því í vinnunni að Magga á næsta borði eða Guðmundur væru hálfræfilsleg, kannski að fá sér heitt te inni á kaffistofu. Svo mættu þau jafnvel ekki til vinnu næstu daga. Komu svo aftur, hálfdrusluleg ennþá, með trefil um hálsinn eða eitthvað. Mæður voru líka oft frá vinnu vegna barnanna. Síðan hurfu aðrir starfsmenn í einhverja daga og svona gekk þetta fyrir sig. Þegar fólkið mætti aftur til vinnu spurðu samstarfsmenn stundum: Ertu búinn að jafna þig?" Og svo var farið að ræða eitthvað annað.
Inflúensan er hættulegur sjúkdómur og getur dregið þá gömlu og veiku til dauða og sumir glíma við langvarandi eftirköst.
En þetta var aldrei þannig að maður hrykki í kút við fréttir af komu flensunnar eða við að sjá samstarfsmenn sína eitthvað slappa eða hóstandi. Ekki krafðist maður þess heldur að þeir hypjuðu sig heim eða í sýnatöku. Og aldrei var það þannig að allir á vinnustaðnum væru sendir heim eða látnir leita til heilsugæslunnar í rannsókn til að kanna hvort þeir væru kannski með inflúensuna án þess að vita af því, og þá hvaða afbrigði. (Spáið í það, maður hefur stundum fengið flensu en ekki haft hugmynd um hvers lenskt afbrigðið væri). Og aldrei reyndi maður að rekja sína inflúensu til ákveðins aðila. Fólk var einfaldlega ekki hrætt við þennan árlega faraldur, hann var bara hluti af lífinu. Enginn var með grímu fyrir andliti eða spritt á borðum. Og fólk sat þétt saman á kaffistofunni, líka þeir sem voru eitthvað slappir. Þeir voru ekki einu sinni sendir yfir á næsta borð. Það voru heldur ekki daglegar fréttir af fjölda smita eða viðtöl við veikt fólk. Landið var opið og fólk ferðaðist á milli staða, þeir sem voru veikir héldu sig heima, hinir voru í vinnu eða skólanum.
En þetta eru breyttir tíma, komin ný pest og flensan horfin, eða a.m.k. hefur ekkert flensutilfelli greinst frá því í apríl 2020 skv. landlæknisembættinu. Einkennin af Covid-19 eru þó hin sömu (hiti, beinverkir, hósti, slappleiki, stundum kvef o.s.frv.) og læknar eiga oft í erfiðleikum með að greina á milli þeirra. En það er þetta með lyktar-og bragðskynið sem virðist öðruvísi. En þekkist þó samt sem áður með inflúensuna.
Ég fann aftur á móti frétt um rannsókn eða könnun í National Geographic þar sem fram kemur að 60% þeirra sem höfðu greinst Covid jákvæðir hefðu misst lyktar-og bragðskyn en jafnframt voru 18% þeirra sem höfðu reynst Covid neikvæðir sem geindu frá því sama. Þetta er eitthvað sem er áhugavert að skoða og fylgjast með frekar.
En ég sakna flensunnar, það var eitthvað svo normalt að vera veikur og hressast svo, sjá aðra veikjast og hressast. Enginn forstjóri erlends fyrirtækis að hræða líftóruna úr fólki, krefjast þess að láta loka landinu og loka fólk inni, annars gæti maður drepist. Engar dánartilkynningar eða sjúkraflutningar vegna inflúensu þrátt fyrir að 10-20 manns deyi árlega af völdum hennar. Fólk dó úr elli. Og aldrei heyrði maður að flensutölur hefðu verið ýktar, það var frekar að læknar reyndu að róa mannskapinn.
21 smit innanlands þrjú utan sóttkvíar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Október 2024
- Ágúst 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2016
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Nóvember 2014
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- September 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
Bloggvinir
- aslaugas
- agny
- annaeinars
- danna
- agustkara
- bookiceland
- contact
- einarborgari
- rlingr
- sagamli
- helga-eldsto-art-cafe
- bofs
- sade
- gusg
- noldrarinn
- hafthorb
- hhbe
- hlf
- diva73
- snjolfur
- ingaghall
- ingolfursigurdsson
- kreppan
- jaj
- islandsfengur
- nonniblogg
- nyja-testamentid
- thjodarskutan
- kristinnp
- loncexter
- marinogn
- sighar
- sigurduringi
- sushanta
- viggojorgens
- vilhjalmurarnason
- thorsteinnhelgi
- valli57
- tbs
Athugasemdir
Vel að orði komist! Flottur póstur
Óli (IP-tala skráð) 20.4.2021 kl. 15:36
Sæl Þórdís,
Er það ekki einkennilegt að orðið Covid þýðir bara flensa eða kvef samkvæmt AMA Encyclopedia of Medicine frá árinu 1989 (bls. 1051), svo og þar sem PCR- test-ið gerir alls ekki nein greinamun á kvefi, árstímabundinni flensu og Covid-19 eða hvað einhverjum eitrunum, auk þess þar sem að allt er keyrt á yfir 35 cycles er gefur 97% falska jákvæða niðurstöður (ccpgloballockdownfraud).
Þetta er örugglega auðveldasta leiðin til að koma á svona Covid-19 farsótt, ekki satt?
Heilbrigðisyfirvöld reyna gera allt til þess að halda þessari svokallaðri farsótt áfram gangandi, svo og þar sem að heilbrigðisyfirvöld eru í því að segja við heilbrigt fólk, að það sé veikt eða allt til þess eins að nauðga þjóðinni svona áfram. Síðan hafa þessir erlendu MSM- fjölmiðlar (mainstream media) verið að ljúga að okkur með nota myndir af öðrum atburðum:
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 20.4.2021 kl. 17:35
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 20.4.2021 kl. 17:55
Ættingi minn er veikur með flensueinkenni.
Fór í skimun, ekkert Covid, sem betur fer.
Vegna þess að skimunin var aðeins fyrir Covid verður þetta tilfelli sennilega ekki skráð sem neitt annað.
Er samt að öllum líkindum venjuleg inflúensa.
Guðmundur Ásgeirsson, 21.4.2021 kl. 00:31
Það væri áhugavert ef hann gæti farið og óskað eftir flensutesti, Guðmundur.
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 21.4.2021 kl. 09:37
Hann Elon Musk karlinn fór reyndar í fjögur PCR- test í röð sama daginn, nú og sama hjúkrunarkonan tók þessi PCR- test af honum. Í tveimur PCR- test-um var hann neikvæður og hinum tveim var á jákvæður."Something extremely bogus is going on. Was tested for covid four times today. Two tests came back negative, two came back positive. Same machine, same test, same nurse. Rapid antigen test from BD." https://twitter.com/elonmusk/status/1327125840040169472?lang=en)
Nú og ef fólk vill fjá jákvæða niðurstöðu úr svona PCR test-i, þá um að gera að fá sér cocacola drykk og fara í test, eins og þessi austurríski þingmaður sýndi þingmönnum og fjölmiðlum fram á:
Glas Cola auf Corona getetest.Antigen-Test,den die Bundesregierung für 67 Millionen Euro gekauft hat
COLA TESTS POSITIVE FOR COVID IN AUSTRIAN PARLIAMENT MP'S DEMONSTRATION
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 21.4.2021 kl. 11:30
Sjá einnig hérna :
PCR-prófið fyrir dómstólum - Lögmenn kæra (frá Ivo Sasek)
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 21.4.2021 kl. 11:57
Þú þarft að skrifa grein í blöðin Þorsteinn, með allt þetta sem þu ert með.
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 21.4.2021 kl. 12:06
Sæl Þórdís,
Er ekki að kommenta á þessa grein heldur að forvitnast hvort þú ert ekki á Telegram? Í fljótu bragði þá er ég ekki að sjá nafnið þitt og fínt væri kannski að hafa tölvupóstinn hjá þér er ekki heldur að finna hann hérna á blogginu hjá þér.
Er nefnilega hættur á öllum öðrum samskipta miðlum nema þá Tele.
kv, Þröstur
Þröstur (IP-tala skráð) 21.4.2021 kl. 14:10
er ekki á telegram, thordisbs@simnet.is
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 21.4.2021 kl. 17:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.