29.3.2021 | 13:36
Hin árlega flensa er horfin - R.I.P inflúensa 800 BC - 2020
Á vetri hverjum gengur inflúensan yfir norðurhvel jarðar á tímabilinu október til mars og er hún 23 mánuði að ganga yfir. Inflúensan er skráningarskyldur sjúkdómur og birtir landlæknisembættið tölurnar reglulega. En engar tölur hafa verið birtar eftir 9. viku 2020, eða í heilt ár, enda hafa engin tilfelli greinst síðan í apríl 2020. Staðfest af landlæknisembættinu:
Sæl Þórdís
Nei, engin tilfelli inflúensu hafa greinst á Íslandi frá því í apríl á síðasta ári.
Kveðja
Maríanna
Tölurnar á myndinni hér ofar eru frá nokkrum löndum og sýna þróunina. Því hefur verið haldið fram af sérfræðingum að sóttvarnir hafi komið í veg fyrir flensusmit og það um allan heim, en ekki í veg fyrir Covid. Nú kom til dæmis ekki grímuskylda á hér heima fyrr en nokkrum mánum eftir að Covid byrjaði. Er prófað fyrir flensu á landamærunum hér heima? Nei og hefur aldrei verið gert. Samt kemur engin flensa til landsins eins og gerst hefur síðastliðin 1000 ár eða svo. Og þessar tölur eru frá Bandaríkjunum, töluverður munur milli ára, ekki satt?
Síðan fann ég þessar færslur (myndir neðar) með þeirri skýringu að Covid væri ekkert annað en inflúensa: "Offically it´s a flu strain, nothing more....". Veit að þetta eru myndir af samfélagsmiðlum og hver sem er gæti hafa skrifað þetta (er að reyna finna viðkomandi) en er einhver vísindamaður til í að mótmæla þessum skrifum hjá aðila sem í það minnsta segist vera með doktorsgráðu í veiru-og ónæmisfræðum? Hvað nákvæmlega mæla þessi PCR próf og hvers vegna þykja þau ekki mjög nákvæm? Þau gera til dæmis ekki greinarmun á virku og óvirku smiti, þess vegna þarf oft að senda þá sem greinast smitaðir á landamærunum í mótefnamælingu.
Fyrst að flensan hvarf um allan heim á svipuðum tíma og um það leiti sem Covid-19 birtist, getur verið að Covid sé ekkert annað en slæm inflúensa og að það sé ástæðan fyrir því að þessi skráningarskyldi sjúkdómur sé með núll tilfelli frá því í apríl 2020 eða nánast í heilt ár?
En eftirköstin eru svo mikil og alvarleg vegna Covid" segja menn þá. Já, en á það ekki við um flensuna líka, sjá hér. Ég á til dæmis vin sem hefur aldrei jafnað sig eftir inflúensu sem hann fékk fyrir ca. 10 árum. Vírusinn fór í hjartað" eins og það kallast. Hvað vitum við um eftirköst slæmrar inflúensu? Hvað ef það hefðu birst viðtöl við fjölda manns í fjölmiðlum sem hafa veikst af slæmri inflúensu sem dregur marga til dauða á hverju ári? Hvaða mynd hefðum við þá í kollinum af alvarleika inflúensunnar?
Hér er frá WHO fyrir 2020 og 21, flensan kom aldrei aftur eftir viku 15.
p.s. fékk athugasemd um að tölurnar á FOX myndinni gæfu ekki rétta mynd. Það má vel vera og hana má hunsa. Það er nóg annað efni sem sýnir hvarf flensunnar. Það er engin þörf á ýkjum eða röngum tölum til að sýna þessa augljósu staðreynd.
Uppfært:
Flensan virðist þó enn vera til í Kína, en Covid horfið þar:
Uppruni smitanna þriggja óþekktur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Október 2024
- Ágúst 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2016
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Nóvember 2014
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- September 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
Bloggvinir
- aslaugas
- agny
- annaeinars
- danna
- agustkara
- bookiceland
- contact
- einarborgari
- rlingr
- sagamli
- helga-eldsto-art-cafe
- bofs
- sade
- gusg
- noldrarinn
- hafthorb
- hhbe
- hlf
- diva73
- snjolfur
- ingaghall
- ingolfursigurdsson
- kreppan
- jaj
- islandsfengur
- nonniblogg
- nyja-testamentid
- thjodarskutan
- kristinnp
- loncexter
- marinogn
- sighar
- sigurduringi
- sushanta
- viggojorgens
- vilhjalmurarnason
- thorsteinnhelgi
- valli57
- tbs
Athugasemdir
Covid er slæm inflúensa.
Það hefur legið fyrir allan tímann og er ekki fréttnæmt í dag.
Guðmundur Ásgeirsson, 29.3.2021 kl. 15:05
Nei Guðmundur, ekki gjaldfella þig með svona bulli.
Einu sinni fífl, ávallt fífl, þú gegnir þeirri stöðu að þegar þú ferð rétt með í þágu skjólstæðinga þinna, þá svarar áróðurinn ekki með rökum, hann þefar uppi dæmi sem draga trúverðugleik og dómgreind viðkomandi í efa.
Það er ekki bæði sleppt og haldið Guðmundur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 29.3.2021 kl. 16:42
Sæll Ómar. Ég botna hvorki upp né niður í þessari athugasemd þinni. Vilt þú meina að Covid sé ekki slæm inflúensa? Eða hvað ertu að meina?
Guðmundur Ásgeirsson, 29.3.2021 kl. 16:56
Guðmundur.
Frá fyrsta degi hafa bæði læknar, heilbrigðisyfirvöld sem og WHO tekið það skýrt fram að kóvid veiran og kóvid faraldurinn eigi ekkert skylt eða líkindi með flensu.
It is nota a flue sögðu örmagna ítalskir læknar, tóku þar með undir skilaboðin frá WHO. It is not af flue sögðu helstu sérfræðingar heimsins í smitsjúkdómum.
It is a flue sögðu þeir gráglettnu sem af einhverjum ástæðum kusu að gera lítið úr þessari farsótt, bera beina ábyrgð á dauða hundruða þúsunda, því þeir áttu þátt í þeirri múgsefjun sem fékk hægri sinnaða stjórnmálamenn til að bregðast ekki rétt við í upphafi faraldursins, til að aflétta sóttvörnum of snemma í sumar, til að bregðast of seint við í haust.
Það er ekki bæði sleppt og haldið Guðmundur.
Ég geri ekki athugasemdir við skoðanir Þórdísar, henni er frjálst að skrifa og segja það sem hún kýs.
Þú ert hins vegar opinber persóna hér á blogginu vegna starfa þinna fyrir Hagsmunasamtaka Heimilanna, þegar síst skyldi þá mun bullið elta þig uppi.
Þetta er ekki flensa, hvorki slæm eða góð.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 29.3.2021 kl. 18:28
Það er alltaf að koma betur í ljós, það sem margan grunaði í upphafi, að covid-19 er talnaleikfimi yfir kvef.
Annars vil ég þakka þér Þórdís fyrir málefnalega pistla þó svo að ekki séu þeir beint "mainstream".
Einhver verður jú að benda á það augljósa, rétt eins og drengurinn sem benti á keisarann um árið.
Magnús Sigurðsson, 29.3.2021 kl. 18:34
Blessuð Þórdís.
Þar sem ég sé hér að ofan að færsla þín er notuð sem réttlæting afneitunar, þá langar mig að benda þér á staðhæfingar sem eru augljóslega rangar.
Í fyrsta lagi þá býr nútímatækni yfir þeirri þekkingu að greina veirur, hvort sem það er veirur sem valda inflúensu, kovid, kvef eða annað. Þau rugla því ekki saman, ekki frekar en þegar menn efnagreina til dæmis hraunkvikuna í Geldingadal og finna út frumefni hennar, hvaðan úr möttlinum hún kemur og svo framvegis. Að halda öðru fram er afneitun á nútíma tækni og þekkingu.
Í öðru lagi þá vitnar þú í ómerkilegan áróður, annars vegar er tekin tala frá CDC (opinber stofnun í USA) sem áætlar flensusmit í USA á bilinu 39-56 milljónir, 38 miljón smita vissulega í lægri kantinum, en borið er saman við jákvæð sýni sem eru testuð á rannsóknarstofum. Augljóslega voru ekki tekin 38 milljón sýni í USA flensutímabilið 2019-2020.
USA TODAY er með fakttékk á svona bulli, þar má lesa réttar tölur.
"As COVID-19 raged last year, the seasonal flu all but vanished, according to data from the U.S. Centers for Disease Control and Prevention.
During the 2019 flu season from Sept. 29 to Dec. 28, the CDC reported more than 65,000 cases of influenza nationwide. During the same period this flu season, the agency reported 1,016 cases.".
Vissulega er þetta mikil lækkun, en það er mikill munur að bera saman 1.822 við sirka 100 þúsund test en 38 milljónir.
Í annari staðreyndatýnslu USA TODAY má lesa um flensudauðann 2019-2020; "Preliminary data from the CDC estimates that during the 2019-2020 season, the flu caused 22,000 deaths. However, this data is not final, and full estimates range from 24,000 to 62,000 deaths. Data from the CDC shows that more than 300 Americans so far have died from the flu since mid-May.".
Varðandi hærri töluna, það er 62. þúsund andlát, þá má líka lesa þetta dánartölur flensunnar; "The social media post in question states the nation should be seeing a surge of flu cases along with 60,000 flu deaths. However, according to data from the CDC, the only flu season since 2010 that saw near 60,000 deaths was 2017-2018, which had 61,000 estimated deaths. The next closest was 2014-2015, with 51,000 deaths.".
Þetta er dánartölur vegna flensu, eina vörnin er bólusetningar, aðrar sóttvarnir eru engar. Þegar fleiri deyja en færri, þá er talið að bóluefnið virki ekki gegn viðkomandi flensuafbrigði.
En ef þessi flensa er borin saman við kóvid, og í guðanna bænum láttu þér ekki detta í hug að vísindin kunni ekki að greina á milli, þá eru í dag yfir 562 þúsund Bandaríkjamenn dánir, þrátt fyrir gífurlegar samfélagslegar lokanir mest allt síðasta ár.
Það er vissulega rétt að flensan er næstum því horfin, en á því eru þekktar skýringar. Illvígu afbrigðin hafa í mörg mörg ár komið frá Austur Asíu (lesist Kína), í dag er lokað á öll ferðalög hennar. Síðan hafa umgangspestir verið í lágmarki vegna sóttvarna, ekki bara samfélagslegra lokana, heldur líka persónulegra sóttvarna eins og grímunotkunar og handþvottar.
Þetta á ekki bara við um flensuna heldur aðrar umgangspestir, upplýsingar um þetta lágu strax fyrir síðasta vor, landlæknir og sóttvarnalæknir hafa ítrekað greint frá þessu, einföld leit á Google leiðir þetta líka í ljós.
Ég ætla ekki að vitna í það, en mig langar að segja frá flensunni sem gekk hér fyrir austan í byrjun árs 2016. Hún var illvíg, fólk varð mikið veikt, margir fengu lungnabólgu. Ég slapp líklegast við lugnabólguna, varð samt illa veikur, kona mín fékk kalda lungnabólgu, telur sig ekki ennþá hafa náð sér. Bróðir minn veiktist mjög illa, fékk sjálfsofnæmi í kjölfarið, aðeins klukkustundarspursmál að hann lifði af. Móðir mín fékk líka lungnabólgu, þurfti sterka stera til að ná sér. Og faðir minn dó úr lungnabólgunni sem fylgdi flensunni, og fyrst ég minntist á bróður minn, þá þurfti hann súrefniskút til að koma í jarðarför hans.
Eigum við ekki að segja að ég og mín fjölskylda þekkjum flensuna af eigin raun.
Í vetur hefur engin flensa gengið hérna fyrir austan, aðeins tvær illskeyttar umgangspestar þar sem rúmur sólarhringur hefur farið í að tæma að ofan eða neðan.
Og það hefur enginn fengið kóvid heldur.
Enginn.
Það er engu að rugla saman, ekkert til að rannsaka, jafnvel þó Bakkabræður heimsins hafi yfirtekið allar rannsóknarstofur, þá hafa þeir ekki sýni til að rugla saman.
Það er bara svo Þórdís, þú ræður hvort þú birtir þessa athugasemd, og gerir við hana athugasemd, eða það sem betur færi, leiðréttir færslu þína hér að ofan.
Hún er í grundvallaratriðum röng, og blekkir þá sem trúa.
Ómar Geirsson, 29.3.2021 kl. 20:42
Auðvitað birti ég athugasemndina Ómar, ég er að óska eftir gagnrýni. En hvað segirðu um tölurnar hér heima, og efstu myndina og svo þessa frá WHO:
https://www.facebook.com/helgi.viggosson/posts/10223395878739080
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 29.3.2021 kl. 21:03
Og hér, ca. 60.000 þús manns fengu svínaflensuna, er talið. En núna er ekki eitt flensutilfelli?
https://www.althingi.is/altext/139/s/0867.html
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 29.3.2021 kl. 21:05
Hér er líka frá CDC (Center for disease control), og það má vel vera að FOX sé með einhvern áróður, veit að hún er hægri stöð en allar tölur sýna það sama, snarfækkun á flensu frá því að covid hófst.
https://www.cdc.gov/flu/weekly/index.htm
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 29.3.2021 kl. 21:23
ég bætti við stats frá WHO. ég er ekki að reyna að blekkja, tölurnar segja sitt, engin þörf á blekkingum.
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 29.3.2021 kl. 22:05
Þórdís.
Það er ekki deilt um það að flensu tilfelli, bæði hérna hafs og vestan, hafa snarfækkað. Það er ekki komin tala frá bandarísku sóttvarnarstofnuninni, ef ég má kenna CDC við það íslenska heiti, en talan um flensutékk á rannsóknarstofum sem USA Today birtir miðast við 29 sept til 29 des, þar sem Jan-mars eru aðal flensumánuðirnir þá er líklegt að þessi tala; 1.822 er rétt, en hún greinir aðeins frá jákvæðu testi út frá fjölda rannsakaðra sýna.
Fölsunin er að bera saman áætlaðan heildarfjölda smita annars vegar, og síðan fjölda jákvæðra rannsakaðra sýna, ef þú vilt fara rétt með, þá vitnar þú ekki í slíka fölsun.
Droppið er (til 29. des) er því frá 65.000 í 1.016, sem er náttúrulega hrun, sem ekki er um deilt. Myndin er hins vegar lygi, gerð til að blekkja.
Taflan frá WHO er hins vegar rétt eftir því sem ég best veit.
Þetta er hinn ókeypis ávinningur hinna ströngu sóttvarna við kóvid veirunni, líkt og snarfækkun umferðarslysa, vinnuslysa, alvarlegra öndunarsjúkdóma (minni mengun) sem má rekja til lokunar samfélaga, aukinnar "heimavinnu" og svo framvegis.
Samt dettur engum í hug að segja að tölur um andlát vegna mengunar hafi verið feik fram að kóvid, vinnuslys ofskráð eða vitlaust skráð og svo framvegis.
Alls staðar þar sem þessar tölur um hvarf flensunnar eru birtar, er það skýrt með afleiðingum sóttvarna við Kóvid, en kannski stærsta skýringin, lokunin á pestarbælið Kína, er ekki rædd, því það er víst rasismi að segja satt hvað það varðar.
Og þetta gildir líka um aðrar umgangspestir, þeim hefur snarfækkað, en hvort sem það er kvef eða flensa, þá eru þær ekki misgreindar sem kóvid. Nema hugsanlega á Nettröllasíðum sem eru sérstaklega hannaðar til að misleiða umræðuna, hvað svo sem því fólki gengur til sem kostar slíkar síður.
Svínaflensan hefur síðan mér vitanlega ekki gengið í mörg ár, kemur kóvid ekkert við.
Hins vegar Þórdís, þá þarf ég ekki einhverjar töflur til að átta mig á að flensan hefur ekki gengið í vetur, nema þá mjög takmarkað hér Austanlands. Það hefur bara enginn fengið flensu sem ég þekki, og það er ekki verið að tala um hana.
Engin vísindi þar að baki, aðeins reynsluheimur. Alveg eins og þessi bitri reynsluheimur fjölskyldu minnar síðan í mars 2016.
En hvort sem það er með vilja gert eður ei, þá hljómar færsla þín eins og að eitthvað alheimssamsæri sé í gangi að greina flensu sem kóvid, og samsekir séu þorrinn af vísindamönnum heimsins á sviði veiru og sóttfræða, vísindanemar því snemma í námi sínu í veirufræðum læra þeir að tæknina sem þarf til að greina veirur, og allt heilbrigðisstarfsfólk heimsins.
Finnst þér það líklegt??
En allavega lýgur reynsluheimur minn ekki, engin flensa og ekkert kóvid.
Þar með hefur flensan ekki verið ranglega greind sem kóvid, því það er ekki hægt að greina það sem ekkert er.
Og eitt enn, Fox er aldrei heimild, þar helgar tilgangurinn meðalið. Hins vegar er nóg til af hægrisinnuðum fjölmiðlum sem leggja metnað sinn í að fara rétt með. Leggja svo út frá staðreyndum, það mat getur síðan litast af viðhorfum þess sem greinir, og um það geta menn tekist á um.
Til dæmis kostnaðinn við að loka versus að láta faraldurinn ganga yfir, en að afneita faraldrinum, það er gjaldfelling á öllu öðru sem menn halda fram.
Og því miður gjaldfella margir sig þessa dagana.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 29.3.2021 kl. 22:21
Ég bætti við aths. vegna Fox myndarinnar, þú áttir við hana ekki satt?
Flensa hverfur ekki þrátt fyrir einhverjar lokarnir á milli landa, enda er aldrei alveg lokað, á meðan covid gerir það ekki, endalausar bylgjur og ný afbrigði. Flensan hefur alltaf borist á milli landa þrátt fyrir takmarkaðar samgöngur.
Ég hef séð þessa kenningu víðar, að covid sé inflúensu afbrigði, sbr innlegg. Ætla leita af meiru.
Að niðurgangspestir og annað minnki vegna hreinlætis er aftur á móti skiljanlegt. En ekki flensan. Til að mynda hafa verið frekar slakar aðgerðir í mörgum ríkjum USA.
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 29.3.2021 kl. 23:10
Kína hefur heldur aldrei verið alveg lokað og sama á við um flest önnur ríki:
https://www.traveloffpath.com/china-reopening-borders-for-international-flights-from-8-countries/
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 29.3.2021 kl. 23:16
Auðvitað er Kína ekki algjörlega lokað land, en þangað kemur enginn inn nema fara í sóttkví á landamærunum (sem skýrir árangur þeirra við að hindra seinni bylgjur), þar með eru Kínverjar ekki á flandri að óþörfu, þeir eru ekki lengur eins og engisprettur um allan heim.
Yfir 90% af flugferðum í heiminum hafa lagst niður, svo það þarf ekki að ræða það að smit milli landa og álfa eru brot af því sem var fyrir kóvid.
Í fakttékkinu hjá USA Today má lesa þetta um flensuna í USA, bólusetningin þar er lókal, skýrir ekki sannarlega fækkun í öðrum löndum nema þar sem svipuð aukning hefur orðið í bólusetningu;
"The same safety protocols advised for COVID-19, such as handwashing, mask wearing and staying at home, are thus also applicable to the flu, according to the CDC.
An uptick in vaccination may be another factor. The CDC stated that as of Dec. 4, 189.4 million flu vaccine doses were distributed throughout the nation, the highest ever recorded during a single influenza season. Flu vaccination among adults increased 46% — from 31.1 million administered in 2019 to 45.3 million as of Nov. 28. It is unclear, however, whether this trend represents an actual increase or whether more people are going to pharmacies to get vaccinated due to convenience and accessibility.
The claim in the post is rated as MISSING CONTEXT. This year has fewer flu cases than normal, but it is not "all COVID." The coronavirus pandemic likely is contributing to lower rates The restrictions put in place to reduce the spread of the coronavirus, as well as public health messages reminding people to get a flu shot, are likely reducing the spread.
Additionally, there are not 60,000 flu deaths annually in the United States. According to data reported by the CDC, since the 2010 season the number of annual flu deaths varies and the average sits around 30,000. Preliminary numbers show hundreds of deaths so far this flu season, though that likely will increase.".
Eitthvað er það, hún lætur minna á sér kræla, það er faktur, eins og ég segi, flensan kom ekki í vetur hingað austur, nema þá í flugulíki. Ekki frekar en kóvid, en gríman og sprittið komu sannarlega austur.
Vissulega eru slakar aðgerðir í mörgum ríkjum USA, en er það samt ekki bara eyland innan um þau ríki þar sem sóttvarnir eru almennar og harðar?? Sbr. sá sem lætur ekki bólusetja börnin sín tekur ekki mikla áhættu á meðan allflest önnur eru bólusett.
Kórónuveiran er ekki skyld flensuveirunni, þetta má lesa um hana á vísindavefnum; "Fjölskylda kórónuveira inniheldur sjö veirur sem sýkja menn. Auk veirunnar sem veldur COVID-19 tilheyra fjórar „kvefkórónuveirur“ fjölskyldunni og síðan tvær sem valda alvarlegum sjúkdómi í mönnum: SARS-kórónuveira (e. severe acute respiratory syndrome, SARS-CoV) og MERS-kórónuveira (e. Middle-East respiratory syndrome, MERS-CoV).".
Þeir sem halda öðru fram, vita í besta falli ekki betur.
Hef ekki hugmynd hvaðan fölsunin er komin, en að bera saman 1.822 jákvæð smit af 65 þúsund saman við 38 milljónir, er rangt, í besta falli mistök.
Kóvid er alvöru Þórdís, og það versta við hana er ekki dauðinn, heldur það að eiga á hættu að lifa veiklaður allt sitt líf vegna sýkingarinnar. Vissulega er það fylgifiskur flensunnar auk annarra vírussjúkdóma, til dæmis einkirningssóttar. En þetta er bara svo miklu víðtækara hjá kóvid sjúklingum vegna þess að hún ræðst á svo mörg líffæri, sem og þessi óþekkti faktor sem veldur alvarlegri síþreytu.
Þetta er ekkert grín, alvarlegir flensufaraldrar eru það ekki heldur.
Og sem betur fer mun mannkynið ekki lengur sætta sig við þá, svona núna þegar fólk veit að það er eitthvað hægt að gera í málunum.
Gott byrjunarskref væri samt að loka á Kína.
En svarið felst í þróun bólusetninga auk tækninnar að finna veirur og einangra þær. Núverandi sóttvarnir eru aðeins frumstæð leið, framfarirnar munu mælast með ljóshraða á næstu árum.
En það er ekki í boði að láta veirurnar drepa okkur á meðan, hvað þá foreldra okkar, afa og ömmur.
Ég held að fáir geri ágreining um það.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 30.3.2021 kl. 00:29
Takk fyrir að gefa þér allan þennan tíma í að skrifa hér.
Það þarf engar bólusetningar fyrir þá ungu og hraustu, ekki frekar enn í flensunni. Það þarf ekki að loka skíðasvæðun, það þarf ekki að stöðva lífið út af veiru sem er álíka skaðleg og flensa, ef þetta er þá ekki bara flensa!;)
Hér er annars frábær grein eftir ungan flugmann.
https://kjarninn.is/skodun/munu-sottvarnaadgerdirnar-kosta-fleiri-born-lifid-en-breska-afbrigdid-hefdi-gert/
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 30.3.2021 kl. 10:12
Mín var ánægjan Þórdís, takk fyrir spjallið.
Út frá málefnalegum svörum þínum held ég að við séum dús með fölsunina í myndinni hérna að ofan, og þú gerir heldur ekki ágreining um að nútímatækni kann að greina veirur, kovid getur verið slæmt kvef, en það er ekki samstofna flensu.
Það er hægt að hafa skoðun á skaðsemi hennar og allt er hægt að fullyrða. Það er annað mál hvort skoðanir manns standist staðreyndir, en ef maður trúir einhverju þá er slíkt alltaf aukaatriði.
Ég get alveg tekið umræðuna um skaðsemi sóttvarna versus að láta veiruna hafa sinn gang. Ætla hlífa þér við því en sú umræða á sér að sjálfsögðu tvær hliðar sem er hægt að leggja mat á en ekki að setja upp í staðreyndatöflu.
En sú umræða er alltaf töpuð hjá þeim sem afneitar beinum staðreyndum, hvort sem það er um alvarleik veirunnar sem er líklegast álíka skæð og smitsjúkdómar okkur voru fyrir frumbyggja Nýja heimsins, sem og að afneita hinum gífurlega samfélagslega kostnaði við að loka öllu og læsa misseri eftir misseri.
Sá sem hefur gaman að rökræðunni fellur aldrei í slíkar gryfjur.
En það er önnur saga.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 30.3.2021 kl. 11:24
Ómar, skoðaði Kína, einhver flensa enn þar en ekkert covid. Bætti við.
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 30.3.2021 kl. 12:17
Ég aðþakkaði covid-sprautu á föstudaginn.
Vildi samt að einhver gæti útskýrt fyrir mér Ct skalann.
Haukur Árnason, 30.3.2021 kl. 18:40
Sem segir aðeins að flensan lifir, ekkert annað Þórdís.
Þær veirur, sem eru fleiri en ein, skiptum í A og B stofn, verða áfram til þar til þeim verður útrýmt, þær gjalda ferðatakmarkana, samfélagslegra lokana, sem og persónulegra sóttvarna, en bíða færis engu að siður.
Ef þú lest upprunalegan pistil þinn Þórdís, og síðan síðustu athugasemd þína, það er að það er flensa í Kína, en ekkert kóvid, þá sérðu og skynjar áhrif málefnalegra umræðu. Vissulega hef ég notað mörg orð, og vissulega gat ég gert annað við tíma minn i gærkveldi eftir að ég henti inn pistli mínum, en mér fannst umræðan við þig þess virði.
Hafði gagn og gaman af og greinilega þá leiðist þér hún ekki siður.
Ég get alveg rætt þessi mál áfram, en vill ekki vera í þeirri stöðu að bögga þig, ég er langorður, hef alltaf verið.
Sitt sýnist hverjum en ég hygg að ég fái að sjá strákana mína spila fótbolta þegar líður á apríl, ekki sjálfgefið, veiran er ekki að gefa eftir og í mörgum löndum erum fyrirhugaðar slakanir á sóttvörnum slegnar af.
Þórólfur ákvað hins vegar að bjarga vorinu í fótboltanum, hvað mig varðar, hafi hann mikla þökk þar fyrir.
En við getum verið sammála um, að við erum ekki sammála, og þannig er það bara.
En kveðjan að austan engu að síður.
Ómar Geirsson, 30.3.2021 kl. 19:42
Ómar.
Ég held að þú hafir misskilið innlegg mitt. Mér finnst óþarfi að þræta um hvort COVID sé einhverskonar flensa eða hvað eigi að kalla það. Staðreyndin er sú að bæði COVID og inflúensuveiran eru kórónuveirur. Með þessu var ég alls ekki að reyna að gera lítið úr alvarleika málsins, eins og þú virðist hafa ályktað. Ég notaði ekki gildisfellandi orðalag eins og "smá flensa" eins og sumir, heldur sagði að þetta væri slæmur sjúkdómur. Hvort megi kalla hann flensu eða ekki finnst mér aukaatriði í því sambandi.
Varðandi skilgreiningu þína á mér sem "opinberri persónu" vegna starfa minna fyrir Hagsmunasamtök heimilanna, vil ég taka skýrt fram að viðvera mín hér á moggablogginu er persónulegs eðlis en ekki hluti af því starfi mínu. Ef þú ferð á mína bloggsíðu og skoðar "um höfundinn" muntu sjá að þar kemur fram skýr áskilnaður um þetta. Þegar ég nýti tjáningarfrelsi mitt til að skrifa eitthvað um mál sem eru algjörlega ótengd málefnum samtakanna þá eru það bara persónulegar skoðanir og alveg ótengdar samtökunum. Ég er ekki í vinnunni allan sólarhringinn.
Góðar stundir.
Guðmundur Ásgeirsson, 31.3.2021 kl. 00:14
Guðmundur.
It is not a flue, aftur og aftur endurtaka sérfræðingar þessa staðreynd og þar með hvorki góð eða slæm, þetta er bráðsmitandi og bráðdrepandi Sar veira, líklegast kominn úr dýraríkinu líkt og fyrri Sar veiran sem olli faraldrinum í Austur Asíu fyrir nokkrum árum, hennar nánasti ættingi sem fylgir okkur manninum er kvefpest.
"Slæm flensa" er frasi sem nýttur var til dæmis í Bandaríkjunum til að berjast gegn sóttvörnum sem dygðu, það er fjöldatakmarkanir og samfélagslegar lokanir.
Þessi frasi í athugasemd við pistil þar sem augljóslega er farið rangt með staðreyndir um tæknina við að greina veirur, og vitnað í fölsuð gögn, sérstaklega hönnuð til að blekkja fólk, er ekki hægt að túlka á annan hátt en að það sé verið að taka undir efni pistilsins, og hvort sem þú nýtir þér málfrelsi þitt eða ekki, þá losnar þú ekki við þá tengingu þegar þú ætlast til að verða tekin alvarlega í hagsmunastörfum þínum.
Hafi það ekki verið meining þín, þá blasti það ekki við þegar athugasemd þín er lesin. Ekki frekar en það blasi við hjá lögreglumanni sem skreytir sig með táknum sem tengjast rasisma, að hann meini ekkert með því.
Síðan hvort ég hafi óvart reist gálga fyrir bakarann skal ég ósagt látið.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 31.3.2021 kl. 08:44
Ég held áfram að lesa og skoða (ég vantreysti vísindamönnum eftir svínaflensuna sem var stórlega ýkt og ríki heims sátu uppi með birgðir af bóluefni), hér sá einhver sérstaklega ástæðu til að fakt-tékka facebook notanda sem sagði að læknir í New York hafi sagt að PCR testin gætu pikkað upp hvaða vírus sem er. Það er linkað á viðkomandi í fréttinni. Ég skoða oft sérstaklega það sem er fakt tékkað ;) Mér finnst skrítið að fólk skuli deila um heimsfaraldur. Ætti það ekki að vera óumdeilandlegt? Hef einnig séð sannfærandi gögn um að þessi PCR test hafi verið framleidd árið 2018. Skal finna. En hér er fakt tékkið.
https://www.reuters.com/article/uk-factcheck-swab-idUSKBN26R3DH
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 31.3.2021 kl. 10:08
og líka áhugavert að sjá hvað framleiðandi PCR prófa hefur að segja. Gúgglið.
So to start, it is very remarkable that Kary Mullis himself, the inventor of the Polymerase Chain Reaction (PCR) technology, did not think alike. His invention got him the Nobel prize in chemistry in 1993.
Unfortunately, Mullis passed away last year at the age of 74, but there is no doubt that the biochemist regarded the PCR as inappropriate to detect a viral infection.
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 31.3.2021 kl. 10:19
leiðrétt, ekki framleidd 2018 - heldur tilbúin til dreifingar.
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 31.3.2021 kl. 10:20
Sæl Þórdís,
Takk fyrir að benda á að þessa árstímabundnu flensan sé dauð. Í öllu þessu gleymist, að orðið covid þýðir bara einfaldlega flensa eða kvef, nú þar sem að allt er svona líka innilega vitlaust og heilbrigðisyfirvöld hér landi gera allt til þess eins að halda upp þessari svokölluðu farsótt, þá má reikna með svona niðurstöðum. Þar sem að heilbrigðisyfirvöld hafa ákveðið að notast við þessi PCR- próf, þar sem að þessi PCR- próf gera EKKI nein greinarmun á því hvort þú sért með kvef, árstímabundinni flensu, covid19 og/eða hvað þá þegar þú ert með einhverjar eitranir. Heilbrigðisyfirvöld hér ætla að vera áfram í því, að segja við heilbrigt fólk að það sé veikt. Þessar PCR- prófanir eru reyndar þekktar fyrir falskar jákvæðar niðurstöður, en þar sem að heilbrigðisyfirvöld vilja halda uppi þessari svokallaðri farsótt, þá verður passað sérstaklega vel uppá að gera ekki eina einustu könnun á því hvað mikið af þessum niðurstöðum séu raunverulegar falskar jákvæðar niðurstöður. Heilbrigðisyfirvöld vilja halda þessari svokölluðu farsótt svona áfram, svo að hægt sé að nauðga þjóðinni áfram og áfram.
KV.
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 31.3.2021 kl. 11:27
Blessuð aftur Þórdís.
Það sem þú vitnar í er feik, hannað handa fólki sem vill trúa, og spyr sig ekki einfaldra spurninga.
Hver er tæknin í dag, er líf mitt hluti af henni, eða vil ég frekar vera Amish.
Þú mátt vantreysta því sem þú vilt, en vantraust þitt breytir ekki einföldum staðreyndum, til dæmis um þekkingu mannsins varðandi sjúkdóma, að uppgötva og greina veirur, að sjá það minnsta sem við kennum við líf, eða það sem er ennþá minna, eindirnar sem mynda frumefnin.
Það er svo auðvelt að afla sér þekkingar í dag, þökk sé Gúgla og netheimum. En ef maður er latur, þá getur maður til dæmis horft á sjónvarpið, BBC gerði góða heimildarmynd um árdaga kóvid faraldursins.
Hins vegar er það iðnaður, fjármagnaður iðnaður, að bulla og rugla, og ef maður er svag fyrir því, þá er maður svag fyrir því. Finnur sér örugglega sálufélaga í netheimum sem eru sama sinnis.
Ég er til dæmis hrifinn af Could it be spurningunni sem vísar í algjöran snilling sem ár eftir ár getur selt History rásinni myndir sínar þar sem allt sem mannsandinn hefur afrekað, er tengt við aliens.
Algjör snillingur, I love it.
Hins vegar ert þú ekki í góðum félagsskap þegar menn eins og Þorsteinn bakka upp skrif þín.
Og þeir sem fjármagna ruglið og bullið, er fólkið sem ég síðast vissi til að þú berðist gegn.
Að ég taldi að þú ættir líf sem þyrfti að vernda.
Svona getur sá í neðra og hans pótintátar spilað með fólk.
Á meðan tútnar auður hinna Örfáu sem aldrei fyrr.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 31.3.2021 kl. 16:29
Hæ Ómar, hvað er feik?
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 31.3.2021 kl. 16:35
Allt sem þú sagðir um veiru testið er rangt.
Líklegast framleitt fyrir fólk vestra sem kýs að trúa því sem það vill trúa, svipaður falsiðnaður fóðrar það á svona meintum tilvísunum sem afneita kolefnisgreiningum, steingervingafræðum og svo framvegis, tilgangurinn að staðfesta ættartölur Gamla testamentisins, út frá þeim er aldur jarðar áætlaður um 4.400 ár. Svipað trend að ráðast á vísindin að baki þróunarkenningarinnar.
Í BBC heimildarmyndinni er rakið hvenær veiruprófin til að greina kóvid veirunar voru fyrst hönnuð í Kína, og hvernig einn af þeim vísindamönnunum sem hannaði slík próf, lak þeim til samstarfs manns síns í Ástralíu, hlaut kárínur fyrir af hendi yfirvalda.
Í seinni þættinum, sem fjallaði um fyrstu vikurnar vestra, var til dæmis minnst á að fyrsta veiruprófið sem kom frá sóttvarnaryfirvöldum var gallað, gaf ekki réttar niðurstöður, hugsanlega gæti það hafa verið fóður fyrir framleiðendur hinna meintu vísindagagna sem þú vitnar í.
Tæknin í dag Þórdís er komin á það stig, að menn fikta í erfðamengi veira, flytja á milli og svo framvegis. Þar á undan náðu menn töku á sambærilegri tækni varðandi frumur, sem eru margfalt stærri en veirur.
Það má vera að eitthvað hafi ekki verið öruggt 1998, og örugglega var einhver fyrstur þá.
Hvort sem hann er dáinn eður ei, þá er árið i dag 2021, á milli er tækniþróun sem tók aldir áður,
Enn og aftur, það er ekki gott fólk sem hannar og býr til þær upplýsingar sem þú ert að spá í.
En sá sem borgar þeim launin er sá sem sér hag í mannlegum hörmungum og upplausn samfélaga.
Hafðu það bak við eyrað.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 31.3.2021 kl. 17:53
ég sagði ykkur að googla um það sem framleiðandi þess sagði.
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 31.3.2021 kl. 18:25
https://www.info-direkt.eu/2021/03/31/oesterreichisches-gericht-kippt-urteil-pcr-test-nicht-zur-diagnostik-geeignet/
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 31.3.2021 kl. 20:20
Ef þessi frétt er ekki feik, þá reikna ég með að dómarinn hafi verið fullur, það er ekki flóknara en það.
Það er óþarfi að leita langt yfir skammt varðandi veiruprófin, áreiðanleika þeirra versus galla.
Við Íslendingar eigum menntað fagfólk á þessu sviði, einn meir að segja hélt út bloggi hérna á Moggablogginu.
En vísindavefurinn reynir að halda spurningum til haga og koma með svör.
Þar vart spurt um áreiðanleik veiruprófa, og hér er linkur á svarið;
https://www.visindavefur.is/svar.php?id=79865
Eins var spurt um hvernig eru veirur greindar í mönnum og linkurinn er hér.
https://www.visindavefur.is/svar.php?id=78938
Einfalt, auðskilið.
Líka í Austurríki.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 31.3.2021 kl. 21:35
Samt féll þessi dómur Ómar, fjallað um þetta í þýsku tímarit líka. Og sýnist númer dóms o.fl. vera þarna líka. kveðja að sunnan ;)
https://reitschuster.de/post/sensations-urteil-in-oesterreich-pcr-test-nicht-zum-infektions-nachweis-geeignet/
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 31.3.2021 kl. 21:52
Ómar.
"Ekki frekar en það blasi við hjá lögreglumanni sem skreytir sig með táknum sem tengjast rasisma, að hann meini ekkert með því."
Sá lögregluþjónn gerði þetta í vinnunni, sem er ekki í lagi.
Ég er ekki í vinnunni allan sólarhringinn og hvað sem ég kann að skrifa á bloggi um óskyld mál kemur þeirri vinnu ekkert við.
Varðandi ummælin í innleggi mínu hér að ofan sem virkuðu greinilega eitthvað öfugt á þig, held ég að það sé frekar misskilningur heldur en annað. Ég er ekki með sérþekkingu á læknisfræði eða veirufræði og ef eitthvað var ónákvæmt í orðalagi biðst ég velvirðingar á því.
Veiran og faraldurinn eru slæm. Það var eini punkturinn.
Kveðja að sunnan. :)
Guðmundur Ásgeirsson, 31.3.2021 kl. 22:10
Ókei, fréttin er ekki feik, ekki að þessi reitschuster sé einhver áreiðanleg heimild, þarf ekki nema eitt klikk á hausinn til að sjá að þetta er eins manns fjölmiðill, eitthvað sem svona dagsdaglega er kallað áróður.
En linkurinn er ekki feik og hvað getur maður sagt??
Ekkert sem útilokar að dómarinn hafi verið fullur, eða í sama annarlegu ástandinu og dómarinn sem sýknaði glæpamennina sem veittust af 2 lögreglumönnum hér um árið á þann hátt að á tímabili óttuðust þeir um líf sitt. Sýkn vegna þess að ekki var hægt að sanna hvaða einstaklingur greiddi hvaða högg, svona snilld er ekki hægt að útskýra nema með annarlegu ástandi dómara eða þá úrkynjun lögfræðinnar sem fræðigreinar.
Þekki ekki til greininga í Austurríki, reikna með að hún sé á svipuðu level og hér, og eins og ég sagði hér að ofan, þá má lesa um þessi próf á link Vísindavefsins, þar er lagt mat á áreiðanleik þeirra og hve vel þessi tækni nær að tækla veirusýkingar.
Ég nennti ekki að lesa sjálfan dóminn, átta mig því ekki á hvort austurrísk heilbrigðisyfirvöld hafi klúðrað framkvæmd veiruprófa miða við kröfur WHO, eða hvort WHO mæli ekki með slíkum prófum, en slíkt væri þá ákaflega skrýtið. Eitthvað sem væri þá örugglega í umræðunni hjá íslenskum vísindamönnum og heilbrigðisstarfsmönnum.
Því það er þannig Þórdís, að þekking er í stöðugri þróun, hún á sér sín öngstræti og annað, en það er ekkert samsæri í gangi um að hundsa suma þekkingu eða fara vísvitandi rangt með.
Það eru órar að láta sér detta slíkt í hug.
En ég bað Gúgla frænda um að þýða greinina í 24 report, og þar hnaut ég um þessa setningu; sem hugsanlega skýrir margt hjá mörgum; "Only recently, the renowned Professor John Ioannidis found that the mortality rate from SARS-CoV-19 infection is only 0.15 percent - and exactly the same as that of the annual flu"., feitletrunin er mín.
Ég athugaði að sjálfsögðu hvort þessi prófessor John Ioannidis væri hugarfóstur manna á Steina línu, en komst að því hann er virtur hjá Stanford, og vitnað er í skýrslu sem hann vann og birt var hjá WHO. Ekki veit ég hvort hann er ennþá prófessor eða hafi verið rekinn með skömm, en honum til vorkunnar þá má taka fram að rannsókn hans var unnin í vorlok, og blessaður maðurinn veðjaði á vitlausan hest þegar hann hélt að faraldurinn væri að baki.
Hann skýrir dauðsföllin á hjúkrunarheimilum með því að þau hafi ekki verið varin, jafnvel hafi veikir sjúklingar verið sendir þangað, en hefði þau verið varin, þá hefðu ekki svo margir fallið segir hann, svona svipað og í venjulegri flensu.
Ókei, þegar ég eyddi lungað af fyrrakveldi í að afla mér upplýsinga um dauðsföll meðal heilbrigðisstarfsfólks í USA eða UK vegna inflúensu þá fann ég hvergi slíka tölfræði, en allar greinar þar sem minnst var á dánartíðni, þá fjölluðu þær um að bólusetning starfsfólks dragi úr líkum á að aldraðir á hjúkrunarheimilum og spítölum dæju vegna flensunnar. Markmiðið var allavega að reyna koma bólusetningum yfir 50% hjá starfsfólkinu.
Í þessu er mikil mótsögn fólgin, annars vegar er eina vörnin á flensutímum að biðja starfsfólk um að bólusetja sig, hins vegar er fjöldi dauðsfalla meðal aldraða vegna kóvid útskýrð að hjúkrunarheimili hafi ekki verið varin, og jafnvel veikir einstaklingar sendir þangað. Flensan annars vegar þá mætir starfsfólk jafnvel veikt í vinnu, eða það var fullyrt í flestum þessum skýrslum sem ég gluggaði í.
Samt ber prófessorinn saman flensu og kóvid, og bara þetta eitt bendir til þess að þó hann sé prófessor, þá sé hann ekki vel gefinn.
Einnig ber hann saman dánartölur óhefts flensufaralds á ársgrundvelli við dánartölur kóvid veirunnar frá max 3 mánuðum, megnið af tímanum er mjög strangar samfélagslegar lokanir í stærstu borgum landsins sem og í öllu þéttbýlum ríkjum þess. Og þegar hann semur skýrslu sína með þessari niðurstöðu, þá eru þessar þriggja mánaða dánartölur kóvid veiruannar um það bil 6-faldar á við meðal flensuvetur.
Núna þegar kóvid árið er liðið, þá eru þær tæplega 30 faldar, þrátt fyrir annars vegar óheftan faraldur flensunnar og hins vegar kóvid faraldar þar sem allt hefur verið meira og minna lokað síðustu 12 mánuðina, mis strangt þó.
Þetta kallar maður faglegt sjálfsmorð.
Ég ef það ekki Þórdís að þú munir halda áfram að fullyrða að kóvid sé eins og flensa, og getur vísað í prófessor John, en ef þú átt nettóeign uppá segjum til dæmis 15 milljónir, myndir þú taka því að þú væri sögð jafnvel stæð og manneskja sem á nettóeign uppá 400 milljónir??
Eða það væri jafn leikur ef þú værir í reiptogi á hverfisskemmtun og í þínu liði væru 6 manns, en í hinu 150 manns??
Það þarf mikla trú til að slökkva á þeirri dómgreind, en sú trú er til staðar á kóvid tímum.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 31.3.2021 kl. 23:35
Guðmundur, ég held að það sé jafn naví að skreyta sig með þekktum táknum um rasisma, og segjast ekki hafa hugmynd um merkingu þeirra, hvort sem maður er í vinnunni eður ei. Ekki að það getur alveg verið rétt, en fyrsta hugsunin hjá þeim sem sjá slík tákn er ekki að spá í hvort viðkomandi sé fáfróður eður ei.
Síðan hef ég ekki hugmynd um hvað ég ætti að hafa misskilið í máli þínu, það var ekki beint langt, aðeins tvær setningar, báðar rangar.
Hins vegar er það rétt að veiran og faraldurinn er slæmur, og því miður þá virðist mannsandinn ekki ná að setja þann kraft í framleiðslu bóluefna að það dugi til að bólusetja heimsbyggðina hratt og vel. Sem þýðir að við ain´t see nothing yet, við eigum á hættu að fram komi stökkbreytt afbrigði sem núverandi bóluefni virka ekki á og þar með aftur á byrjunarreit. Á meðan mallar skaðinn af öllum samfélagslegum lokunum, ásamt hinni stöðugu ógn.
Hins vegar ætla ég ekki að láta það uppi hvort ég hafi viljandi verið að hengja bakara eður ei, það er náttúrulega svo margt skrýtið í kýrhausnum segjum við Viðfirðingar.
Síðan þarft þú ekki að biðja mig velvirðingar á neinu Guðmundur, þú hefur örugglega döngunina og kraftinn til að standa fyrir málstað þínum í umræðunni þó einhverjum dytti í hug að kasta skítnum af óskyldu tilefni.
Þá tekur þú bara Ástu Lóu á þetta.
Svona eins og hún flengdi Helgu Völu.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 31.3.2021 kl. 23:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.