Leita í fréttum mbl.is

Starfsmaðurinn fylltist öryggiskennd eftir neikvætt PCR próf!

harpaUpplýsingafundi vegna nýs smits hjá starfsmanni Landspítalans og sóttkvíar annarra þar af leiðandi, var að ljúka. Starfsmaður þessi fór  á tónleika í Hörpu í gærkvöldi og því stendur yfir smitrakning meðal annarra tónleikagesta. Athygli vakti í lokin spurning fréttakonu RÚV til Þórólfs: ,,Rauf starfsmaður spítalans einangrun með því að fara á tónleikana í Hörpu?" Fréttakona virtist vita eða telja að starfsmaðurinn ætti bókaðan tíma í sýnatöku og niðurstaða lægi því ekki fyrir. Þórólfur sagði þá að starfsmaðurinn hafi ekki verið búinn að bóka tímann en hafi fengið neikvæða niðurstöðu úr sýni nokkrum dögum áður og við það hafi viðkomandi fyllst öryggiskennd!

En átti starfsmaðurinn eftir að fara í síðari sýnatökuna? Það er eitthvað sem vantar inn í söguna. Ef starfsmaðurinn var búinn að fá neikvætt svar nokkrum dögum fyrir tónleikana, var hann samt smitaður og því fer nú fram smitrakning? Var það sýnataka eitt eða tvö? ,,Þau sem hafa ekki verið bólusett þurfa að fá tvær neikvæðar niðurstöður með viku millibili áður en þau losna úr sóttkví."

Fundi var slitið fljótlega, heyrðist að sóttvarnarlækni hafi vafist þarna tunga um tönn. En hann virtist hafa miklar áhyggjur af nýrri bylgju og hópsmiti.

Síðan væri áhugavert að vita hvers vegna þessi starfsmaður spítalans var ekki bólusettur; er það læknir, hjúkrunarkona eða...? Og eins með tilliti til þess hvort hann eða hún hafi rofið einangrun eftir að fyllast öryggiskennd eftir neikvæða niðurstöðu úr (fyrri?) sýnatökunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband