Leita í fréttum mbl.is

Hvað þýða nýju sóttvarnarlögin?

alþingiFrumvarp heilbrigðisráðherra um breytingar á sóttvarnalögum var samþykkt 04.02.2021 með fjörutíu og sjö samhljóða atkvæðum.

Veist þú hvaða breytingar voru að eiga sér stað?


Svandís heilbrigðisráðherra sagði að "Verið sé að tryggja betur réttindi borgara og skýra með afgerandi hætti þau hugtök og ráðstafanir sem verið er að beita."


Sjá: https://www.visir.is/g/20212069648d/breytingar-a-sottvarnalogum-samthykktar

 

Hvað er átt við þegar hún segir að "verið sé að tryggja betur réttindi borgara"? 

 

Hér eru nokkur brot úr þessum lögum um skyldubólusetningar og aðrar ný lögleiddar aðgerðir:

 

  1. Afkvíun: Takmarkanir á för milli byggðarlaga, landshluta eða til eða frá landinu. Afkvíun tekur almennt til svæða eða er beint að stórum hópi fólks.

 

  1. Inngrip: Götun eða skurður í húð eða ísetning áhalds eða framandi efnis í líkamann eða rannsókn á líkamsholi. Með inngripi er ekki átt við læknisrannsókn á eyra, nefi og munni, hitamælingu með eyrna-, munn- eða hörundshitamæli, eða hitamyndatöku, heilbrigðisskoðun, hlustun, ytri þreifingu, sjónuspeglun, töku þvag-, saur- eða munnvatnssýnis utan frá, mælingu blóðþrýstings utan frá eða hjartalínurit.
       
  2. Ónæmisaðgerð: Skipulögð aðgerð sem örvar ónæmiskerfið til að halda smitsjúkdómi í skefjum í samfélaginu, svo sem með bólusetningu eða gjöf mótefna.

 

  1. Sótthreinsun: Heilbrigðisráðstafanir til að óvirkja eða drepa flestar örverur, hvort sem það er gert með efnafræðilegum eða eðlisfræðilegum aðferðum. Það á við um húð, yfirborð flata eða í eða á farangri, farmi, gámum, farartækjum, vörum og póstbögglum.

 

Athugið að "inngrip" og "ónæmisaðgerð" (bólusetning) er ekki það sama. Hvað er þá "inngrip" nákvæmlega? 

 

Hér eru nokkur brot úr því hverning þessum nýju lögum verður framfylgt:  

Sóttvarnalæknir getur leitað aðstoðar lögreglu við að framfylgja ákvörðunum sem teknar eru samkvæmt þessari lagagrein, eftir atvikum með líkamlegri valdbeitingu beri nauðsyn til.

Stjórnvaldsákvörðun um aðgerðir samkvæmt þessari lagagrein er kæranleg til ráðherra feli hún ekki í sér sviptingu frelsis. Kæra frestar ekki framkvæmd ákvörðunar.

Þá má að kröfu sóknaraðila skylda varnaraðila til að afhenda vegabréf sitt meðan á frelsissviptingu stendur ef hætta þykir á að hann muni reyna að yfirgefa landið. 

 

Hér má sjá breytingarnar í heild sinni á vef alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/0865.html

 

Hér má sjá lögin frá 1997: https://www.althingi.is/lagas/nuna/1997019.html

 

 

Eftir að hafa lesið yfir þessi gögn:

 

1) Hefur þú heyrt einhverja alvöru umræðu í fjölmiðlum um þessi atriði hér að ofan? 

 
2) Finnst þér eðiliegt að þingmenn hafi samþykkt þessi lög með fjörutíu og sjö samhljóða atkvæðum?

 

3) Finnst þér þessi lög hafa verið samþykkt á þeim grundvelli sem þau voru kynnt af Svandísi í fjölmiðlum "til að tryggja betur réttindi borgara"? 

 

4) Ert þú ánægð/ur með þessa lagasetningu?

5) Eru þessi lög brot á ákvæðum stjórnarskrárinnar og/eða mannréttindasáttmálans?

,,Mikilvægt er að fram komi að heimildir sóttvarnalaga til skerðingar á réttindum, samkvæmt ákvæðum stjórnarskrárinnar og mannréttindasáttmálans...(sjá meira)" sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra m.a. þegar hún mælti fyrir frumvarpinu á Alþingi.

Sjá: https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2021/02/08/Breyting-a-sottvarnalogum-samthykkt-a-Althingi/

6) Er Ísland ennþá lýðræðisríki eftir þessa lagasetningu?

 Og eru þetta ekki annars lög til langframa?

xd


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband