Leita í fréttum mbl.is

En að stinga saklausu fólki í fangelsi?

,,Er út­lit fyr­ir að þeir sem neita að fara í sýna­töku við kom­una til lands­ins verði skyldaðir í far­sótt­ar­hús?

„Við erum að skoða laga­grund­völl­inn fyr­ir því. Það er auðvitað mik­il­vægt að hann sé skýr. Svo  er verið að skoða fleiri út­færslu­mögu­leika eins og að gera kröfu um nei­kvætt Covid-sýni sem er þá tekið í land­inu sem viðkom­andi kem­ur frá, áður en hann legg­ur af stað,“ seg­ir Svandís. Ákvörðunin verður tek­in í þess­ari viku."

Hvað með að kanna í leiðinni hvort það sé löglegt að stinga saklausu fólki í fangelsi?  Svona fyrst þið eruð komin hálfa leið til Kína. 


mbl.is Skoða hvort farsóttarhúsaaðferðin sé lögleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er löglegt samkvæmt 15.grein sóttvarnarlaga frá 1997 að setja grunaða smitbera í einangrun.

Vagn (IP-tala skráð) 12.1.2021 kl. 14:41

2 Smámynd: Þórdís Björk Sigurþórsdóttir

Nei lestu lögin betur, á við um þegar menn eru sjúkir.
 15. gr.
 Ef maður, haldinn smitsjúkdómi, fellst ekki á að fylgja reglum um umgengni við aðra eða rökstuddur grunur er um að hann hafi ekki fylgt slíkum reglum getur sóttvarnalæknir ákveðið að hann skuli lagður inn á sjúkrahús í einangrun eða að hann skuli einangraður með öðrum hætti.

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 12.1.2021 kl. 15:03

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er munur á því að vera í "einangrun" á strjálbýla Íslandi og vera læstur inni í litlu herbergi með lögregluvaldi í tvær vikur.

Samkvæmt 15. gr. sóttvarnalaga er það skilyrði fyrir einangrun að viðkomandi sé haldinn smitsjúkdómi. Þess vegna getur sú heimild aldrei átt við um fullfrískt fólk og ekki heldur þó jafnvel sé grunur um smit, ef það er ekki sannað. Eina leiðin til að sanna það er með sýnatöku en ekki er hægt að skikka neinn í læknisrannsókn án þess að brjóta mannréttindi. Jafnvel þó staðfest væri að einstaklingur sé smitaður er ekki heldur hægt að skikka hann í einangrun gegn vilja sínum án dómsúrskurðar. Sjá 67. gr. stjórnarskrár og 5. mgr Mannréttindasáttmála Evrópu.

Guðmundur Ásgeirsson, 12.1.2021 kl. 15:37

4 Smámynd: Hrossabrestur

Ef að þessar sóttvarnir eru svona voðalega mikið lögfræðilegt vandamál, er þá ekki bara einfaldasta leiðin sú sem Danir fóru, farþegar framvísi innan við 24 tíma gamals skimunarvottorðs áður en þeir fá að fara upp í flugvél?

kv hrossabrestur.

Hrossabrestur, 12.1.2021 kl. 18:04

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ef það væri nú einhver málefnaleg ástæða til að setja í lög að hægt sé að svipta fólk frelsi vegna gruns um smit, þá myndi kannski gegna öðru máli. Ef til dæmis kæmi upp raunveruleg drepsótt, ekki bara flensa sem drepur einn af hverjum þúsund sem fær hana. 

Hvenær ætli geðbiluninni linni? Ætli það taki hundrað ár eins og í galdrafárinu?

Þorsteinn Siglaugsson, 12.1.2021 kl. 20:11

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hrossabrestur.

Hugmynd þín breytir engu um réttarstöðuna. Það er jafn ólöglegt að skikka fólk í læknisrannsókn utan landamæranna eins og við þau.

Þetta er ekki "lögfræðilegt vandamál" heldur sjaldgæft og skínandi dæmi um að lögum takist að þjóna þeim tilgangi sínum að vernda hinn almenna borgara fyrir gerræðislegri valdbeitingu af hálfu stjórnvalda.

Guðmundur Ásgeirsson, 14.1.2021 kl. 15:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband