Leita í fréttum mbl.is

Góður árangur og gluggagægir í lögreglunni!

löggan,,Hvergi í Evr­ópu eru jafn fá kór­ónu­veiru­smit á hverja 100 þúsund íbúa og á Íslandi sam­kvæmt töl­um evr­ópsku sótt­varna­stofn­un­ar­inn­ar í morg­un."

Gott að heyra. Gæti lögreglan þá snúið sér að brýnni verkefnum en að gægjast inn um glugga í heimahúsum?

En þessi lögreglumaður/varðstjóri (nr. 0122) á neðri myndinni kom ásamt þremur öðrum lögregluþjónum að heimili mínu sl. föstudagskvöld. Þeir vildu vita hversu margir væru samankomnir og báðu um að fá að koma inn. Ég steig út fyrir og spjallaði við þá en hleypti þeim ekki inn. Tók þá einn þeirra upp á því að gægjast inn um gluggann í von um að sjá hversu margir væru samankomnir. Ég náði þessari ágætu mynd sem verður kannski síðar táknræn fyrir þann tíma sem við upplifum nú. 

Varðstjórinn (sem einnig setti fótinn inn fyrir heimilisdyrnar til að koma í veg fyrir að ég gæti lokað dyrunum) veit að sjálfsögðu að þetta er brot á stjórnarskrá Íslands en þegar vírus sem smitar út yfir gröf og dauða  er annars vegar að þá virðist sem  stjórnarskrárvarinn réttur eins og  friðhelgi heimilisins sé fokinn út í veður og vind. Skyldi Víðir vera stoltur af Gluggagægi?

Varðstjórinn tilkynnti áður en hann yfirgaf svæðið að mér bæri að segja rétt og satt frá og að ég ætti rétt á lögfræðingi. Reikna því með því að hann gefi út kæru. Gæti orðið áhugavert.

0122


mbl.is Ísland í fyrsta sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þú þarft að hafa samband við blaðamenn vegna þessa máls. Þetta er klárlega fréttaefni.

Þorsteinn Siglaugsson, 22.11.2020 kl. 18:07

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Varstu að halda partí?

Guðmundur Ásgeirsson, 22.11.2020 kl. 21:21

3 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Er verulega brugðið út af þessu.

Bestu kveðjur.

Guðjón E. Hreinberg, 23.11.2020 kl. 01:25

4 Smámynd: Sigurður Antonsson

Stend með þér ÞÓrdís eins og Þorsteinn. Hér er verið að ganga of langt, en því miður alltof oft sem það skeður. Við erum andófsmenn eflaust í augum einstakra en þannig eru þeir víða út um heim. Friðsamleg skoðanaskipti með frjálsum fjölmiðlum. 

Sigurður Antonsson, 23.11.2020 kl. 12:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband