Leita í fréttum mbl.is

Þau eru samt betri....

En segir það sig ekki sjálft að matvæli sem ekki hafa verið úðuð með eitri séu betri fyrir líkamann en þau eitruðu? Og hvað með kjúklinga og kalkúna sem eru á fúkkalyfjum allan ársins hring til að koma í veg fyrir sýkingar?
Fyrir mitt leiti, þarf engar rannsóknir til að sýna fram á að matvæli sem ekki hafa verið úðuð með eitri eða fyllt af fúkkalyfjum séu betri fyrir heilsuna!
mbl.is Lífræn matvæli ekki næringarríkari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rétt athugað hjá þér, enda er þetta ekki rannsókn, heldur endurskoðun á eldri skýrslum, fjármögnuð af tóbaksiðnaðinum.

sjá:

http://www.naturalnews.com/037108_Stanford_Ingram_Olkin_Big_Tobacco.html

Kv. Elli

Elli (IP-tala skráð) 29.10.2012 kl. 11:04

2 identicon

Það fer eftir tegundinni og smekk hvað er gott og ekki gott.

Ég vill frekar safaríka bringu af almennilegum kjúkling með smá fúkkalyfjum, en horað örverpi með salmónellu, eins og á Íslandi. Bestu kartöflur sem ég hef borðað eru á Spáni. Besta yogurtin er þar líka. Það eru til ógrynni tegunda af jarðarberjum á markaðnum og mjög ólík á bragðið.

Þetta fer allt eftir tegund.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 29.10.2012 kl. 11:29

3 Smámynd: Þórdís Björk Sigurþórsdóttir

Varla verða kjúklingarnir feitir og safaríkir af fúkkalyfjum, hlýtur að fara eftir því hvað þeir éta! Ég er heldur ekki að tala um hvað sé gott á bragðið, heldur hvað er best fyrir heilsuna.

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 29.10.2012 kl. 12:01

4 identicon

Sjálf er ég ekki hrifin af þessari "lífrænu byltingu" því ég held að oft sé verið að selja fólki orðin tóm og láta það borga offjár fyrir ímynd sem kannski er lítil innistæða fyrir.

Ég má hins vegar til með að tjá mig um kjúklingana sem V. Jóhannsson minntist á. Kjúklingar stækka ekki af fúkkalyfjum. Þeir verða óeðlilega stórir þegar þeim eru gefnir sterar. Það er mun vafasamara fyrir fólk að neyta kjöts af dýrum sem hafa verið sprautuð með sterum heldur en með sýklalyfjum.

Á íslenskum kjúklingabúum eru fuglum ekki gefnir sterar og eftir því sem ég best veit þá er stöðluð sýklalyfjagjöf ekki leyfileg (þarf samt að leita mér meiri upplýsinga um það). Þrátt fyrir það er sýkingatíðni í íslenskum alifuglum með því lægsta sem þekkist og hér eru salmonellusmit til að mynda mun sjaldgæfari en í flestum löndum Vestur Evrópu.

Þessi útlenski draumakjúklingur sem V. Jóhannsson lýsir er því mun líklegri til að vera með salmonellu heldur en íslenskur kjúklingur, og ef bringurnar á honum eru svo stórar að þær eru farnar að sigra náttúrulögmál þá eru sennilega sterar í honum líka.

Ég segi því bara: Verði þér að góðu V. Jóhannsson, en sjálf kýs ég frekar íslenska kjúklinginn.

Lena (IP-tala skráð) 29.10.2012 kl. 14:30

5 Smámynd: Sveinn Ríkarður Jóelsson

Er hefðbundinn landbúnaður sjálfbær til lengri tíma? Ég er viss um að lífrænu staðlarnir færa landbúnað nærri því marki en óhefðbundnar aðferðir.

Ég skil ekki þessa nærgingarinnihaldsbilun alltaf. Fyrir mér er þetta spurning um að borða siðlegar (ethical) afurðir og það eins siðlegar og unt er hverju sinni.

Sveinn Ríkarður Jóelsson, 29.10.2012 kl. 15:05

6 identicon

Sko Ella, honum tókst að tengja einhverja rannsókn sem ekki passaði við fullkomnu myndina hans við stóru vondu olíufélögin. Nú líður Ella vel.

Gulli (IP-tala skráð) 30.10.2012 kl. 08:50

7 identicon

tóbaksfélögin átti þetta að vera - þó hann sé nú örugglega með tengingu við olíufélög þarna líka.

Gulli (IP-tala skráð) 30.10.2012 kl. 08:51

8 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

"Vísindi" valdaelítu-mafíu heimsins eru án nokkurs vafa lífshættulegar lygar, og öfgaáróður er ekki síður hættulegur.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 30.10.2012 kl. 09:31

9 Smámynd: Sigríður Lárusdóttir

Eiturefni eru misjöfn og leyfi til notkunar þeirra sömuleiðis.  Þau brotna niður á vaxtartímanum að mestu eða öllu leyti eftir tegundum.  Þess vegna er ekkert síðra að fá mat frá löndum með strangar reglur um notkun þessara efna. 

Sigríður Lárusdóttir, 31.10.2012 kl. 14:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband