23.1.2011 | 15:08
Bissness fyrir Vesturlönd
Matarskortur í þriðja heiminum hefur lengið verið sögð ástæða þess að fyrirtæki á vesturlöndum eins og Monsanto þurfi að stunda erfðabreytingar, bissness sem hefur verið stundaður í mörg ár án þess að mataröryggið hafi aukist, hefur farið versnandi þrátt fyrir þessa tækni. Fyrirtæki eins og Monsanto kaupa sér rétt á erfðabreyttum fræjum og selja til bænda í þriðja heiminum, nokkuð sem margir bændur þar hafa ekki efni á. Þetta er spurning um hagnað stórfyrirtækja á vesturlöndum en ekki mataröryggi í þriðja heiminum.
Heimurinn þarf erfðabreytt matvæli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Október 2024
- Ágúst 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2016
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Nóvember 2014
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- September 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
Bloggvinir
- aslaugas
- agny
- annaeinars
- danna
- agustkara
- bookiceland
- contact
- einarborgari
- rlingr
- sagamli
- helga-eldsto-art-cafe
- bofs
- sade
- gusg
- noldrarinn
- hafthorb
- hhbe
- hlf
- diva73
- snjolfur
- ingaghall
- ingolfursigurdsson
- kreppan
- jaj
- islandsfengur
- nonniblogg
- nyja-testamentid
- thjodarskutan
- kristinnp
- loncexter
- marinogn
- sighar
- sigurduringi
- sushanta
- viggojorgens
- vilhjalmurarnason
- thorsteinnhelgi
- valli57
- tbs
Af mbl.is
Erlent
- Handtekinn fyrir njósnir í bandaríska sendiráðinu
- Hefur áhyggjur af notkun eldflauganna
- Herra Volvo er genginn
- Sakar dómstólinn um gyðingahatur
- Merkel segir Trump heillaðan af einræðisherrum
- Hótar Bretum og Bandaríkjamönnum
- Hættir við að reyna að verða ráðherra Trumps
- Segir að Rússar séu að nota Úkraínu sem tilraunasvæði
Athugasemdir
Nákvæmlega.
Þessir sem vilja efla hróður genabreytingariðaðarins ættu að ganga fyrir með góðu fordæmi og krefja að lagt yrði bönd á eyðileggjandi starfsemi Monsanto og sambærilegra fyrirtækja.
Þegar góðar alþjóðlegar reglur hafa verið komið á, þegar skylda er að merkja GMO alsstaðar, og "trygging" hefur verið komiuð á gegn stórfelldri misnotkun sem þá sem Monsanto hefur staðið í áindlandi og í Ameriku (Norður- og Suður- ) , þá fyrst se ég fram á að ég og aðrir sem eru skeptískir munu hlusta með athygli á fagurgala forsvarsmanna um GMO sem lausn á meginviðfangsefni mannkyns.
Það eru of margar ljótar sögur um framgöngu þessara fyritækja. Monsanto virðist hafa vítsvitandi mengað með sínum frǽjum og svosótt bænda til saka fyri að hafa notað þeirra uppfinnig í leyfisleysi. Samkvæmt Vandana Shiva og margra annarra, standa genabeyttar tegundir engan vegin framar hvað varðar að efla fæðuöryggi á Indlandi. Það virðist frekar vera öfugt farið. Og bændur missa þar að auki stjórn á sinni framleiðslu í enn frekari mæli en áður.
Morten Lange, 23.1.2011 kl. 16:32
Sammála !
Sá fræðimynd um daginn (The Future of Food) frá NBC og það sem kom fram þar, var nóg til að ég vil ALDREI þurfa að borða genabrettan mat.
Bæði að, nottla er kapítalisminn á ferðini, og líka það að það er verið að eiga við nátturuna !
Þeir skildu við með spurningu. Ef það þarf rannsókir í 5-10 ár til að fá nýtt lyf á markað, af hverju ekki þá genabreyttan mat ?
Það veit enginn hvað hefur skeð í þessu ferli hjá Monsant !
Skora á fólk að reyna að googla þetta.
Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 23.1.2011 kl. 18:21
Heimur sem ÞARF erfðabreytt matvæli er RANGUR heimur. Einhverntíman fatta það þeir heiladauðu það líka.
Valgeir (IP-tala skráð) 23.1.2011 kl. 19:00
Fyrir nokkuð mörgum árum var uppi mikil mótmælaalda gegn því að nýta kjarnorku til raforkuframleiðslu (og eimir ennþá eftir af því).Nú hyggjast Bretar byggja ný á næstu árum og finnst engum skynsömum mönnum neitt við það að athuga.Þetta er jú ódýrasta leiðin og þessi ver verða sífellt öruggari.Einnig er það viðurkennt í dag að Rafbílar menga meira í raun en nýjustu kynslóðir bíla sem nýta jarðefni(olíu og bensín.Ástæðan er einfaldlega sú að rafgeymar endast illa og það þarf að farga þeim með tilheyrandi mengun.Bensín og sérstaklega Díselvélar eru hins vegar í stöðugri sókn hvað varðar betri nýtingu og minni mengunar.Er þessi umræða um erfðabreyttu mætvæli ekki bara af sama toga.Kannski viljið þið að Bissnessinn hjá vesturlöndum snúist um líkkystusmíði eins og prestinum datt í hug hérna um árið (smekklegt).Kannski hafa þær vistvænar.Þeim myndi örugglega finnast það gott börnunum sem þurfa að deyja úr hungri í þriðja heiminum.
josef asmundsson (IP-tala skráð) 23.1.2011 kl. 19:22
Hurr durr. Það er ekki eins og það sé fólksfjölgun né neitt.
Væri áhugavert að sjá það stórslys ef mannfjöldinn í dag þyrfti að reiða sig á gömlu góðu lífrænu ræktunaraðferðirnar.
Jón (IP-tala skráð) 23.1.2011 kl. 19:53
Það er auðvelt að blekkja fólk með því að vekja upp tilfinninga viðbrögð með að segja "en börnin eru að svelta!!", greindari einstaklingar flestir eru færir að beita gagnrýnni hugsun og sjá í gegnum djöfullegu sýndarmennskuna. Erfðabreytt matvæli snúast ekki um að fóðra sveltandi heim.. þau snúast um alþjóða-risafyrirtæki, viðskiptagróða og að einoka auðlyndir náttúrunnar til frambúðar. Heimurinn ÞARF ekki erfðabreyttan nokkurn skapað hlut..
guðjón (IP-tala skráð) 23.1.2011 kl. 20:01
Jón væri þá ekki nærra lagi að hemja offjölgunina? Ef þú ert of feitur til að geta sest inn í bíl á þá að breyta bílaflotanum samkvæmt þinni offitu, eða drulla þér í megrun? Mannkynið í dag elskar að nota sjálfhverfa og afbaka rökfræði vegna veruleikafyrringarinnar sem þægilega lífið í iðnsamfélaginu hefur skapað.
guðjón (IP-tala skráð) 23.1.2011 kl. 20:09
Hvernig leggur þú til að gera það? Besta leiðin til að hemja fólksfjölgun er að auka lífsgæði, og þau eru aukin með kapítalisma.
Ef margir kjósa að verða feitir þá er það þeirra mál og ekkert að því að bílar stækki í takt við það. Ef þú ert í mjóa minnihlutanum sem vill minni bíla, og af einhverri ástæðu þeir eru ekki framleiddir, hver ert þú til að segja að þinn líffstíll sé betri en hjá okkur bollunum? Afhverju ættir þú að geta kúgað okkur til að fylgja þínu mataræði?
Auðvitað snýst þetta um gróða. Þú mundir auðvitað ekki þekkja það því þú ert eina manneskjan á jörðinni sem er ekki gráðug. Málið er að gróði eins þýðir ekki tap annars. Viðskiptafræðingurinn hún Þórdís Björk ætti að geta útskýrt það úr hagfræði 101. Framfarir koma frá þessum gráðugu fyrirtækjum, ekki heimspekingum sem væla yfir þeim.
Jón (IP-tala skráð) 23.1.2011 kl. 20:17
Jón, í þessu sambandi hefur gróði fyrirtækja eins og Monsanto ekki aukið mataröryggi í þriðja heiminum þrátt fyrir að hafa markaðssett erfðabreytt matvæli þar í fjölda ára, í þeim tilgangi að „eyða hungri". Það er bara staðreynd. Lestu t.d. greinar eftir Vandana Shiva frá Indlandi.
Fyrir utan að vera viðskiptafræðingur (fyrst þú minnist á það) er ég líka með háskólapróf í þriðja heims þróunarfræðum. Hef því lesið meira en hagfræði 101. Ef þú getur aftur á móti komið með dæmi um hvernig erfðabreytt matvæli hafa aukið lífsgæði í þriðja heiminum, er ég tilbúin til að endurskoða það sem ég sem ég segi í þessu bloggi mínu.
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 23.1.2011 kl. 20:39
Guðjón.Ertu búinn að fara i greindarvísitölupróf eða er þetta bara einhver óljós tilfinning hjá þér .Af hverju þurfið þið ofvitarnir alltaf að halda því fram að allir sem eru ekki á sama máli séu heimskir.Sjáðu t.d. Valgeir sem bloggar um heiladauða hér að ofan.Þarf hann ekki að byrja sjálfur á því að hreinsa til í kollinum á sér svo það komi ekki allt vitlaust út úr honum"Einhvern tíman fatta það þeir heiladauðu það líka".Ég er alls ekki að reyna að spila inn á einhverjar tilfinningar með hungurdauða í Afríku.Var bara að sýna fram á fáránleikann í þessu.Erfðabreytt matvæli snúast víst um að fæða fólk.En ekki hvað?Snýst matvælaframleiðsla almennt kannski ekki um það að fæða fólk.Er það kannski bara leið hjá helvítis kapitalistunum að græða.Rétt hjá þér þörf er á átaki til að stemma við fólksfjöldun en það er nú hægara sagt en gert.En ég set mannslíf í 1. sæti .Vangaveltur um Alþjóða-risafyrirtæki og annað í þeim dúr neðar á lista.En að síðustu..Ef að Jón er of feitur er ekkert nauðsynlegt að breyta bílaflotanum.Best er bara fyrir hann að labba.
josef asmundsson (IP-tala skráð) 23.1.2011 kl. 20:43
Erfitt að auka matvælaöryggi þar sem fólksfjölgun er ennþá svona mikil. Ef þessi lönd hefðu meira viðskiptafrelsi og þar með betri lífsgæði (framleiðni) mundi fólksfjölgun minnka. Það væri ómögulegt að fæða jafn mikið af fólki og nú er gert án erfrabreyttra matvæla.
Erum við ekki annars að tala um 3ja heims löndin þar sem fólk drekkur skítugt vatn og sveltur til dauða vegna matarskorts? ... Og þið eruð að stinga upp á að það eigi ekki að fá meiri mat því hann er erfðabreyttur og gæti verið óhollur? Það er víst alveg hræðilegt að Monsanto komi með mat inn í landið og fari í samkeppni við innlenda bændur. Alveg jafn slæmt og að mataraðstoð sé í samkeppni við þá.
Jón (IP-tala skráð) 23.1.2011 kl. 20:49
Samkvæmt hverju og hverni veistu að "besta leiðin til að hemja fólksfjölgun sé að auka kapítalisma"?
Restin af svari þínu virðist lítið annað en áframhald af sömu brengluðu og sjálfhverfu rökfræðinni þ.e.: "starfsemi hins áþreyfanlega veruleika á að snúast í kringum mínar langanir, en ekki ég á ekki að þurfa að aðlaga langanir mínar eftir starfsemi hins áþreyfanlega veruleika."
Segðu mér hvaða viðmið notar þú til að þekkja hvað sé skynsamleg hegðun og hvað ekki?
guðjón (IP-tala skráð) 23.1.2011 kl. 20:50
Sæll Jón, hvernig er Monsanto að koma með meira af mat til þriðja heims landa? Gætirðu nefnt dæmi, bara t.d. eitt vanþróað ríki þar sem lífsgæði hafa aukist vegna fyrirtækja eins og Monsanto? Monsanto er ekki að dreifa erfðabreyttum fræjum eða erfðabreyttum matvælum til fátækra eins og þú virðist halda.
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 23.1.2011 kl. 20:58
Það er auðvelt að vera á móti erfðabreyttum mat þegar börnin þín eru ekki sveltandi og í raun er það einstaklega sjálfhverft og eigingjarnt. Það er ekki nægilegt ræktarland núna til að metta heiminn með hefðbundnum landbúnaði og það verður það sannarlega ekki í framtíðinni. Hverjir ætla að bjóða sig fram til að svelta? Hvað með þig og þína fjölskyldu Þórdís?
Andri Þorvarðarson (IP-tala skráð) 23.1.2011 kl. 21:02
Ég veit það vegna þess að aukin lífsgæði stafa af aukinni framleiðni, og mesta framleiðnin fæst úr kapítalisma.
Góð afsökun til að svara ekki póstinum mínum. Þitt svar virðist snúast um: "Ég get ekki komið með gott svar svo ég reyni að útskýra þitt svar á heimspekilegum og sálfræðilegum nótum".
Mitt viðmið á skynsamlega hegðun er einfalt: Notaðu skynsemi. Ekki vera hálfviti.
...þarft að koma með aðeins nákvæmari spurningu ef þú villt fá nákvæmara svar. Hvað er annars lífið í þínum augum?
Jón (IP-tala skráð) 23.1.2011 kl. 21:02
Andri getur þú komið með dæmi um hvernig erfðabreytt matvæli hafa dregið úr hungri í þriðja heiminum?
Jón, ég kom með nákvæma spurningu, taktu dæmi!
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 23.1.2011 kl. 21:08
Þórdís.Tek undir að málið snýst um svolítið meira en aukna matvælaframleiðslu þegar kemur að þriðja heiminum.Það er því nauðsynlegt að breyta fleiru en bara matarframboði.Ójafnvægi í þróun hagkerfis milli þessara ríkja og vesturlanda leiðir til fátæktar í þessum heimshluta svo fólk hefur oft ekki efni á að borga fyrir matinn.Peningarnir haga sér jú oftast eins og straumurinn.En það hefur ekkert með þessa umræðu að gera .Framþróun þarf að eiga sér stað í matvælaframleiðslu til að allir hafi nóg.En kannski er líka ekkert síðra að huga að hinu líka í leiðinni þ.e. eyða fátæktinni.Því eins og held að þessi breski sérfræðingur hafi sagt þá eru matvæli sem er verið að framleiða í dag illa nýtt.Sennilega eins og með smáfiskinn-frekar hent því það fæst ekkert fyrir þau(matvælin)í 3ja heiminum.
josef asmundsson (IP-tala skráð) 23.1.2011 kl. 21:10
"Fyrirtæki eins og Monsanto kaupa sér rétt á erfðabreyttum fræjum og selja til bænda í þriðja heiminum"
-Þórdís, 23.1.2011 | 15:08
"Monsanto er ekki að dreifa erfðabreyttum fræjum eða erfðabreyttum matvælum til fátækra eins og þú virðist halda."
-Þórdís, 23.1.2011 kl. 20:58
Monsanto kemur með meiri mat til þróunnarríkja í því skyni að meiri matvælaframleiðsla er þar heldur en ef þeir væru ekki starfandi þar. Mér er sama hvort þeir gefi fátæku fólki eitthvað eða ekki. Þeir eru fyrritæki, ekki góðgerðarstarfsemi. Aukin matvælaframleiðsla í þróunnarríkjum getur leitt til efnahagslegra framfara, og erfðabreytingar stuðla að henni.
Ég veit ekki hvaða dæmi ég á að nefna þar sem ég veit ekki til að þetta eigi sér fordæmi. Ég hef ekki ennþá fengið góða útskýringu eða dæmi um hvernig erfðabreytt matvæli eða Monsanto eru skaðleg. Þú getur einfaldlega gluggað aftur í hagfræðibækurnar þínar og séð hvernig meiri framleiðni = betri lífsgæði og frjálsari markaðir = meiri framleiðni. Ég get bent þér á Rhodesiu/Zimbabwe sem dæmi um hversu vel það gengur að styrkja 'litla manninn' sem bónda þjóðarinnar.
Jón (IP-tala skráð) 23.1.2011 kl. 21:17
Jósef, ef framþróunin dregur úr mataróöryggi þriðja heimsins, þá er það gott mál. Aftur á móti hafa erfðabreytingar ekki gert það. Það er til nóg af mat í heiminum sbr. t.d. í USA og já stór hluti fer á haugana og stór hluti jarðarbúa étur á við 4-5 manns og getur ekki hreyft sig vegna fitu.
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 23.1.2011 kl. 21:17
Getur aukin framleiðni starfað án stöðugar þennslu?
Hvernig veistu hvenær þú ert að vera hálfviti?
"Lífið" í mínum augum er hugtak sem mannskepnan notar til að túlka starfsemi þess áþreyfanlega veruleika sem hún skynjar í kringum sig.
guðjón (IP-tala skráð) 23.1.2011 kl. 21:18
Jón, ég nefni hvergi að erfðabreytt matvæli séu skaðleg (umræða út af fyrir sig), heldur ér ég að halda því fram að þessi tækni sem er ekki ný, hefur ekki aukið lífsgæði eða minnkað hungur í þriðja heiminum þrátt fyrir að fyrirtæki eins og Monsanto hafi sagt það vera markmiðið. Það ætti að vera auðvelt að taka dæmi ef það er til staðar. Er þessi velgengni í Zimbabve tengd erfðabreyttum matvælum?
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 23.1.2011 kl. 21:24
"Andri getur þú komið með dæmi um hvernig erfðabreytt matvæli hafa dregið úr hungri í þriðja heiminum?"
http://www.ask-force.org/web/Benefits/Carpenter-Peer-Reviewed-Surveys-2010.ppt
Andri Þorvarðarson (IP-tala skráð) 23.1.2011 kl. 21:29
Guðjón:
1. Já. Dæmi um það er stöðugur fólksfjöldi í ríkari þjóðum þrátt fyrir miklar tækniframfarir og (þar með) aukna framleiðni.
2-3. Djúpt... mjög djúpt.
Þórdís:
Þú virðist ennþá ekki taka tillit til þess að matvælaframleiðsla er einfaldlega á eftir fólksfjölgun þarna. Það er ekki neinu fyrirtæki að kenna. Hvað nákvæmlega er það þá sem þú hefur á móti Monsanto? Að þeir hafi ekki endað hungursneyð í þróunarlöndum? Hvað er að því að þeir hjálpi til, sér og öðrum til hagsbóta, þó svo að það virðist ekki vera nóg?
Þriðja heims þróunnarfræðin hefði átt að gefa þér vísbendingu um að þegar maður talar um Zimbabwe á maður ekki við velgengni. Rhodesia var land sem framleiddi um 1/3 af mat fyrir Afríku með nútíma (eða þátíma) framleiðslutækni. Þessu landi var breytt í Zimbabwe, bændum hent af landi sínu og gefið það 'litla manninum' svo hann gæti ræktað handa sjálfum sér. Nú er, eins og þú ættir að vita, Zimbabwe einhver mesta skítahola heimsins.
Jón (IP-tala skráð) 23.1.2011 kl. 21:40
Andri, hefur GMO aukið mataröryggi í þriðja heiminum, þessar glærur segja vissulega að uppsprettan sé betri hjá þeim sem rækta GMO. En ertu með dæmi sem sýnir að fleiri fái að borða vegna GMO? Til dæmis einhverjar tölur frá viðkomandi ríki.
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 23.1.2011 kl. 21:41
Þú biður alla um dæmi en kemur ekki með nein sjálf. Vinsamlegast komd þú með dæmi sem styrkja málstað þinn áður en þú heimtar þau frá öðrum.
Jón (IP-tala skráð) 23.1.2011 kl. 21:46
Ég bið þá að koma með dæmi sem segja að GMO dragi úr hungri í þriðja heiminum. Sjálf hef ég sagt að mataröryggi í þriðja heiminum hafi ekki minnkað frá því að ræktun GMO hófst, sem er staðreynd. Það er líka staðreynd að það er nóg til af mat. http://archive.greenpeace.org/geneng/reports/gmo/intrgmo6.htm
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 23.1.2011 kl. 22:09
Ég verð að viðurkenna að ég á mjög erfitt með að lesa út úr svörum þínum hver málstaðurinn þinn er. Ég sé ekki hvað á að vera slæmt við GMO eða Monsanto og svipuð fyrirtæki. Hvað er það sem GMO hefur breytt til hins verra? Ástæðan fyrir tilvist og notkun erfðabreytinga í matvælaframleiðslu er einfaldlega til þess að geta framleitt meiri mat. Hvað er að því?
Fyrir mér hljómar það að kenna Monsanto um slæmt mataröryggi í Afríku eins og að kenna Össuri fyrir að það sé ennþá fólk án gervilima.
Jón (IP-tala skráð) 23.1.2011 kl. 22:22
Er sammála Jóni með að málflutningur Þórdísar sé mjög ruglingslegur. Montsato er alls ekki geðslegt fyrirtæki en það eru engin rök gegn erfðabreyttum matvælum. Þetta er álíka gáfulegt og að vera á móti alnæmislyfjum af því að svo mörg lyfjafyrirtæki eru drullusokkar.
Mér er svo sannarlega ekki annt um fyrirtæki eins og Montsato, en mér er hinsvegar annt um það að nota raunhæfar leiðir (já við gætum öll borðað bara hráfæði eins og í einhverri hippaútópíu en það er bara ekki að fara að gerast) til þess að leysa hungurvanda heimsins, ólíkt Þórdísi.
Það fyndna er að ýmis ríki hafa bannað þessar vörur vegna fólks eins og Þórdísar og þannig unnið gegn baráttunni gegn hungri, en síðan er Þórdís að kvarta yfir því að erfðabreytt matvæli geri ekki neitt til þess að leysa hungurvandann! Self fulfilling prophecy anyone? (http://www.nytimes.com/2002/09/04/world/zambian-leader-defends-ban-on-genetically-altered-foods.html?sec=health)
Andri Þorvarðarson (IP-tala skráð) 23.1.2011 kl. 23:00
Þórdís:
Það eru óumdeilt að erfðatæknin hefur aukið afköst fæðuframleiðslu í þróunarlöndum. Þar má t.d. nefna næstum 4földun á hveitimagni per hektara, maís, soja auk aukinnar kjötframleiðslu með betra fóðri.
Eflaust þekkir þú afrek friðarverðlaunahafans, Norman Borlaug sem tvöfaldaði kornframleiðslu Mexíkó, Pakistan og Indlands á 7.áratugnum og tók þátt í að forða alvarlegri hungursneyð í þessum löndum.
Einnig er ég viss um að þú þekkir til gullgrjónaverkefnisins, www.goldenrice.com. Þar hefur afbrigði af hrísgjónum verið breytt þannig að þau framleiða nægjanlegt magn A vítamíns til að koma í veg fyrir A vítamínskort. Þetta er non-profit verkefni með engum einkaleyfum og öllum frjálst að rækta. Aftur á móti hefur orðið næstum 10 ára töf á að ræktun hefjist vegna gallaðra reglna Evrópusambandsins. Þess má geta að um 500.000 börn verða blind vegna A vítamínskorts árlega.
Þú biður þá sem eru ósammála þér að koma með tölur sem sýna að fæðuöryggi hafi aukist og fullyrðir sjálf að það hafi minnkað. Staðreyndin er sú að "fæðuöryggi" er ekki mælt á neinn hátt og því bara huglægt mat hvers og eins hvort það hafi minnkað eða aukist. Mín skoðun er sú að það hafi aukist til muna með meiri matvælum og ódýrari.
Erfðatæknin gerir framleiðendum mögulegt að auka framleiðslu án þess að ganga á nýtt, óspillt land. Auðvitað er ekki hægt að kenna erfðatækninni um það ef stjórnvöld einstakra ríkja tryggja ekki jafnan aðgang þegna sinni að fæðu. Rök eins og "fæðuöryggi hefur minnkað að mínu mati = þessi tækni er slæm" er einfaldlega ekki boðleg í þessa umræðu.
Steinar (IP-tala skráð) 24.1.2011 kl. 01:03
Málstaður minn er einfaldur. GMO framleiðsla hefur tíðkast lengi í þriðja heiminum. GMO hefur ekki aukið mataröryggi þar þrátt fyrir að það sé sagt vera markmið fyrirtækja eins og Monsanto. Það er til nóg matur í heiminum, nóg til að fæða alla. Sem sagt, enginn matarskortur, heldur ójöfn skipting meðal jarðarbúa, sú misskipting heldur áfram að aukast. Þó að hægt sé að auka framleiðslu með GMO er of lítil framleiðsla ekki rót vandans.
Steinar, hef ekki sagt tæknina vera slæma heldur það að hún hafi ekki aukið fæðuöryggið, m.a. vegna þess að bændur hafa ekki efni á að rækta GMO.
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 24.1.2011 kl. 09:25
En afsakið, hér ofar var villa hjá mér sem getur hafa skapað rugling:
„Sjálf hef ég sagt að mataröryggi í þriðja heiminum hafi ekki minnkað frá því að ræktun GMO hófst..."
átti að vera....hefur minnkað, m.ö.o. GMO hefur ekki aukið öryggið.
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 24.1.2011 kl. 09:35
6
Þetta er umdeilt mál og mun taka marga áratugi að sanna nákvæmlega hvernig erfðabreytt matvæli hugsanlega skaði fólk, nú eða ekki, en þegar er vitað að erfðabreytt matvæli er í það minnsta oft mun næringarminni......erfðabreyttur tómatur lítur til dæmis kannski út fyrir að vera rosalega sniðugur, miklu stærri, ...en hann er mun snauðari af vítamínum...Þannig fær fólk minna af nauðsynlegum efnum við að borða margan þennan mat þótt það verði kannski satt af honum.
Varðandi mögulegan skaða sem þessi matur gerir, og það er margt sem bendir til þess að mikið sé til í því...þá er ekki hægt að sanna það enn sem komið er...en......
í heiminum er tvenns konar fólk; sauðir/pöpull/þrælar
og hugsandi og vakandi fólk sem stendur vörð um eigið frelsi og réttindi.
Þeir sem fara að hegða sér eins og þeir fyrrnefndu missa samstundis stöðu sína í flokki hinna síðarnefndu, og verður eftir það farið með sem tilheyri þeir fyrri flokknum.
Þetta er ekki fallegt, en þetta er sannleikurinn, og íslenska þjóðin ætti að hafa þetta í hug í öllum viðskiptum sínum við gamla nýlenduherra, heimsveldi og stríðsrekstrarþjóðir. Bjóðum ekki misnotkuninni heim með fávitagangi. Það er nóg af illmönnum sem kemur þá og brýtur hér allt og bramlar sem forfeður okkar byggðu upp.
Ég og börnin mín verða ekki tilraunadýr fyrir matvæli. Hvað með þig? Ert þú maður...eða bara tilraunadýr? Þitt er valið. Þeir sem sofna á verðinum, lifa ekki af.....
Nei takk! (IP-tala skráð) 24.1.2011 kl. 10:53
Þórdís:
Ég er ósammála þér að of lítil framleiðsla sé ekki rót vandans. Matvælaverð er í beinu hlutfalli við framboð og því meiri framleiðsla því lægra verð og minni misskipting.
Ásókn vestrænna þjóða í kjöt og fóður auk hroki þeirra gagnvart erfðatækninni er ástæða skorts.
Skv. ISAAA (www.isaaa.org) voru um 12 milljón bændur sem stunda smærri landbúnaðarframleiðslu í þróunarlöndum að rækta gmo plöntur árið 2008. Talan væri eflaust mun hærri ef Evrópusambandið hótaði ekki að beita viðskiptaþvingunum á þá sem stunda slíka ræktun. Þetta eru ekki litlar tölur 12 milljón bændur sem framleiða kannski fjórfalt á við kollega sína í hefðbundinni ræktun.
Þú baðst einhvern hér að ofan að koma með dæmi um hvernig gmo ræktun hefur aukið lífsgæði og matvælaöryggi í amk einu landi. Ég er búinn að nefna 3 þekkt dæmi, Mexíkó, Pakistan, Indland á 7.áratugnum eftir verkefni Norman Borlaug í hveiti- og maísræktun.Eflaust er hægt að finna mun fleiri dæmi en þessi eru einfaldlega svo þekkt að erfitt að minnast ekki á þau.
Annars væri áhugavert að heyra lausnir þínar á þessum vandamálum í stað þess einungis að segja að þau séu til staðar.
Steinar (IP-tala skráð) 24.1.2011 kl. 11:42
Eina lausnin sem gengi upp önnur en að nota sér erfðabætingu matvæla væri að allir hættu að borða kjöt. Þá yrði nægur matur fyrir einhverja milljarða í viðbót. Persónulega vil ég frekar borða erfðabreytt en að gerast grænmetisæta.
Kommentarinn, 24.1.2011 kl. 12:03
Jú hin lausnin yrði kannski að ganga endanlega frá regnskógunum og breyta þeim í ræktarland. Það yrði líklega skammgóður vermir.
Kommentarinn, 24.1.2011 kl. 12:04
Þessi umræða um að GMO auki fæðu er kjaftæði.
Sýndar eru rannsóknir sem sanna að stundum er vöxtur meiri í GMO plöntum þar sem bara ein tegund er ræktuð, en þær rannsóknir gleyma að taka fram að 1)blandaður búskapur gefur betri uppskeru þegar á heildina er litið. GMO er hinsvegar hannað sérstaklega fyrir stórvirkar aðferðir þar sem aðeins ein tegund er ræktuð á hverjum stað.
2) Þótt sumar GMO plöntur auki stundum uppskeru miðað við massa, þá er það ákaflega blekkandi því notagildi fæðu er ekki mælt eftir massa, heldur Kaloríum, og svo vítaminum.
Vandamálið við GMO fæðu er það að fæðan er snauð af orku og vitaminum...10% aukning á uppskeru núllast út ef sama hlutfall vantar af orku..sem er algengt....auk þess er algengt að GMO grænmeti/ávextir innihaldi aðeins 1/3 eða svo af vítamínum miðað við "venjulega" plöntu.
GMO fæðuöryggi er blekking
3) GMO er gert sérstaklega fyrir efnalausan jarðveg sem þarf mikið magn af áburði....þetta er gert vegna þess að stóriðjubúskapurinn er búinn að eyðileggja jarðveginn því hann er orðinn svo snauður af næringarefnum. Þessi stóriðjubúskapur og allur aukaáburðurinn er eitt helsta vandamálið varðandi veðurfarsbreytingar, því raskið á jarðveginum ýtir undir slæmar breytingar og eykur mengun því gríðalegt jarðrask felst í námugreftri vegna áburðar. Auk þess er landið síður í stakk búið að taka við vatni og vindum og því verða flóð og ofsaveður hættulegri. Lausnin er afturhvarf til minni býla og blandaðs "organic" búskapar sem gefur ekki aðeins meiri uppskeru til langs tíma, hún verndar og getur byggt upp jarðveginn, sem er eina langtíma lausnin.
GMO er blekking, og ein helsta fyrirstaðan fyrir raunverulegum bótum á fæðuöryggi.
4) Það er hægt að útiloka GMO sem skynsamlegan valkost algjörlega án þess að tala um skaðsemi GMO. En meintar rannsóknir sem sanna "öryggi" GMO ávaxta eru oftast ekki flókari en svo að ákveðið er að GMO banani sé nákvæmlega það sama og venjulegur banani, því þurfi ekki að prófa neitt..
blekking enn og aftur.
magus (IP-tala skráð) 24.1.2011 kl. 12:17
Sæll Steinar,
Aukin framleiðsla þýðir ekki að fleiri fái að borða, þegar á heildina er litið. Það er til nóg af fæðu fyrir alla jarðarbúa eins og ég segi áður. Í stuttu máli styð ég málsstað Dr. Vandana Shiva frá Indlandi.
Lausnin á vandanum er að sjálfsögðu réttlátari skipting á auði og auðlindum jarðar.
http://www.vanilla.com/index.php/archives/143.html
Dæmi: Bandaríkjamenn eru aðeins 5% jarðarbúa en þeir nota um 30% allra auðlinda jarðar.
kv.þórdís
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 24.1.2011 kl. 12:22
Það eina sem ég man um Monsanto er að þeir hafa fengið einkaleifi á genum sem flutt voru á milli lífvera sem og gera plöntum kleift að þola illgresisúða sem þeir framleiða sjálfir. Bannað er að safna fræjum af plöntunum til þess að rækta á næsta ári því að allir verða að kaupa af þeim. Það er markmiðið og ekkert annað. Það er sérstaklega súrt að þeir geti slegið eign sinni á erfðaefni sem náttúran bjó til með þróun lífs á afar lögnum tíma og ætti að flokka sem auðlind í eigu okkar allra. Fyrir uta að hér er ekki hefðbundinn kapítalismi á ferð heldur einokun í krafti laga sem komið var í gegn í krafti stórra orða um hungur í heiminum.
Sveinn Ríkarður Jóelsson, 24.1.2011 kl. 16:04
Sveinn, að sjálfsögðu er þetta bara venjuleg einkavæðing. Fyrirtæki eins og Monsanto ganga eins langt og þau mögulega geta. Vatnsstríðið við fyrirtækið Bechtel í Bolivíu er eitt besta dæmi um það.
http://www.thirdworldtraveler.com/South_America/Bolivia_WaterWarVictory.html
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 24.1.2011 kl. 16:28
S.s. þú hefur ekkert á móti erfðabreyttum matvælum, en ert á móti Monsanto af einhverri ástæðu og þú mælir með einhvers konar alheims kommúnisma sem lausn?
Ætti ekki allt að vera eins og í Sovietríkjunum þar sem allir höfðu nóg af öllu, fólk ferðaðist um á einhyrningum og borðaði regnboga í hvert mál?
Jón (IP-tala skráð) 24.1.2011 kl. 16:48
Hvað ertu að þvæla Jói...
GMO hefur ekkert með mataröryggi að gera...Amennt séð þá þyfrti að framleiða miklu meira af GMO fæðu til að standa undir kröfum varðandi orkuinnihald/vitamin etc..vegna þess að GMO fæða er almennt séð snauð.
Eitt helsta vandamálið í mörgum fátækum löndum er það að jarðvegurinn er snauður af lífrænum efnum, vegna þess að jarðvegurinn er þannig náttúrulega, eða að ræktun hefur verið stunduð svo lengi að gengið hefur verið á jarðveginn. Eina lausnin er blönduð líffræn ræktun sem byggir upp jarðveginn, en GMO plöntur eru hannaðar fyrir snauðan jarðveg....Monsanto og co leiðist ekkert að selja meiri og meiri áburð eftir því sem jarðvegurinn verður snauðari.
En í fátæku löndunum hefur fólk oft ekki efni á síhækkandi magni af áburði.
Í Vestrænum ríkjum þá hefur stórvirka landbúnaðaraðferðin eyðilagt jarðveginn, og það heldur áfram með GMO
magus (IP-tala skráð) 25.1.2011 kl. 02:06
Og þetta sem Þórdís nefnir með að eitt aðal vandamálið sé misskipting...
Sýnt hefur verið fram á að ef Bandaríkjamenn minnka kjötát um 10%, þá væri hægt að eyða hungri í heiminum, sbr kennslubækur í þróunnarhagfræði.
magus (IP-tala skráð) 25.1.2011 kl. 02:12
Já ég hef stundum sagt að þegar við ræðum lausnir á því sem kalla mætti hungraður heimur þá ættum við að byrja á því að borða minna. Borga minna fyrir matvæli almennt svo að matvælaframleiðendur og ekki síður þeir sem dreifa þeim sjái sér ekki lengur hag í að selja vöru á markaði þar sem 2/3 hluta hennar er svo hent á haugana. Myndin er auðvitað flóknari en þetta er okkar (neytenda) endi á vandanum.
Sveinn Ríkarður Jóelsson, 25.1.2011 kl. 08:25
Sæl Þórdís
Ég er auðvitað sammála þér að réttmætari skipting sé takmarkið, held að flestir geti séu á þeirri línu. En ég tel það ekki sem lausn heldur takmark.
Ég var meira að spurja um lausnir sem stuðla að því að skipting auðlinda verði réttmætari. Ég skal umorða: Hvaða lausnir leggur þú til að skipting fæðu verði á þann veg að enginn jarðarbúi svelti eða líði skort.
Steinar (IP-tala skráð) 25.1.2011 kl. 09:35
Ég er nú ekki Þórdís, en stenst ekki að benda Steinari á eina lausn varðandi skiptingu auðlinda, sem er að BNA dragi úr kjötáti um 10%, og þess í stað verði ræktarland notað til þess að framleiða mat til þess að fæða alla fátæka, í stað þess að eyða fóðri í að ala skepnur til slátrunar.
Hvað varðar lausnir til að laga misskiptinguna almennt þá má segja svona almennt séð að byggja þurfi upp grunnstoðirnar í þriðja heiminum til að framför geti orðið, og svo þarf að minnka tækifæri alþjóðlegra risafyrirtækja eins og Monsanto til að arðræna þessi lönd, og setja þau í gildru þar sem þau eru háð miklu magni af fokdýrum áburði, og patent fræjum, frá Monsanto og öðrum slíkum fyrirtækjum.
Það síðasta það sem heimurinn þarf er GMO, eða erfðabreytt matvæli....og mikið væri nú afskaplega hressandi að fá einhverja alvöru rannsóknarblaðamennsku á stóru fjölmiðlunum svona einu sinni.
magus (IP-tala skráð) 25.1.2011 kl. 11:29
Magus: Hvaðan hefurðu það að GMO matur sé yfirleitt vítamínsnauður?
Kostirnir við erfðabreytt matvæli eru margir; Minni notkun skordýraeiturs (sem aftur hjálpar til við að vernda heilsu allra fátæku þriðjaheimsbændanna), meiri uppskera, hægt að auka vítamínframleiðslu ákveðinna matvæla til að bæta heilsu þeirra sem reiða sig hvað mest á nefnd matvæli, svo dæmi séu nefnd. Vandamálið er ekki GM plöntur, heldur Monsanto og önnur fyrirtæki.
Það er mun verðugra verkefni að beita sér fyrir því að hugsjónafólk fari út í þennan bisness og að Monsanto verði settar strangari reglur en að reyna að banna erfðabreytt matvæli.
Það er voða auðvelt að sitja á Íslandi með fimm búðir í göngufæri, fullan ísskáp af mat og sterkt tengslanet. Við vitum það (sem flest, vona ég) að ef við tæmum ísskápinn og klárum peningana getum við alltaf reddað mat einhvernveginn. Fátækur þriðjaheimsbóndi hefur ekki endilega þann möguleika. Ef uppskeran bregst er hann fokkd. Ef einhver býður honum fræ sem eru ónæm fyrir því sem veldur uppskerubresti, gefa meiri uppskeru OG eru næringarríkari en venjulegu fræin... heldurðu að hann neiti á þeim forsendum að það sé sko nóg af mat í heiminum og ríka fólkið á Vesturlöndum geti bara sent honum pylsu?
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 25.1.2011 kl. 12:46
Nafnið er Jón, ekki Jói.
Þetta er meiri vitleysan sem þú ert að segja. Ekki öll erfðabreyting er eins, og erfðabreytt matvæli hafa ekki minni næringu en lífræn. Oft verður erfðabreyting til þess að bændur fái stöðuga uppskeru og þurfi ekki að lifa í óvissu, en þú veist víst betur hvernig þeir eiga að lifa. Þú kvartar yfir því að sumir eigi ekki efni á áburðinum og kennir Monsanto um það... er það ekki einmitt bara tækifæri fyrir þá að nota lífrænu ræktunaraðferðirnar þínar? Þetta er eins og að kenna vísindamanni sem eyðir tímanum sínum í að finna upp lyf við krabbameini um krabbamein því sumt veikt fólk á ekki fyrir lyfinu... sem hefði ekki verið búið til í fyrsta lagi ef hann hefði ekki átt von á peningum fyrir.
http://onlinelibrary.wiley.com/doi/10.1111/j.1541-4337.2010.00108.x/full
Ég sé ekki hvað á að vera svona slæmt við Monsanto. Þeir bjóða upp á leið fyrir bændur til að rækta matinn sinn, sem margir bændur virðast vilja nota. Enginn er að neyða neinn í það og ef bændur vilja rækta lífrænt þá er það líka í boði. Ég mæli með því að þú prófir að vera fátækur bóndi í þróunarlandi, 'magus', það væri góð lífsreynsla fyrir þig.
Hvað með það þó 10% af kjötneyslu Bandaríkjanna geti endað hungur? Ertu að stinga upp á að minnka kjötneyslu þeirra um 10%? Bara þeirra? Afhverju ekki okkar? Ertu að tala um að stela af framleiðendum? Slátrurum? Stórmörkuðum? Af matardiskunum? Eina sem minnkun neyslu í Bandaríkjunum leiðir til er minni framleiðslu og þar með meiri hungurs, ekki enda hungurs... Nema náttúrulega að þú sért að tala um að neyða bændur í að vinna fyrir ekkert, sem er þrældómur... alltaf auðvelt að eyða peningum annarra og láta aðra gera hluti fyrir sig.
Sveinn, áætlun þín leiðir einungis til þess að matvælaframleiðsla hérna minnkar og einhverjir bændur hætta framleiðslu, ekki að bændurnir vinni fyrir ekkert og sendi matinn til Afríku. Eflaust eru flestir hérna í vinnu eða að leita að vinnu, ekki að vinna frítt.
Jón (IP-tala skráð) 25.1.2011 kl. 13:38
magus:
Að USA minnki kjötát um 10% myndi ekki hjálpa skv. rökum Þórdísar því nóg er af mat nú þegar, honum er einfaldlega óskipt.
Ég tel samt að slíkt myndi fella matvælaverð talsvert sem myndi hjálpa fátækari þjóðum.
Aftur á móti er meira en að segja það að fá 300 milljón manns til að minnka kjötát sitt og eflaust ómögulegt nema með einhvers konar stórfelldri neyslustýringu af hálfu hins opinbera. Stóra spurningin hvernig á að fá mestu neysluþjóð í heimi til að minnka neyslu sína um svo mikið?
Tinna: Ef þú hefur áhuga á hugsjónastarfi varðandi GM plöntur bendi ég þér á www.goldenrice.com sem er eitt áhugaverðasta þróunarverkefni í áratugi að mínu mati.
Steinar (IP-tala skráð) 25.1.2011 kl. 13:40
Tinna þetta eru upplýsingar sem ég hef frá kúrs í umhverfisvísindum...þar sem þessi mál eru mikið rædd. GMOfæði er almennt snautt af næringarefnum, bæði hvað varðar orkuinnihald og vitamin og fleira svo sem amínósýrur etc...
GMO eykur ekki uppskeru... Besta uppskeran fæst með blönduðum landbúnaði, þar sem líffrænar aðferðir eru notaðar. Með þannig landbúnað má framleiða meira og betra fæði en með GMO, með miklu minni mengun, og byggja upp jarðveginn..í stað þess að eyðileggja hann.
GMO er vandamál, ekki lausn, og það algjörlega án þess að fara í umræðuna um hættuna fyrir neytendur. Staðhæfingar um það að GMO auki fæðumagn eru byggðar á blekkingum, sbr rannsóknir sem horfa fram hjá blönduðum búskap, orkuinnihaldi, vitamínum.....
og svo fórnarkostaði sbr mikla þörf fyrir utanaðkomandi áburð, og jarðraskinu/menguninni sem áburðarframleiðslan veldur, sem er mikil, og svo hnignun ræktarlands...það er algjörlega út í hött að halda því fram að GMO minnki notkun á skordýraefnum...þvert á móti þá þarf yfirleitt meira og meira af efnum...og oft eru eitrin fyrir GMO plönturnar sérhæfð fyrir þær(sem GMO framleiðandinn selur þér sáttur, fyrir sanngjarnt verð...)og sérstaklega hættuleg. ÞAð sem byrjar vel endar stundum illa.
Lítil fyrirtæki geta ekki staðið fyrir GMOtilraunum því kostnaðurinn er of mikill...auk þess er varla raunhæft að nokkur geti keppt við risa eins og Monsanto, nema aðrir risar...enda eru þetta frekar fá fyrirtæki sem stjórna öllu. -Væri líka fínt ef fremur ógeðsleg fyrirtæki eins og Monsanto væru ekki með puttana í bóluefnunum okkar, sbr Bayer - og þess í stað væru sjálfstæðir "hugsjónarmenn" sem sæu um það? Hvernig er lyfjaiðnaðurinn?
GMO er vandamál, sérstaklega í ljósi þess að GMO er sérhannað til að viðhalda núverandi fyrirkomulagi stórvirks landbúnaðar þar sem nokkrir risar rækta fremur fáar tegundir, þar sem ein tegund er ræktuð ein og sér á fáránlegum skala. -Þessi stórvirki og einhæfi "nútíma"landbúnaður er aðal vandamálið, þar sem hann er búinn að eyðileggja jarðveginn með því að gera hann snauðan næringarefnum. GMO er almennt séð sérhæft til þess að lifa á jarðvegi sem er næringarsnauður, með því að nota mikið af áburð sem þarf til þess að draslið vaxi...þetta er ein aðal ástæðan fyrir því að GMO er yfirleitt snautt af næringarefnum, og afurðin versnar eftir því sem tíminn líður...
Þessi stórvirki "efna" landbúnaður hefur líka skemmt land þannig að jarðvegurinn dregur ekki í sig vatn...sem er ein ástæðan fyrir því að svo mörg flóð um allan heim valda svo miklum skaða....
GMO er stórt vandamál..án þess að tala um hættuna fyrir neytendur....
En umræðan er algjörlega í höndum GMO risanna...
magus (IP-tala skráð) 25.1.2011 kl. 13:52
Þú kvartar yfir því að sumir eigi ekki efni á áburðinum og kennir Monsanto um það... er það ekki einmitt bara tækifæri fyrir þá að nota lífrænu ræktunaraðferðirnar þínar? Jón
Nei það er ekki tækifæri...vegna þess að lífrænn búskapur þarf annars konar fjárfestingu en GMO með hefðbundnum ræktunaraðferðum. Fátækum bændum er selt GMOfræ og sérhæfðan áburð og eitur..allan pakkann...kannski ríkir sæla í smá tíma, en svo átta menn fljótlega á því að þeir eru algjörlega háðir því að GMOfyrirtækin(eins og Mon) hagi sér vel varðandi verð á fræjum og áburð og ...........um alla framtíð...og oftar en ekki þá hækka verð smásaman og sífellt meira þarf til að uppskeran haldist....
Fátækir bændir hafa ekki efni á því að breyta aftur yfir í aðra ræktun...þeir eru fastir í gildru...og það sama má í raun segja um flesta Vestræna bændur líka, sem eru yfirleitt að drukkna í skuldum.
magus (IP-tala skráð) 25.1.2011 kl. 14:05
"Enginn er að neyða neinn í það og ef bændur vilja rækta lífrænt þá er það líka í boði. Ég mæli með því að þú prófir að vera fátækur bóndi í þróunarlandi, 'magus', það væri góð lífsreynsla fyrir þig." Jón
Sumir bændur velja þetta eftir að hafa keypt áróðurinn, en GMO er líka oftar en ekki fylgifiskur aðstoðarverkefni, "hjálpar", spilltra einræðisherra, og IMF program.
Vertu ekki að reyna klína því á mig að ég tali á móti málefnum fátækra bænda...og ég hef nú verið í Afríku og kynnst fátækum bændum þar, þótt ég hafi ekki verið bóndi þar.
VAndamálið er það að fínu óspilltu stofnanir "fræða" frekar bændur um GMO, í stað þess að fræða þá um lífræna ræktun. Helsta ástæða þess að bændur velja ekki lífrænan búskap(sem felst ekki aðeins í "lífrænum" aðferðum,heldur einnig ræktunaraðferðum sem minnka jarðrask og ýmislegt fleira í þeim pakka) er sú að upplýsingar og fræðslu vantar. Það er sem dæmi mikil vakning í háskólum Kanada varðandi þessi málefni.
magus (IP-tala skráð) 25.1.2011 kl. 14:17
"Hvað með það þó 10% af kjötneyslu Bandaríkjanna geti endað hungur? Ertu að stinga upp á að minnka kjötneyslu þeirra um 10%? Bara þeirra? Afhverju ekki okkar? Ertu að tala um að stela af framleiðendum? Slátrurum? Stórmörkuðum? Af matardiskunum? Eina sem minnkun neyslu í Bandaríkjunum leiðir til er minni framleiðslu og þar með meiri hungurs, ekki enda hungurs" Jón
1) Hvað með það? - það er engin þörf á nýrri tækni/GMO
2) auðvitað ætti vestræni heimurinn að taka sig saman um að minnka kjötát, þannig að BNa tæki í raun bara á sig hluta af þessum 10%...en Bandaríkjamenn þurfa líka að minnka kjötát af heilsufarslegum ástæðum.
3) Enginn minnkun á framleiðslu...ræktunin sem var notuð í að fóðra/ala skepnurnar er einfaldlega notað til þess að fæða fátæku ríkin...."kjötræktun" er er lúxus sem er gríðarleg orkusóun...minni framleiðsla á kjötgripum er bætt upp með annari ræktun
magus (IP-tala skráð) 25.1.2011 kl. 14:30
"Tinna: Ef þú hefur áhuga á hugsjónastarfi varðandi GM plöntur bendi ég þér á www.goldenrice.com sem er eitt áhugaverðasta þróunarverkefni í áratugi að mínu mati." Steinar
Já Tinna, prufaðu líka að gera svolítið sem Steinar hefur aldrei gert, athuga aðrar heimildir
In February 2009 a group of 22 international scientists and experts addressed an open letter to Prof Robert Russell at Tufts University School of Medicine, who is in charge of clinical trials on GM Golden Rice, protesting at clinical trials of GM Golden Rice being conducted on adults and children.[1]
The authors say that the trials breach the Nuremberg Code, brought in at the end of World War II to prevent any repetition of the experiments conducted on people by Nazi scientists.
The authors say that Golden Rice:
* is inadequately described in terms of biological and biochemical makeup
* has not been shown to be stable over time – GM crops have been found to be unstable in that their genetic makeup as revealed in tests has differed from that described by the company and scrambling of the genome at the site of insertion sometimes occurs[2]
* has never been through a regulatory /approvals process anywhere in the world.
The authors’ concerns are backed by a large body of evidence showing that GM crop/food production produces unintended effects, which can result in damage to health when GM foods are fed to animals.[3] There is no evidence to suggest that Golden Rice is any safer than these GM foods.
The authors of the letter to Prof Robert Russell protesting at the Golden Rice human feeding trials conclude, “We can assure you that such trials would not have been approved within the European Union in the absence of safety information, which highlights yet again the flaw of the USDA and FDA regulatory system in considering GM crops/foods as hypothetically “generally recognised as safe – GRAS” in the absence of hard experimental data.”
This is not the first time that clinical trials of Golden Rice have become mired in controversy. In the summer of 2008 it was reported that a clinical trial on Golden Rice was cut short in China in July 2008, when the government found that 24 children 6-8 years of age at a primary school in Henyan, Hunan, were to be used as guinea pigs.[4
http://www.bangmfood.org/feed-the-world/17-feeding-the-world/37-golden-rice
magus (IP-tala skráð) 25.1.2011 kl. 14:40
Hvaða vitleysa er þetta í þér um að GMO (Genetically modified organism)
hafi slæm áhrif á jarðveg? Það er nákvæmlega sama og venjulegur gróður nema með aðra eiginleika... ekki minni næringu og alls ekki úr ólífrænum efnum.
Þú s.s. viðurkennir að það er dýrt að rækta lífrænt en segir það vera betri leið fyrir fátæku bændurna. Það er hins vegar ekki svo dýrt að setja upp lífræna ræktun. Mesti kostnaðurinn við það er minni og spillt uppskera, sem eru minni líkur á með GMO. Hræðilegt hjá Monsanto að bjóða fátækum bændum upp á smá stöðugleika. Meiri vitleysan í þér að þeir séu leiddir í gildru sem leiðir til gjaldþrots. Monsanto græðir ekkert á bónda sem getur ekki borgað þeim, heldur ekkert á því að gefa vöruna sína.
Já þú hlítur að vita allt um málefni fátækra bænda og vera á þeirra hlið því þú hefur verið í kring um þá Afríku. Ég veit alveg eins allt um hvað er best fyrir Grikki eftir þessi mótmæli fyrir stuttu, því ég var þar í kringum Grikki fyrir tveim árum. Fínt að geta sagt hvað er best fyrir fólk í neyð að gera, þó svo að það leiði til verri lífsgæða fyrir það.
1)Tæknin er til staðar (með GMO, þar sem sú tækni er nýtt mjög mikið í Bandaríkjunum sem leiðir til mun meira matarframboðs þar), en hvernig ætlastu til þess að nýta hana?
2)Minna kjötát þýðir minni markaður og minna framboð. Það gerir ekkert nema slæmt fyrir alla. Þú virðist vera að reyna að setja offituvandamál á ofát kjöts, en þú veist víst best hvað allir eiga að borða. Hinn vestræni heimur ætti ekki að 'þurfa' að gera neitt. Afríka ætti alveg að geta séð um sig sjálfa, og það hafa verið dæmi um það áður. Það að einn hafi það gott er ekki í beinu sambandi við að annar hafi það slæmt.
Ef þú vilt hjálpa til þá er það fínt. Ég hjálpa til eins og mér hentar. Ef Monsanto vill stunda viðskipti þar sem hjálpa sér og öðrum, þá er það líka fínt.
3)Sem sagt minni kjötræktun... fínt að setja kjötbændur á hausinn. Nýta gróðurlandið í að rækta matjurtir handa fólki... ertu sem sagt að tala um að ríkisvæða ræktarland og neyða fólk til að vinna á því og senda afurðirnar til Afríku?
Slæmt þegar fólk hefur svona mikinn hatur á gróða annars að það leiði til þess að fátæka fólkið í Afríku þurfi að þjást.
Jón (IP-tala skráð) 25.1.2011 kl. 14:52
Það sem þarf er frekari þróun í tækni og vísindum, sem og að koma höndum yfir fólksfjölgun. Fjölgun mannkyns er orðið virkilegt vandamál og er í raun komin yfir þolmörk vistkerfis þessa hnötts. Að segja að kapítalisminn sé lausn á fólksfjölgun gæti vel staðið ef ekki væri fyrir takmarkaðar auðlindir jarðar. Það að ætla að koma öllum 7 milljörðum íbúa þessa hnötts í vestræna velmegun er bókstaflega "náttúrulega" ómögulegt án þess að rústa þegar yfirdrifnu vistkerfi. Kapítalisminn er því líklegur til þess að koma af stað svokölluðu "krabbameins" ferli og éta upp framtíð mannkynsinns til þess að halda uppi vexti í núinu.
Hvað varðar erfðabreytt matvæli þá sé ég enga ástæðu til þess að halda aftur að framförum, þó að mér hugnist ekki þetta fyrirtæki Monsanto :-/
Aron Örn Gestsson (IP-tala skráð) 25.1.2011 kl. 15:15
mugus:
Vá ég hélt að hérna væri komin kommentaþráður fyrir vitrænar umræður.
Ekki segja hvað ég hef og hef ekki gert. Þú segir öðrum að kynna sér aðrar heimildir en sama tíma kemur þú bara með einhliða og rangar fullyrðingar sem eiga engin rök við sér að styðjast.
Þú vísar í síðu sem heldur því fram að góður árangur hafi náðst af baráttu gegn A vítamínskorti á meðan það látast allt að 2 milljónir manna þess af völdum og 500.000 börn verða blind á ári hverju. Síðu sem kvartar yfir að ekki hafi verið gerðar nægar tilraunir á Golden Rice en á sama tíma berst sterklega gegn því að þessar sömu tilraunir verði gerðar!
Besta er það að þú segir upplýsingar þínar séu heilagur sannleikur af því þær koma frá "kúrs í umhverfisvísindum" jafnvel þó að þekking þín á akuryrkju og plöntum beri vott um að þú hafir ekki lesi grunnskólanámsefni þar að lútandi. Enda hafa þessar ranghugmyndir þínar ekki verið kenndar í neinum af þeim kúrsum í umhverfisvísindum sem ég hef setið og þeir eru orðnir þó nokkuð margir.
Steinar (IP-tala skráð) 25.1.2011 kl. 15:19
Áhugavert umrðuefni, en eins og svo oft þá verða umræðurnar ómarkvissar á blogginu. Fólk fer í hringi, fara út fyri málefnið og taka manninn í stað fyrir boltann..
Ég mundi hugnast betur skipuleg samantekt af rökunum í stuttu máli með tilvísun í frekari tilvísanir og rökstuðningi. Ég hef vonast til að bestu Wikipediu-greinar sem fjalla um umdeild mál mundu geta orðið að fyri mynd. Og kannski mundum við hreinlega geta útfært þessu á is.Wikipedia.org ...
Morten Lange, 26.1.2011 kl. 00:22
Hér er bara að byrja :
http://is.wikipedia.org/w/index.php?title=Erf%C3%B0abreytt_l%C3%ADfvera&action=edit&redlink=1
Morten Lange, 26.1.2011 kl. 00:41
"Hvaða vitleysa er þetta í þér um að GMO (Genetically modified organism)
hafi slæm áhrif á jarðveg? Það er nákvæmlega sama og venjulegur gróður nema með aðra eiginleika... ekki minni næringu og alls ekki úr ólífrænum efnum" Jón
Það er allur áburðurinn og skordýraeitrin sem fylgir GMO sem sér um að menga jarðveginn....það er algengt að GMO afurðir þurfi margfalt magn af áburð/skordýraeitri á við venjulegar, sérstaklega þegar á líður. Magnið er svo mikið að allt vistkerfið fer í uppnám. Vatnsmengun vegna þessa er alvarlegt vandamál. Auk þess þá eru flest GMO hannað fyrir stórvirkan landbúnað, sem er búinn að eyðileggja jarðveginn.
GMOrisarnir standa í vegi fyrir því að landbúnaður þróist aftur í lífrænan búskap sem byggir upp jarðveginn, og er ekki háður risafyrirtækjum varðandi fræ, áburð og eiturefni.
Það eru örfá fyrirtæki sem stjórna GMO markaðnum....skiljanlegt að Monsanto og co langi til þess að stjórna matvælaframleiðslu heimsins....en það hefur ekkert með fæðuöryggi að gera, eða umhyggju fyrir fátækum bændum..
magus (IP-tala skráð) 26.1.2011 kl. 02:17
"Þú s.s. viðurkennir að það er dýrt að rækta lífrænt en segir það vera betri leið fyrir fátæku bændurna. Það er hins vegar ekki svo dýrt að setja upp lífræna ræktun. Mesti kostnaðurinn við það er minni og spillt uppskera, sem eru minni líkur á með GMO. Hræðilegt hjá Monsanto að bjóða fátækum bændum upp á smá stöðugleika. Meiri vitleysan í þér að þeir séu leiddir í gildru sem leiðir til gjaldþrots. Monsanto græðir ekkert á bónda sem getur ekki borgað þeim, heldur ekkert á því að gefa vöruna sína" Jón
Ég sagði hvergi að það væri dýrt að rækta líffrænt...það er að sjálfsögðu miklu ódýrara til langs tíma að rækta líffrænt, en það fylgir því stofnkostnaður. Ég sagði að fátækir bændur sem hafa þegar fjárfest í GMO, þeir hafa ekki efni á stofnkostnaðinum til að skipta yfir í lífrænt. Og vegna þess hve skuldsettir vestrænir bændur eru, þá getur það líka verið erfitt fyrir þá.
Í BNA eru litlir sjálfstæðir bændur nánast útdauðir...í sjálfri GMO paradísinni, þú ættir kannski að athuga ástandið þar.
magus (IP-tala skráð) 26.1.2011 kl. 02:26
"Já þú hlítur að vita allt um málefni fátækra bænda og vera á þeirra hlið því þú hefur verið í kring um þá Afríku. Ég veit alveg eins allt um hvað er best fyrir Grikki eftir þessi mótmæli fyrir stuttu, því ég var þar í kringum Grikki fyrir tveim árum. Fínt að geta sagt hvað er best fyrir fólk í neyð að gera, þó svo að það leiði til verri lífsgæða fyrir það." Jón
Þú ert nú meira tröllið...
Ég hef þó farið til þróunarlanda, kynnst fátækum bændum, og þekki vel til fólks sem hefur starfað við þróunaraðstoð í tugi ára....ég er að læra hagfræði og umhverfisvísindi sem stendur...en þú?
Ég hef þó gert meira en að lesa áróður Monsanto og co...
Eins og ég sagði áður...að er mikil vakning í Kanada, og umhverfis heiminn..
hefur þú gert einhverja tilraun til að kynna þér hvað hefur verið í gangi síðastliðin 10 ár?
magus (IP-tala skráð) 26.1.2011 kl. 02:36
"Tæknin er til staðar (með GMO, þar sem sú tækni er nýtt mjög mikið í Bandaríkjunum sem leiðir til mun meira matarframboðs þar), en hvernig ætlastu til þess að nýta hana" Jón
Það bað enginn um þessa tækni...kannski verður hægt að finna eitthvert notagildi fyrir GMO...en GMO hefur ekkert að gera í matvælaframleiðslu.
Þessi fyrirtæki geta bara farið á hausinn með sína tækni...
farið hefur fé betra
magus (IP-tala skráð) 26.1.2011 kl. 02:41
"Minna kjötát þýðir minni markaður og minna framboð. Það gerir ekkert nema slæmt fyrir alla. Þú virðist vera að reyna að setja offituvandamál á ofát kjöts, en þú veist víst best hvað allir eiga að borða. Hinn vestræni heimur ætti ekki að 'þurfa' að gera neitt. Afríka ætti alveg að geta séð um sig sjálfa, og það hafa verið dæmi um það áður. Það að einn hafi það gott er ekki í beinu sambandi við að annar hafi það slæmt." Jón
1) Minna framboð af kjöti, en í staðinn miklu meira magn af öðru.. kartöflur, hrísgrjón, grænmeti, ávextir....miklu fjölbreyttara framboð af mat. það er hægt að framleiða miklu meiri mat þannig, nóg til að enda hungur. Famboð af kjöti minnkar, en heildarframboð af mat eykst margfalt meira, því "kjötræktun" er svo rosalega orkufrekur lúxus. Þú skilja?
2)Bíddu á Afríka bara að sjá um sig sjálfa? Varstu ekki að segja að Afríka þurfi að skipta yfir í GMO, því þú hefur svo miklar áhyggjur af hungri?
magus (IP-tala skráð) 26.1.2011 kl. 02:54
"ertu sem sagt að tala um að ríkisvæða ræktarland og neyða fólk til að vinna á því og senda afurðirnar til Afríku? .....Slæmt þegar fólk hefur svona mikinn hatur á gróða annars að það leiði til þess að fátæka fólkið í Afríku þurfi að þjást." Jón
Ríkisvæða ræktarland...neyða fólk...hvað ertu að tala um? Voðalegar smjörklípur eru þetta snúður...svona er að vera rökþrota tröll.
...og ertu svo að reyna vinna samúð aftur með ákaflega fölsku tali um fátæka fólkið í Afríku....sem "á bara að sjá um sig sjálft" eins og þú sagðir.
voðalega eru áróðurspennarnir ömurlegir á þessum síðustu og verstu...
magus (IP-tala skráð) 26.1.2011 kl. 03:04
"Þú vísar í síðu sem heldur því fram að góður árangur hafi náðst af baráttu gegn A vítamínskorti á meðan það látast allt að 2 milljónir manna þess af völdum og 500.000 börn verða blind á ári hverju. Síðu sem kvartar yfir að ekki hafi verið gerðar nægar tilraunir á Golden Rice en á sama tíma berst sterklega gegn því að þessar sömu tilraunir verði gerðar!" Steinar
Fólk þjáist af vítamínskorti út um allan heim vegna þess að að er fátækt og hefur ekki nægan mat, ekki næg hrísgrjón, ekki vegna þess að hrísgrjónin eru snauð næringu. Það eru til tegundir á hrísgrjónum sem innihalda minni næringu en aðrar, en lausnin felst í að skipta yfir í aðrar náttúrulegar tegundir, ekki GMO. Red herring 101.
-Baráttan gegn skorti á vítamínum í þróunarlöndunum hefur nánast ekkert með gæði mats að gera, málið snýst um að útrýma fátækt...flest fólk sem þjáist af þessu lifir á innan við einum BNA dollar per dag.
Málið með tilraunirnar snýst um það að fyrirtækið stelst til þess að prófa draslið á fátækum börnum í Kína t.d., sem er ekki leyfilegt...börn eru ekki tilraunadýr.....venjulega eru notaðar rottur og mýs...apar.
og já, það á eftir að staðfesta heilbrigði og gæði á flestum GMO matarafurðum...með tilraunum á vísindastofum, og svo dýrum...
ekki börnum
magus (IP-tala skráð) 26.1.2011 kl. 03:21
Flestar GMO matarafurðir hafa ekki farið í gegnum nein próf varðandi heilsurfarshættu eða neitt slíkt til að sanna að GMO er "safe"...í flestum tilfellum er farið eftir reglu sem segir að ef t.d. GMO tómatur er ennþá í grundvallaratriðum "tómatur", þá þarf ekki að prófa neitt... blekkingar..og svo er sagt það er búið að marg prófa GMO og sanna.......
Wikipedia
o facilitate rapid approval for genetically modified foods the "substantial equivalence" concept was proposed by the Food and Agriculture Organization (FAO) and World Health Organization in the early 1990s. The stringent testing normally required for new food products can cost millions of dollars and take years of testing before a product gains approval for marketing. Such demands and delays would have made genetically modified foods unprofitable for private companies, substantial equivalence can allow products to get to market within months of their development.
Reasoning about substantial equivalence is widely used by national and international agencies - including the Canadian Food Inspection Agency, Japan's Ministry of Health and Welfare and the U.S. Food and Drug Administration, the United Nation’s Food and Agriculture Organization, the World Health Organization and the Organisation for Economic Cooperation and Development (hereafter OECD).[2] It has been argued that by invoking the doctrine of substantial equivalence the GMO industry has avoided safety testing, and that forthcoming novel food production technologies may follow this example.
magus (IP-tala skráð) 26.1.2011 kl. 03:29
æi, enn einn sjálfskipaður sérfræðingur... í fáfræði
doctore (IP-tala skráð) 26.1.2011 kl. 10:57
mugus:
"Málið með tilraunirnar snýst um það að fyrirtækið stelst til þess að prófa draslið á fátækum börnum"
Furðuleg fullyrðing sérstaklega í ljósi þess að það er ekkert fyritæki sem stendur fyrir Golden Rice heldur fjölmargar alþjóðlegar stofnanir og not-for-profit hjálparsamtök að frumkvæði Rockefellar stofnunarinnar. En það kemur svo sem ekki á óvart að þú vitir lítið sem ekkert um þetta verkefni.
Ath. engin einkaleyfi eru á Golden Rice og hugmyndin er að dreifa fræjum frítt eða á kostnaðarverði (greiddu af vestrænum ríkjum) til þeirra sem vilja. Grjónin eru alveg eins og önnur grjón nema þau framleiða margfalt magn A vítamíns, nægjanlegt til að ein skál fullnægi A vítamín þörf manna. A vítamín skortur herjar langmest á þær þjóðir þar sem undirstaða fæðunnar er nú þegar hrísgrjón sem ræktuð eru á "náttúrulegan" hátt.
Annars vil ég bara segja aftur að mér finnst skrítið að þú vísir í heimasíðu sem segir að góður árangur hafi náðst í þessari baráttu, á meðan 2 milljónir manna deyja árlega. Heimasíðu sem studdi það að 10.000 tonn af matvælum frá USA væru ekki flutt til sunnanverðrar Afríku í hungsneyð 2002 vegna þess að þau voru ekki vottuð gmo-free!
Lausnin þín gegn skorti er að fá fólk til að skipta yfir í aðra náttúrulega fæðu. Þetta segiru þrátt fyrir að þeir sem þjást af skorti neyta nær allir eingöngu þess sem þú kallar "náttúrulega" fæðu vegna þess að þeir hafa ekki aðgang að öðru.
Þú hreykir þér af því að hafa komið til þróunarlanda en heldur því blákalt fram að fólk sem hefur hefur ekki aðgang að annarri fæðu en þeir neyta nú þegar eigi einfaldlega að "skipta í aðra fæðu", jafnvel þó sú fæða sé ekki til staðar!
Þú yrðir vinsæll hjálparstarfsmaður: "Heyrðu þú ert að deyja úr vannæringu en ef þú passar þig að borða fjölbreytta náttúrulega fæðu þá lagast þetta. Ha, hefuru ekki efni á að borða annað en eina skál af grjónum á dag? Ekkert mál kallinn minn, við útrýmum bara fátækt og þá ertu góður."
Útrýming fátæktar er verðugt verkefni næstu áratuga en algjörlega óraunhæft að vísa til þess vinna gegn skorti í þróunarlöndum til styttri tíma.
Steinar (IP-tala skráð) 26.1.2011 kl. 12:07
Við svari 02:17
Áburður =/= GMO. Mismunandi erfðabreytt matvæli eru breytt á mismunandi hátt, hvort sem það er til þess að vera betur búin gegn sjúkdómum, innihalda fleiri næringarefni/vítamín etc. Skiljanlegt að plöntur sem innihaldi meiri næringarefni taki meira úr jarðveginum í hvert skipti, en ef þú ræktar plöntu og fjarlægir hana þá ertu að gera jarðveginum sama grikk, hvort sem hún er lífræn eða ólífræn.
Við svari 02:26
Þessir bændur í þróunnarríkjum eru fátækir til að byrja með, en á einhvern ómögulegan hátt (skv. þér) tekst þeim að hefja búskap, í þeim tilgangi að græða. Bændur eru misskuldsettir. Sumum gengur vel og sumum gengur illa, en það er ekki GMO að kenna ef bændur kunna ekki að reka býli. Sbr. Rhodesíu/Zimbabwe sem ég nefndi áður.
Síðasta málsgreinin þín: Ég veit ekki til þess að það sé skortur né hátt matvælaverð í Bandaríkjunum.
Við svari 02:36
Eftir allt þetta, þá berstu enn gegn hagsmunum fátækra og allra. Til að svara spurningunni þinni: Ég er einnig að læra hagfræði, í HÍ, en hef verið vakandi í tímum... Kannski hefur það eitthvað með það að gera að ég er ekki að svara bloggum kl. 3:30 um nóttina.
Við svari 02:54
1)S.s. þú ert að tala um að drepa 10% af kjötmarkaðinum til þess að geta haldið uppi að rækta matjurtir á óhagstæðari hátt... Mjög sniðugt. Hversu mikla hagfræði sagðistu aftur hafa lært? Þú no góður in skilja það sem þú segist vera að læra.
2)Já Afríka ætti að geta séð um sig sjálfa. Við sjáum um okkur sjálf. Að sjá um sig sjálfan =/= að stunda ekki viðskipti við aðra. Þú virðist halda að ég sé að tala um að Afríka eigi að einangra sig... en hins vegar, ég veit ekki hvað er í gangi í hausnum þínum. Það besta sem við getum gert er að stunda viðskipti við þau, ekki segja þeim að rækta matinn sinn á óhagkvæman hátt.
Við svari 03:04
Tröllið að ásaka mig um að vera tröll? Í þessari umræðu er ég að hugsa um hvað er best fyrir alla, þar á meðal Afríku. Ég styð fyrirbærið sem hefur hindrað hungursneyð í Mexico, Pakistan og Indlandi, eins og Steinar benti á áður. Ég er ekki á móti því að þetta fólk fái að velja sjálft hvaða leið það fer og ef það kýs stöðuga uppskeru þá er það mjög fínt fyrir það. Ég held að Írarnir hefðu ekki haft neitt á móti erfðabreyttum kartöflum á sínum tíma.
Við svari 03:29
Fólk á það til að hata það sem það skilur ekki. Erfðabreytt matvæli eru ekki öðruvísi í sjálfu sér en matvæli sem hafa þróast náttúrulega með tímanum. Það eru matvæli með viðbætta eiginleika frá öðrum matvælum. Það er ekki sprautað krabbameini og alnæmi í þau. Skordýraeitur og áburður er það sem þarf að hafa áhyggjur af, en þau efni fara fara oftast í gegnum mikil próf.
Jón (IP-tala skráð) 26.1.2011 kl. 13:26
"Furðuleg fullyrðing sérstaklega í ljósi þess að það er ekkert fyritæki sem stendur fyrir Golden Rice heldur fjölmargar alþjóðlegar stofnanir og not-for-profit hjálparsamtök að frumkvæði Rockefellar stofnunarinnar" Steinar
Hvort sem það er eitt fyrirtæki eða stofnum sem stendur fyrir GR eða ekki skiptir ekki máli..ef það er Rockefellar þá kemur það ekki á óvart...Aðstandendur Golden Rice hafa samt sem verið gripnir við alvarleg lögbrot er varða misnotkun á fátækum börnum, sem voru notuð eins og tilraunarottur í orðsins fyllstu merkingu. Þú skilur það er það ekki Steinar?
-Það er ekki bara Monsanto sem er siðlaust...hver stakk upp á því að GMO væri í lagi í höndunum á öðrum enn risafyrirtækjum eins og M?
magus (IP-tala skráð) 27.1.2011 kl. 02:18
"A vítamín skortur herjar langmest á þær þjóðir þar sem undirstaða fæðunnar er nú þegar hrísgrjón sem ræktuð eru á "náttúrulegan" hátt." Steinar
Nei, A vitamin skortur, og skortur á öðrum næringarefnum, er fyrst og fremst í löndum sem þjást af sárafátækt, hvort sem ræktuð eru hrísgrjón eða önnur matvæli. -Fólk sem þjáist af þessum sjúkdómum er almennt séð að reyna að lifa af dollar á dag, og hefur einfaldlega ekki efni á nægum mat.
Lausnin á þessun felst í því auka afkomu fólks, með þróunaraðstoð.
magus (IP-tala skráð) 27.1.2011 kl. 02:26
"á meðan 2 milljónir manna deyja árlega. Heimasíðu sem studdi það að 10.000 tonn af matvælum frá USA væru ekki flutt til sunnanverðrar Afríku í hungsneyð 2002 vegna þess að þau voru ekki vottuð gmo-free!...Útrýming fátæktar er verðugt verkefni næstu áratuga en algjörlega óraunhæft að vísa til þess vinna gegn skorti í þróunarlöndum til styttri tíma" Steinar
Þú hefur ekki hugmynd um hvað þú ert að tala um. 250 milljónir barna undir 5 ára aldri deyja árlega vegna sjúkdóma, eins og vannæringu, sem þau þjást af vegna fátæktar! -Lang flest í AFríku. Málið hefur ekkert með aðgang að GMO að gera!
Lausnin á þessu felst í þróunaraðstoð...ef þú vilt vita hvaða lausnum SÞ eru að vinna að TIL STYTTRI TÍMA, þá er þér velkomið að leita á vefsíðu SÞ undir Millenium Goals!
Þú hefur ekki vit á því sem þú ert að tala um. Sorry.
magus (IP-tala skráð) 27.1.2011 kl. 02:38
"Eftir allt þetta, þá berstu enn gegn hagsmunum fátækra og allra. Til að svara spurningunni þinni: Ég er einnig að læra hagfræði, í HÍ, en hef verið vakandi í tímum... Kannski hefur það eitthvað með það að gera að ég er ekki að svara bloggum kl. 3:30 um nóttina." Jón
Æi greyið mitt...þú svara engum athugasemdum frá mér vegna þess að þú getur það ekki...smjörklípulummur um að ég sé að berjast gegn hagsmunum fátækra með andstöðu minni við GMO bæta ekki upp fyrir það.
Og Jón Sherlock Holmes...eins og hefur komið fram þá er ég í háskólanámi í hagfræði og umhverfisvísindum, en ég hef hvergi sagt að ég sé að því á Íslandi...en ég hef nefnt Kanada í þessu spjalli hér....Getur þú útskýrt undarlegar tímasetningar athugasemda minna á uppbyggilegri hátt snillingur?
EF þú vilt kynna þér þessi mál betur þá er kannski ráð að kíkja á SÞ eins og ég benti Steinari á hér að ofan. Kíkja á þróunarhagfræði kannski, og hugtök eins og "sustainable development"....og svo er mikil umræða í gangi um endurskoðun á hagfræði til þess að innlima fórnarkostnað á náttúrunni, því það er viðurkennt vandamál að hagfræðin hefur fram að þessu litið fram hjá vandamálum eins og mengun og skemmdum á náttúrunni og vistkerfinu í útreikningum sínum....möo skoðaðu umhverfisvísindi. -Svo vill til að vísindamenn í Kanada eru mjög framarlega á þessu sviði, og háskólar.
mbk
magus (IP-tala skráð) 27.1.2011 kl. 02:56
"S.s. þú ert að tala um að drepa 10% af kjötmarkaðinum til þess að geta haldið uppi að rækta matjurtir á óhagstæðari hátt... Mjög sniðugt. Hversu mikla hagfræði sagðistu aftur hafa lært?" Jón
PS. þessi athugasemd þín átti að vera með svarinu að ofan....en ég svara þessu einu sinni enn til að reyna að útskýra þetta fyrir þér. Ef Bandaríkjamenn minnka kjötát um 10%(ofneysla kjöts er vandamál þar) þá væri hægt að nota auðlindirnar sem "losnuðu" til þess að útrýma hungri í heiminum! Ég veit ekki alveg hvaða skilning þú leggur í orðið "hagkvæmi" vinur?
Ég á eftir 3 hagfræðikúrsa til að útskrifast í hagfræði, en ég er aðallega að læra umhverfisvísindi sem stendur. En þú?
magus (IP-tala skráð) 27.1.2011 kl. 03:07
Vá hvað þú ert þykkur magus. Þú kemur ekki með rök heldur segir 'Ég er að læra þetta og hitt svo ég hef örugglega rétt fyrir mér'. Þú reynir að skríða frá umræðuefninu og láta eins og þín málefni hafi ekki verið brotin niður. Ef ég væri þú mundi ég biðja um endurgreiðslu frá skólanum.
Ég hef kíkt nógu mikið á SÞ. Nauðganir í Kongó eru ekki minn stíll og þeir hafa verið að frá 1945 og eytt ótrúlegu magni peninga í Afríku, sem er ennþá að mestu leyti skítahola.
Heldurðu að minnkun kjötframleiðslu þýði sjálfkrafa meiri framleiðsla matjurta? Var sleppt offramboði og jafnvægi markaðsins í tímunum í Kanada? Hver á svo að borga fyrir þennan mat handa Afríku?
'Æi greyið mitt...þú svara engum athugasemdum frá mér vegna þess að þú getur það ekki.'-magus
Hvaða athugasemdir ertu að tala um? Þú sleppir að svara næstum öllu sem ég segi og lætur sem það hafi ekki verið sagt neitt á móti þínu máli.
...en það er í lagi, þú tókst þátt í kappræðu einusinni svo þú veist allt um það.
Jón (IP-tala skráð) 27.1.2011 kl. 12:02
Einu tvö tilfellin þar sem 'Kanada' kemur fram fyrr í spjallinu er
"Það er sem dæmi mikil vakning í háskólum Kanada varðandi þessi málefni."
-magus
"Eins og ég sagði áður...að er mikil vakning í Kanada, og umhverfis heiminn.."
-magus
...Eina rökrétta er að gera ráð fyrir að þú sért núna á stundinni að læra í háskóla í Kanada... Þess má geta að ég nefndi Bandaríkin og Zimbabwe fyrr í spjallinu, aldrei Ísland. Hvort ætli ég sé í Bandaríkjunum eða Zimbabwe núna? Það er náttúrulega fáránlegt að gera ráð fyrir því að fólk sem svarar íslensku bloggi sé frá Íslandi. Sem kemur okkur að tengdu málefni: Ef þú ert ekki á Íslandi, og ert að fá nægan svefn, hvað orsakar þessa vankunnáttu á faginu sem þú segist vera að læra? Hlýtur að vera eitthvað stærra vandamál.
Það er algjör óþarfi hjá þér að telja upp hvað þú ert að læra og gera. Þú hefur jafn rangt fyrir þér hvort sem þú hafir lært ekkert eða meira en nokkur annar. Ef eitthvað, gerir það mig sorgmæddan varðandi ástand skólakerfis um heim allan ef þú ert kominn langt í 'góðum skóla'.
Jón (IP-tala skráð) 27.1.2011 kl. 12:38
Jón, Hvaða kappræðu ertu að tala um?
Ég er að segja þér hvað er í gangi í vísindamanna- og háskólasamfélaginu varðandi þessi mál, frá hlið hagfræðinnar og svo umhverfisfræðunum. -Umræðan snýst um það hvernig hægt er að viðhalda og auka matarforðann án þess að halda áfram að eyðileggja vistkerfi jarðarinnar. Ég skil vel að ég fari í taugarnar á þér, en mundu bara að þú þykist líka vita annsi mikið um þessi mál....horfði í eiginn barm vinur.
ÞAð er búið að leggja fram fyrir rök frá ýmsum hliðum til að sýna fram á að GMO hefur ekkert með hungurvandamál heimsins að gera, en þú virðist ekki skilja það sem rætt er um, og það eru athugasemdirnar sem ég tala um, sem dæmi
1) ÞAð er ekki skortur á marvælum í heiminum, Vestrænar þjóðir taka einfaldlega allt of stóran skerf. þú átt eftir að staðfesta að þú skiljir þetta.
2) BNA geta útilokað hungursneiðina í heiminum með því að minnka kjötát sitt um 10% - framboð af kjöti minnkar, en HEILDARFRAMBOÐ af mat eykst nóg til þess að eyða hungri. ÞEtta er gert með því að nota auðlyndir sem losna í matjurtaræktun. Þetta er augljóslega hagvæmari nýting á landi og áburðarefnum. þú átt eftir að staðfesta að þú skiljir þetta. Prufa að goggla trophic level og þá kannski skilurðu.
3) Hungur og vítamín skortur er fyrst og fremst vandamál vegna fátæktar, og lausnirnar felast í þróunaraðstoð. GMO hefur ekkert með málið að gera nema í auglýsingabælingum Monsanto og co.
4) GMO snýst að langmestu um að styðja núverandi fyrirkomulagi í akuryrkju með einræktun, stórvirkum aðferðum og háð utanaðkomandi áburð, svokallaður "nútíma" landbúnaður. Þetta fyrirkomulag er að eyðileggja jarðveginn og vistkerfið. ÞEssi stórvirki landbúnaður, eins og GMO, er háður utanaðkomandi efnun vegna þess að ræktunin eyðileggur jarðveginn smá saman, og naæringargildið hverfur. Eina lausnin til langs tíma er að finna aðferðir sem eyðileggja ekki landið, heldur viðheldur því og byggir það upp. Um það snýst lífræn ræktun. Þaðm er mjög mikilvægt að skilja þetta.
5) Bændur í BNA eru almennt séð á hausnum, og flestir hafa verið teknir yfir af stórfyrirtækjum, í sjálfri GMO paradísinni. Reynslan er ekki góð. -og samhengið var fátæku bændurnir og gildran..
6) substantial equivalence þýðir að tal um öryggisprófarnir GMO er blekking að lang mestu leiti. SÞ og Millenium Goals gmo planta er ekki alltaf það sama og venjuleg...allskonar furðulegar aukaverkanir hafa komið fram í gegnum tíðina. varðandi GMO skordýraeitrin sem eru svo vel prófuð..þá ættirðu kannski að skoða Býflugudæmið í Norður Ameríku..þar eru að hverfa..mjög líklega vegna eiturs frá Bayer sem eftirlitið í BNA gúmmístimplaði þrátt fyrir að varað væri við hættunni..http://www.liquida.com/focus/2010/12/16/honey-bees-bayer-beekeepers-pesticide-action-network/
7) Mér þykir leitt að þú viljir ekki ræða um SÞ og Millenium Goals...en það er einmitt plaggið sem samræmir þróunaraðstoð heimsins....
en svoleiðis drasl er ekki nógu gott fyrir þig...varstu ekki að skamma mig fyrir að þykjast vita betur*?
magus (IP-tala skráð) 27.1.2011 kl. 13:04
Og þegar ég geri grín að þér vegna þess að þú getur ekki svarað neinum athugasemdum....þá er ég að segja að þú sért rökþrota...eins og þessar persónuárásir þínar gagnvært mér sanna...ásamt skítkast.
Það skiptir mig engu máli hvaða fúkyrði um kunnáttu mína þú notar...ég veit ekki alveg hvað þú Jon heldur að þessar skítabombur segi um menntun þína?
magus (IP-tala skráð) 27.1.2011 kl. 13:19
"Hvort sem það er eitt fyrirtæki eða stofnum sem stendur fyrir GR eða ekki skiptir ekki máli"
Ég nefndi þetta til að sýna að þú hefur ekki kynnt þér hvað þetta verkefni snýst um. Þú nenntir ekki einu sinni að kynna þér hver stæði að verkefninu heldur gerðir ráð fyrir að það væri stórfyrirtæki, væntanlega Monsanto. Erfitt að taka mark á þér þegar þú veist ekki hvað þú ert að tala um og nennir ekki einu sinni að kynna þér það.
"...Aðstandendur Golden Rice hafa samt sem verið gripnir við alvarleg lögbrot er varða misnotkun á fátækum börnum, sem voru notuð eins og tilraunarottur í orðsins fyllstu merkingu. Þú skilur það er það ekki Steinar?"
Skil ég hvað? Að þú komir með órökstuddar lygar og samsæriskenningar án nokkurra heimilda. Jú ég skil að þú sért að því, skil samt ekki hvers vegna. Skil heldur ekki hvers vegna þú þarft að skálda ástæður að vera á móti einhverju en getur ekki rökstutt eigin sannfæringu með staðreyndum. Allar rannsóknir á GR hafa verið eftir lögum og reglum.
"Nei, A vitamin skortur, og skortur á öðrum næringarefnum, er fyrst og fremst í löndum sem þjást af sárafátækt"
Ok, þú heldur því sem sagt fram að þar sem löndin eru fátæk þá er útilokað að meginfæða þjóðar sé hrísgrjón. Vá þú ert greinilega í góðu námi fyrst þú kemst að þeirri niðurstöðu.
"Þú hefur ekki hugmynd um hvað þú ert að tala um. 250 milljónir barna undir 5 ára aldri deyja árlega vegna sjúkdóma"
Þetta sýnir að þú ert bara að reyna að búa til rök. 250 milljónir? Opinberar tölur frá UNICEF segja að 8,1 milljón börn hafi látist 2009, þar af helmingur vegna vannæringar skv WHO. Skil samt ekki að þú búir til þessa tölu til að svara hvers vegna þú styður heimasíðu sem hvetur að viðskiptabann sé sett á lönd sem fá mataraðstoð frá USA.
"Lausnin á þessu felst í þróunaraðstoð..."
Uuuu já en ekki hvað? Þú ert greinilega einn af þeim sem vilt einungis leyfa eina tegund þróunaraðstoðar, þína tegund. Ert tilbúin að stoppa alla aðra aðstoð jafnvel þó það kosti óteljandi mannslíf.
Fyndið að þú segir Jón vera rökþrota á meðan þú kemur með þversagnir, lygar og falsaðar tölur til að rökstyðja þitt mál.
Líka fyndið að þú virðist nota annað hvert innlegg þitt hérna (sem eru furðulega mörg) til að tala um hvað þú ert í góðum skóla að læra hagfræði og umhverfisvísindi. Sérstaklega í ljósi þess að þú virðist ekki hafa grunnskólaþekkingu á umhverfisvísindum, akuryrkju, næringu í plöntum o.s.frv. Það get ég vottað um þar sem ég er með háskólamenntun í sviðinu og hef starfað við fagið í mörg ár með mjög góðum árangri, svona fyrst menn eru að slá um sig með menntun hérna.
Steinar (IP-tala skráð) 27.1.2011 kl. 14:29
Kappræður = Tvær hliðar að deila. Mín mistök að segja það, ekki hægt að búast við því að þú skiljir hvað fólk talar um.
Takk fyrir að svara hluta af svörunum mínum. Umræðan á þessu bloggi snerist aðallega um áhrif GMO á fátækt fólk, ekki hvernig það fer með jarðveginn, áður en þú tróðst þér inn í umræðuna. Þú hefur enn ekki svarað hvernig GMO fer illa með jarðveg, en ég hef komið með svör gegn þeirri fullyrðingu þinni. Þú virðist halda að öll ill eiturefni og áburður = GMO (Genetically modified organism).
Ég hef svarað þessum fullyrðingum um að GMO hafi ekki áhrif á hungurvandann en það virðist fara framhjá þér. Sjá fólksfjölgun í svörum ofar. GMO með réttu eiginleikunum orsakar betri uppskeru, það fer ekki á milli mála, og það skiptir bændur mjög miklu máli. Helstu rökin gegn GMO er að það hafi ekki verið rannsakað nóg, en mest gagnrýni er byggð á hræðslu, ekki staðreyndum. Það má vel vera að það séu einhverjar ræktunaraðferðir sem henta sumum betur en GMO, og fólk hefur val til þess að rækta eins og það vill. Sama hvað þú heldur þá er það ekki slæmt að geta valið. Sem dæmi, þú hefur valið hvaða punktum þú svarar og hvaða punkta þú hundsar.
1) Enginn tekur of stóran skerf. Þeir sem hafa unnið fyrir einhverju taka það. Það er ekki sjálfsagt, og alls ekki gott til langs tíma litið, að fá allt upp í hendurnar.
2) Ég veit alveg hvað þú ert að tala um, en þú ert ekki með hagfræðina rétta í þessu. Þetta gerir kjötframleiðendur gjaldþrota. Hvernig ætlar fátæka fólkið að greiða fyrir matinn? Það gengur ekki alveg upp að eyða framleiðslu sem er mikils virði fyrir fólk til þess að bjóða fólki sem getur ekki borgað að taka þann markað. Eins og ástand er núna þá er þannig séð fátæka fólkið í Afríku í samkeppni við kjötframleiðendur um þennan mat, en kjötframleiðendur geta borgað, annað en fátæka fólkið. Þar sem þú býður þetta fram sem einhverja lausn þá er einungis hægt að gera ráð fyrir því að þú sért að tala um að neyða kjötframleiðendur af markaði og neyða matjurtarframleiðendur til að selja til Afríku. Það mundi fá gæðastimpil Stalíns. Þess má geta að með þessu '10% minnkun' plani, að öllu öðru óbreyttu þá væri verið að selja að mestu leyti erfðabreyttan mat til fátæka fólksins... nema náttúrulega það væri bannað og þar af leiðandi mundi framleiðsla minnka aftur.
3) Sjá Rhodesíu/Zimbabwe, sem skaffaði um 1/3 af mat fyrir alla heimsálfuna með nýjustu ræktunartækninni en svo var farið að ráðum vitringa um að gefa fátæku bændunum aftur landið, og við vitum öll hversu vel stætt Zimbabwe er í dag.
4) "ÞEssi stórvirki landbúnaður, eins og GMO, er háður utanaðkomandi efnun vegna þess að ræktunin eyðileggur jarðveginn smá saman, og naæringargildið hverfur." Þú átt ennþá eftir að útskýra hvernig GMO plöntur sjálfar fara illa með jarðveginn.
5) Hvað er að stórum fyrirtækjum? Eru þau sjálfgefið ill? Ekkert að því að bændur fari á hausinn ef þeir reka búið sitt illa eða geta ekki keppt við aðra. Í Bandaríkjunum er meira af matvælum í boði og á lægra verði en í flestum öðrum löndum, og þú lætur sem það sé slæmur hlutur.
6) Enn og aftur hræðsla við það sem fólk þekkir ekki. Það er hægt að eyða helling af pening í að rannsaka allt, sem yfirvegur þá gróðan af framförinni, eða sýna stillingu og sætta sig við að ekki allar breytingar eru frá kölska komnar. Hver er annars vísindalega útskýringin fyrir því að lífvera, með viðbætta eiginleika annarrar lífveru, orsaki umræddar 'aukaverkanir'? GMO hefur verið til frá áttunda áratugnum. Vel gert hjá fólkinu sem er á móti því að besta sem þau hafa núna eftir öll þessi ár er 'þetta gæti verið hættulegt'.
7) SÞ hafa sannað aftur og aftur að það eru tilgangslaus samtök og ekkert nema peningaeyðsla. Besta leiðin til að eyða fátækt og hungri er frjáls markaður.
Svar 13:19
Ef þú telur mig koma með léleg rök þá er það =/= að svara ekki athugasemdum.
Öll skítköst mín eru svör við skítköstum þínum og því þú heldur að þú hafir rétt fyrir þér með því að telja upp afrek.
-Kv. 'Tröllið' / 'Jói'
Jón (IP-tala skráð) 27.1.2011 kl. 15:17
Steinar þú ert rökþrota, eins og skítkastið og perónuárásir sanna. Þú bætir ekki upp fyrir það með þvaðri um samsæriskenningar. Það skiptir litlu máli hver stendur að Golden Rice...það sem skiptir máli er það að rannsóknirnar hafa brotið siðareglur sem voru settar eftir tilraunir Nasista á mönnum. RAnnsóknir Golden Rice hafa þverbrotið lög, oftar enn einu sinni eins og heimildin gaf til kynna.
"Ok, þú heldur því sem sagt fram að þar sem löndin eru fátæk þá er útilokað að meginfæða þjóðar sé hrísgrjón. Vá þú ert greinilega í góðu námi fyrst þú kemst að þeirri niðurstöðu."
Hvernig kemstu að því snúður? Ég sagði að til eru tegundir hrísgrjóna sem innihalda minni næringu en aðrar....en lausnin felst í því að skipta yfir í önnur náttúruleg afbrygði, ekki GMO. Þú hefur heldur ekki ennþá skilið að aðalvandamálið er ekki að hrísgrjón á ákveðnum svæðum innihaldi ekki næga næringu, vandamálið er það þetta fólk hefur ekki efni á nægum mat! GMO er "red herring"...skilurðu hvað átt er við?
"Þetta sýnir að þú ert bara að reyna að búa til rök. 250 milljónir?"
Fyrirgefðu, ruglaðist á tölum. Samkvæmt kennslubókinni í þróunarhagfræði frá 2009 þá deyja meira en 10 milljón börn undir 5ára árlega í þróunarlöndunum. 800 milljón manns þjást af sáru hungri, og um 2 milljarðar skortir vítamín. -börnunum mætti flestum bjarga fyrir örfá cent per dag. Stuðning við hvaða heimasíðu ertu að tala?
Uuuu já en ekki hvað? Þú ert greinilega einn af þeim sem vilt einungis leyfa eina tegund þróunaraðstoðar, þína tegund. Ert tilbúin að stoppa alla aðra aðstoð jafnvel þó það kosti óteljandi mannslíf
Þú hefur ekki hugmynd um hvað þú ert að tala um Steinar...Ég er að tala um þá þróunaraðstoð sem alþjóðasamfélagið hefur komið sér saman um...sem snýst um það að gera þróun sjálfbæra og umhverfisvæna. -Sem er algjör þversögn við GMO. Það kostar engin líf að gefa skít í GMO.
Það get ég vottað um þar sem ég er með háskólamenntun í sviðinu og hef starfað við fagið í mörg ár með mjög góðum árangri, svona fyrst menn eru að slá um sig með menntun hérna
Já góði besti vottaðu hvað sem þú vilt.....Háskólarnir í dag eru að vinna að lausnum til að laga til skemmdirnar eftir þína kynslóð...tími til að kíkja á endurmenntun í umhverfisvísindunum vinur....kíkja kannski á smá hagfræði líka.
magus (IP-tala skráð) 28.1.2011 kl. 01:01
1) Enginn tekur of stóran skerf. Þeir sem hafa unnið fyrir einhverju taka það. Það er ekki sjálfsagt, og alls ekki gott til langs tíma litið, að fá allt upp í hendurnar.
Þú skilur ekki ennþá hvað rætt er um Jón...Það er enginn skortur á mat í heiminum, það er hinsvegar gríðarleg misskipting í gangi, sem felst í því að Vesturlönd soga upp matarforðann, m.a. með því að borða allt of mikið kjöt. BNA eru bara öfgafyllsta dæmið og þyrftu að breyta hvað mest. Þetta snýst ekkert um að "hafa unnið fyrir því"...þetta snýst meira um gömlu nýlendu- og herveldin að misnota aðstöðu sína.
2) Ég veit alveg hvað þú ert að tala um, en þú ert ekki með hagfræðina rétta í þessu. Þetta gerir kjötframleiðendur gjaldþrota. Hvernig ætlar fátæka fólkið að greiða fyrir matinn
Einhverjir kjötframleiðendur myndu fara á hausinn, en í staðinn koma hrísgrjón, grænmeti, ávextir......markaðurinn finnur nýtt jafnvægi. Sennilega myndu mun færri kjötframleiðendur fara á hausinn en þú heldur, því bændur sem hafa sérhæft sig í framleiðslu á kjöti geta breytt rekstrinum í blönduð bú, minnkað kjöt og aukið aðra ræktun í staðinn. - Það væri hagkvæmasta lausnin því blandaður búskapur bíður upp á sjálfbærari búskap sem getur viðhaldið landgæðum, og síðast en ekki síst þá er það blandaður líffrænn búskapur sem gefur mestu uppskeruna.
Fyrst um sinn þyrftu Vestræn lönd að niðurgreiða þennan auka matarforða til fátæku landanna, en til lengri tíma þá hjálpar þetta löndunum að verða sjálfbær, því fólk sem var áður veikt sökum næringarskorts verður fært um að sjá fyrir sér, svona til að nefna dæmi.
Þetta myndi enda hungursneiðina í heiminum, ýta undir betra mataræði á VEsturlöndum, mun betri nýting á auðlindum, minni mengun...peningum vel varið.
NB. Atriði 1) plús 2)= það er enginn skortur á mat í heiminum, aðeins gríðaleg misskipting, auk þess er hægt að auka matarforðann til muna með því einfaldlega að rækta meira grænmeti, minna kjöt. Það er engin þörf fyrir Monsanto og GMO.
magus (IP-tala skráð) 28.1.2011 kl. 04:30
3) Sjá Rhodesíu/Zimbabwe, sem skaffaði um 1/3 af mat fyrir alla heimsálfuna með nýjustu ræktunartækninni en svo var farið að ráðum vitringa um að gefa fátæku bændunum aftur landið, og við vitum öll hversu vel stætt Zimbabwe er í dag.
Punkurinn er sá að fátækt er rótin af vandamálum er varða skort á næringu og vítamínum, ekki næringarsnauður matur, eða næringarsnauð hrísgrjón. Eins og ég sagði þá eru til dæmi um svæði þar sem hrísgrjónin eru næringarsnauðari en venjuleg hrísgrjón, en lausnin felst í því að hjálparsamtök hjálpi viðkomandi aðilum að skipta yfir í önnur náttúruleg afbrigði, ekki GMO. Og þótt ákveðin svæði hrjáist af lélegum grjónum, þá er yfirleitt bara ákveðinn hluti fólksins á svæðinu sem er snautt vítamínum, það er sá hluti sem er svo fátækur að ekki eru peningar til fyrir meiri hrísgrjónum, og svo aðrar afurðir líka sem bæta upp fyrir grjónin. Möo þá er grundvallarvandamálið fátækt, ekki skortur á GMO.
Og þótt Zimbabwe hafi farið illa þá var nú hugsjónin sú að fátæku bændurnir fengu eigið land aftur, en engin umsjón var með því hvernig það var gert. Fína hvíta fólkið drullaði sér burt, með allt hvað það gat, og eftir stóðu spillt stjórnvöld með enga þekkingu...þetta hefur ekkert með GMO að gera. Mugabe hefur bara áhuga á því að tæma demantanámur með hervaldi...
4) "ÞEssi stórvirki landbúnaður, eins og GMO, er háður utanaðkomandi efnun vegna þess að ræktunin eyðileggur jarðveginn smá saman, og naæringargildið hverfur." Þú átt ennþá eftir að útskýra hvernig GMO plöntur sjálfar fara illa með jarðveginn.
Nei ég er búinn að taka það fram að það eru ekki GMO plönturnar sjálfar sem eyðileggja jarðveginn, það gera stórvirku ræktunaraðferðirnar sem fylgja GMO, og svo hið gríðarlega magn áburði og eitrum sem fylgir GMO. - Magnið sem þarf af áburði og eitri með GMO eykst yfirleitt hratt, talar er um að GMO endi venjulega með því að þurfa 2 til 5 sinnum meira af efnum en "venjuleg" framleiðsla, sem var slæm fyrir. GMO plöntur eru hannaðar til þess að lifa á "simple diet" sem þýðir snauður jarðvegur og mikið af áburði. Þetta er aðal ástæða þess að GMO afurðir til lengri tíma eru almennt séð snauðar af orku og vítamínum. Menguninn sem fylgir þessu er meirihátta vandamál nú þegar.
magus (IP-tala skráð) 28.1.2011 kl. 05:08
5) Hvað er að stórum fyrirtækjum? Eru þau sjálfgefið ill? Ekkert að því að bændur fari á hausinn ef þeir reka búið sitt illa eða geta ekki keppt við aðra. Í Bandaríkjunum er meira af matvælum í boði og á lægra verði en í flestum öðrum löndum, og þú lætur sem það sé slæmur hlutur.
Nei stór fyrirtæki eru ekki sjálfgefið ill, en GMO fyrirtækin eru vafasöm...Monsanto sem gaf heiminum Agent Orange er mjög gott dæmi um vont fyrirtæki, og Bayer er annað mjög gott dæmi, frægt fyrir að hafa verið hluti af IG Farben sem framleiddi gas fyrir Dolla, og að hafa viljandi selt HIV smitaðar afurðir fyrir um 15 til 20 árum síðan. ÉG er viss um að GMO framleiðsla þeirra snúist fyrst og fremst um mannúðarmál, en ekki gróðavon af bændum í gildru.
BNA er með alltof mikið framboð af mat, sérstaklega framboð af óhollum mat. Og það er mjög slæmt því stór hluti af afurðum fer til þess að fæða alltof stóru rassana í BNA..á meðan stór hluti mannkyns sveltur.
magus (IP-tala skráð) 28.1.2011 kl. 05:26
Atriði 4 og 5 frh..
Það sem er kallað "iðnaðarakuryrkja" er það sem er að eyðileggja jarðveginn með mengun og með því að endurnýja ekki næringuna í jarðveginum. ÞEtta er að verða mikið vandamál í iðnvæddu ríkjunum. Jarðvegurinn í mörgum fátæku landanna er einnig snauður af næringarefnum, eins og í Afríku sem dæmi. Þetta þýðir að sífellt meiri áburð þarf til að uppskeran reddist, og uppskeran inniheldur sífellt minna af vítamínum og öðrum mikilvægum efnum.
Iðnvæddu ríkin geta ekki lengur aukið við áburð/eitur, því notkunin og mengunin er nú þegar allt of mikil. Fátæku löndin hafa ekki efni á sífellt meiri og meiri efnum.
Eina langtíma lausnin á þessu er að skipta yfir í ræktunaraðferðir sem viðhalda og bæta landið, í stað þess að eyðileggja. Það verður að byggja upp jarðveginn aftur í þessum löndum, og það er gert með "lífrænum aðferðum". -Aðferðirnar eru þegar þekktar.
Auk þess gengur ekki að auka framleiðslu á matvælum sem eru háð miklu magni af áburði, því námuvinnsla/jarðrask er þegar of mikið. Það er alltof mikil mengun sem fylgir framleiðslunni af áburði.
Ég benti þér á það að bændur í BNA hafa ekki góða reynslu af GMO því þeir fara á hausinn..það hefur ekkert með slæman rekstur af þeirra hálfu...þeir verða einfadlega of viðkvæmir fyrir verðbreytingum á öllum aukaefnunum sem þarf, og svo minnka afköstin smám saman á meðan sífellt meiri áburður er notaður...meiri kostnaður/minni afköst eftir því sem líður á...
ef bændur í ríkasta landinu eru ekki að meika það með GMO, þá er engin ástæða til að ætla að fátækustu bændurnir munu gera það..
magus (IP-tala skráð) 28.1.2011 kl. 05:44
6) Hver er annars vísindalega útskýringin fyrir því að lífvera, með viðbætta eiginleika annarrar lífveru, orsaki umræddar 'aukaverkanir'? GMO hefur verið til frá áttunda áratugnum. Vel gert hjá fólkinu sem er á móti því að besta sem þau hafa núna eftir öll þessi ár er 'þetta gæti verið hættulegt'
Greinin um subsantial equivalence nefnir að uppbygging GMO helst ekki alltaf stöðugt....en það er ekki eina hættan, því ýmsar óvæntar breytingar á efnauppbygginga hafa fyglt GMO. Hættan er til staðar.(Eins og ég hef verið að benda á þá fleiri hættur varðandi jarðveg, mengun og annað)
GE products clearly have the potential to be toxic and a threat to human health. In 1989, a genetically engineered brand of L-tryptophan, a common dietary supplement, killed 37 Americans. More than 5,000 others were permanently disabled or afflicted with a potentially fatal and painful blood disorder, eosinophilia myalgia syndrome (EMS), before it was recalled by the Food and Drug Administration (FDA). The manufacturer, Showa Denko, Japan's third largest chemical company, had for the first time in 1988-89 used GE bacteria to produce the over-the-counter supplement. It is believed that the bacteria somehow became contaminated during the recombinant DNA process. Showa Denko has paid out over $2 billion in damages to EMS victims.
In 1999, front-page stories in the British press revealed Rowett Institute scientist Dr. Arpad Pusztai's explosive research findings that GE potatoes are poisonous to mammals. These potatoes were spliced with DNA from the snowdrop plant and a commonly used viral promoter, the Cauliflower Mosaic Virus (CaMv). GE snowdrop potatoes were found to be significantly different in chemical composition from regular potatoes, and when fed to lab rats, damaged their vital organs and immune systems. The damage to the rats' stomach linings apparently was a severe viral infection caused by the CaMv viral promoter apparently giving the rats a severe viral infection. Most alarming of all, the CaMv viral promoter is spliced into nearly all GE foods and crops.
Dr. Pusztai's path breaking research work unfortunately remains incomplete. Government funding was cut off and he was fired after he spoke to the media. More and more scientists around the world are warning that genetic manipulation can increase the levels of natural plant toxins or allergens in foods (or create entirely new toxins) in unexpected ways by switching on genes that produce poisons. Since regulatory agencies do not currently require the kind of thorough chemical and feeding tests that Dr. Pusztai was conducting, consumers have now become involuntary guinea pigs in a vast genetic experiment. Dr. Pusztai warns, "Think of William Tell shooting an arrow at a target. Now put a blind-fold on the man doing the shooting and that's the reality of the genetic engineer doing a gene insertion".
http://www.purefood.org/GEFacts.htm
magus (IP-tala skráð) 28.1.2011 kl. 06:52
7) SÞ hafa sannað aftur og aftur að það eru tilgangslaus samtök og ekkert nema peningaeyðsla. Besta leiðin til að eyða fátækt og hungri er frjáls markaður......Öll skítköst mín eru svör við skítköstum þínum og því þú heldur að þú hafir rétt fyrir þér með því að telja upp afrek
Hvaða voðalega skítkast frá mér ertu að tala um? Þið Steini vænið mig um heimsku, þekkingarleysi, reynsluleysi....en svo verður þú þegar ég svara þessum ásökunum með því að taka fram hvernig ég þekki til málsins.
ÉG skal taka undir gagnrýni þína á SÞ...en það breytir því ekki að báknið hefur tekið saman þau fræði sem vísindamenn hafa komið sér saman um...en hvort SÞ fer eftir eigin tilmælum og reglum..það er allt annað mál. En punkturinn sem stendur eftir er þessi: Það er mjög mikil samstaða um það að fátækt er rót vandans. Það bað enginn um GMO. Það er engin þörf fyrir GMO.
magus (IP-tala skráð) 28.1.2011 kl. 07:12
Það varst nú þú sem byrjaðir á skítkasti þannig að þú hlýtur að geta tekið á móti. Er það ekki...vinur?
"Hvernig kemstu að því snúður?"
Við fullyrðingu minni að meginuppistaða þeirra þjóða sem þjást af A vítamínskorti sagðir þú: "Nei, A vitamin skortur, og skortur á öðrum næringarefnum, er fyrst og fremst í löndum sem þjást af sárafátækt"
Þú segir beint út að fullyrðing mín sé röng án og ferð að tala um fátæktina, auðvitað skilur maður orð þín þannig.
"Það skiptir litlu máli hver stendur að Golden Rice"
Það skiptir auðvitað máli að kynna sér hvað og hvern þú ert að gagnrýna. Þú hefur greinilega ekki gert það og hefur augljóslega ekki grunnþekkingu á málinu.
"rannsóknirnar hafa brotið siðareglur sem voru settar eftir tilraunir Nasista á mönnum"
Það er einfaldlega rangt hjá þér. Nokkrir einstaklingar bjuggu til þessa kenningu sem hefur verið vísað frá í alls staðar sem henni hefur verið otað. Þó þú segir eitthvað nógu oft verður það ekki satt.
"Fyrirgefðu, ruglaðist á tölum"
Einmitt, auðvelt að segja það EFTIR að upp kemst um tilbúnar tölur þínar.
Auðvitað myndi hver fullgreindur maður átta sig á því að ef mannkynið er 6 milljarðar gætu 250 milljón börn aldrei látist árlega án þess að mannkynin þurrkaðist út á nokkrum árum eða áratugum, jafnvel þó það stæði í kennslubók í þróunarhagfræði frá 2009. Þú tekur greinilega allt upp úr einhverjum ónefndum kennslubókum en ert ófær um sjálfstæða hugsun.
"Stuðning við hvaða heimasíðu ertu að tala?"
Síðuna sem þú vitnaðir sjálfur í, kannski var hún í kennslubókinni þinni.
"Það kostar engin líf að gefa skít í GMO."
Það kostar auðvitað líf ef þú tekur mat frá þeim sem sveltur og hefur ekki aðgang að öðrum.
"Háskólarnir í dag eru að vinna að lausnum til að laga til skemmdirnar eftir þína kynslóð...tími til að kíkja á endurmenntun í umhverfisvísindunum vinur....kíkja kannski á smá hagfræði líka."
Hvaða kynslóð er það? Þú hefur ekki hugmynd um hvað ég er gamall og ég efast um að þú finnir það í kennslubókinni þinni í hagfræði.
Ég veit vel hvað háskólarnir í dag eru að vinna að enda hef ég unnið með fólki frá fjölmörgum háskólum þar á meðal mikið með Landbúnaðarháskóla Íslands. Auk þess hef ég lært í 3 háskólum í 2 löndum á þessum áratug, reyndar var enginn þeirra í Kanada þannig að kannski er það rétt hjá þér að ég veit ekki neitt um þetta.
Einnig er ég að læra viðskiptafræði þannig að ég hef tekið þó nokkra hagfræðikúrsa, en ég hef örugglega ekki haft sömu kennslubók og þú.
Annars langar mig að spurja þig og fá svar hvaðan þú færð alla þessa "þekkingu" á GMO plöntum? Hvort þú hafir lesið amk eina viðurkennda kennslubók á því sviði og þá hvaða? Hef áhuga á þessu þar sem eina sem þú vísar í eru áróðursíður, þú vitnar aldrei í fræðigreinar.
Það er líka stórfurðulegt hvað þú sakar aðra um að vera rökþrota þegar þú svarar aldrei beint rökum annarra heldur talar í kringum þau. Einu rökin sem þú kemur með eru annaðhvort greinilega röng/fölsuð eða studd með tilvísunum í mjög vafasamar heimildir (fræðilega séð).
Steinar (IP-tala skráð) 28.1.2011 kl. 12:19
Þú segir beint út að fullyrðing mín sé röng án og ferð að tala um fátæktina, auðvitað skilur maður orð þín þannig" Steinar
Já fullyrðing þín er röng, ég sagði aldrei að aðal fæða fátækra þjóða gæti ekki verið hrísgrjón. Ég tala um fátæktina því hún er rótin að vítamínskorti, ekki skortur á GMO.
Það skiptir auðvitað máli að kynna sér hvað og hvern þú ert að gagnrýna.
Það skiptir litlu máli í þessu tilfelli. Rockefellar stofnunin telst ekki sem lítill og máttvana aðili, auk þess þá skiptir mig ekki mestu máli hver stendur að GR, siðferðisbrestur er sama brotið hver sem kemur að því.
Það er einfaldlega rangt hjá þér. Nokkrir einstaklingar bjuggu til þessa kenningu sem hefur verið vísað frá í alls staðar sem henni hefur verið otað.
Ef þú hefur heimildir þess efnis að þessar tilraunir hafi ekki verið stoppaðar, bentu þá á þær.
Einmitt, auðvelt að segja það EFTIR að upp kemst um tilbúnar tölur þínar.
Já er auðvelt að biðjast afsökunar á mistökum, þú ættir að prófa það....
Síðuna sem þú vitnaðir sjálfur í
Þó ég vitni í frétt af einhverri vefsíðu þá þýðir það ekki að ég sé einhver sérstakur stuðningsmaður síðunnar
Það kostar auðvitað líf ef þú tekur mat frá þeim sem sveltur og hefur ekki aðgang að öðrum.
Ég hef ekkert talað um að taka mat frá þeim sem sveltur tröll. ég hef talað um að nota aðrar og betri aðferðir en GMO, og svo að minnka kjötát á Vesturlöndum til þess að hækt sé að rækta mat fyrir þá sem svelta.
Hvaða kynslóð er það? Þú hefur ekki hugmynd um hvað ég er gamall og ég efast um að þú finnir það í kennslubókinni þinni í hagfræði
Gamla kynslóðin. -Ef þú segir satt um langan feril varðandi starf og menntun þá byggir sá grunnur greinilega ekki á þeirri vakningu sem hefur átt sér stað undanfarin ár.
Einnig er ég að læra viðskiptafræði þannig að ég hef tekið þó nokkra hagfræðikúrsa, en ég hef örugglega ekki haft sömu kennslubók og þú
Nei þú hefur ekki sömu þekkingu á hagfræði og ég. Þú hefur tekið nokkra kúrsa...sem er gott fyrir þig...en þú hefur mjög takmarkaða þekkingu á hagfræði. -Og nákvæmlega enga þekkingu á þróunarhagfræði.
Annars langar mig að spurja þig og fá svar hvaðan þú færð alla þessa "þekkingu" á GMO plöntum?
Þekking mín á GMO kemur aðalega frá 2 kúrsum í umhverfisfræðum. Báðir kúrsanir voru byggðir upp á fyrirlestrum og svo rannsóknum/greinum sem kennararnir bentu nemendum á. Þeir sem voru skráðir í kúrsana höfðu tengla á allar greinar á vefsíðu kennarans. Þetta voru kúrsar sem ég tók í fyrra, hef ekki lengur tenglana, en auðvelt er að finna greinar um þessi mál á netinu, t.d. síður er varða lífræna ræktun. síður sem gagnrýna GMO, eða bara plain old google leit. Til eru heilu kvikmyndirnar á netinu ef þú hefur áhuga...bara leita.
Það er líka stórfurðulegt hvað þú sakar aðra um að vera rökþrota þegar þú svarar aldrei beint rökum annarra heldur talar í kringum þau.
Rök mín hafa verið fremur skýr. Lífræn ræktun byggð á blönduðum búskap er eina langtíma lausnin, því það verður að byggja upp jarðveginn. Þessi ræktun gefur mesta uppskeru, og snarminnkar mengunarvandamál. Meintir kostir GMO eru yfirleitt byggðir á villandi rannsóknum. Þú hefur ekki sýnt nein ummerki um að þú skiljir stóru myndina, bæði hvað varðar langtíma fæðuöryggi, og svo um misskiptinguna.
magus (IP-tala skráð) 28.1.2011 kl. 14:05
1) Jú ég skil alveg hvað þú ert að tala um en þessi kommúnista hugsunarháttur er heimskulegur. Þetta snýst um framleiðni. Afrísk lönd hafa möguleika á meiri framleiðni (aftur, sjá Rhodesíu). Ef land A ræktar 15 einingar af mat og land B 5 einingar, á land B þá skilið að fá 5 einingar frá A fyrir ekkert?
2) Flott að þú ert tilbúinn að láta kjötframleiðendur taka þessa ákvörðun. Ekki vottur af harðræði í því. Mesta framleiðslan kemur úr sérhæfðum búskap og flestir bændur sem hafa möguleikann velja erfðabreytt til að hafa stöðuga uppskeru. Það hjálpar ekki til langs tíma að gefa mat, og þú stingur upp á að neyða okkur til að borga fyrir eitthvað sem við berum ekki ábyrgð á. Það hefur nefnilega ekki verið reynt í áratugi og borið lítinn árangur. Æðisleg áætlun, þetta neyðir fólk hérna til að borða eitthvað sem það vill ekki, en það er gott fyrir það því þú veist hvað er best fyrir alla. Loksins gætum við lifað á hrísgrjónum, grænmeti og ávöxtum, uppbyggingarefnunum sem stuðla að góðri líkamsbyggingu Kínverja, Vietnama og Kúbverja. Betri nýting á auðlindum að stjórna þeim með harðri hendi og neita að nota erfðabreytingar? Fólkið í Sovietríkjunum prófaði það með fremur slæmum afleiðingum. Sama með Kína '58-'61. Minni mengun eftir því sem þriðji heimurinn verður ríkari og þar með iðnvæddari? Mér hefði aldrei dottið það í hug.
Rétt, markaðurinn finnur nýtt jafnvægi, en það er óhagkvæmt jafnvægi með góðu magni af allratapi. Svonalagað hefur slæm áhrif á markaðinn.
3) Þú hlýtur að vita að sum GMO matvæli eru einmitt GM til þess að bæta vítamínum við þau. Já, grundvallaratriðið er fátækt, sem er leyst með meiri framleiðni, sem fæst með frjálsari markaði.
Zimbabwe hefur með nýjustu ræktunaraðferðirnar að gera. Bændur með nýjustu ræktunaraðferðirnar gátu framleitt mat fyrir 1/3 af heimsálfunni. Svo var framkvæmt þessa kommúnísku áætlun að ýta burt framleiðnum bændum sem notuðu nýjustu tæknina, og gefa fátæka fólkinu landið sem endaði illa. 'Þetta mundi auðvitað ekki gerast með minni kommúnista áætlun' segja flestir kommar, en svo endar það alltaf með að hellingur af fólki deyr eða býr við lélegar aðstæður.
4) Hvar tókstu fram að GMO plöntur færu ekki illa með jarðveg? Enn og aftur, mismunandi GMO plöntur eru hannaðar á mismunandi hátt, með mismunandi eiginleikum. Það má vel vera að einhverjar GMO plöntur séu hannaðar til að lifa í snauðum jarðvegi, og það er ekkert að því. Þá getur fólk sem býr á þannig landsvæði ræktað sér mat, þó hann innihaldi ekki jafn mikil næringarefni og annar matur. Ég veit ekki hversu oft þarf að útskýra þetta, en erfðabreyttar plöntur eru einfaldlega plöntur með viðbættum eiginleikum. Það þarf ekki meiri áburð á þær, og í mörgum tilfellum þarf minna eitur, þar sem margar GMO plöntur eru hannaðar með bættar varnir gegn sjúkdómum. Notkun meiri áburðar og eiturs fylgir því einungis að fólk vill hafa örugga og mikla framleiðslu á mat til að lenda ekki í uppskerubresti og hungursneyð.
5) Ef Monsanto er illt fyrirtæki fyrir Agent Orange þá er Toyota illt fyrirtæki fyrir gölluðu bensínpedalana sína og Ora matvælaframleiðandinn illt fyrirtæki fyrir kjötbollur í brúnni sósu. Auðvitað snýst þetta ekki um mannúðarmál. Þessi fyrirtæki eru ekki góðgerðarstarfsemi, en það þýðir ekki að fólki gagnist ekki af þjónustu þess. Hver væri annars tilgangurinn að stunda viðskipti við þau ef maður fengi ekkert út úr því? Það er ekkert að gróðavon, en hún knýr áfram framfarir. Flestar framfarir í læknavísindum koma einmitt frá fyrirtækjum í Bandaríkjunum
"BNA er með alltof mikið framboð af mat, sérstaklega framboð af óhollum mat. Og það er mjög slæmt því stór hluti af afurðum fer til þess að fæða alltof stóru rassana í BNA..á meðan stór hluti mannkyns sveltur." -magus
Þannig að þú vilt meina að það sé offramboð, ekki jafnvægi? Ég ætti ekki einusinni að þurfa að útskýra afhverju offramboð stafar, fyrst þú segist vera í hagfræði. Flott að þér finnst þú geta sagt til um hvað og hversu mikið fólk á að borða. Alveg hræðilegt að einhverjir kjósi að borða mikið og hreyfa sig lítið því þeim finnst það gott á meðan aðrir sem hafa sama val gera öfugt því þeim finnst það gott. Þú veist víst hvað öllum finnst gott.
Bull og vitleysa þessi staðhæfing í seinna svari 4+5. Þú segir vera næga framleiðslu í Bandaríkjunum en samt að ræktunaraðferðir þeirra séu ekki góðar og orsaki minni framleiðslu. Sumir bændur geta ekki keppt við aðra og fara því á hausinn. Hvort sem þeir eiga ekki fyrir framleiðslutækjum og efnum, eru lélegir í rekstri eða stunda lífræna ræktun og fá því ójafna uppskeru.
"Iðnvæddu ríkin geta ekki lengur aukið við áburð/eitur, því notkunin og mengunin er nú þegar allt of mikil."-magus
Matvælaframleiðsla í iðnríkjunum virðist vera að ganga ágætlega. Sjá 'stóru rassana' kommentið þitt fyrir ofan.
Þó að 'litli bóndinn' er ekki að gera það gott þá er matvælaframleiðsla í góðu lagi í iðnríkjunum. Enn og aftur, ekkert að stórum fyrirtækjum.
6) Flottar upplýsingar frá purefood.org, sem hefur ekki heimildaskrá. Lykilatriði í fyrra dæminu er: "It is believed that the bacteria somehow became contaminated during the recombinant DNA process."
Seinna atriðið reyndi ég að googla en fann ekkert nema frá Greenpeace, Organic Consumers etc.
Hvaða slæmu áhrif hafa GMO á þá sem neyta þeirra t.d. í Bandaríkjunum? ...og aftur, eftir öll þessi ár sem GMO hefur verið til eru mengaðar bakteríur og kartöflur sem virðast hafa gefið rottum magasýkingu samkvæmt þessari óljósu tilraun bestu rökin gegn þeim? Menn hafa neytt þeirra í langan tíma og það er margt annað mun hættulegra en GMO. Væri kannski fínt ef allir væru lokaðir í búrum og þú sæir um að gefa öllum mat, þá getur enginn gert sér skaða.
7) "Hvaða voðalega skítkast frá mér ertu að tala um?"
Ég veit ekki betur en að þú ásakaðir mig um tröllmennsku. Ef þú kastar skít þá ættirðu að geta tekið við smá á móti. Hættu að væla. Ég ásaka þig um þekkingarleysi, heimsku og reynsluleysi vegna þess að þú sýnir mikil einkenni þess. Einnig ef þú lest svörin aftur ættirðu að sjá að þú skrifaðir svipað um mitt svar mjög snemma í umræðunni. "Hvað ertu að þvæla Jói..."-magus. Þú virðist ekki gera grein fyrir rökum og velur úr hverju þú vilt svara. Þínar yfirlýsingar á menntun og reynslu voru léleg tilraun hjá þér til að segjast hafa rétt fyrir þér vegna þeirra.
Eftirspurn eftir betri og stöðugari ræktun er ástæðna fyrir GMO. Bara af því að þú vilt hana ekki þýðir ekki að aðrir vilji hana. Fólk sem vildi ekki svelta og vildi búa við stöðugleika bað um GMO, og þess vegna er þörf fyrir hana.
Jón (IP-tala skráð) 28.1.2011 kl. 16:03
"Já fullyrðing þín er röng"
Fullyrðingin um að aðalfæða þjóða sem þjást af A vítamínskorti er sem sagt röng? Það er nýtt fyrir mér.
"Ef þú hefur heimildir þess efnis að þessar tilraunir hafi ekki verið stoppaðar, bentu þá á þær."
Þú segir að tilraun sé ólögleg og einu rökin eru þau að ég sé ekki búinn að benda þér á heimildir sem segja að tilraunin hafi ekki verið stoppuð. Rökfærslan er rosaleg hérna.
"Þó ég vitni í frétt af einhverri vefsíðu þá þýðir það ekki að ég sé einhver sérstakur stuðningsmaður síðunnar"
Ef þú vitnar í frétt og heldur fram að hún sé með rétt sjónarhorn þá hlýturu að styðja amk innihald fréttarinnar (ef ekki alla síðuna) sem var m.a. að ásættanlegt væri að jafn mikill fjöldi deyji vegna þessa sjúkdóms og raun ber vitni.
"Nei þú hefur ekki sömu þekkingu á hagfræði og ég. Þú hefur tekið nokkra kúrsa...sem er gott fyrir þig...en þú hefur mjög takmarkaða þekkingu á hagfræði. -Og nákvæmlega enga þekkingu á þróunarhagfræði."
Ég sagðist aldrei hafa sömu þekkingu og þú hagfræði (sem betur fer). Reyndar minntist ég bara á hagfræðina þar sem þú varst að segja mér sérstaklega að læra hagfræði. Reyndar hef ég ekkert tjáð mig um hagfræðileg málefni þannig að þú veist ekkert hvaða þekkingu ég hef. Reyndar veit ég að ég hef takmarkað vit á faginu þannig að ég er ekki að koma með fabúleringar og bull sem ég hef lesið á samsærissíðum og kalla það sannleik. Þú ættir kannski að venja þig á það.
"Gamla kynslóðin. -Ef þú segir satt um langan feril varðandi starf og menntun..."
Núna ertu að ýja að því að ég sé að ljúga um störf mín og menntun. Og sakar aðra um skítkast!
Þó að ég sé búinn að starfa við eitthvað í mörg ár og er háskólamenntaður þýðir það ekki að ég sé af einni eða neinni kynslóð.
Hver er annars Gamla kynslóðin? Hef aldrei heyrt um hana en reyndar hef ég ekki lesið þróunarhagfræðibókina þína frá 2009. Og hvaða skemmdir eru það sem Gamla kynslóðin hefur skilið eftir sig? Þetta voru þín orð þú hlýtur að geta útskýrt þau.
"Þekking mín á GMO kemur aðalega frá 2 kúrsum í umhverfisfræðum...hef ekki lengur tenglana"
Hvaðan koma allir þessir textar þá á ensku sem virðist vera að copy/paste-a?
"síður sem gagnrýna GMO, eða bara plain old google leit...Til eru heilu kvikmyndirnar á netinu ef þú hefur áhuga...bara leita."
Svar þitt er skýrt, þú getur ekki sagt frá neinum fræðilegum bókum eða vísindagreinum fyrir þekkingu þinni en leggur til google leit! Þú viðurkennir meira að segja að hafa ekki einu sinni lesið eina kennslubók um málefnið! Samt veistu alveg rosalega mikið um þetta - að eigin sögn...
Ég er að gefa þér kost að rökstyðja fullyrðingar þínar með alvöru rökum og þú vísar í tengla sem þú ert ekki með lengur og óritrýnt efni á netinu. Forsenda þess að fræðimenn taki mark á vísindalegum fullyrðingum er að þær séu ritrýndar. Þetta vissiru væntanlega ef þú værir í alvöru háskólanámi.
Kannski er Nýja kynslóðin (sem þú ert væntanlega hluti af) ekki bundin sömu reglum og sú Gamla varðandi fræðilegan vinnubrögð, rökstuðning og ritrýni?
Steinar (IP-tala skráð) 28.1.2011 kl. 19:56
Ég veit ekki betur en að þú ásakaðir mig um tröllmennsku. Ef þú kastar skít þá ættirðu að geta tekið við smá á móti. Hættu að væla. Ég ásaka þig um þekkingarleysi, heimsku og reynsluleysi vegna þess að þú sýnir mikil einkenni þess. Einnig ef þú lest svörin aftur ættirðu að sjá að þú skrifaðir svipað um mitt svar mjög snemma í umræðunni. "Hvað ertu að þvæla Jói..."-magus. Þú virðist ekki gera grein fyrir rökum og velur úr hverju þú vilt svara. Þínar yfirlýsingar á menntun og reynslu voru léleg tilraun hjá þér til að segjast hafa rétt fyrir þér vegna þeirra. Jón
Blessaður vertu ég var að svara skítikasti frá þér varðandi meint hatur á gróða... berjast gegn hagsmunum fátækra...neyða fólk...og svo skítalummur frá þér um þekkingarleysi varðandi menntun og fátækum bændum, sem sprungu í andlitinu á þér....í stað þess að svara efnislega athugasemdum..og já ég kallaði þig tröll því svona gera tröll..yfirlýsingar mínar um menntun og reynslu voru vegna þess að ég var ásakaður um að hafa hvorugt...svo vælir þú yfir því að ég hafi svarað...og svo kallar mig svo vælukjóa.
PS. Það var ekki persónuárás að ég kallaði þig óvart Jóa í staðinn fyrir Jón...bara einföld mistök....sem ég geri stundum þegar ég er að flýta mér.
magus (IP-tala skráð) 29.1.2011 kl. 01:34
Fólk sem vildi ekki svelta og vildi búa við stöðugleika bað um GMO, og þess vegna er þörf fyrir hana." Jón
Nei, bað bað engin um gmo, fyrirtæki eins og Monsanto bjuggu þetta til og seldu svo hugmyndina sem betri kost.
magus (IP-tala skráð) 29.1.2011 kl. 01:37
1) Jú ég skil alveg hvað þú ert að tala um en þessi kommúnista hugsunarháttur er heimskulegur. Þetta snýst um framleiðni. Afrísk lönd hafa möguleika á meiri framleiðni (aftur, sjá Rhodesíu). Ef land A ræktar 15 einingar af mat og land B 5 einingar, á land B þá skilið að fá 5 einingar frá A fyrir ekkert? " Jón
Þú kallar það sem þú skilur ekki heimskulegt.
Þetta atriði snýst jú um framleiðni, og þá staðreynd að 1) það er þegar nóg framleiðni til að eyða hungri, offramboð á Vevsturlöndum á meðan aðrir svelta, misskipting. 2) Það er hægt að auka heildarframleiðsluna til muna með því að minnka framleiðslu á kjöti fyrir meiri framleiðslu á öðru. Það er hagkvæmara.
Og meira um framleiðni. Það er nokkuð ljóst að framleiðslan mun hrynja ef ekki verður breytt yfir í ræktunaraðferðir sem geta ræktað upp landið og endurbyggt jarðveginn. þ.að er bara ein langtíma lausn: lífrænar aðferðir með blönduðum búskap, á miklu minni skala en stóru búin úti eru á.
Öll þróunarhjálp felst í því að ríku löndin borgi fyrir fátæku löndin, og að ríku löndin sjái til þess að fátæku löndin fái stærri skerf að auðlyndum jarðar í eigin þágu. Þannig að segja má að þessi hjálp felist í því að "B" fái 5 einingar fyrir lítið eða ekkert....sem sagt einskonar öryggisnet fyrir fátæku löndin, eins og t.d atvinnuleysisbætur á vesturlöndum. -En langtíma markmiðið er að sjálfsögðu að gera löndin sjálfbær.
magus (IP-tala skráð) 29.1.2011 kl. 02:41
Flott að þú ert tilbúinn að láta kjötframleiðendur taka þessa ákvörðun. Ekki vottur af harðræði í því. Mesta framleiðslan kemur úr sérhæfðum búskap og flestir bændur sem hafa möguleikann velja erfðabreytt til að hafa stöðuga uppskeru." Jón
1) Harðræði? Alveg sama harðræðið og venjulegir skattar sem flestir borga...verð á mat er jú stjórnað m.a. með sköttum og höftun, töllum, tæknilegum hindrunum.. minni framleiðsla á kjöti fyrir Vesturlöndum mundi þýða hærra verð á kjöti á VEsturlöndum, en verð á öðrum matvælum mundi lækka á heimsvísu, því heildarframboð að mat eykst! Matvælaverð mundi sennilega hækka hér til að borga fyrir matargjöfina, það yrði skatturinn og harðræðið...en á móti mundi koma að stórkostleg fækkun yrði á þeim sem þjást af hungri og sjúkdómum tengdum hungri...þá lækkar annar kostnaður á móti matvælunum, sbr matvælaneyðaraðstoð, heilbrigðisgæsla í fátæku löndunum..
2) Heildarframleiðslan er mest með blönduðum lífrænum búskap. Net framleiðsla miðast við uppskera mínus hráefni sem fara í framleiðsluna. Þessi lífræni blandaði búskapur felst í því að lágmarka notkun á eldsneyti, áburð og eiturefnum, lágmarka jarðrask og skemmdir og mengun. Hægt er ná sömu heildarafköstum og stóru verksmiðjubúin, með miklu minni kostað..
Og það sem besta er, þá er hægt að endurheimta jarðveginn með þessum aðferðum, og stórminnka mengun.
magus (IP-tala skráð) 29.1.2011 kl. 03:05
Matvælaframleiðsla í iðnríkjunum virðist vera að ganga ágætlega. Sjá 'stóru rassana' kommentið þitt fyrir ofan.,,Þó að 'litli bóndinn' er ekki að gera það gott þá er matvælaframleiðsla í góðu lagi í iðnríkjunum. Jón
Hvernig væri að taka eftir? Mengunin af þessum iðnaði í BNa er alls ekki í lagi, það er meiri háttar vandamál.
- Ég sagði að litli bóndinn er að hverfa í BNA í GMOparadísinni þinni, því stóru risarnir eru búnir að yfirtaka draslið, og þeir bændur sem eru eftir sjálfstæðir eru að drukkna í skuldum. Það gengur nú ekkert rosalega vel.. Hvers vegna heldur þú að fátæku bændunum í þróunarlöndunum muni ganga betur?
Og stóru rassarnir sýna ekki að matvælaframleiðslan gangi vel...BNA kaupir matvæli frá öllum heimshornum...en rassa kommentið átti nú að benda á þá staðreynd að BNA er að drepast úr offitu...þessi grey verða að minnka kjötát, ásamt öðru..
magus (IP-tala skráð) 29.1.2011 kl. 03:18
Flottar upplýsingar frá purefood.org, sem hefur ekki heimildaskrá. Lykilatriði í fyrra dæminu er: "It is believed that the bacteria somehow became contaminated during the recombinant DNA process."....Seinna atriðið reyndi ég að googla en fann ekkert nema frá Greenpeace, Organic Consumers et
Eftirfarandi tengill á mótmælin frá 22 vísindamönnum sem mótmæltu þessum tilraunum. Þeir vísa á heimildir...og já ef þú ætlar að kynna ér "hina" hliðina, þá gætir þú þurft að lesa efni frá aðilum sem þér er illa við, eins og samtök sem aðhyllast lífræna ræktun, umhverfisvernd.....
http://www.gmfreecymru.org/open_letters/Open_letter12Feb2009.html
magus (IP-tala skráð) 29.1.2011 kl. 03:43
Fullyrðingin um að aðalfæða þjóða sem þjást af A vítamínskorti er sem sagt röng? Það er nýtt fyrir mér Steinar
Það er nú aldeilis fínt að þú ert að læra.. A vítamín skortur er vegna fátæktar, og einskorðast alls ekki við lönd sem borða aðallega hrísgrjón. Og það sem meira er hafa lausnirnar verið þekktar lengi, og notaðar lengi...þar sem nauðin er mest þá er venjulega lausnin A vitamin töflur, og til lengri tíma eyða fátækt. Þessar lausnir hafa verið notaðar lengi, og hafa gengið mjög vel.
magus (IP-tala skráð) 29.1.2011 kl. 04:01
Núna ertu að ýja að því að ég sé að ljúga um störf mín og menntun. Og sakar aðra um skítkast! Steinar
Þetta var ekkert skítkast...ég benti bara á að þú varst búinn að taka fram atriði sem gefa til kynna að þú ert töluvert eldri en 20 ára nýnemar...og miðað við rökin sem þú notar, þá kannast þú ekki við hina nýju kynslóð fræðimanna í umhverfisvísindum og hagfræði sem gagnrýna núverandi fyrirkomulag matvælaiðnaðarins, þmt GMO. -Þekking þín á akuryrkju og umhverfisvísindum er í besta falli úrelt -Tilheyrir "gömlu" kynslóðinni.
Og hvaða skemmdir eru það sem Gamla kynslóðin hefur skilið eftir sig? Þetta voru þín orð þú hlýtur að geta útskýrt þau.
Ég hef marg oft tekið fram hvaða skemmdir rætt er um, þótt ég hafi aðeins nefnt aðalatriðin, er varða skemmdir á jarðveginum með "nútíma" akuryrkju, og svo mengun.
Ef þú vitnar í frétt og heldur fram að hún sé með rétt sjónarhorn þá hlýturu að styðja amk innihald fréttarinnar (ef ekki alla síðuna) sem var m.a. að ásættanlegt væri að jafn mikill fjöldi deyji vegna þessa sjúkdóms og raun ber vitni.
Nei, þótt ég vitni í neina frétt á mbl.is þýðir ekki að ég sé sammála öllum fréttum þar. Það er kominn betri tengill í fyrri athugasemd. -Það er sjálft mótmælabréfið frá vísindamönnunum, sem útskýra mál sitt vel og vandlega. En hvar var það sagt ásættanlegt á umræddri síðu að svo margir deyji?
magus (IP-tala skráð) 29.1.2011 kl. 04:20
Svar þitt er skýrt, þú getur ekki sagt frá neinum fræðilegum bókum eða vísindagreinum fyrir þekkingu þinni en leggur til google leit! Þú viðurkennir meira að segja að hafa ekki einu sinni lesið eina kennslubók um málefnið
Það er kominn tengill á fræðilegar greinar í fyrri athugasemd. Svar mitt var skýrt já: aðal þekking mín um umhverfisvísindi og gmo koma frá 2 kúrsum í háskóla. Annar kúsinn hafði jú reyndar kennslubók sem ég las, en hinn kúrsinn var alfarið byggður upp á tenglum á netinu frá kennaranum, tenglar á rannsóknir og fréttir og aðrar greinar. Og sá kúrs fjallaði meira um landbúnað og gmo og aðra ræktun, og allt sem fylgir því.
Forsenda þess að fræðimenn taki mark á vísindalegum fullyrðingum er að þær séu ritrýndar. Þetta vissiru væntanlega ef þú værir í alvöru háskólanámi.
Já já og hvaða forsendu hefur þú fyrir því að ætla að háskólaprófessorar í Kanada séu að kenna kúrsa án þess að vitna í fræðilegar heimildir? -En þú getur athugað tengilinn á bréfið frá vísindamönnunum um gmo, og athugað tenglana þar á rannsóknir....ad-h árás á háskólann minn er barnaleg
magus (IP-tala skráð) 29.1.2011 kl. 04:35
Svar 01:34
Ég var aldrei að væla yfir neinu. Þú hins vegar vælir yfir því hvað við Steinar erum vondir við þig hérna. Hatur á gróða er eina sem getur útskýrt ummæli þín. Þú talar eins og það að einhver sem sækist eftir gróða sé að gera eitthvað slæmt.
'og svo skítalummur frá þér um þekkingarleysi varðandi menntun og fátækum bændum, sem sprungu í andlitinu á þér'-magus
Ég verð að segja, ég skil ekkert hvað þú ert að reyna að slefa út úr þér hérna.
Tröll reyna að skapa ófrið af engri ástæðu og ganga út á hatur. Það er ekki ég sem hata erfðabreytingar/fyrirtæki. Mér er ekki illa við lífræna ræktun heldur ef fólk kýs hana. Ástæða þín fyrir þáttöku í þessari umræðu er hins vegar hatur. Þú svarar nú ekki mjög efnislega sjálfur, en við höfum nú þegar farið út í það.
Svar 01:37
Í því skyni að enginn sendi formlegt bréf til alþjóðaskrifstofu eftirspurnar og bað um GMO, þá nei það var ekki beðið um það. Hins vegar þá var það fundið upp, reyndist vel og fólk hafði áhuga á því. Svo jú, eftirspurnin eftir hagkvæmari ræktunaraðferðum bað um GMO.
Svar 02:41
Mér sýnist þú vera að rugla saman framleiðni og framleiðslu. Helsta ástæðan fyrir mikilli framleiðni í ríku þjóðum heimsins er frjáls markaður. Þessi áætlun um jafna dreifingu á auðlindum er einmitt svívirðing á markaðnum og leiðir þar með til minni framleiðni... svo allir hafa það slæmt, ekki bara Afríka.
Þú gerir ekki ráð fyrir öðrum atriðum en 'minna kjöt = meiri matur' í meingallaða líkaninu þínu. Ekki að nefna það að fólkið sem á að fá þennan meiri mat getur ekki borgað fyrir hann. Svo er eitt sem ætti ekki að koma þér á óvart þar sem þú ert svo þekkingar- og reynslumikill á þessu sviði: Matvælaframleiðslan í heiminum í dag, ef deilt alveg jafnt á mannfjöldann er næg til að fæða alla. Hvers vegna að framkvæma þessa fóstureyðingu sem er hugmyndin þín um -10% kjötframleiðslu?
Já þetta snýst um að fátæku löndin hafa ekki næga framleiðni, sem þau gætu hins vegar haft. Það tekur svo engan sérfræðing til að vita hversu heimskulegar þessar sósíalista og kommúnista hugmyndir þínar eru. Renndu aðeins aftur yfir hagfræði 101 bókina þína. Enn og aftur, þessi þróunaraðstoð er ekkert nema peningaeyðsla. Ég hef áður sagt hver lausnin er.
Svar 03:05
1) Sama harðræðið og var í Sovietríkjunum. Þú vilt svo meina að þessi áætlun þín leiði ekki til allrataps? Enn og aftur, kíktu á hagfræði 101. Annars hlýtur það að vera mjög auðvelt að selja þessa hugmynd þína: "Ég er hérna með frábært tilboð handa ykkur: Ef þið veljið mína áætlun þá lofa ég ykkur mat sem þið viljið ekki borða... og dýrari... til þess að fólk sem er óframleiðið hafi mat í smá tíma í staðin fyrir að sjá um sig sjálft".
Ég vill taka tækifærið til að minnast á orðatiltæki:
"Give a man a fish and you feed him for a day. Teach a man to fish and you feed him for a lifetime."
2) Er blandaður lífrænn búskapur sem sagt eitthvað sem fer algjörlega framhjá stóru fyrirtækjunum sem vilja ekkert nema gróða (meiri uppskeru)? Ef þau vita af honum og hversu mikið meira maður fær út úr honum, af hverju nota þau hann ekki?
Svar 03:18
Mér er sama hvort þeir séu bændur eða eitthvað annað þessir nú-fátæku bændur. Það væri eflaust gott fyrir efnahaginn þeirra ef stór fyrirtæki mundu sérhæfa sig í ræktun þar og fyrrverandi bændurnir færu þá í önnur störf. Það eru mun færri bændur á Íslandi í dag heldur en voru um aldarmótin og flestir bændur hérna sjá um meira land en nokkur gerði þá. Er það slæmur hlutur? Ég get allavega sagt að ég hefði ekki áhuga á að þurfa að stunda bændastörf.
Það verður enginn að minnka kjötát sitt. Ef einhver kýs að borða eitthvað þá er það hans eigið mál, hvort sem það er slæmt fyrir hann eða ekki.
Svar 03:43
Flott hjá þessum 22 vísindamönnum. Ég held að það séu fleiri en 22 vísindamenn sem vinna við framleiðslu og tilraunir GMO matvæla, afhverju hlustaru ekki á þá? Vísindamenn geta verið ósammála um margt. Sjá: Gróðurhúsaáhrifin.
Jón (IP-tala skráð) 29.1.2011 kl. 22:10
"Flott hjá þessum 22 vísindamönnum. Ég held að það séu fleiri en 22 vísindamenn sem vinna við framleiðslu og tilraunir GMO matvæla, afhverju hlustaru ekki á þá?" Jón
Já þetta var flott hjá þeim...rétt hjá þér. Eins og ég var búinn að benda á þá eru miklu fleiri vísindamenn sem efast um gmo, svo ekki meira sé sagt. Ef þú lest bréfið frá þeim þá sérðu að þeir vitna í rannsóknir...og þú þú lest þær rannsóknir þá koma fleiri í ljós. Auðvitað er hlustað á þá fjölmörgu vísindamenn sem vinna fyrir Monsanto og co, enn það þarf líka að hlusta á vísindamenn sem gagnrýna þær rannsóknir, og svo vísindamenn með aðrar lausnir, eins og lífrænar aðferðir.
Svo þarf óháða vísindamenn til að bera þetta saman, og athuga hvað stendur eftir:
For years the biotechnology industry has trumpeted that it will feed the world, promising that its genetically engineered crops will produce higher yields.
That promise has proven to be empty, according to Failure to Yield, a report by UCS expert Doug Gurian-Sherman released in March 2009. Despite 20 years of research and 13 years of commercialization, genetic engineering has failed to significantly increase U.S. crop yields.
Failure to Yield is the first report to closely evaluate the overall effect genetic engineering has had on crop yields in relation to other agricultural technologies. It reviewed two dozen academic studies of corn and soybeans, the two primary genetically engineered food and feed crops grown in the United States. Based on those studies, the UCS report concluded that genetically engineering herbicide-tolerant soybeans and herbicide-tolerant corn has not increased yields. Insect-resistant corn, meanwhile, has improved yields only marginally. The increase in yields for both crops over the last 13 years, the report found, was largely due to traditional breeding or improvements in agricultural practices....
The UCS report comes at a time when food price spikes and localized shortages worldwide have prompted calls to boost agricultural productivity, or yield -- the amount of a crop produced per unit of land over a specified amount of time. Biotechnology companies maintain that genetic engineering is essential to meeting this goal. Monsanto, for example, is currently running an advertising campaign warning of an exploding world population and claiming that its “advanced seeds… significantly increase crop yields…” The UCS report debunks that claim, concluding that genetic engineering is unlikely to play a significant role in increasing food production in the foreseeable future.
In addition to evaluating genetic engineering’s record, Failure to Yield considers the technology’s potential role in increasing food production over the next few decades. The report does not discount the possibility of genetic engineering eventually contributing to increase crop yields. It does, however, suggest that it makes little sense to support genetic engineering at the expense of technologies that have proven to substantially increase yields, especially in many developing countries. In addition, recent studies have shown that organic and similar farming methods that minimize the use of pesticides and synthetic fertilizers can more than double crop yields at little cost to poor farmers in such developing regions as Sub-Saharan Africa.
http://ucsusa.org/food_and_agriculture/science_and_impacts/science/failure-to-yield.html
magus (IP-tala skráð) 30.1.2011 kl. 03:09
That promise has proven to be empty, according to Failure to Yield, a report by UCS expert Doug Gurian-Sherman released in March 2009
From 2004 to 2006, Dr. Gurian-Sherman was senior scientist at the Center for Food Safety in Washington, DC. Previously, he was founding co-director and science director for the biotechnology project at the Center for Science in the Public Interest. He also worked at the U.S. Environmental Protection Agency (EPA) where he was responsible for assessing human health and environmental risks from transgenic plants and microorganisms and developing biotechnology policy. Before joining the EPA, he worked in the Biotechnology Group at the U.S. Patent and Trademark Office. From 2002 to 2005, Dr. Gurian-Sherman served on the Food and Drug Administration's inaugural advisory food biotechnology subcommittee.
Dr. Gurian-Sherman holds a doctorate degree in plant pathology from the University of California at Berkeley. He conducted post-doctoral research on rice and wheat molecular biology at the U.S. Department of Agriculture laboratory in Albany, California.
Dr. Gurian-Sherman is widely cited by the national and international media including The New York Times, Washington Post, The Wall Street Journal, Time, the BBC, and National Public Radio's Science Friday.
http://www.ucsusa.org/news/experts/doug-gurian-sherman.html
magus (IP-tala skráð) 30.1.2011 kl. 03:18
"Mér sýnist þú vera að rugla saman framleiðni og framleiðslu. Helsta ástæðan fyrir mikilli framleiðni í ríku þjóðum heimsins er frjáls markaður Jón
jú vissulega er frjáls markaður góður. En "frjáls" markaður er ekki alveg frjáls. Pólitík, tollar og skattar ráða verðinu á matvælum. Auk þess er nú þegar mikil matvælaaðstoð við þróunarríkin sem líka þarf að borga fyrir. Helsta ástæðan fyrir mikilli framleiðni í akuryrkju ín BNA sem dæmi er sú að þar er akuryrkja stórvirkur iðnaður sem er ekki sjálfbær, bæði vegna þess að iðnaðurinn er háður gríðalegu magni af utanaðkomandi auðlyndum svo sem áburð, eiturefnum og eldsneyti; og svo vegna þess að þessi iðnaður er að eyðileggja jarðveginn. En önnur ástæða þess að offramboð af mat er í BNA er sú að mikið magn af afurðum kemur erlendis frá.
Þessi áætlun um jafna dreifingu á auðlindum er einmitt svívirðing á markaðnum og leiðir þar með til minni framleiðni....Þú gerir ekki ráð fyrir öðrum atriðum en 'minna kjöt = meiri matur' í meingallaða líkaninu þínu. Ekki að nefna það að fólkið sem á að fá þennan meiri mat getur ekki borgað fyrir hann...Já þetta snýst um að fátæku löndin hafa ekki næga framleiðni, sem þau gætu hins vegar haft.....
Jú ég var búinn að gera ráð fyrir öðrum atriðum, svo sem hvernig þessar breytingar á framboði munu breyta verðinu á matvælum á Vesturlöndum og í þróunarlöndunum, bæði á kjöti og öðrum afurðum; hvernig sumir bændur á Vesturlöndum geta brugðist við með því að skipta yfir í blönduð bú; nefndi það Vesturlönd munu þurfa borga fyrir þetta með hærra verði á "lúxusmatvælum" eins og kjöti, en að til lengri tíma þá hjálpar þetta þróunarlöndunum að verða sjálfbær, því forsendan fyrir því að land geti þróast er sú að fólkið í landinu hafi nægan mat, því þessi hungurvandamál leiða til fleiri vandamála svo sem sjúkdóma..og lélegrar framleiðslu.
Matvælaframleiðslan í heiminum í dag, ef deilt alveg jafnt á mannfjöldann er næg til að fæða alla. Hvers vegna að framkvæma þessa fóstureyðingu sem er hugmyndin þín um -10% kjötframleiðslu?"
Þetta er nú meiri fóstureyðingin, heildarafkvæmum fjölgar, þótt ekki séu kjöt. Þú skilur ekki ennþá að ég nefndi 2 lausnir sem geta báðar einar og sér eytt hungri í heiminum 1) minnka kjötneyslu í BNA um 10% 2) miðað við núverandi framleiðslu þá mætti eyða hungri með því að minnka misskiptinguna.
Það mætti að sjálfsögðu blanda þeim saman snillingur...og útfæra aðeins..
sem dæmi
segjum sem svo að við skiftum þessu í tvennt: BNA minnkar kjötát um 5%, og restinni er reddað með því að minnka misskiptinguna, sem öll Vesturlandin taka á sig, ekki bara BNA....göngum svo aðeins lengra og segjum sem svo að öll Vesturlöndin taki á sig að minnka kjötát aðeins..ekki bara BNA..
Eins og hefur komið fram þá hef ég líka bent á þriðju lausnina sem ein og sér getur eytt hungrinu, og það er líffrænn búskapur, og líffrænn blandaður búskapur. Líffræn akuryrkja hefur sannað sig, eins og heimildin í athugasemd minni hér að ofan sýnir, sbr dæmið um Afríku, ólíkt gmo.
Auk þess hef ég marg oft bent á að rannsóknir frá þessum fyrirtækjum sem sýna fram á meiri uppskeru með GMO eru yfirleitt byggðar á villandi upplýsingum. Þetta kemur vel fram í rannsókninni frá Dr. Gurian Sherman sem ég vísaði á í fyrri athugasemd.
magus (IP-tala skráð) 30.1.2011 kl. 04:51
"Er blandaður lífrænn búskapur sem sagt eitthvað sem fer algjörlega framhjá stóru fyrirtækjunum sem vilja ekkert nema gróða (meiri uppskeru)? Ef þau vita af honum og hversu mikið meira maður fær út úr honum, af hverju nota þau hann ekki" Jón
Líffrænn búskapur byggir ekki á stórvirkum býlum sem aðeins stóru fyrirtækin geta rekið, byggir ekki á fræjum, áburði og eiturefnum frá stóru fyrirtækjunum, mikið til afurðir sem stóru fyrirtækin hafa einkaleyfi á. GMO gróði fellst ekki í meiri uppskeru, gróðinn er í einokuninni og einkaleyfunum. Lífrænn búskapur tekur gróðan frá þessum fyrirtækjum.
Og Jón, eftirfarandi athugasemdir frá þér eru frá einni og sömu færslunni, tröllið þitt:
Hatur á gróða er eina sem getur útskýrt ummæli þín....Ég verð að segja, ég skil ekkert hvað þú ert að reyna að slefa út úr þér hérna....Tröll reyna að skapa ófrið af engri ástæðu og ganga út á hatur..... Ástæða þín fyrir þáttöku í þessari umræðu er hins vegar hatur. Þú svarar nú ekki mjög efnislega sjálfur....framkvæma þessa fóstureyðingu...heimskulegar þessar sósíalista og kommúnista hugmyndir
slefandi....tröll...hatur...kommúnistar og fóstureyðingar! Til hamingju Jón Tröll...
magus (IP-tala skráð) 30.1.2011 kl. 05:12
It does, however, suggest that it makes little sense to support genetic engineering at the expense of technologies that have proven to substantially increase yields, especially in many developing countries. In addition, recent studies have shown that organic and similar farming methods that minimize the use of pesticides and synthetic fertilizers can more than double crop yields at little cost to poor farmers in such developing regions as Sub-Saharan Africa.
Eftirfarandi er umræða um þessa grein hér að ofan, og farið yfir gagnrýni á greinina. Þessi síða er góður staður til að byrja á varðandi að athuga umræðuna á móti GMO.
http://www.gmwatch.org/latest-listing/1-news-items/11340-responses-to-qfailure-to-yieldq-critics
Þessar 2 heimildir saman segja flest allt sem segja þarf...GMO er blekkingarleikur sem hefur ekkert með fæðuöryggi að gera.
Þú ert rökþrota tröll Jón.
magus (IP-tala skráð) 30.1.2011 kl. 05:25
Svör 03:09 og 03:18
http://mulch.cropsoil.uga.edu/~parrottlab/Response to UCS.pdf hér er greinin sem er svo talað um í síðasta linkinum þínum. Þó að þínir menn komi með gæða rökin: 'okkur finnst þessi rök ekki góð' þá er góð samantekt á tölum yfir framleiðslu of fleira þarna. Þessi svör frá UCS eru þeir að reyna að afsaka hvernig vinnubrögð þeir nota.
Ég sé svo út úr þessari skýrslu að það sem þeir reyna að segja er að GMO hafi ekki aukið matvælaframleiðslu. Ekkert um neitt slæmt við GMO, bara að afköst þess séu ofmetin. Það kemur mér ekkert við hvort einhver kaupir vöru sem mér finnst vera ofmetin, þó hann sjái plúsa við hana. Dæmi: Eiga allir að keyra um á ódýrari Nissan því Mercedes Benz/BMW etc. eru ofmetnir bílar?
Svo rakst ég á gullmola á UCS slóðinni:
'The report recommends that the U.S. Department of Agriculture, state agricultural agencies, and universities increase research and development for proven approaches to boost crop yields.'- UCS
Er þetta ekki bara gróðavon hjá þessum stóru vísindamönnum? Ekki langt síðan vísindamenn voru staðnir að því að falsa upplýsingar úr mælingum á loftslagsbreytingum til þess að fá styrki.
Svar 04:51
1) Sjá tengil að ofan. Hann gerir grein fyrir sjálfbærni nútímalandbúnaðar. Frjáls markaður er frjáls, og því frjálsari sem markaður er því betri er hann. Stórvirkur iðnaður er ekki sjálfbær vegna eldsneytis á sama hátt og farartæki sem ganga á eldsneyti geta ekki gengið til lengdar. Þýðir það að við hættum að nýta okkur auðlindir því við getum orðið uppiskroppa einn daginn eða þróum við aðferðir okkar út frá þeim? Ég efast um að þú hafir komist til Kanada á seglbáti svo ég geri ráð fyrir því að þú sért fylgjandi seinni aðferðinni.
2) Ein af ástæðum fyrir framleiðni fólks er til þess að eiga fyrir lúxúsvörum (og þá 'lúxúsmatvælum'). Ekki vottur af kommúnisma með því að refsa ríka fólkinu sem kaupir sér 'lúxúsvörur' og þar með eyða metnaðinum til þess að komast áfram og vera framleiðinn.
Ef þú kæmir þér inn í alvöru heiminn í smá stund þá mundirðu sjá að þessa áætlun þína um svokallaða réttláta skiptingu gengur ekki nema þú sért einræðisherra. Gefum okkur að þér takist að neyða fólk til þess að minnka lífsgæðin sín á vesturlöndunum og neyðir Bandaríkin (en ekki önnur lönd af einhverji ástæðu) til að minnka framleiðslu sína um 5%... og einhvern vegin tekst þetta án þess að minnka framleiðni og orsaka enn meiri hungursneyð. Hvernig er áætlun þín þá með að koma matnum til allra í Afríku? Eftir að hafa eytt enn meiri auðlindum (enda ekkert smá verk að fæða alla heimsálfuna), með farartækjum og starfskrafti sem þú borgar með peningum annarra (og það hlýtur að menga ágætlega mikið að koma öllum þessum mat til Afríku) þá ertu kominn að því vandamáli að í Afríku eru 53 mismunandi lönd. Löndin sem eru verst sett er ýmist stjórnað af harðstjórum eða stríðsherrum sem eiga það til að stela mataraðstoð sem kemur til landanna. Þetta gæti verið smá auka vandamál við áætlun þína, en eflaust tekst þér að sannfæra þá og leiða þá til betri vegar.
Svar 05:12
1) Snýst sem sagt stórt býli sem ræktar eina tegund matvæla (með GMO aðferðum) um einokun og einkaleyfi? Ekki vissi ég að bændurnir sjálfir væru að splæsa saman DNA. Hvað er svona æðislegt við að taka gróðann frá þessum fyrirtækjum? Gróði eins er ekki = tap annars.
Málefnalegur flutningur hjá þér. magus tröll. Finndu þér slangurorðabók.
Svar 05:25
Mikið svakalega ertu duglegur að nota orðið 'rökþrota'. Varstu að læra nýtt orð?
Þú sagðir það fyrst nokkrum færslum á undan og ég hef rökstutt mitt mál síðan þá. Sama hversu oft þú endurtekur þetta þá verður þetta ekki satt.
Ég er annars að spá í að breyta um feril og verða besti pólitíkus í heiminum. Ég ætla að nota aðferðina frá þér og kalla alla sem eru ósammála mér rökþrota og tröll og þá hljóta allir að halda að ég hafi rétt fyrir mér.
Jón (IP-tala skráð) 30.1.2011 kl. 20:37
"Ég sé svo út úr þessari skýrslu að það sem þeir reyna að segja er að GMO hafi ekki aukið matvælaframleiðslu. Ekkert um neitt slæmt við GMO, bara að afköst þess séu ofmetin" Jón
Já og afköstin eru aðal málið, þú ert búinn að halda því fram að GMO auki uppskeru - það eru þín rök. - Þarna kemur skýrt fram að GMO hefur ekki aukið uppskeru eins og ég hef marg oft tekið fram, Monsanto og co hafa platað fólk eins og þig með blekkjandi rannsóknum, og þar með eru helstu rök þín fyrir GMO, og GMOfyrirtækjanna, fallin. Þú skilur það er það ekki?
Auk þess kemur skýrt fram að lífrænar aðferðir hafa verið að skila miklu betri afköstum, eins og ég tók marg oft fram, og sérstaklega nefnt að lífrænar aðferðir hafa þegar sannað sig í Afríku, með því að tvöfalda afköst.
Þú ert rökþrota.
magus (IP-tala skráð) 31.1.2011 kl. 01:19
"Þú(Þórdís) baðst einhvern hér að ofan að koma með dæmi um hvernig gmo ræktun hefur aukið lífsgæði og matvælaöryggi í amk einu landi. Ég er búinn að nefna 3 þekkt dæmi, Mexíkó, Pakistan, Indland á 7.áratugnum eftir verkefni Norman Borlaug í hveiti- og maísræktun.Eflaust er hægt að finna mun fleiri dæmi en þessi eru einfaldlega svo þekkt að erfitt að minnast ekki á þau" Steinar
Og fleiri hafa verið blekktir með gmo áróðri..eins og þessi athugasemd frá Steinari gefur til kynna....því þessi dæmi sem hann nefnir hafa ekkert með gmo að gera...það voru búin til ný afbrigði af plöntum með náttúrlegum aðferðum, ekki GMO. Þetta snérist þó aðalega um að gefa þessum löndum nýjustu tækni á þessum tíma, sem var það sem er kallaður "nútíma" landbúnaður. Hefur ekkert með GMO að gera.
magus (IP-tala skráð) 31.1.2011 kl. 10:34
Þetta svar við gagnrýni hjá Sherman er frekar slappt og tekur ekki á flestum puntkunum hjá Dr. Parrott. Sem dæmi þá talar hann ekkert um framleiðslu á landeiningu sem var tekin fram hjá Parrott. Mér sýnist hann einnig vera að reyna að rugla saman lífrænni ræktun og venjulegri ræktun (með skordýraeitri, áburði etc.) og tekur ekki fram hvaða rannsóknir hann talar um. Kíktu svo á efasemdir hans um að erfðabreyttar plöntur noti minna nitur, en t.d. hefur Arcadia Bio verið með það í prófanir sem hafa heppnast 5 ræktunarárstíðir. Svo er ekki tekið tillit til hvar er hægt að rækta hvaða afurð etc.
...svo nokkur dæmi séu nefnd.
Taktíkin er sú sama og hjá þér. Telja upp kosti við hefðbundna ræktun og halda því fram að GMO, sem er bæting á henni sé verri. Svo einhvern veginn reyna að halda því fram að lífræn ræktun sé betri en hefðbundin ræktun.
Enn og aftur hefur þér tekist að velja lítinn hluta úr svarinu mínu og sleppt restinni.
Hvað áttu eftir að segja að ég sé rökþrota oft í viðbót til þess að þú trúir að það sé sannleikurinn? Þú hefur sagt þetta oft áður og ég hef alltaf komið með rök, þú hins vegar hafnar og velur punktum til að svara. Ég held að það sé augljóst að það sért þú sem ert rökþrota. Flettu upp 'projection' úr sálfræði.
"Organic agriculture is promoted mainly through the mass media, rarely through scientific channels. It's supported by political and cultural campaigns. It relies largely on the "all natural" fallacy. The people promoting it generally have questionable scientific credentials, and they support their claim primarily by pointing out flaws in the norm. These are all characteristic of pseudoscience."
-Brian Dunning
Jón (IP-tala skráð) 31.1.2011 kl. 12:07
"Taktíkin er sú sama og hjá þér. Telja upp kosti við hefðbundna ræktun og halda því fram að GMO, sem er bæting á henni sé verri." Jón
ÞAð er ekkert sem sýnir fram á að GMO bæti eitt né neitt, tölurnar frá GMO pardísinni í BNA sýna fram að GMO hefur ekki bætt uppskeruna. Þetta er ein ástæða þess að ég kalla þig rökþrota tröll, því þú heldur áfram með staðhæfingar þínar eins og ekkert hafi gerst, þykist ekki hafa séð nein rök...svarar ekki neinu....og svo heldur þú áfram með skítkast.því það er það eina sem þú getur..sbr:
It's supported by political and cultural campaigns. It relies largely on the "all natural" fallacy. The people promoting it generally have questionable scientific credentials, and they support their claim primarily by pointing out flaws in the norm. These are all characteristic of pseudoscience."
Það er ekkert "fallacy" í gangi, rannsóknir hafa einfaldlega sannað ágæti lífrænna aðferða...ólíkt GMO...og varðandi "questionable credentials" tröllið þitt, þá eru það einmitt svona ad-h skítalummur sem einkenna tröll. þú getur lesið eftirfarandi sjálfur er það ekki tröll:
Dr. Gurian-Sherman was senior scientist at the Center for Food Safety in Washington, DC. He also worked at the U.S. Environmental Protection Agency (EPA) where he was responsible for assessing human health and environmental risks from transgenic plants and microorganisms and developing biotechnology policy...... served on the Food and Drug Administration's inaugural advisory food biotechnology subcommittee.
Dr. Gurian-Sherman holds a doctorate degree in plant pathology from the University of California at Berkeley.
magus (IP-tala skráð) 31.1.2011 kl. 12:47
Það þarf ekki gmo tækni til að erfðabæta plöntur....eins og oft áður þá vantar oft miklar upplýsingar í umræðum fjölmiðla...
Does mention of allergen-free peanuts, striga-resistant cowpeas, salt-resistant wheat, beta-carotene rich sweet potatoes, virus-resistant cassavas make you think of GM?
If so, you've missed the great unpublished story - all the non-GM breakthroughs solving precisely the kind of problems (drought-resistance, salt-resistance, biofortification etc.) that GM proponents claim only genetic modification can provide the answer to.
While often speculative claims of potential GM "miracles" win vast amounts of column inches, the non-GM success stories generally get minimal if any reporting in the popular media. Without GM's often exaggerated crisis narratives and claimed silver bullet solutions, it seems there is no story!
The biotechnology industry and its PR people are keen to keep it that way, particularly because the non-GM solutions are often way ahead of the work on GM. They also bring none of the uncertainties that surround GM.
All of this makes keeping track of the many non-GM success stories especially important.
Another reason it's important is because - thanks to the lack of success with GM "solutions" - non-GM success stories can end up being claimed as GM breakthroughs!!
This happened again recently with the UK Government's retiring chief scientist, David King, claiming an important non-GM breakthrough in Africa as evidence of why we need to embrace GM.
http://www.lobbywatch.org/archive2.asp?arcid=8624
http://www.lobbywatch.org/archive2.asp?arcid=8618
The real lesson of the example King chose is that we need to do the exact opposite, i.e. stop being distracted by GM and get the funding and support behind the non-GM solutions to the problems we so badly need to address.
These are just a few of the non-GM successes we have come across recently. Some of the progress is being made with the help of biotechnological approaches that do not involve the same kind of risks and uncertainties as GM, and which are making it obsolete. Read more about this here.
2010
Late blight resistant non-GM potato improves Andean smallholders’ production (June 2010)
Blight-resistant potato means no need for GM (June 2010)
Making Kenyan maize safe from deadly aflatoxins with non-GM biocontrol (June 2010)
Natural, safe, cost-effective
Africa: researchers start to develop non-GM striga resistant sorghum (June 2010)
US scientists develop low-allergy peanuts (June 2010)
Scientists in the US are developing "low-allergy" peanuts, offering hope to thousands of people with allergies associated with the popular seed.
Drought-tolerant and striga-resistant maize released in Ghana (April 2010)
Ghana has released four Quality Protein Maize varieties tolerant of drought and resistant to striga hermontica -a parasitic weed that reduces maize yield - to farmers to boost maize production in drought-prone areas of the country.
Salt-tolerant wheat developed in Australia (April 2010)
CSIRO researchers have developed a salt tolerant durum wheat that yields 25 per cent more grain than the parent variety in saline soils.
US scientists develop high-yielding tomato (March 2010)
A mutation in a single gene turned hybrid tomato plants into super producers capable of generating more and much sweeter fruit without genetic engineering.
High yielding, multi-disease resistant, non-GM bean success in Rwanda (February 2010)
An excellent example of the success of traditional plant breeding practices - multi-disease resistant, very high yielding, no mention of GM and apparently freely distributed without IP ties. What would the GM lobby give for one good success story like this?
USDA scientists to release drought-resistant soybean line (February 2010)
U.S. Department of Agriculture’s Agricultural Research Service plant geneticist Tommy Carter, Ph.D., and his team of researchers plan to soon release a soybean breeding line offering drought-tolerant traits.
Non-GM drought-tolerant pigeon peas released in Kenya (February 2010)
Faced with increasingly unreliable rains, farmers in Kenya's eastern district of Mbeere South have started growing drought-tolerant crops to meet their food and subsistence needs instead of the staple maize.
2009
Farmers in rain-deficit Gujarat (India) opt for non-Bt cotton (September 2009)
When India is moving toward 100 per cent Bt cotton regime, some winds of change has been seen in Gujarat, the leading cotton producer in the country. Due to the deficient monsoon, farmers have taken to cotton over rain-fed crops like groundnut, to the extent that the area under cotton cultivation has increased by nearly two lakh hectares. Significantly, it’s conventional (non-Bt) cotton varieties and not the Bt cotton variety that has caught the attention of the farmers this season.
Scientists closer to developing dual-resistance non-GM cassava (August 2009)
IITA scientists are a step closer to making a breakthrough in developing cassava that is resistant to both the Cassava Brown Streak Disease (CBSD) and the Cassava Mosaic Disease (CMD).
UK scientists breed non-GM purple potato (January 2009)
They have remained an unchanging staple of the British diet for generations with hardly a nod to more health-conscious consumers. But scientists may now have come up with the perfect chip, which not only tastes good, but could prolong your life. The only downside is that it is purple.
German potato breeder launches non-GM high amylopectin potatoes (September 2009)
Starch from these potatoes contains a substance called amylopectin that will be used in food, paper, adhesives, textiles and building applications.
Cibus Global to develop non-GM herbicide tolerant potatoes (December 2009)
A global biotech firm has announced plans to use its patented technology to develop potatoes more tolerant of certain herbicides and less susceptible to blackspot bruise.
US scientists breed non-GM scab-resistant apple (January 2009)
A new, late-ripening apple named WineCrisp which carries the Vf gene for scab resistance was developed over the past 20 plus years through classical breeding techniques, not genetic engineering. License to propagate trees will be made available to nurseries through the University of Illinois.
US researchers develop pest-resistant pepper (September 2009)
A new red-fruited habanero is the latest pepper with resistance to root-knot nematodes to be released by Agricultural Research Service (ARS) scientists.
US scientists develop pest-resistant chickpea (August 2009)
Chickpeas, high in protein, fiber and other nutrients, are important legume crops the world over. But humans aren't the only consumers: the larval stage of the beet armyworm moth likes to eat the crop's leaves. But new lines of resistant chickpeas developed by Agricultural Research Service (ARS) scientists and their collaborators could put the kibosh on this crop-damaging pest's voracious appetite, and potentially save on chemical insecticides used to fight it.
Uganda: new drought-tolerant non-GM rice variety (October 2009)
The first rains arrived in June in Padibe-East County, part of the Kitgum District, close to the border between Uganda and South Sudan. It was a light rain, but a very welcome one for Alphonso Oyo, who had planted a new variety of high yielding NERICA ("New Rice for Africa") rice, and was waiting impatiently for it to flower.
Flood-resistant non-GM rice (February 2009)
At the Philippines-based International Rice Research Institute (IRRI), scientists have developed a rice variety with high tolerance to submersion under water for extended periods.
New non-GM rice strain could help atopic dermatitis and diabetes (December 2009)
The rice contains highly concentrated Cyanidin-3-Glucoside or C3G which is known to ease symptoms of atopic dermatitis and diabetes.
Canadian farmers opposed to GM wheat: survey (June 2009)
Canadian farmers oppose the introduction of genetically modified wheat until market conditions change, a Canadian Wheat Board survey has found.
Syngenta not actively pursuing biotech wheat (Feb 2009)
Syngenta AG, the world's largest agrochemical group, is not actively pursuing genetically modified wheat because of consumer resistance, Chief Executive Michael Mack told Reuters on Thursday.
Dow AgroSciences, World Wide Wheat agree to collaborate on non-GM wheat (June 2009)
Dow AgroSciences announced today a collaboration agreement for the development and commercialization of advanced germplasm and traits in wheat.
Significant progress in developing non-GM wheat resistance against Ug99 stem rust (March 2009)
The world's leading wheat experts from Australia, Asia, Africa, Europe and the Americas – invited to Mexico by Nobel Prize Winner Norman Borlaug – today reported significant progress in developing new varieties of wheat capable of resisting a virulent form of an old plant disease that threatens wheat production worldwide.
More US farmers planting non-GM soybeans in 2009 (March 2009)
For the first time since 1996, acres of Roundup Ready genetically modified soybeans could drop as more farmers decide to plant non-GMO.
US non-GMO soybean acreage increased by 1 million in 2009 (July/August 2009)
US farmers planted one million more acres of non-GMO soybeans in 2009 than 2008, increasing to 6.97 million acres compared to 5.96 million acres the previous year.
New US non-GM soybean breeding program (November 2009)
Growing demand for soybeans that have not been altered genetically has led to a fork in the road for the bean-breeding program at Southern Illinois University Carbondale.
Exporting non-GE soybeans from Ohio (USA) is expanding business (September 2009)
92 percent of the soybean market is produced from genetically modified organisms or GMO, and only 8 percent is non-GMO. Bluegrass predicts they will approach having control over 1 percent of the non-GMO portion within the next five years.
US scientists develop non-GE soybean line resisting key nematode (December 2009)
A new soybean line developed by Agricultural Research Service (ARS) scientists is good news for growers. The line, JTN-5109, is effective against the most virulent soybean cyst nematode, called LY1.
Enough non-GM beet seed available in the USA (November, 2009)
Farmers still hope to plant Roundup Ready sugar beets next year, but if a federal judge bans their use there might be enough conventional beet seed stockpiled in the United States to get by for a year.
eMerge Genetics (USA) launches ”non-GMO revolution” (April 2009)
eMerge Genetics aims to develop high-quality soybean varieties for food use to meet growing demand for non-GM soybeans in US and overseas .
Modern non-GM breeding “has a brilliant future” – Newsweek (June 2009)
The world's biggest biotech corporations have deployed the latest in genetic science to pump up yield, ward off crop disease, make food more nutritious and fundamentally reengineer what we plant and eat, and no one is complaining.
Marker assisted breeding a ’safe alternative’ to IRRI’s GMO rice program (November 2009)
Greenpeace on Friday called on the International Rice Research Institute to abandon its genetic engineering program as the environmental activist group offers marker assisted breeding as a safe alternative to bioengineering.
Midwest farmers grow aphid-resistant soybean (August 2009)
This year farmers in the Midwest are growing a new variety of soybeans developed by University of Illinois researchers that has resistance to soybean aphids. However, in addition to the resistant plants, U of I researchers also discovered a new soybean aphid which is not controlled by this resistance.
Virus-resistant snap beans in pipeline (August 2009)
Don’t let the name fool you. The soybean aphid, Aphis glycines, also likes feeding on snap beans. Adding insult to injury is the pest’s transmission of many different types of viruses, including clover yellow vein virus. A strain of this virus, dubbed “ClYVV-WI,” is the chief culprit behind chocolate pod, a disease that causes unsightly defects on snap bean pods.
Biggest Brazil soy state loses taste for GM soy seed (March 2009)
Farmers in Brazil's Mato Grosso, the country's top soy state, are shunning once-heralded, genetically modified soy varieties in favor of conventional seeds after the hi-tech type showed poor yields.
High beta-carotene non-GM tomatoes for West Africa (March 2009)
The Asian Vegetable Research and Development Center - The World Vegetable Center has released the results of the evaluation of 20 tomato lines for adoption in West Africa. The testing was a part of the Bill and Melinda Gates Foundation-funded project on Vegetable Breeding and Seed Systems for Poverty Alleviation in sub-Saharan Africa.
IITA releases non-GM high-yielding Striga-resistant cowpeas (March 2009)
Resource-poor cowpea farmers in sub-Saharan Africa have seen their profits jump by 55 per cent thanks to improved dual-purpose cowpea varieties developed and introduced by IITA and its national partners in Nigeria. Paul Amaza, IITA Agricultural Economist, says that farmers who use traditional varieties earn about US$ 251 per hectare, while those who are growing the improved cowpea are getting US$390, or US$139 more, per hectare with proper crop management.
West Africans hope to produce iron-tolerant non-GM rice (March 2009)
Agricultural researchers in Burkina Faso, Ghana, Guinea and Nigeria and are preparing field tests on some 80 varieties of rice designed to survive – and even thrive – in the iron-rich soils of West Africa.
Brazil to debut non-GM rust-resistant soy (May 2009)
Brazil is set to begin commercial planting of a soybean variety with a gene that makes it resistant to the devastating Asian rust fungus, which is beginning to develop tolerance to conventional fungicides.
Non-GM corn offers solution to modern climate challenges (April 2009)
One solution to the challenges of feeding the world may come – not from the labs of genetic engineers – but from the timeless wisdom of Native Americans and a dedicated corn breeder from Montana.
Ugandan scientists announce development of wilt resistant non-GE coffee varieties (April 2009)
Twelve years ago, Coffee Research Centre (COREC) scientists embarked on developing a coffee variety resistant to the Coffee Wilt Disease (CWD), which attacks Robusta coffee. Today, they report a major breakthrough in the variety’s development. A total of 24 lines of Curtimors (dwarf coffee) are now under final field tests before they are released to farmers.
US researchers develop non-GM pest-resistant potato (March 2009)
Despite their microscopic size, Columbia root-knot nematodes (CRN) have potential to inflict huge losses—about $40 million annually—by tunneling into potatoes to feed. But this level of loss isn’t likely to happen, thanks to fumigants growers now use—at a cost of $20 million annually.
Nigeria to roll out fungus-resistant non-GM soybean crops (August 2009)
A variety of soybean resistant to a devastating Asian rust will soon be widely available in West and Central Africa. The rust, a fungal disease that entered Africa in 1996, can wipe out 80 per cent of infected crops.
USDA scientists release lettuce resistant to bacterial leaf-spot (April 2009)
Seven new iceberg lettuce breeding lines with resistance to bacterial leaf spot (BLS) have been released by Agricultural Research Service (ARS) scientists.
USDA scientists release lettuce resistant to corky root disease (June 2009)
Three new leaf lettuce breeding lines with resistance to corky root, a serious disease of lettuce, have been released by the Agricultural Research Service (ARS).
USDA scientists develop drought-resistant lawn/pasture grass (August 2009)
Sub-Saharan Africa needs concerted efforts to improve the production of maize, its most important cereal. Two Centers supported by the CGIAR — the International Maize and Wheat Improvement Center (CIMMYT) and the International Institute of Tropical Agriculture (IITA) — have found a way to achieve precisely that.
More than 50 new non-GM drought-tolerant maize varieties released for African farmers (April 2009)
African scientists announce non-GM breakthrough in battle against aflatoxin ( May 2009)
Scientists of the African Agricultural Technology Foundation (AATF), Kenya, the United States Department for Agriculture (USDA) and International Institute of Tropical Agriculture, IITA, Nigeria, have developed a safe and natural method that could drastically cut aflatoxin contamination in African food crops by as much as 99 per cent.
Non-GM method to control aflatoxin in maize works well in Nigeria (June 2009)
The elimination of deadly aflatoxin, which contaminates food crops in Sub-Saharan Africa, is a step closer now scientists have shown that a control method works well in large-scale field trials.
Novel upland non-GM drought-tolerant rice variety released in Jharkhand, India (May 2009)
A novel upland rice variety, Birsa Vikas Dhan 111 (PY 84), has recently been released in the Indian state of Jharkhand. It was bred using marker-assisted backcrossing with selection for multiple quantitative trait loci (QTL) for improved root growth to improve its performance under drought conditions. It is an early maturing, drought tolerant and high yielding variety with good grain quality suitable for the direct seeded uplands and transplanted medium lands of Eastern India.
Breeder of non-GM drought-tolerant and striga-resistant sorghum wins World Food Price (2009)
The 2009 World Food Prize will be awarded to Dr. Gebisa Ejeta of Ethiopia, whose sorghum hybrids resistant to drought and the devastating Striga weed have dramatically increased the production and availability of one of the world’s five principal grains and enhanced the food supply of hundreds of millions of people in sub-Saharan Africa.
African farmers develop new type of rice well-adapted to poor soils (July 2009)
Rice farmers in West Africa have developed a new type of rice in the last few years, Wageningen researchers have found out. This has come about through spontaneous cross-breeding in the field between African and Asian rice cultivars.
ICRISAT develops climate change-ready varieties (June 2009)
When the world gets warmer with climate change, the dryland tracts will become even drier making it more difficult for the farmers to grow crops in this region. The improved crops developed by the International Crops Research Institute for the Semi-Arid Tropics (Icrisat), and its partners, are able to withstand severe droughts, tolerate higher temperatures and mature early, enabling the farmers to be ready to meet the challenges of climate change
2008
Arcadia Biosciences developed non-GM herbicide-tolerant wheat technology (January, 2008)
Arcadia Biosciences, Inc, an agricultural technology company focused on developing technologies and products that benefit the environment and human health, today announced it has reached a research and commercial development agreement with Targeted Growth, Inc. (TGI) for the development of herbicide-tolerant wheat.
Conventional soybeans offer high yield at lower cost (September 2008)
Conventional soybean varieties are making a comeback. Lower seed and weed-control costs, price incentives at the grain elevator and yields that rival Roundup Ready beans have renewed interest in conventional varieties, said Grover Shannon, an agronomist at the University of Missouri Delta Research Center in the Missouri Bootheel.
IITA (Nigeria) launches new non-GM striga-resistant maize varieties (December 2008)
Maize farmers in West and Central Africa (WCA) could soon enjoy increased harvests and reduced crop losses due to Striga with the introduction of two new resistant varieties — TZLComp1Syn W-1 (Sammaz 16) and IWDC2SynF2 (Sammaz 15) — developed by IITA in partnership with the Institute for Agricultural Research (IAR), Zaria, Nigeria.
2007
Non-pesticide, non-GM cotton management success in India (June 2007)
A relatively low-tech approach to managing pesticides promises to help hundreds of thousands of cotton farmers across Asia raise yields and reduce environmental contamination.
UK: Non-GM crop science gets GBP13m boost (January 2007)
UK crop scientists have been awarded a GBP13.3m boost in funding to carry out research aimed at delivering benefits for farmers and consumers. Researchers say they will not be producing GM crops. Prof David Pink, from Warwick HRI, University of Warwick, whose team has been awarded GBP500,000 to identify genes in broccoli that will extend its shelf life and maintain its nutritional value for longer, said, "We are not going down that [GM] route because GM is not acceptable at the moment, and not acceptable to our plant breeding partner."
Non-GM drought-resistant rice in pipeline (August 2007)
Japanese researchers have made progress in breeding non-GM drought-resistant rice, intended for planting in Africa and other dry regions.
GM drought tolerant maize way behind non-GM (June 2007)
During March 2007, the South African authorities gave Monsanto permission to conduct GM drought tolerant maize field trials in South Africa. The African Centre for Biosafety released a report on the issue, pointing out that drought tolerance is at least 8-10 years away from commercialisation. Nevertheless, GM drought tolerant crops are being used as PR tools by biotech lobbyists to promote acceptance of GM crops, expand existing markets and develop new markets. Finally, the report points out that traditional breeding, marker assisted selection, and building up organic content of the soil are proven methods of dealing with drought.
Philippines new non-GM drought-resistant corn (October 2007)
A Philippines scientist has developed a new non-GM corn variety that was able to survive a drought for 29 days.
Indigenous rice better than GM for dealing with stress (October 2007)
A New Delhi-based NGO, together with farmers from nine Indian states, has developed a register documenting over 2,000 indigenous rice varieties. They say GM rice strains are not only costly to cultivate but also are a poor match to the native strains in fighting pests, diseases and environmental fluctuations.
Body blow to grain borer (October 2007)
The larger grain borer is taking a beating from CIMMYT (Internation Maize and Wheat Improvement Centre) breeders in Kenya as a new non-GM African maize withstands the onslaught of one of the most damaging pests.
Non-GM process for allergen-free peanuts (July 2007)
n agricultural researcher at North Carolina Agricultural and Technical State University has developed a simple process to make allergen-free peanuts. The new process – believed to be a first for food science – could provide relief to millions of peanut allergy sufferers, and be an enormous boon to the entire peanut industry.
Non-GM approach to Striga-resistant cowpeas in Africa (July 2007)
U.Va. biologist Michael Timko helps Africans breed disease-resistant plant.
Non-GM virus-resistant cassava for East and Central Africa (June 2007)
Efforts by the Crop Crisis Control Project (C3P) to mitigate the effects of cassava mosaic virus disease and banana xanthomonas wilt (BXW) in six countries of East and Central Africa are impacting positively on the lives of thousands of farmers in Burundi, Democratic Republic of Congo (DRC), Kenya, Rwanda, Tanzania, and Uganda.
Non-GM technology reduces aflatoxins in maize in Nigeria (July/August 2007)
Scientists at the International Institute of Tropical Agriculture (IITA) have developed a safe and effective method for biological control of aflatoxins. These are toxic chemicals of fungal origin, which contaminate maize and other major food crops, posing a chronic threat to human health in sub-Saharan Africa.
Iron-fortified non-GM maize cuts anaemia rates in children (May 2007)
Fortifying cereals with a type of iron supplement reduces anaemia, iron-deficiency anaemia and general iron deficiency in children in developing countries, according to new research.
Austro-Indian non-GM research cuts 50% of cotton insecticides, adds 75% profitability (June 2007)
A relatively low-tech approach to managing pesticides promises to help hundreds of thousands of cotton farmers across Asia raise yields and reduce environmental contamination.
Molecular Marker research could feed the world without GM (October 2007)
The work of a Kansas State University professor is challenging the assumption that genetically engineered plants are the great scientific and technological revolution in agriculture and the only efficient and cheap way to feed a growing population.
New non-GM drought-resistant corn (October 2007)
For an ordinary farmer, only a miracle can make a corn plant survive for almost a month under an unusually intense heat and without a single drop of water. But a scientific breakthrough practically made that history after local farmers here witnessed for themselves how a new corn variety developed by a local biotechnology company was able to survive a drought for 29 straight days.
Dutch researcher bred non-GM fungi-resistant tomato (March 2007)
Tomato growers are likely to soon be able to cultivate new tomato varieties without having to use pesticides against grey mould (Botrytis cinerea). This is the conclusion of the STW-sponsored thesis by Richard Finkers from Wageningen University, with which he hopes to earn his doctorate on 3 April 2007. Finkers designed highly efficient methods whereby tomato varieties can be resistant to grey mould. The leading company De Ruiter Seeds is already applying these methods in its breeding programme.
Texas-sized sorghum: New non-GM solution for fuel? (April 2007)
Big Sorghum is moving up on Big Oil in Texas. Ten-foot tall stalks of bioenergy sorghum, planted on thousands of acres, could march across Texas just as oil derricks once did, replacing black gold with green gold.
Non-GM tomatoes made to drink less water (May 2007)
Biofuels derived from plant cellulose - found in the tall sorghum among
other biomass alternatives - offers an energy future that is at once
sustainable, environmentally responsible, and just around the corner.
Non-GM rice with bacterial leaf blight-resistance genes developed (April 2007)
The farmers of the traditional Basmati growing areas of Haryana, Punjab, J&K, Delhi and Uttarakhand will get new rice variety having higher yield (37 q/ha) than Pusa Basmati 1. Pusa 1460 (IET 18990) is developed by pyramiding bacterial leaf blight (BLB) resistance genes (xa13 & Xa21) in the background of Pusa Basmati 1 through marker assisted backcross breeding. Similarly, the farmers of Andhra Pradesh, Karnataka, Orissa, Chhatisgarh and Uttar Pradesh will also have new variety, RP BIO 226 (IET 19046) which is improved variety and provides an alternative for popular fine-grained variety Samba Mahsuri.
Non-GM solution found for cassava root-rot devastation in Africa (April 2007)
Mzee Hamis is a proud man. For half a century he fed his three wives and brought up 18 children on his 2-hectare plot on the island of Zanzibar in east Africa. His fields of cassava were his store cupboard, yielding food when other crops failed. Then one day, four years ago, the cupboard was bare. "The bushes looked healthy," he says. But when he dug them up to harvest the tubers, he found every last one had rotted away. "I had lost my entire crop. We were hungry and I was desperate."
U.S. grape researcher breeds non-GM vines resistant to Pierce's Disease (April 2007)
Vinifera vines crossbred with resistant American species may someday yield good-tasting wines, but are better for blending for now.
Non-GM method to produce virus-resistant brassica crops (November 2007)
cientists have identified a new way to breed brassicas, which include broccoli, cabbage and oilseed rape, resistant to a damaging virus.
High-yielding, soybean cyst nematodes-resistant non-GM soybeans (July 2007)
Soybean growers now have more options when selecting soybean varieties that have high yield potential and the ability to stave off soybean cyst nematodes. SCN, a tiny worm that infests the soil in many fields in Iowa and the rest of the Midwest, steals soybean yields.
Non-GM success in combating cassava mosaic virus in Africa (October 2007)
Global plant genetics policy and research unite with emergency operations against lethal crop disease.
Non-GM beans developed for harsh Mediterranean conditions (November 2007)
Le haricot commun (Phaseolus vulgaris) est une source majeure de protéines pour l'alimentation humaine, en particulier dans de nombreux pays du Sud. Or les rendements y sont particulièrement faibles. Grâce à une symbiose avec des bactéries (rhizobia), le haricot peut croître normalement sur des sols pauvres sans ajout d’engrais azotés coûteux et potentiellement polluants. Dans le cadre du projet européen AQUARHIZ*, les chercheurs de l’INRA, en collaboration avec l’Université de Frankfort et le Centre international pour l’agriculture tropicale, ont identifié des gènes impliqués dans la capacité du haricot à produire dans des sols de faible fertilité des zones méditéranéennes.
2006
Gates Foundation supports non-GM b-carotine rich sweet potato in Africa (April 2006)
HarvestPlus has received a US$ 6 million grant from the Bill & Melinda Gates Foundation to introduce a nutritionally improved staple food -orange-fleshed sweetpotato- into the diets of the undernourished in East Africa.
2005
Zambia: better non-GM maize harvests (June 2005)
Although drought-prone Zambia is still facing many problems, huge improvements have been reported in its maize harvests - its main staple crop. A report from Inter Press Service notes, "... production changed dramatically after President Levy Mwanawasa took over from Frederick Chiluba in 2001.... [He] promoted innovations like mixed farming and conservation farming. Mwanawasa rejected GM maize and encouraged the growing of non-GM maize, resulting in bumper harvests for the past three consecutive years." When the Zambian government rejected GM maize in 2002, there were calls from the US Ambassador to the FAO for its leaders to be tried "for the highest crimes against humanity in the highest courts of the world."
2004
New salt-tolerant wheat set to bring life to "dead" farmland (July 2004)
Scientists have developed a non-GM salt-tolerant wheat which could allow farmers to crop a third of the 1.8 million hectares of agricultural land lost to salinity across Australia's wheat belt.
magus (IP-tala skráð) 31.1.2011 kl. 12:54
Ég efast um vísindalegar aðferðir Dr. Gurian-Shermans. Að reyna að byggja vísindalegan grunn gegn ræktunaraðferð með aðeins tölum frá Bandaríkjunum inniheldur of mikla óvissu. Eitt dæmi í viðbót: Bandaríska ríkið greiðir fólki sem á ræktunarland til að rækta ekki, sem er frekar mikil breyta. ($1.3B 2006) Möguleiki á framleiðslu í Bandaríkjunum er mun meiri en framleiðslan í dag. Svo má nefna að Berkeley er vinstrisinnaðasti (kommúnískar hugmyndir eins og þú komst með áður koma einmitt frá vinstri) skóli Bandaríkjanna.
http://www.washingtonpost.com/wp-dyn/content/article/2006/07/01/AR2006070100962.html
Svo varst þú á fullu að halda því fram hversu mikil jarðvegseyðing er í Bandaríkjunum, en svarið við grein Gurian-Shermans innihélt tölur sem sýna að hún minnkaði eftir grænu byltinguna, og Dr. G-Sherman neitar því ekki.
Ég er hérna með tvo einstaklinga sem eru sammála mér: Alex A. Avery http://www.hudson.org/learn/index.cfm?fuseaction=staff_bio&eid=AverAlex hér er eitthvað af greinum eftir hann.
Svo... enginn annar en Nóbelsverðlaunahafinn, maðurinn sem bjargaði yfir 1,000,000,000 manns frá hungri, faðir grænu byltingarinnar og GMO: Norman Borlaug.
"In a BBC radio interview, ecofeminist and noted critic of Norman Borlaug’s ‘Green Revolution’ Vandana Shiva remarked- “In the process new health and ecological hazards are being forced on Third World people through dumping of genetically engineered foods and other hazardous products.”
Prince Charles of the United Kingdom has consistently denounced genetic modification of crops, insisting that to do so is to intrude to the realm of ‘God and God alone’.
Unsurprisingly, the two are substantial supporters of ‘organic’ food. Borlaug’s opinion was summed up during an television appearance prior to his death, where he responded to the position that all food should be processed according to the practices of the ‘organic’ movement: “We are 6.6 billion people now. We can only feed 4 billion. I don’t see 2 billion volunteers to disappear.”.
Indeed, the disappearances should not go unnoticed. While Vandana Shiva may have applauded Zambia’s decision to stop the donations of genetically modified (GM) corn from the United States on the advice that such products were ‘toxic’ (this corn is identical to that consumed by Americans on a daily basis), but the consequences were lethal. Unable to meet with the demands of the population by methods of ‘traditional’ agriculture, there was mass starvation."
http://www.torontoglobalist.org/2010/11/24/the-man-that-saved-a-billion-lives-norman-borlaug-gmos/
""There is no evidence to indicate that biotechnology is dangerous. After all, mother nature has been doing this kind of thing for God knows how long," he said. Told a packed hall consisting of researchers and food scientists in the Kenyan capital.
He dismissed the critics of GMOs as people who had not produced even a kg of food and yet were yelping about bio-safety and the dangers involved in the technology.
Borlaug, who received a Nobel Peace in 1970 for his efforts to feed a hungry world, said genetic engineering (a term he prefers to GMOs) was the only technology that must be embraced by countries whose food supply is threatened by the inequalities of the world. Citing the examples of China and Brazil where cereal production has gone up more than two-fold making the former the current world's leading cereal producer, he said biotechnology was the surest existing way to ensure food security in Africa and other developing countries. Maize, if given the right push, he noted, will sufficiently feed Sub-Saharan Africa.
"We need sophisticated scientific technology to boost our production," he said without batting an eye-lid to the danger supposed to be posed by such ventures.
Responding to questions on why he was advocating for an open adventure into genetically engineering at a time when most countries are preaching zero risk in respect to bio-safety, Borlaug dismissed the zero-risk idea, saying it was a non issue where only plant genes are concerned, and not chemicals. He said zero-risk is something that does not exist and not tenable in a biological world where things kept on changing.
Asked who is going to be concerned with the bio-safety once a floodgate has been opened for genetic engineering, he described people who have been championing a GMO-free world as "utopian thinkers" who do not understand the complexities of food production. "Dosage makes the poison. But vitamins, which are vital, are taken in smaller quantities. If we could get a gene from rice - because rice does not suffer from rust - and then use it to protect other crops that suffer from rust like wheat, that would be a big revolution, and that will not be dangerous to human health in any way," he added. "
http://www.agbioworld.org/biotech-info/topics/borlaug/doomsayers.html
Þú veist ennþá að GMO þýðir Genetically Modified Organism, ekki satt? Fín dæmi sem þú nefndir um hversu góður hlutur biotechnology, sem er grunnurinn að GMO, er.
"Organic farming is the form of agriculture that relies on techniques such as crop rotation, green manure, compost and biological pest control to maintain soil productivity and control pests on a farm." -Wikipedia
"There is another side to the agricultural biotechnology issue. It includes increased herbicide usage and resultant herbicide resistance, "super weeds," residues on and in food crops, genetic contamination of non-GM crops which hurt organic and conventional farmers, etc."- Wikipedia - Biotechnology - Criticism
Ég er ekki svo viss um að lífræn ræktun hefði gert jafn góða græna byltingu og biotechnology.
"The Monsanto Company (NYSE: MON) is a U.S.-based multinational agricultural biotechnology corporation." - Wikipedia
Svo virðist alltaf gleymast (og ég gleymdi að vísu að nefna fyrr) lyf sem hafa verið framleidd og gerð aðgengilegri með erðabreytingum, s.s. insúlín.
Jón (IP-tala skráð) 31.1.2011 kl. 19:21
"Ég efast um vísindalegar aðferðir Dr. Gurian-Shermans. Að reyna að byggja vísindalegan grunn gegn ræktunaraðferð með aðeins tölum frá Bandaríkjunum inniheldur of mikla óvissu. Eitt dæmi í viðbót: Bandaríska ríkið greiðir fólki sem á ræktunarland til að rækta ekki, sem er frekar mikil breyta. ($1.3B 2006) Möguleiki á framleiðslu í Bandaríkjunum er mun meiri en framleiðslan í dag. Svo má nefna að Berkeley er vinstrisinnaðasti (kommúnískar hugmyndir eins og þú komst með áður koma einmitt frá vinstri) skóli Bandaríkjanna." Jón
1) Ef GMO hefur ekki bætt uppskeruna í BNA, þá eru fullyrðingar GMO-sinna rangar, eins og sýnt hefur verið fram á. 'Það er engin óvissa í gangi, rannsóknin beinist að GMO í BNA, og þvi er aðeins notast við tölur frá BNA.
2) möguleiki á framleiðslu á meira landi kemur málinu ekki við, það er verið að athuga hvort GMO gefi betri uppskeru per landeiningu.
3) Berkeley þykir vinstri sinnaður í BNA, en það hefur ekki alveg sömu þýðingu og í Evrópu. Berkeley er best þekktur sem einn besti háskóli heims, tröllið þitt.
- Gurian Sherman er með pottþétta menntun og reynslu. Það þýðir ekkert að reyna að finna strámenn og drullu á á tröllasíðunum þínum.
magus (IP-tala skráð) 1.2.2011 kl. 05:21
"Svo varst þú á fullu að halda því fram hversu mikil jarðvegseyðing er í Bandaríkjunum, en svarið við grein Gurian-Shermans innihélt tölur sem sýna að hún minnkaði eftir grænu byltinguna, og Dr. G-Sherman neitar því ekki." Jón
Já jarðvegseyðing í BNA er gríðarlegt vandamál...og nei það er ekkert í þessum greinum sem sýna að græna byltingin, sem á við iðnaðar og efnavæðingu landbúnaðarins á síðustu öld, hafi minnkað jarðvegseyðinguna, og því síður að G Sherman hafi samþykkt það.
"Ég er hérna með tvo einstaklinga sem eru sammála mér: Alex A. Avery http://www.hudson.org/learn/index.cfm?fuseaction=staff_bio&eid=AverAlex hér er eitthvað af greinum eftir hann"
Vá tókst þér að finna tröllasíðu sem er sammála þér? Verst að hvorki þú né síðan getið rökstutt þvaðrið....
Alex Avery: He is a co-author of, 'Organic Industry Groups Spread Fear for Profit' a report launched on September 21 2000. His co-authors included Graydon Forrer, Monsanto's former head of executive communications, although the report did not disclose that Forrer was a former Monsanto employee. The report was launched via NoMoreScares.com - a website which has now been withdrawn but which had as its contact the former Monsanto lobbyist and self-styled 'Junkman', Steven Milloy.
The Hudson Institute for whom Avery works has received funding from biotech companies Aventis, Dow, Monsanto, Novartis and Zeneca.(Allt GMO fyrirtæki)
http://www.powerbase.info/index.php/Alex_Avery
magus (IP-tala skráð) 1.2.2011 kl. 05:45
"Svo... enginn annar en Nóbelsverðlaunahafinn, maðurinn sem bjargaði yfir 1,000,000,000 manns frá hungri, faðir grænu byltingarinnar og GMO: Norman Borlaug." Jón
Reyndu nú að skilja þetta: biotechnology er ekki það sama og GMO, það er grundvallar munur á þessu tvennu. Græna byltingin hafði ekkert með GMO að gera. Borlaug er "faðir" Grænu Byltingarinnar en ekki GMO. Græna byltingin var það sem er í dag kallað "nútíma landbúnaður", sem þýðir stórvirk verksmiðjuframleiðsla sem byggist á áburði og eiturefnum í miklu magni, og erfðabreytingum með náttúrulegum ræktunar-aðferðum, ekki GMO.
GMO matvælaframleiðsla heft ekki fyrr en eftir 1990, græna byltingin átti sér stað eftir seinni heimsstyrjöld.
magus (IP-tala skráð) 1.2.2011 kl. 06:07
"Þú veist ennþá að GMO þýðir Genetically Modified Organism, ekki satt? Fín dæmi sem þú nefndir um hversu góður hlutur biotechnology, sem er grunnurinn að GMO, er......Ég er ekki svo viss um að lífræn ræktun hefði gert jafn góða græna byltingu og biotechnology." Jón
Ég veit hvað GMO þýðir en þú hefur greinilega ekki hugmynd greyið tröllið mitt...biotech er jú grunnurinn að GMO, en GMO er hins vegar mjög sérhæfð deild innan biotech, sem nefnist genetic engineering. Maðurinn hefur breytt erfðum á plöntum með náttúrulegri ræktum frá upphafi akuryrkju, en það er alls ekki það sama og gmo tækni. Til að undirstrika hvað ég á við þá ER biotech notað við lífræna framleiðslu, t.d. með því að rækta plöntur með sér eiginleika, með náttúrulegri ræktun, og með því að nota "náttúrulega óvini" til að eyða skordýrum í staðin fyrir eitur....þetta er allt biotech.
Öll dæmin um sérhæfðu plönturnar í fyrri athugasdemd frá mér, eru allt saman dæmi um erfðabreytingar sem voru gerðar án þess að nota GMO, allt gert með náttúrulegum aðferðum, og allt plöntur sem má rækta með líffrænum aðferðum.
"These are just a few of the non-GM successes we have come across recently. Some of the progress is being made with the help of biotechnological approaches that do not involve the same kind of risks and uncertainties as GM, and which are making it obsolete"
Biotechnology is a field of applied biology that involves the use of living organisms and bioprocesses.... wide range of procedures (and history) for modifying living organisms according to human purposes - going back to domestication of animals, cultivation of plants, and "improvements" to these through breeding programs that employ artificial selection and hybridization.
Genetic engineering, also called genetic modification, is the direct human manipulation of an organism's genetic material in a way that does not occur under natural conditions. It involves the use of recombinant DNA techniques, but does not include traditional animal and plant breeding or mutagenesis. Any organism that is generated using these techniques is considered to be a genetically modified organism.
Þú þarft að læra ansi mikið, Jón, áður enn þú verður hæfur til þess að segja eitthvað að viti um þessi mál.....þú gerir ekki einu sinni greinarmun á grundvallaratriðum. Ekki furða að þú sért ginkeyptur fyrir lélegum monsanto áróðri, sem hefur ekkert á bak við sig.
magus (IP-tala skráð) 1.2.2011 kl. 06:41
Önnur dæmi um vafasama starfshætti G-Sherman eru að hann svarar ekki öllu sem er sagt gegn rannsóknum hans. Sjá gröf bls. 2 í svari við Failure to Yield.
Einnig er nafnið á skýrslunni hans misvísandi. "Despite 20 years of research and 13 years of commercialization, genetic engineering has failed to significantly increase U.S. crop yields." -G-Sherman
Yield er ekki skilgreint sem afköst per einingu heldur aðeins afköst.
"For years the biotechnology industry has trumpeted that it will feed the world, promising that its genetically engineered crops will produce higher yields. "-G-Sherman
Hann virðist ekkert allt of sáttur við biotechnology iðnaðinn.
Enn og aftur, Berkeley er vel þekktur sem vinstrisinnaður (liberal) skóli og sósíalista/kommúnista kennara og nemendur.
Veistu hver er með ennþá pottþéttari menntun og reynslu en G-Sherman? Nú enginn annar en Norman Borlaug.
Ekkert sem sýnir minni landeyðingu? G-Sherman viðurkennir það ekki?
"As his chart on “Corn Soil Loss per Acre and Yield Per Acre” (page 3) reveals, almost all of the improvements in reducing soil loss occurred before GE corn was introduced in 1996." - G-Sherman.
"But Parrott is apparently confusing the new non-GE soybeans by Pioneer Hybrid mentioned in the report with another soy variety called Roundup Ready 2 Yield (RR2Y) from Monsanto, mentioned elsewhere in the report. RR2Y soybeans exhibit increased yields and do contain transgenes, but contrary to Parrott, the yield increases in RR2Y are due to superior conventional genetics not the GE traits. " - G-Sherman
Full djörf fullyrðing án þess að sýna vísindin á bakvið hana.
Ég ætla að leyfa mér að efast um að þú hafir lesið einhverjar greinar eftir Alex A. Avery.
Hann fær borgað frá GMO fyrirtækjum á meðan G-Sherman fær borgað frá vinstrisinnuðum háskóla og hefur lýst því yfir að tilgangurinn með þessari skýrslu hans var að fá styrki.
'The report recommends that the U.S. Department of Agriculture, state agricultural agencies, and universities increase research and development for proven approaches to boost crop yields.'- UCS
Þó að græna byltingin hófst um seinni heimsstyrjöld þá kom ekkert út úr henni fyrr en mun seinna. GE er hluti af biotechnology. Græna byltingin gekk aðallega út á að sérstaklega rækta plöntur með ákveðnum eiginleikum til þess að henta við ákveðnar aðstæður eða skila ákveðinni útkomu, notandi tæknina sem er í boði. GE er framhald af þessu nema þar er hægt að einangra eiginleikana og púsla þeim saman. GE hefði ekki komið til hefði græna byltingin ekki átt sér stað, og Borlaug var mikill talsmaður GE.
"The Green Revolution is an ongoing continuum. Millions of people are currently undernourished in the world. The world population for 2025, at a medium fertility rate, is projected to be about 8.3 billion people. I calculate that we will need an additional one billion tons of grain by then. We have to increase yields to feed these people — more bushels per acre, more tons per hectare. Higher yields are especially important now due to spreading urbanization, which takes away agricultural land. We will need to use both conventional breeding and biotechnology methods to meet the challenges of this century." -Norman Borlaug 2002
"Governments also need to address issues such as a framework for testing genetically modified foods, funding research in the public sector, and educating the public better about agricultural science and technology. Most people in the “western” world are urbanites and they don’t know what it takes to feed the world. These people can afford to buy expensive “organic” food and to criticize genetically modified food. They pressure governments to ban genetically modified foods and that could be disastrous for developing nations." - Norman Borlaug 2002
"There is no good evidence of toxicity in these foods but I am aware that allergenic properties may exist. Allergies caused by natural foods have been with us for a long time, so why wouldn’t they happen with GM crops? Researchers are constantly monitoring crops for allergens and should be able to modify seeds to lessen the risks. There is a report by scientists at University of California at Berkeley who analyzed foods, including some that humans have eaten since the dawn of agriculture. The report shows that there are natural foods that contain trace amounts of natural chemicals that are toxic or carcinogenic. These foods don’t seem to harm us.
If you’re a theoretical scientist, you can philosophize about this but I’ve been in the field for a long time and I believe genetically modified food crops will stop world hunger. I recognize the value of crops created by traditional plant breeding but I also see the viability of crops that carry an herbicide-resistant gene or whatever gene is incorporated by biotechnology." -Norman Borlaug 2002
http://www.actionbioscience.org/biotech/borlaug.html
"Organic farming excludes or strictly limits the use of manufactured fertilizers and pesticides, plant growth regulators such as hormones, livestock antibiotics, food additives, and genetically modified organisms. Organic farming usually involves mechanical weed control (via cultivating or hoeing) rather than herbicidal weed control."-Wikipedia
Græna byltingin er venjulega ekki tengd við lífræna framleiðslu, enda mætti/mætir hún mikilli mótstöðu frá umhverfissinnum.
"Reason: What do you think of organic farming? A lot of people claim it's better for human health and the environment.
Borlaug: That's ridiculous. This shouldn't even be a debate. Even if you could use all the organic material that you have--the animal manures, the human waste, the plant residues--and get them back on the soil, you couldn't feed more than 4 billion people. In addition, if all agriculture were organic, you would have to increase cropland area dramatically, spreading out into marginal areas and cutting down millions of acres of forests.
At the present time, approximately 80 million tons of nitrogen nutrients are utilized each year. If you tried to produce this nitrogen organically, you would require an additional 5 or 6 billion head of cattle to supply the manure. How much wild land would you have to sacrifice just to produce the forage for these cows? There's a lot of nonsense going on here.
If people want to believe that the organic food has better nutritive value, it's up to them to make that foolish decision. But there's absolutely no research that shows that organic foods provide better nutrition. As far as plants are concerned, they can't tell whether that nitrate ion comes from artificial chemicals or from decomposed organic matter. If some consumers believe that it's better from the point of view of their health to have organic food, God bless them. Let them buy it. Let them pay a bit more. It's a free society. But don't tell the world that we can feed the present population without chemical fertilizer. That's when this misinformation becomes destructive..."
http://reason.com/blog/2009/03/26/norman-borlaug-happy-95th-birt
"Borlaug, who received a Nobel Peace in 1970 for his efforts to feed a hungry world, said genetic engineering (a term he prefers to GMOs) was the only technology that must be embraced by countries whose food supply is threatened by the inequalities of the world."
http://www.agbioworld.org/biotech-info/topics/borlaug/doomsayers.html
Jón (IP-tala skráð) 1.2.2011 kl. 12:54
"Ekkert sem sýnir minni landeyðingu? G-Sherman viðurkennir það ekki?
"As his chart on “Corn Soil Loss per Acre and Yield Per Acre” (page 3) reveals, almost all of the improvements in reducing soil loss occurred before GE corn was introduced in 1996." - G-Sherman.*" Jón
Já, ef þú lest aðeins betur þá voru það nýjar aðferðir(nýjar fyrir iðnaðarlandbúnað)eins og "no tilling" sem stóðu að baki því að hægt var að minnka jarðvegseyðingu. En þetta er tækni komin frá lífrænu deildinni, og kemur GMO ekkert við, ekki heldur grænu byltingunni. þetta yfirleitt ekki gert, nema í lífrænni ræktun.
Hann fær borgað frá GMO fyrirtækjum á meðan G-Sherman fær borgað frá vinstrisinnuðum háskóla og hefur lýst því yfir að tilgangurinn með þessari skýrslu hans var að fá styrki.
Sherman er óháður vísindamaður. Hann lærði í Berkeley en ekkert sem segir að hann vinni þar nú. Hann biður um styrki fyrir lífrænar aðferðir, ekki sjálfan sig, því þær hafa þegar sannað sig. Avery og Hudson hinsvegar eru hreint og beint á spenanum hjá gmo. Það þarf ekki að lesa mikið eftir Avery til að sjá það.
Veistu hver er með ennþá pottþéttari menntun og reynslu en G-Sherman? Nú enginn annar en Norman Borlaug
Borlaug hafði sýna drauma, og hafði trú á GMO, það er rétt hjá þér....en svo leið og beið.....Rannsókn Shermans staðfestir að gmo hefur ekki ennþá bætt uppskeru neitt að ráði í BNA. Það skiptir engu máli hversu frábær borlaug var.
Þú getur ekkert sett út á Sherman varðandi menntun eða reynslu.
Hudson og Avery eru ekkert svar við Sherman, ekki frekar en Borlaug.
-Auk þess er hægt að gera öll þessi trikk sem Borlaug var að tala um án þess að nota gmo tækni.....eins og langi listinn gefur til kynna í athugasemd hér að ofan. Þess vegna er gmo óþarft. Lífrænu biotech aðferðirnar virka betur
-gmo hefur ekki bætt uppskeru í BNA
-gmo floppaði í Afríku
-lífræn ræktun bíður upp á betri uppskeru og getur endurnýtt jarðveginn, stoppað af eyðilegginguna...
Lífræn ræktun er betri hvernig sem á það er horft.
magus (IP-tala skráð) 1.2.2011 kl. 13:54
Það skiptir ekki máli hvaða aðferðir það voru heldur aðeins að landvegseyðing hefur minnkað mjög mikið. Fyrr í umræðunni hélst þú andstæðunni fram og sagðir landvegseyðingu í Bandaríkjunum svo mikla að öll uppskera færi að bresta.
Góð rök hjá þér gegn Avery og Hudson. Mjög málefnaleg og djúp. Ennþá: G-Sherman segist vilja fá styrki.
"Rannsókn Shermans staðfestir að gmo hefur ekki ennþá bætt uppskeru neitt að ráði í BNA."- magus.
Uppskeran hefur samt verið bætt eitthvað (sjá töflu í svarinu við Failure to Yield), og með framförum er hún á leiðinni upp.
Ég pósta aftur þar sem þú virðist ekki hafa lesið eftirfarandi:
"Reason: What do you think of organic farming? A lot of people claim it's better for human health and the environment.
Borlaug: That's ridiculous. This shouldn't even be a debate. Even if you could use all the organic material that you have--the animal manures, the human waste, the plant residues--and get them back on the soil, you couldn't feed more than 4 billion people. In addition, if all agriculture were organic, you would have to increase cropland area dramatically, spreading out into marginal areas and cutting down millions of acres of forests.
At the present time, approximately 80 million tons of nitrogen nutrients are utilized each year. If you tried to produce this nitrogen organically, you would require an additional 5 or 6 billion head of cattle to supply the manure. How much wild land would you have to sacrifice just to produce the forage for these cows? There's a lot of nonsense going on here.
If people want to believe that the organic food has better nutritive value, it's up to them to make that foolish decision. But there's absolutely no research that shows that organic foods provide better nutrition. As far as plants are concerned, they can't tell whether that nitrate ion comes from artificial chemicals or from decomposed organic matter. If some consumers believe that it's better from the point of view of their health to have organic food, God bless them. Let them buy it. Let them pay a bit more. It's a free society. But don't tell the world that we can feed the present population without chemical fertilizer. That's when this misinformation becomes destructive..."
http://reason.com/blog/2009/03/26/norman-borlaug-happy-95th-birt
GE er einfaldlega nákvæmari aðferð í sviði biotechnology. Að kalla hana óþarfa í dag er eins og að kalla aðferðir Borlaugs óþarfar ca. árið 1955. Fólk sem er á móti GE er á móti þróun eins og fólkið sem er og var á móti grænu byltingunni. Fólksfjölgun heldur áfram að vaxa og á meðan svo er þá er þörf fyrir meiri þróun í matvælaframleiðslu nema, eins og Borlaug sagði, við fáum sjálfboðaliða til að eyða sér.
Borlaug lést árið 2009 og hélt þessari skoðun sinni alveg til dauðadags. Að kalla hann og hugmyndir hans úreltar í byrjun árs 2011 er fáránlegt.
Einnig vil ég óska þér til hamingju með að komast í gegnum færslu án þess að kalla mig tröll
Jón (IP-tala skráð) 1.2.2011 kl. 14:21
P.s. GMO matargjafir, sem Bandaríkjamenn borða daglega, voru bannaðar í nokkrum Afríkuríkjum 2002 vegna áróðurs um að þær væru eitraðar sem leiddi til meira hungurs.
Jón (IP-tala skráð) 1.2.2011 kl. 14:22
Það skiptir ekki máli hvaða aðferðir það voru heldur aðeins að landvegseyðing hefur minnkað mjög mikið. Fyrr í umræðunni hélst þú andstæðunni fram og sagðir landvegseyðingu í Bandaríkjunum svo mikla að öll uppskera færi að bresta Jón
Það stendur ennþá að jarðvegseyðing sé mikil eftir grænu byltinguna, og meiriháttar vandamál, ef ekkert er gert. þessar aðferðir sem voru notaðar í þessum tilraunum sem minnkuðu eyðingu tilheyra ekki grænu byltingunni...þótt þetta hafi verið gert einhverstaðar í tilraunaskyni, þá er ekki þar með sagt að þannig sé þetta almennt gert....því miður. Þessar aðferðir sem minnka jarðvegseyðingu tilheyra allar lífrænu byltingunni.
Uppskeran hefur samt verið bætt eitthvað (sjá töflu í svarinu við Failure to Yield), og með framförum er hún á leiðinni upp
Uppskeran hefur verið bætt mest lífrænni erfðaþróun, ekki gmo, gmo á svo lítinn hluta í aukningunni að hún er vart mælanleg.
Borlaug: That's ridiculous. This shouldn't even be a debate. Even if you could use all the organic material that you have--the animal manures, the human waste, the plant residues--and get them back on the soil, you couldn't feed more than 4 billion people. In addition, if all agriculture were organic, you would have to increase cropland area dramatically, spreading out into marginal areas and cutting down millions of acres of forests
Þetta var rangt hjá karlinum, og dróg þetta að hluta til til baka seinna....eins og Sherman bendir á er lífræn ræktun búin að sanna sig...alla þessar fullyrðingar hans borlaug halda ekki vatni lengur.
GE er einfaldlega nákvæmari aðferð í sviði biotechnology. Að kalla hana óþarfa í dag er eins og að kalla aðferðir Borlaugs óþarfar ca. árið 1955.
Nei, lífrænu aðferðirnar hafa þegar skilað mörgum nýjum tegundum af uppskeru sem þegar hafa sannað aukna uppskeru, ásamt öðrum kostum sbr langa listann....Sherman kallar gmo óþarfa því lífrænu aðferðirnar eru að standa sig miklu betur í því sem gmo átti að gera, en hefur ekki gert.
Lífrænu aðferðirnar geta gert allt sem gmo á að geta gert...eins og dæmin sanna. Auk þess eru það einu aðferðirnar sem leysa stóru vandamálin er varða jarðvegseyðingu og mengun. -Allt saman án þess að gera mannsbyggðina háða monsanto og co fyrir patent fræjum, áburði og patent eiturefnum...
Dæmið er ekki flókið. GMO er engin lausn.
magus (IP-tala skráð) 1.2.2011 kl. 14:54
Mikið svakalega hafa þessar lífrænu aðferðir mikil áhrif í landinu þar sem meirihluti ræktunar er GMO. Grafið í svarinu, ef þú hefðir litið á það, sýnir Corn Soil Loss Per Acre. Um 85% af Maís í Bandaríkjunum er erfðabreyttur.
Hin umtöluðu gröfin sýna meiri halla upp á við í kg/ha framleiðslu á sojabaunum og maís eftir miðjan 10. áratug. Um 90% af sojabaunum í Bandaríkjunum eru erfðabreyttar.
Já lífræn ræktun hefur sannað sig mjög vel, enda engin hungursneyð í Afríku lengur (sömu rök og þú notar gegn GMO). Þessar greinar sem þú birtir fara alveg aftur til ársins 2004, afhverju er ennþá hungrað fólk í heiminum? Afhverju eru lífrænar afurðir ennþá dýrari en aðrar? Afhverju rækta þeir sem vilja betri uppskeru og meiri pening ekki lífrænt?
Þetta var rétt hjá kallinum.
Eins og Borlaug sagði kemur sennilega næsta lausnin úr biotechnology og GE hluta hennar. Að afneita GE vísindum á þeim grunni sem þú hefur komið með er fáránlegt og gengur algjörlega gegn framþróun heimsins. Að hætta grein vísinda sem hefur komið með framfarir er ekki góð hugmynd.
GMO er engin lausn!... nema við insúlínskorti, bóluefnum etc. sem þú átt ennþá eftir að svara.
2 færslur án þess að segja 'tröll'. Þér fer batnandi.
Jón (IP-tala skráð) 1.2.2011 kl. 15:26
Það þarf ekki lengur að taka fram að þú ert tröll...
þú hefur sýnt fram á að þú hefur ekki hugmynd um hvað þú ert að tala...ruglar saman gmo og náttúrlegum genabreytingum, ruglar saman gmo og grænu byltingunni, ruglar saman gmo og borlaug....og gerir ekki greinarmun á alvöru rannsóknum frá óháðum sérfræðingum eins og Sherman, og svo tröllasíðum eins og Hudson á spenanum hjá gmo risafyrirtæjunum.
Rannsókn Shermans fer yfir það hvernig gmo fyrirtækin blekkja með þessum gröfum með því að rugla saman hugtökum eins og intrinsic yield og operational yield...blekkja með því að eigna gmo framfarir sem koma frá utanaðkomandi aðferðum, svo sem ræktunarðaferðum eins og náttúrulegum erfðabreytingum og lífrænum aðferðum sem tengjast viðhaldi á jarðveginum.
Eins og rannsókn Shermans tekur fram, þá hefur uppskera aukist í BNA, en aðal punkturinn er sá að GMO á lítinn sem engan þátt í því! Þetta skilur þú ekki vegna þess að þú hefur ekki vit á þessu.
Já lífræn ræktun hefur sannað um allan heim, ekki bara Afríku. Eins og Sherman bendir á þá hafa lífrænar aðferðir þegar tvöfaldað afköst í Afríku fyrir lítinn kostnað.
Eins og heimildirnar sem ég hef þegar bent á sýna, þá hefur gmo floppað algjörlega í Afríku.
GMO er engin lausn á insulin. Það er hægt að búa það til með öðrum og betri aðferðum, eins og var gert löngu áður en gmo insulin kom á markaðinn. það er engin þörf fyrir gmo. Vel getur að gmo geti dag einn hjálpað til við framleiðslu á nýjum lyfjum....og það mætti kannski leyfa þannig ræktun í gróðurhúsum.
Það breytir því ekki að engin þörf er fyrir gmo til þess að auka matvælaframleiðslu. GMO hefur ekki aukið afköst í BNA, gmo paradísinni. GMO hefur verið algjört flopp í Afríku. Lífrænar aðferðir hvað varðar erfðabreytingar og ræktun hafa einfaldlega sannað sig sem mun betri aðferðir til að auka uppskeru.
Auk þess eru það erinu lausirnar sem taka á aðal vandamálunum, svo sem jarðvegseyðingu, og mengun.
þú ert m.ö.o. rökþrota Jón.
þú hefur ekkert að gera í þessa umræðu fyrr en þú ert búinn að endurmennta þig, þannig að þú amk þekkir muninn á aðal hugtökum..þekkja muninn á tröllasíðum og svo alvöru rannsóknum...listinn er langur.
Þér gengur þá kannski betur næst.
mbk...lifðu heill.
magus (IP-tala skráð) 3.2.2011 kl. 04:37
Ég geri mér fulla grein fyrir muninum á þessu öllu. Græna byltingin var ekki byggð á lífrænni ræktun.
Enn og aftur, gröfin sýna mikla aukningu í framleiðslu eftir miðjan 10. áratuginn á matvælum sem eru 85-90% erfðabreytt. En þessi heilagi Sherman þinn reynir að flytja heiðurinn yfir á lífræna ræktun. Starfshættir hans eru mjög vafasamir.
Síðast þegar ég vissi þá er ennþá ekki mikið 'matvælaöryggi' í Afríku. Lífræna ræktun Shermans hefur floppað.
Ég gat ekki annað en hlegið að insúlín kommentinu þínu. Mikill meirihluti insúlíns í dag er framleitt með erfðabreytingum. Fyrri aðferðir voru að taka efnið úr dýrum. Erfðabreytt ræktun á insúlíni framleiðir insúlín sem passar nákvæmlega við mannlegt insúlín og er ódýrara að framleiða á meðan margir sem fengu t.d. insúlín úr svínum fengu ofnæmisviðbrögð.
En hvað það er æðislegt að þú hefur ákveðið að leyfa kannski GMO tilraunir í gróðurhúsum þegar þú verður harðstjóri heimsins. Sem betur fer skiptir þú heiminn ekki miklu máli og þessar heimskulegu áætlanir þínar komast aldrei í gegn, heiminum og mannkyninu til mikillar hamingju.
Mjög mikið flopp hjá Afrískum ríkjum sem bönnuðu GMO 2002 vegna áróðurs frá fólki eins og þér og svelta fyrir það. Það hefur verið sýnt fram á að GMO hefur haft góð áhrif í Bandaríkjunum, en þú hefur svo blindan hatur á því að þú sérð ekki það sem er beint fyrir framan þig.
Einn okkar er 'rökþrota tröll'. Vísbending: Það er ekki ég.
Jón (IP-tala skráð) 3.2.2011 kl. 14:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.