Leita í fréttum mbl.is

Ólöglegur skilmáli um vörslusviptingar

Fjármögnunarfyrirtækin eru öll með skilmála (smáa letrið) á samningum sínum sem segir að vörslusvipta megi bifreið/tæki án atbeina sýslumanns.  Nýir samningar Íslandsbanka fjármögnunar innihalda líka þennan skilmála. Skilmálinn stenst ekki lög um aðför þrátt fyrir að hann sé að finna á samningunum.  Það er ekki hægt að semja sig frá lögum um aðför, þau eru skýr.
Fyrirtækin eru líka með skilmála sem segir að fyrirtækið eða sá sem það tilnefnir hafi óskoraðan aðgang að heimili og starfsstöð „leigutaka" (lántaka) til að skoða bifreiðina (þeir eiga að sjálfsögðu líka við - að taka hana). Hjá Lýsingu er þetta aðeins öðruvísi orðað, eitthvað á þá leið að ekki megi hindra aðgang fyrirtækisins að bifreiðinni. Sjálf krafði ég SP fjármögnun um dómsúrskurð til að taka bifreið en sú krafa var hundsuð og vörslusviptingaraðilar „með sinn óskoraða aðgang" að starfsstöðvum fólks fóru inn í aðgangsstýrða bílgeymslu í opinberi byggingu og hirtu bílinn. Ekki sást til dráttarbíls á svæðinu og því virðist sem þeir hafi keyrt bílinn út.  Þegar ég gaf skýrslu hjá lögreglunni sagði hún að fyrirtækin væru með aukalykla af kaupleigubílunum.

Þessi síðarnefndi skilmáli er brot á stjórnarskránni. 


mbl.is Nábítar, böðlar & illir andar halda járnabeygjuvélinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórdís Björk Sigurþórsdóttir

Hér er dómurinn: http://domstolar.is/domaleit/nanar/?ID=A201000079&Domur=3&type=2&Serial=1&Words

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 15.11.2010 kl. 21:27

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Bíddu nú við... ég myndi gjarnan vilja fá það staðfest hvort einhver aðili úti í bæ sé með aukalykla að bílnum mínum. Nafn eignaleigunnar er nefninlega hvergi að finna á kaupsamningnum heldur aðeins mitt nafn. Hafi söluaðilinn afhent eignaleigunni aukalykla þá hlýtur það að vera brot á kaupsamningnum. Fyrir utan hvað það er ófyrirleitið. Maður þyrfti kannski bara að komast að því hvar forstjóri þessa fyrirtækis býr, fara þangað og hringja á lásasmið til að láta skipta um skrár í útidyrunum. Sjá svo hvernig honum fyndist að mega þola það.

Guðmundur Ásgeirsson, 15.11.2010 kl. 22:48

3 identicon

Það sem þarf að gera er að taka myndir af gerendunum og heimilum þeirra og birta þær upplýsingar á stöðum sem eru öllum aðgengilegir. Nokkurs konar Creditinfo listi, heitir bara Crimeinfo.

Örn Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 15.11.2010 kl. 23:02

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er með ólíkindum að þessar glæpastofnanir skuli að fá að starfa. Marg brotleg við lög landsins og hafa fengið á sig dóma fyrir sum þeirra. Nei, þess í stað er þeim hampað og vel gætt að því að allar aðgerðir til leiðréttingar lána muni ekki valda þeim neinum kostnaði! Kostnaði! Hvaða andsk..... kostnaði?! Er það kostnaður þegar ræningjar skila illa fengnu fé? Á maður kannski von á að ef þjófur að nóttu rænir hjá manni innbúinu að ekki sé hægt að fá bætur nema að tryggt verði að þjófurinn muni ekki bíða tjón af því?

Hverskonar réttarfar er eiginlega á okkar fagra landi?!!

Gunnar Heiðarsson, 16.11.2010 kl. 09:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband