27.10.2010 | 10:42
Ofmeta fjármálafyrirtækin eftirstöðvar gengislána?
Grein í Morgunblaðinu 27. okt. eftir Sturlu Jónsson endurskoðanda hjá Nordik Finance.
Gengistryggð lán og ólögmæti þeirra hafa verið mikið í umræðunni að undanförnu, hvort sem það er á opinberum vettvangi eða á kaffistofum landsmanna. Með frumvarpi efnahags- og viðskiptaráðherra, sem ætlað er að greiða fyrir málum og tryggja sanngirni, verður tekið á ýmsum óvissuþáttum sem myndast hafa í kjölfar dóma Hæstaréttar. Hér verður vikið að nokkrum atriðum sem varða endurútreikning lánanna en ólík aðferðafræði við endurútreikning getur haft veruleg áhrif á endanlega niðurstöðu.
Þegar þessi orð eru skrifuð hafa eingöngu tvö fjármálafyrirtæki gert útreikninga gengistryggðra bílalána aðgengilega viðskiptavinum sínum. Það er skemmst frá því að segja að verulegur vafi er á því hvort þessir útreikningar standast. Ef svo er má ætla að fjármálafyrirtækin ofmeti eftirstöðvar lánanna um 10-30% að meðaltali fyrir lán tekin á árunum 2005 til 2007 þó svo ofmat einstakra lánasamninga geti verið mun hærra. Á nýrri lánum er ofmatið lægra.
Hvernig skal endurreikna samningana?
Fyrir liggur að þegar vextir og afborganir lánsins eru endurreiknaðir miðað við lægstu óverðtryggðu vexti Seðlabanka Íslands, líkt og dómur Hæstaréttar gerir ráð fyrir, fæst greiðsluröð sem getur verið mjög frábrugðin þeim greiðslum sem skuldari innti raunverulega af hendi. Ýmist kann hann að hafa greitt meira eða minna en hin nýja greiðsluröð segir til sem má því túlka sem of- eða vangreiðslur.
Sú spurning vaknar óneitanlega hvernig skal fara með þessar of- eða vangreiðslur í endurútreikningnum. Hafa jafnan tvær leiðir verið nefndar í því sambandi. Í fyrsta lagi að færa ofgreiðslur eða vangreiðslur til hækkunar eða lækkunar á höfuðstól lánsins sem hefur þannig áhrif á endurútreikning gjalddagans næst á eftir.
Í öðru lagi mætti færa mismuninn á sérstakan veltureikning sem síðan er vaxtareiknaður til dagsins í dag. Er síðarnefnda aðferðin einfaldari í framkvæmd og jafnframt sú aðferð sem þau fjármálafyrirtæki sem birt hafa útreikninga sína, SP fjármögnun og Íslandsbanki, beita í reynd, með mismunandi framsetningu þó.
Er löglegt að krefjast vaxta á vangreiðslur?
Báðar framangreindar aðferðir hafa í för með sér vaxtareikning á bæði vangreiðslur og ofgreiðslur á hinum nýju endurreiknuðu samningum. Í endurreiknuðum eftirstöðvum lána myndast svo nær undantekningalaust vaxtakrafa á skuldara vegna vangreiðslna. Er heimilt að krefja skuldara um vexti á vangreiðslur af þessum toga?
Það er lögfræðilegt álitaefni hvort svo sé. Hér er ekki um vangreiðslu að ræða í hefðbundnum skilningi þess orðs þar sem greiðsla var sannarlega greidd eftir greiðslufyrirmælum fjármálafyrirtækisins á sínum tíma sem skuldari innti af hendi í góðri trú. Hafi fjármálafyrirtækið reiknað greiðslur á gjalddögum rangt verði það sjálft að bera hallann af því. Sé rýnt í dóm Hæstaréttar verður ekki annað séð við lestur þeirrar kröfulýsingar sem dómurinn féllst á að vangreiðslur hins stefnda séu ekki vaxtareiknaðar. Þegar krafan er lesin í samhengi við aðrar kröfur stefnanda verður ekki hægt að túlka það öðruvísi en svo að ofgreiðslur séu vaxtareiknaðar en vangreiðslur ekki. Ekki er vikið sérstaklega að þessum þætti í dómsorðinu.
Mótrökin eru þó þau að án vaxtareiknings nýtur skuldari í raun tvöfalds ávinnings, vaxtaleysis af hluta af endurreiknuðum greiðslum og þess fjárhagslega ávinnings sem felst í því að hafa notið lægri greiðslubyrði á sínum tíma.
Vaxtakrafan getur verið veruleg fjárhæð
Þessi umrædda vaxtakrafa sem innifalin er í endurútreikningi fjármálafyrirtækja getur numið nokkuð stórum hluta af eftirstöðvum lánsins. Skv. útreikningum greinarhöfundar ætti þessi umrædda reikningsaðferð að leiða til þess að íbúðarlán tekið í upphafi árs 2006 sé ofmetið um 12% ef vaxtakrafan á ekki rétt á sér. Ef eftirstöðvar nema 20 millj. skv. endurútreikningi fjármálafyrirtækis er það þá ofmetið um rúmar tvær milljónir króna. Það getur skipt sköpum þegar metin er skuldastaða heimilisins og eigið fé í íbúðarhúsnæði. Sambærilegt lán sem tekið er í upphafi árs 2007 er ofmetið um 8%.
Ofmatið er enn meira hlutfallslega þegar vikið er að bílalánum. Bílalán sem tekið er í upphafi árs 2006 er þannig ofmetið um 43% sem sömu reikniaðferð. Sambærilegt lán sem tekið er í upphafi árs 2007 er ofmetið um 15%.
Þó er það háð lánsfjárhæðum, lánstíma og hvernig raunverulegar greiðslur hafa þróast af lánum hversu há vaxtakrafan er hverju sinni.
Og hvað nú?
Ofangreindir útreikningar sýna að sú aðferðafræði sem notuð er við endurútreikning getur skipt sköpum fyrir skuldara. Það er því vonandi að með yfirvofandi lagasetningu verði tilgreint ýtarlega hvernig endurútreikningar eiga að fara fram, skuldurum og fjármálakerfinu öllu til hagsbóta.
Birt með leyfi höfundar,
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Október 2024
- Ágúst 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2016
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Nóvember 2014
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- September 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
Bloggvinir
- aslaugas
- agny
- annaeinars
- danna
- agustkara
- bookiceland
- contact
- einarborgari
- rlingr
- sagamli
- helga-eldsto-art-cafe
- bofs
- sade
- gusg
- noldrarinn
- hafthorb
- hhbe
- hlf
- diva73
- snjolfur
- ingaghall
- ingolfursigurdsson
- kreppan
- jaj
- islandsfengur
- nonniblogg
- nyja-testamentid
- thjodarskutan
- kristinnp
- loncexter
- marinogn
- sighar
- sigurduringi
- sushanta
- viggojorgens
- vilhjalmurarnason
- thorsteinnhelgi
- valli57
- tbs
Athugasemdir
Flott grein hjá Sturlu. Þetta er einmitt málið. 7.gr vaxtalaga bannar að reikna skuli dráttarvexti af vangreiðslum en þar segir skýrt: "Ef atvik sem varða kröfuhafa og skuldara verður ekki um kennt valda því að greiðsla fer ekki fram skal ekki reikna dráttarvexti þann tíma sem greiðsludráttur verður af þessum sökum. Sama á við ef greiðsla fer ekki fram vegna þess að skuldari neytir vanefndaúrræða gagnvart kröfuhafa eða heldur af öðrum lögmætum ástæðum eftir greiðslu eða hluta hennar." Reiknaðar "vangreiðslur" eru vegna ólögmætra athafna lánveitanda, eða kröfuhafa, á lánstímanum. Þau eru sem sagt atvik sem varða kröfuhafa og skuldara verður ekki um kennt. Að rukka vexti á vangreiðslur er einfaldlega ólöglegt sbr. 1.mgr. 7 gr. að ofan.
Erlingur Alfreð Jónsson, 27.10.2010 kl. 22:39
tökum upp dauðarefsingu fyrir bankamenn
Theodór Hertervig Línuson (IP-tala skráð) 31.10.2010 kl. 17:59
ok
hrafnhildur (IP-tala skráð) 31.10.2010 kl. 18:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.