5.10.2010 | 09:48
Gjaldeyrinn fer í erlenda áhættufjárfesta!
Alltaf sama bullið, kemur ekki fólki í neyð að neinu gagni" og lendir á skattgreiðendum." Það er verið að velta áhættufjárfestingum erlendra aðila BEINT yfir á íslenska skattgreiðendur!
Tekið úr pistli í Morgunblaðinu í dag eftir Ívar Pál Jónsson.
Það var einkennilegt að sjá viðtal ríkissjónvarpsins við talsmann Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um daginn, þar sem hann sagði að íslensk stjórnvöld hefðu lyft grettistaki" í ríkisfjármálum. Tvær mögulegar skýringar eru á slíkri yfirlýsingu. Annaðhvort er maðurinn algjörlega skyni skroppinn, eða þá að eitthvað annað en skynsemi og hlutlægni býr að baki staðhæfingunni. Nú er það svo, að ríkissjóður hefur verið rekinn með gríðarlegum halla allt frá hruni. Á árinu 2009 var hallinn 137 milljarðar króna og fyrstu átta mánuði þessa árs er hann orðinn meiri en á sama tíma á því ári, eða 71,3 milljarðar króna. Auknar álögur hafa ekki skilað þeim tekjum sem reiknisérfræðingar fjármálaráðuneytisins höfðu gert ráð fyrir, enda hefur sannast hið óumflýjanlega, að aukin skattheimta dregur úr veltu og verðmætasköpun í samfélaginu. Þessi aukna skattbyrði, gjaldeyrishöft og slæm skilyrði fyrir innlenda og erlenda fjárfestingu urðu til þess að landsframleiðsla dróst saman um rúm 7% á fyrri helmingi ársins, samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar. Hvað býr þá að baki yfirlýsingu fulltrúa AGS, um að efnahagslífið sé á réttri leið og að lyft hafi verið grettistaki í ríkisfjármálum? Hvað býr almennt að baki komu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hingað til lands? Af hverju lánar þessi stofnun íslenska ríkinu, þegar einkaaðilar myndu ekki snerta lánveitingar hingað með hnausþykkum pottaleppum? Markmið Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er aðeins eitt. Herrar hans eru erlendir lánardrottnar Íslendinga. Hann beitir »lánafyrirgreiðslu« til þess að fá íslenska ríkið til að ábyrgjast skuldbindingar einkabanka í útlöndum. Í viljayfirlýsingu íslenskra stjórnvalda vegna fyrstu endurskoðunar hjá sjóðnum segir að ríkið skuldbindi sig til að sjá bönkum fyrir lausafé" þegar gjaldeyrishöft verði afnumin. Á mannamáli þýðir það, að búið er að breyta krónueignum útlendinga í skuldir ríkissjóðs í erlendri mynt. Þessar eignir skipta mörg hundruð milljörðum króna. Ríkið ætlar að eyða gjaldeyri sínum í að bjarga þessum erlendu fagfjárfestum, sem tóku þá óskynsamlegu ákvörðum að hætta fé sínu í vaxtamunarviðskiptum. Allt lýtur þetta að einni niðurstöðu: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er handrukkari fyrir erlenda aðila, sem telja sig eiga kröfu á íslenska ríkið, en eiga hana ekki. Þess vegna verðum við tafarlaust að slíta samstarfinu við sjóðinn. Það hefði að sjálfsögðu í för með sér að lánalínur AGS, sem nota á í að endurfjármagna erlendar skuldir á gjalddaga á næsta ári, féllu niður. Ríkissjóður yrði því að leita samninga við erlenda lánardrottna - eigendur þessara bréfa. Margt bendir þó til þess að auðveldara verði að semja við fagfjárfesta á næsta ári en AGS og önnur erlend ríki þegar að þeim skuldadögum kemur, því AGS lítur á sig sem veðtryggðan kröfuhafa og skuldir við sjóðinn fyrnast ekki.
Flöt niðurfelling skulda óskynsamleg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Október 2024
- Ágúst 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2016
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Nóvember 2014
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- September 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
Bloggvinir
- aslaugas
- agny
- annaeinars
- danna
- agustkara
- bookiceland
- contact
- einarborgari
- rlingr
- sagamli
- helga-eldsto-art-cafe
- bofs
- sade
- gusg
- noldrarinn
- hafthorb
- hhbe
- hlf
- diva73
- snjolfur
- ingaghall
- ingolfursigurdsson
- kreppan
- jaj
- islandsfengur
- nonniblogg
- nyja-testamentid
- thjodarskutan
- kristinnp
- loncexter
- marinogn
- sighar
- sigurduringi
- sushanta
- viggojorgens
- vilhjalmurarnason
- thorsteinnhelgi
- valli57
- tbs
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.