Leita í fréttum mbl.is

Hvaða dóm er hann að vísa í?

 "Ef niðurstaðan verður sú að öll erlend lán verða úrskurðuð ólögleg þá auðvitað leiðréttum við þau..."

Um hvaða dóm er maðurinn að tala? Ekki þennan frá 16. júní, en í þeim dómi er gengistrygging dæmd ólögleg, ekki erlend lán (lán í erlendri mynt).

Félagar hans hjá SP fjármögnun skilja heldur ekki dóminn: Samkvæmt dómi Hæstaréttar, sem kynntur var í dag, miðvikudaginn 16. júní, er staðfest að SP-Fjármögnun hf. var óheimilt að veita lán til bifreiðakaupa í erlendri mynt. 

Og ekki heldur Arion banki: Í þessu sambandi má nefna að verði öll lán í erlendum myntum til einstaklinga dæmd ólögleg, þá lækkar nafnvirði lánanna verulega.

Og ekki heldur Glitnir: Fari svo að öll lán í erlendum myntum til einstaklinga verði dæmd ólögleg gæti nafnvirði slíkra krafna bankans á viðskiptavini lækkað töluvert

Galið ástand og vanvitar í stjórn fjármálafyrirtækja og víðar!

p.s. Hendið seðlunum í ruslið. Ólögleg innheimta.


mbl.is Byr sendir óbreytta greiðsluseðla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Dómarnir eru fordæmisgefandi.

Ef þú hefur ekki fengið mál þitt staðfest fyrir dómi þarft þú að borga nú (þar sem að hópmálsóknir eru bannaðar á íslandi þarf hver að sækja "sitt réttlæti")

Óskar Guðmundsson, 25.6.2010 kl. 14:01

2 identicon

Bankarnir vilja meina að þeirra lán séu með öðrum skilmálum eða orðalagi sem dugir til þess að komast framhjá lögunum. Þeir hafa sennilega rangt fyrir sér, en úr því fæst ekki skorið með fullri vissu fyrr en mál sem varða gengistryggð lán bankanna fara fyrir dóm.

Einnig ríkir lagaleg óvissa um það hvernig á að gera þessi mál upp, hvort að samningsvextir eiga að standa eða ekki, enda svaraði dómurinn um bílalánin ekki þeim spurningum. Væntanleg fyrir dómi eru mál bankanna sem eru höfðuð með varakröfum um verðtryggingu. Þangað til að dómar Hæstaréttar í þeim málum falla, ríkir réttaróvissa um uppgjörið.

Það er því vafasamt í meira lagi að fullyrða án dóms að þessi innheimta sé ólögleg og hvetja fólk til þess að henda greiðsluseðlunum í ruslið. Ætlar þú að greiða vanskilagjöldin fyrir fólk, ef einhver þessara lána reynast lögleg, eða ef Hæstiréttur ákveður að það megi setja íslenska verðtryggingu í staðinn fyrir gengistryggingu?

Anna (IP-tala skráð) 25.6.2010 kl. 14:20

3 Smámynd: Baldur Borgþórsson

Hæstiéttur hefur talað ;  1.Öll gengistrygging lána er óheimi.l punktur !

                                       2. Aðeins skal greiða vexti sem tilgreindir eru á láni

Svo er það sama í gildi og á ÖLLUM dómum Hæstéttar ; Þeim ber að hlýta án tafar. punktur !

Einfalt er það !

Hitt er annað mál, að fjármálafyritækjum er auðvitað frjálst að höfða riftunarmál  vegna forsendubrests. EN ÞAÐ ER ANNAÐ MÁL og með öllu óskylt.

Slík krafa getur aldrei snúið að öðru en framhaldinu, þ.e. vaxtakjör komandi ára, EKKI LIÐINNA.

Bönkunum þóttu ekki nægilegir forsendubrestir fyrir hendi þegar lánin hjá fólki hækkuðu um 150 % .... og það vegna þess að bankarnir sjálfir tóku stöðu GEGN krónunni....... það verður gaman að sjá þá bera við að 10 % minni ÁVÖXTUN sé það hins vegar !

Þetta er náttúrulega bara súrealískt !

Hvar annars staðar en á Íslandi gæti svona bull verið í gangi ?

Baldur Borgþórsson, 25.6.2010 kl. 23:34

4 Smámynd: Þórdís Björk Sigurþórsdóttir

Anna, mér er nákvæmlega sama hvað bankarnir segja, ef lánin í ISK eru tryggð með gengi erlendra gjaldmiðla eða með þeirra eigin heimatilbúnu gjaldmiðlum, þá skiptir orðalagið engu máli heldur sjálft lánafyrirkomulagið. Og nei, ég ætla ekki að borga vanskilagjöldin enda ekki hægt að tala um vanskil á lánum sem verið er að innheimta með ólögmætum hætti.

Í ruslið með ólöglegu seðlana, borgið þá a.m.k. ekki! Þar til verðtrygging við neylsuverðsvísitölu hefur (ef svo) verið samþykkt, skulu fyrirtækin leiðrétta lánin og kippa ólöglegu verðtryggingunni út (gengistryggingunni).

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 26.6.2010 kl. 14:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband