12.5.2010 | 15:06
Bókhaldsbrot fjármögnunarfyrirtækjanna
Á bílasamningum/kaupleigusamningum SP Fjármögnunar og Avant kemur fram að sölureikningur sé fylgiskjal. Einstaklingar sem keyptu bifreiðar á kaupleigu af þessum fyrirtækjum könnuðust þó ekki við að hafa fengið skjalið. Þegar að gengið hafði verið eftir því við fyrirtækin í margar vikur að fá sölureikningana kom í ljós að þeir höfðu aldrei verið gefnir út. Avant svaraði ekki beiðnum um reikninga en SP gaf að lokum út nokkra reikninga, dagsetta í mars 2010, á þá sem höfðu sent inn beiðnir, ekki aðra. Lögmaður SP þakkaði fyrir réttilega ábendingu um villu. (Lýsing virðist hafa gefið út sölureikninga en óljóst með Íslandsbanka Fjármögnun).
Þegar fjármögnunarfyrirtækin kaupa bifreiðar af bílaumboðum fá þau sölureikning frá bílaumboðinu. Sé bifreiðin ónotuð er virðisaukaskattur tilgreindur á reikningi og reiknast sem útskattur hjá bílaumboðinu en innskattur hjá fjármögnunarfyrirtækinu. Þegar fjármögnunarfyrirtækið selur síðan bílinn til einstaklinga eða fyrirtækja á kaupleigu, á fjármögnunarfyrirtækið að gefa út sölureikning á kaupanda/leigutaka og ef bíllin er ónotaður er vsk. tilgreindur á sölureikningi og reiknast sem útskattur á fyrirtækið. Avant og SP vissu að gefa átti út reikninga enda er skráð á kaupleigusamninga að reikningur sé fylgiskjal (sjá lið IV í Avant samningum og lið V í SP samningum).
Þegar reikninga fyrir seldri þjónustu eða varningi vantar í bókhald eins og að framan greinir hljóta menn að spyrja hvort um skattsvik sé að ræða. Var útskatturinn greiddur þrátt fyrir reikningsleysið? Hafa skal í huga að margir lántakendur fengu gengistryggð lán fyrir öllu kaupverði bifreiðarinnar (með vsk.) og eru þar af leiðandi að greiða (eða hafa þegar greitt) fjármögnunarfyrirtækjunum andvirði skattsins tvöfalt og jafnvel meira vegna hruns íslensku krónunnar. Embætti ríkisskattstjóra var tilkynnt um reikningsleysið fyrir u.þ.b. tveimur mánuðum síðan og einnig hefur embættið fengið í hendurnar dæmi um reikninga sem voru gefnir út eftir á. Lántakendur/kaupleigutakar eiga rétt á að fá upplýsingar um það strax hvort virðisaukaskattinum sem þeir greiddu hefur verið skilað til skattsins.
Á heimasíðum fjármögnunarfyrirtækjanna má lesa að kaupleiga er fjármögnunarleið ætluð fyrirtækjum en svokallaður bílasamningur er ætlaður einstaklingum. Lánasamningar sem flestir einstaklingar eru með hjá Avant og SP heita Bílasamningur og Kaupleiga (með litlum stöfum undir). Samningarnir heita sem sagt tveimur nöfnum. Lýsing er ekki með kaupleigusamninga fyrir einstaklinga og skv. upplýsingum frá Lýsingu, er kaupleiga fyrir vsk. bifreiðar. Menn hljóta því að spyrja hvers vegna þúsundir einstaklinga eru með fjármögnunarleið sem ætluð er fyrirtækjum. Þeir sem eru með bílasamninga/kaupleigusamninga eru skráðir umráðamenn bifreiðarinnar skv. ökutækjaskrá en skattalegir eigendur hennar á framtali og eru þar með ábyrgir fyrir öllum gjöldum og sköttum tengdum bifreiðinni. Þó kemur ekki fram á samningum að kaupleigutakar skuli vera skráðir skattalegir eigendur.
Skv. eftirfarandi skýringu ríkisskattstjóra lítur einnig út fyrir að kaupleigusamningar eigi við fyrirtækjarekstur:
Skattaleg meðferð kaupleigusamninga hjá leigutaka er önnur en skattaleg meðferð fjármögnunarleigusamninga, þar sem litið er á kaupleigusamninga eins og kaup á varanlegum rekstrarfjármunum sem ber að eignfæra og afskrifa skv. almennum reglum jafnframt því sem skuldbindingin að baki kaupleigusamningi er talin til skuldar hjá leigutaka."
Í skilmálum lánasamningana SP og Avant stendur að bílasamningur sé í eðli sínu" kaupleigusamningur. Bílasamningur er þó skilgreindur á heimasíðu SP Fjármögnunar sem jafngreiðslulán (annuitet). Samkvæmt túlkun hvers er þá bílasamningur í eðli sínu" kaupleigusamningur? Er það túlkun ríkisskattstjóra sem skráir lántakendur/kaupleigutaka sem skattalega eigendur bifreiðanna eða er það túlkun fjármögnunarfyrirtækjanna? Er ríkisskattstjóri sammála því að bílasamningur sé í eðli sínu kaupleigusamningur? Og er eðlilegt að skrá hluti á skattframtöl einstaklinga sem heita eitt en eru í eðli sínu" eitthvað annað? Er jafngreiðslulán í eðli sínu kaupleiga? Hér er einkennilegt samsull á ferðinni.
Að lokum, þegar upplýsingar úr Rannsóknarskýrslu Alþingis eru settar í samhengi við þessa kaupleigusamninga sem eru óuppsegjanlegir að hálfu kaupleigutaka (mjög athyglisvert atriði) virðist helsta markmið fjármögnunarfyrirtækjanna ekki hafa verið að lána fólki til bifreiðakaupa heldur að stunda gegn því spákaupmennsku og svíkja út úr því fé. Næsti pistill fjallar um þetta.
(Þessi grein var send inn til Morgunblaðsins til birtingar en vegna mikils fjölda greina sem biðu birtinga" var ekki pláss fyrir hana en samt hef ég tekið eftir fullt af nýjum greinum sem hafa birst í blaðinu síðustu daga og voru greinilega sendar inn á eftir þessari.)
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt 18.5.2010 kl. 17:10 | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- Ágúst 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2016
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Nóvember 2014
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- September 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
Bloggvinir
- aslaugas
- agny
- annaeinars
- danna
- agustkara
- bookiceland
- contact
- einarborgari
- rlingr
- sagamli
- helga-eldsto-art-cafe
- bofs
- sade
- gusg
- noldrarinn
- hafthorb
- hhbe
- hlf
- diva73
- snjolfur
- ingaghall
- ingolfursigurdsson
- kreppan
- jaj
- islandsfengur
- nonniblogg
- nyja-testamentid
- thjodarskutan
- kristinnp
- loncexter
- marinogn
- sighar
- sigurduringi
- sushanta
- viggojorgens
- vilhjalmurarnason
- thorsteinnhelgi
- valli57
- tbs
Athugasemdir
Þessi grein hjá Þórdísi lýsir best hvað opinberir aðilar eins og RSK virðast grút máttlausir þegar ríkið á í hlut, það er engu líkara en að þeir skilji þetta ekki, nú er þetta sett upp eins skýrt og hægt er, en ekkert skeður, er ekki eithvað að hérna ? það er ljóst að það vantar þúsundir reikninga í bókhaldið hjá fjármögnunarleigunum og RSK gerir ekkert í málinu, þetta eru sauðir. Ég veit að fjármálaráðherra voru senda upplýsingar varðandi þetta mál, og ekki stóð á svarinu - þetta fer í farveg - sjálfsagt eins og allt annað hjá þeim annars ágæta manni og SP fjármögnun kemur að, það verður varið fram í rauðann dauðann því ríkið á hér hlut að máli sem eigandi SP 100%.
Geir Birgir (IP-tala skráð) 13.5.2010 kl. 08:58
Það á örugglega ýmislegt áhugavert eftir að koma fram varðandi kaupleigur o.fl.
Annað mál sem kannski er vert að skoða líka er sala símafyrirtækjanna á símakortum í gegnum netið. Þar eru ekki gefnir út neinir reikningar eða kvittanir og því spurning hvar greiðslurnar lenda og hvort greiddir eru af þeim skattar. Það hlýtur jú að vera vsk af þessum viðskiptum? Vert að einhver skoði þetta mál. Þarna gæti verið um verulega upphæðir að ræða en auðvelt ætti að vera að þefa það uppi í bankakerfinu.
Ómar Bjarki Smárason, 13.5.2010 kl. 11:04
Þetta svar fékk ég frá Avant þegar ég bað um að sjá gjaldeyrisviðskiptin sem áttu sér stað vegna láns sem ég er með hjá þeim.
Sæl Guðrún, Ég sendi þér reikninginn í pósti en svar við gjaldeyrisviðskiptum er hér: Félagið starfar samkvæmt reglum frá Seðlabanka íslands nr. 707/2009, áður nr. 318/2006, um gjaldeyrisjöfnuð. Félagið tekur ekki lán hjá lánveitanda sínum fyrir hverju einstöku útláni heldur er til hægðarauka tekin stærri lán sem eru endurlánuð á tilteknu tímabili. Þetta er gert þannig að félagið uppfylli þær reglur sem því ber að fara eftir.Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, 13.5.2010 kl. 11:25
Þetta segir mér ekki neitt.
Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, 13.5.2010 kl. 11:25
Reglur um gjaldeyrisjöfnuð koma þessu máli ekki við, í Rannsóknarskýrslunni bls. 118 kemur fram að reglur um gjaldeyrisjöfnuð eigi aðeins við um fjármálafyrirtæki (móðurfélög) (og þá t.d. Landsbankann en ekki SP fjármögnun sem er dótturfélag Landsb.) Nú veit ég ekki með Avant, er það móðurfélag og þá móðurfélags hvers?
Ómar mér dettur í hug þegar RSK var á fullu í Kolaportinu og kanna hvort vsk. svindl væri í gani. RSK er fljótur að krefjast skýringa ef einn reikning vantar í bókhald manna, en í þessu tilfelli vantar þúsundir reikninga í bókhald og ekkert gerist. Voru þessi fyrirtæki með innskatt, er ekki hægt að komast að því?
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 13.5.2010 kl. 11:33
Er það ekki Sjóvá sem á Avant og nú á Ríkið Sjóvá?
Maria Oskarsdottir (IP-tala skráð) 13.5.2010 kl. 13:53
ef mig minnir rétt var Glitnir móðurfélag Avant. og síðar var Avant keypt af öðrum sem ég man ekki hver var.
Er ekki hægt að kanna þetta hjá fyrirtækjaskrá?
Arnar Bergur Guðjónsson, 13.5.2010 kl. 18:29
Ég er ein af þeim sem sat uppi með "kaupleigubíl" sem ég hafði afnot af í 3 ár, hafði alltaf staðið í skilum fram til þess tíma að gengið hækkaði. Síðan þá hefur maður verið að hringja og biðja um fresti, borgað inná, þannig haldið bílnum en að sjálfsögðu borgað himinháa dráttarvexti og af og til "vörslu-sviptingar-gjald"(u.þ.b. 17.000 kr) sem þeir eru duglegir að senda út, og samþykkja svo innb.á eftir þannig að þeir mergsjúga fólkið. Það reyndar endaði þannig að ég sagði þeim bara að koma og sækja bílinn einn daginn, sem og þeir gerðu, eftir að hafa hringt í mig til að minna mig á að þeir yrðu að ná í bílinn því ég væri komin í vanskil með 3 mánuði.
Það komu tvær ungar stúlkur á ómerktum bíl og voru ekki með neitt í höndunum sem sýndi að þær væru frá "vörslu" ég bað þær reyndar um að sýna mér eitthvað sem gæfi til kynna að þær væru frá "vörslusviptingu" önnur fór út í bíl og náði í "vörslusviptingar-bréf sem hún kvittaðið undir og dagssetti" annað hef ég ekki í höndunum um að bíllinn hafi verið tekin.
Ég á eftir að fá "glaðninginn" þ.e.a.s. " uppgjörs-reikninginn "
Eftir stend ég bíllaus og líklega stórskuldug vegna bíls sem ég hafði þó borgað út í á sínum tíma, var á "hóflegu" verði (1.5 millj) útb.150-200, höfuðstóll var komin niður í 1,2 millj., fyrir bankahrun, en er í dag í rúmum 1.8 millj......og svo er spurningin "hvað á eftir að bætast við þ.e.a.s. kostnaður sem Lýsing tekur? " veit það ekki enn. Og ég furða mig á af hverju mér var ráðlagt á sínum tíma að taka þetta gengistryggða lán, og forsendubrestinn vegna hrunsins, og svo er það biðin eftir dómi Hæstaréttar á máli því er snýr að þessum samningum, hvort þeir hafa yfirleitt verið löglegir...
Lára Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 13.5.2010 kl. 21:56
Og Askar capital átti þetta, og þar í stjórn sé ég að Gestur Jónsson hrl. hafi setið. Sá er í siðanefnd LMFÍ (úrskurðarnefnd lögmanna).
http://www.askar.is/index.php?option=com_content&view=article&id=48:new-owners-and-board-of-directors-of-askar-capital&catid=1:latest-news&Itemid=37&lang=is
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 14.5.2010 kl. 10:50
Takk fyrir þessa grein og að halda uppi öflugri andspyrnu. Dropinn holar steininn Þórdís!
Guðmundur Ásgeirsson, 14.5.2010 kl. 17:20
Gerður Pálma, 14.5.2010 kl. 18:42
Þórdís, það er eitt sem mér datt í hug við að lesa þessa grein í annað sinn: Ef fjármögnunarfyrirtækin teljast vera "söluaðilar nýrra ökutækja" gagnvart viðskiptavinum sínum, þurfa þau þá ekki að hafa leyfi til þess líka? Bílasala er nefninlega starfsleyfisskyldur rekstur, sem er almennt ekki innifalinn í starfsleyfum fjármálafyrirtækja!
Guðmundur Ásgeirsson, 14.5.2010 kl. 20:49
Það er spurning, þeim fer að fjölga leyfunum sem þessa menn vantar. En hvernig getur maður komist að því hvort þau hafi verið með innskatt. Þekkirðu einhvern hjá Skattinum :)
Hér er andspyrnuhópur gegn þessum leyfislausu villidýrum, en þú ert ekki á Facebook ef ég man rétt.
http://www.facebook.com/profile.php?id=100000253597763&ref=ts#!/group.php?gid=319557769313
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 14.5.2010 kl. 21:34
Lára, það lítur því miður út fyrir það að fólki hafi verið ráðlagt að taka gengistyrggð lán þar sem „flytja þurfti gengisáhættu af bönkunum yfir á almenning" (rannsóknarskýrslan) þegar ljóst var að bankakerfið stefndi í þrot. Þeir voru með of mikið af erlendum skuldum en of lítið ef erlendum eignum (skuldir okkar voru mest í ISK sem voru eignir þeirra). Þetta var gert fyrir framan nefið á yfirvöldum og ekki líklega með þeirra samþykki, a.m.k gerðu eftirlitsaðilar ekkert og gera ekkert enn, alveg lamaðir. Og síðan var fyrirkomulagið þannig að þessir samningar voru óuppsegjanlegir af hálfu neytenda (smáa letrið) ... sem sagt gildra, annað hvort að borga þrefaldar greiðslur eða það verður gert fjárnám í eignum þínum (eða ábyrgðarmanna) með geðveikum útreikningum. Myndi ekki hafa miklar áhyggjur af uppgjörinu, þú borgar það aldrei, segir þeim þá bara að stefna þér og tekur til varna og krefur þá um rökstuðning. Ertu á Facebook?
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 14.5.2010 kl. 21:48
og líklega með þeirra samþykki átti það að vera ( - ekki)
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 14.5.2010 kl. 21:52
Nei Þórdís, ég þekki því miður engan hjá skattinum, ekki beint að minnsta kosti. Þykist hinsvegar vita að þar vinnur fullt af góðu fólki.
Guðmundur Ásgeirsson, 14.5.2010 kl. 22:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.