Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2024

Dagur og Katrín bæði á biðlaunum - misnotkun á réttinum?

Eins og fram kemur í tengdri frétt þá er Dagur fyrrv. borgarstjóri á biðlaunum í sex mánuði. Heildarkostnaður við hans laun nema 18.398.840 kr.

Samkvæmt svari frá forsætisráðuneytinu er Katrín Jakobsdóttir einnig komin á biðlaun, en hún afsalaði sér þeim meðan á kosningabaráttunni stóð, mögulega vegna umfjöllunar um málið.

Katrín lét sjálfviljug af störfum til að freista þess að verða forseti. Samkomulag var um í stjórnarsáttmála að Dagur léti af borgarstjóraembættinu eftir eitt og hálft ár og Einar tæki við.

Er rétturinn til biðlauna hugsaður svona eða er þetta misnotkun á réttinum - geta menn möndlað með borgarstjóraskipti og að ráðherrar stökkvi frá til að freista þess að fá annað starf? Fái þeir það ekki, geta þeir komið aftur og fengið biðlaun vegna fyrra starfs? Og kostnaður upp á margar milljónir úr ríkis-og borgarsjóði.

Í greinargerð með frumvarpi til laga um biðlaun segir m.a.

„Réttur til biðlauna er viðurkenning á þeirri erfiðu stöðu sem einstaklingar lenda í við starfsmissi.“ 

Hver kom fyrrv. borgarstjóra og fyrrv. forsætisráðherra í erfiða stöðu? Þeir sjálfir í þessu tilfelli ekki satt - vitandi að þeir gætu nýtt sér full laun í sex mánuði á eftir á kostnað skattgreiðenda.


mbl.is Dagur bara á biðlaunum borgarstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Þú ert lauslát mella og þú ert nasisti!"

Ærumeiðingamál eru áhugverð, hvers æru er verið að meiða og hver meiðir - eru ærur fólks misverðmætar?

Dv.is segir frá því í gær að lögreglustjóri hafi ákært Margréti Friðriksdóttur, ritstjóra Fréttarinnar, fyrir ærumeiðingar gegn héraðsdómaranum Barböru Björnsdóttur.

Margrét hafði látið meintar ærumeiðingar falla á facebook síðu sinni að kvöldi dags sem Barbara sakfelldi Margréti fyrir líflátshótun gegn Semu Erlu og dæmdi hana í 30 daga skilorðsbundið fangelsi.

Um var að ræða fimm ára gamalt atvik sem átti sér stað fyrir utan bar í Reykjavík í ágúst 2018. Lögreglan hætti rannsókn málsins á sínum tíma en saksóknari tók málið upp aftur einhverju síðar, en þá var Margrét komin með eigin fjölmiðil, Fréttin.is, umdeildan vef eins og RÚV kallar það.

(Vefurinn“ hefur fjallað mikið um Covid tímabilið og t.d. vakið athygli á fjölda rannsókna á svokölluðum Covid bólusetningum og skaðanum sem þær hafa valdið og svindli í markaðssetningu efnanna. Tíminn mun leiða í ljós hversu umdeilt efni Fréttin.is hefur birt annars vegar og hins vegar hversu óumdeilt efni RÚV hefur birt í þessum efnum. Allt geymist þetta á veraldarvefnum nema kannski fréttir sem óvart detta út hjá RÚV (en hunskast til að setja inn aftur þegar þeim berst fyrirspurn.) Einnig hefur vefurinn verið sá eini sem undanfarið hefur fjallað um fósturvísamálið svokallaða.)

 

Dómi Barböru snúið við í Landsrétti 

Dómi Barböru gegn Margréti var snúið við í Landsrétti í desember sl. Ekki var hægt að sanna hvað nákvæmlega var sagt fyrir utan barinn sumarið 2018.

Barbara kærir síðan Margréti fyrir meiðyrði í apríl 2023, hún höfðar sem sagt ekki einkamál eins og tíðkast með ærumeiðingar. Og nú hefur lögreglustjórinn gefið út ákæru. Lögreglan aðhefst vanalega ekkert í svona málum.

Margrét er m.a. ákærð fyrir að kalla dómarann lausláta mellu vegna sögusagna um samband hennar við annan dómara sem nú situr í Landsrétti (en var þó ekki einn af dómurunum í máli Margrétar þar).

Barbara kærir Margréti einnig fyrir að skrifa að Barbara hafi falsað vitnisburðinn. En það gerði dómarinn vissulega. Ég var í réttarsal þegar vitnaleiðslur fóru fram og eins las ég dóminn. Dómarinn laug, sjá nánar

Þess má einnig geta að svo virtist sem Sema Erla hefði e.k. vald í dómsalnum. Hún kveinkaði sér undan því að Margrét væri að horfa á sig á meðan Sema gaf sína skýrslu og sagðist bara „ekki geta þetta.“ Dómarinn bauð þá Margréti að fara inn í sérherbergi og fylgjast með þaðan á skjá, eins og tíðkast í t.d. barnaníðingsmálum!

Það verður áhugavert að sjá hvernig málið með Barböru og Margréti fer og eins og segir í frétt Dv.is þá hefur Barbara óskað eftir lokuðu þinghaldi, sem lögmaður Margrétar hefur hafnað.


Arnar Þór teiknaður sem nasisti

Til samanburðar mætti t.d. skoða mál Arnars Þórs lögmanns og fyrrv. forsetaframbjóðanda sem var einmitt verjandi Margrétar í héraðsdómi í umræddu máli.

Arnar er teiknaður upp sem nasisti í skopmynd Halldórs á vísi.is, sem sagt fjöldamorðingi er tengist helförinni.

nasisti

Arnar kærði myndina sem ærumeiðandi  til siðanefndar Blaðamannafélags Íslands og taldi lög vera brotin. Félagði taldi ekki að um brot væri að ræða.

Þess má auðvitað einnig geta að fjölmiðar hafa sagt Arnar Þór umdeildan. Á fyrsta blaðamannafundi í forsetakosningum var t.d. reynt að klína á Arnar að hann væri með umdeildar skoðanir. „Á hverju?“ spurði Arnar. „Á bóluefnum“, var svarið. „Hafa þau (bóluefnin) gefist vel?“ spurði hann. Þá kom bara þögn.

Er munur á teikningu og skrifuðum orðum á facebook? Er fótur fyrir því að Arnar sé tengdur nasistum og/eða helförinni?

Hvað ef Margrét hefði teiknað dómarann í gríni sem lausláta mellu" í dómssal, í e.k. mellubúningi?

Fer kerfið öðruvísi með umdeilda einstaklinga en „óumdeilda sbr. t.d. vinsælasta bloggara mbl.is, Pál Vilhjálmsson sem virðist nýlega hafa verið rekinn úr starfi sem kennari. Hann er álitinn umdeildur kennari af fjölmiðlum?

Er hann það? Eða kannski með umdeildar skoðanir? Páll heldur því m.a.s. bara blákalt fram að kynin séu bara tvö og ekki sé hægt að fæðast í röngum líkama! 


Barbara dæmir lögmanni sínum óvenju háan málskostnað 

Eitt umdeilt hér að lokum. Barbara dómari sýknaði atvinnurekanda af meintri nauðgun í maí 2023. Lögmaður meinta nauðgarans var Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, en hann var einmitt lögmaður Barböru Björnsdóttur í kærumálinu gegn Margréti.

Málskostnaðurinn sem Barbara dæmir Vilhjálmi þykir óvenju hár, en þóknun Vilhjálms hljóðaði upp á 4.218.480 kr. að undanskildum virðisauka.

Var verið að greiða Vilhjálmi „óbeint“ úr ríkissjóði fyrir lögmannsstörf hans í máli Barbörgu gegn Margréti? Þetta er tvö-til þreföld fjárhæð þess sem gengur og gerist í svona málum.


Og hvers vegna höfðar Barbara ekki sjálf einkamál í stað þess að láta ríkið vinna það og borga fyrir sig? 

p.s. það eru ca. 99% líkur á að héraðsdómur dæmi ákæruvaldinu í hag, þannig er þetta, en svo er það Landsréttur.

 


Höfundur

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband