Það, hverjir trúa á samsæriskenningar og af hverju fólk trúir á þær, hefur lengi verið viðfangsefni í stjórnmálasálfræði segir Hulda Þórisdóttir, sálfræðingur. Grein Huldu sem birtist í Morgunblaðinu í dag, má lesa alla hér í lok greinar.
Í greininni segir m.a.:
Þá hefur Hulda rannsakað þá hópa sem aðhyllast samsæriskenningar. Samkvæmt þeim gögnum sem ég safnaði á Íslandi trúir mjög lágt hlutfall fólks samsæriskenningum um kórónuveirufaraldurinn og bólusetningu gegn henni. Að sama skapi draga afar fáir hlýnun jarðar í efa. Á hinn bóginn trúa margir ýmsum pólitískum samsæriskenningum.
Þarna gefur Hulda í skyn að hvað sé sannleikur og hvað ekki sé byggt á fjölda þess sem trúa málstaðnum. Hún tekur dæmi með Covid og bóluefnin, sem til dæmis ritstjóri Morgunblaðsins fjallaði um, um helgina og benti á þá lygi sem stjórnvöld komu inn í kollinn á almenningi, og að meginþorri þjóðarinnar hafi látið plata sig með bóluefni sem virkaði alls ekki.
Davíð segir fólk hafa verið haft af fíflum, með sóttavarnaraðgerðum (fjarlægðarmörk), bóluefni og innihaldi þess, og uppruna veirunnar. Þetta með virkni bóluefnisins eru margir búnir að fatta, enda varla annað hægt. Þetta var blöff, burt séð frá því sem meirihlutinn trúði, sbr. skrif Huldu.
Meirihlutinn hefur ekki alltaf rétt fyrir sér og meirihluti getur breyst í minnihluta á svipstundu eða með tímanum.
Hulda virðist halda að fyrst að flestir hafi trúað áróðri þríeykisins og Kára Stef. um hjarðónæmið og drifu sig í bólusetningu, hún eflaust líka, að þá hafi áróður yfirvalda ekki verið samsæriskenning eða hrein og bein lygi, heldur sannleikur og eflaust það sem hún og fleiri hafa ákveðið að trúa.
Hlýnun jarðar
Hulda segir að fæstir dragi hlýnun jarðar í efa. Hverjir eru fæstir - þeir sem helstu fjölmiðlar reyna að minnast ekki á? Það sem ekki kemur fram á Vísindavefnum eða RÚV?
Það er nefnilega þannig að mikill fjöldi fólks dregur í efa að CO2 hafi áhrif á hlýnun jarðar (reikna með að hún meini að það sé orsökin á hlýnuninni).
Samkvæmt þessum ástralska prófessor hefur engum tekist að sýna fram á tengsl CO2 og hlýnun jarðar af mannavöldum, burt séð frá því hverju meirihlutinn trúir. Ástralinn segir að CO2 geti einfaldlega ekki valdið hlýnun jarðar.
Þetta er fyndin grein prófessors sem heldur að hún viti sannleikann, en er augljóslega sjálf fórnarlamb samsæriskenninga.
Í það minnsta heldur hún að hún viti hvað er samsæriskenning og hvað ekki, og telur það helst eiga við stjórnmál í einræðisríkjum.
Hulda segir að lokum:
Meðvitund um eðli samsæriskenninga og áhrif þeirra virkar í raun eins og bólusetning. Hins vegar er mjög erfitt að reyna að afsanna samsæriskenningu fyrir einhverjum sem er byrjaður að trúa henni.
Hulda gefur til kynna að það sem hún telur vera samsæriskenningu samkvæmt eigin trú þurfi að afsanna. Hversu fast heldur hún sjálf t.d. í þá lygasögu að Covid bóluefnið hafi verið vörn gegn sjúkdómnum Covid?
Þess má geta að Háskóli Íslands, vinnustaður Huldu, vísar í Vísindavefinn varðandi fræðslu um Covid, þar sem Jón Magnús Jóhanesson læknir skrifar. Þessi sem sagði að hiti væri ástæða þess að konur sem fengju Covid sprautur hafi hætt á blæðingum, fengið ofsablæðingar, byrjað aftur á blæðingum eftir sjötugt o.fl.
Öll greinin í Mogganum er hér:
Það, hverjir trúa á samsæriskenningar og af hverju fólk trúir á þær, hefur lengi verið viðfangsefni stjórnmálasálfræðinnar. Hulda Þórisdóttir, sem rannsakað hefur sálfrsærinninga, segir vísindalegar samsæriskenningar ekki þrífast vel á Íslandi. Hins vegar trúi hátt hlutfall Íslendinga pólitískum samsæriskenningum. Besta vörnin sé aukin meðvitund.
Hulda segir sýnileika samsæriskenninga hafa aukist á undanförnum árum og þær séu farnar að hafa meiri áhrif á meginstraumsstjórnmál heldur en áður fyrr. Rannsóknir bendi þó ekki til þess að þeim sem trúi samsæriskenningum fari fjölgandi. Hins vegar hefur hagnýting samsæriskenninga tekið breytingum og stjórnmálamenn jafnvel farnir að beita þeim í meiri mæli, segir Hulda og nefnir Bandaríkin sem dæmi. Það er eitthvað mjög sérstakt í gangi í Bandaríkjunum núna sem tengist Repúblikanaflokknum töluvert. Enda sýna rannsóknir að samsæriskenningar eru líklegri til þess að grassera á meðal þess hóps kjósenda sem bíður lægri hlut í þingkosningum. Hún bætir við. En það er mikilvægt að halda því til haga í allri umræðu um samsæriskenningar að þær fyrirfinnast á gríðarlega stórum skala. Það er mikill munur á því til dæmis að efast um heiðarleika lyfjafyrirtækja eða trúa því að heiminum sé í raun stýrt af eðlufólki og að jörðin sé flöt.
Fáir draga hlýnun jarðar í efa
Þá hefur Hulda rannsakað þá hópa sem aðhyllast samsæriskenningar. Samkvæmt þeim gögnum sem ég safnaði á Íslandi trúir mjög lágt hlutfall fólks samsæriskenningum um kórónuveirufaraldurinn og bólusetningu gegn henni. Að sama skapi draga afar fáir hlýnun jarðar í efa. Á hinn bóginn trúa margir ýmsum pólitískum samsæriskenningum. Til að mynda hafi komið á óvart hve margir trúi því að árásirnar 11. september 2001 hafi verið skipulagðar af bandarískum stjórnvöldum. Erfitt sé þó að fullyrða um nákvæman fjölda þeirra sem aðhyllast samsæriskenningarnar.
Besta vörnin gegn samsæriskenningum er að fólk sé meðvitað um þær fyrir fram, segir Hulda. Meðvitund um eðli samsæriskenninga og áhrif þeirra virkar í raun eins og bólusetning. Hins vegar er mjög erfitt að reyna að afsanna samsæriskenningu fyrir einhverjum sem er byrjaður að trúa henni.